Morgunblaðið - 04.12.2002, Side 2
2 D MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
BÆKUR
ur Stefáns. En fleiri verðandi skáld
voru um borð en Stefán Guð-
mundsson, þarna voru Kristinn
Stefánsson frá Egilsá í Skagafirði
og Helga Steinvör Baldvinsdóttir
sem kallaðist Undína í Vestur-
heimi. Stefán var einn fárra vest-
urfara sem hafði lært svolítið í
ensku og kom það að góðum notum
síðar. Snemma komu þeir eiginleik-
ar í ljós sem einkenndu persónu-
leika Stefáns. Hann var einstak-
lega námfús og fljótur að tileinka
sér það sem hann hafði áhuga á. Í
æsku las hann Njólu Björns Gunn-
laugssonar og hreifst af ljóðrænu
þessa einstæða verks sem einnig
höfðaði sterkt til Einars Bene-
diktssonar skálds. Andrarímur
voru einnig vinsælar og kitluðu
ímyndunarafl unglingsins og forn-
sögurnar sömuleiðis, ekki síst
Grettis saga.
Þegar til Vesturheims kemur
víkkar sjóndeildarhringurinn til
muna. Stefán kynnist skáldskap
Walt Whitmans og hugmyndum
fríþenkjara á borð við Emerson og
Thoreau. Má nærri geta að Stefáni
hafi þótt ljóð Whitmans nýstárleg í
rímleysi sínu og djörfung. Stefán
hefur einnig í öðru að snúast. Hann
nemur land ásamt fjölskyldu sinni í
Shawano í Wisconsin, festir ráð sitt
og eignast son. Sumarið 1880 nem-
ur fjölskyldan nýtt og betra land í
Dakota. Stefáni vegnar vel og reis-
ir sér hús og stundar landbúnað og
ræktun. Það skiptast á skin og
skúrir í lífinu og hann missir föður
sinn árið 1881 rúmlega sextugan að
aldri. Skoðanir Stefáns, eða Steph-
ans G. eins og hann kallaði sig frá
árinu 1884, voru í stöðugri mótun
þessi ár. Hann las mikið og orti dá-
lítið – Stephan hneigist meir og
meir að róttækni og honum leidd-
ust deilur og þras trúarsöfnuða.
Sennilega áttu slíkar deilur stærst-
an þátt í að Stephan tók sig upp
enn einu sinni og settist að í Al-
berta í Kanada. Þar reisti hann sér
bæ í þriðja sinn og við rætur
Klettafjallanna undi hann hag sín-
um vel. Hann fjarlægist trúar-
brögðin æ meir en byggir á eigin
brjóstviti og skynsemi og yrkir nú
sitt fræga kvæði um vantrúna.
Biblíuna kunni Stephan vel og
hafði alla tíð mætur á Vídalínspost-
illu en hann var á undan sinni sam-
tíð og þoldi illa kreddur og þras
sem einkenndu um of andlegt líf
Íslendinga í Wisconsin og Winni-
peg. Stephan aðhylltist einnig
kvenfrelsi en var jafnan í minni-
hluta í söfnuðinum í Garðar í Wisc-
onsin.
Vegur Stephans sem skálds vex
jafnt og þétt og hann sendir ljóð
sín til Winnipeg og lætur prenta
þau í Heimskringlu. Stephan var
hrifinn af Gesti Pálssyni ritstjóra
og orti fagurt minningakvæði þeg-
ar Gestur lést skyndilega árið
1891. Athyglisvert er að Stephan
hefur meiri mætur á skáldskap
Bjarna Thorarensens og Gríms
Thomsens en t.a.m. kveðskap Jón-
asar Hallgrímssonar. Líklega hefur
karlmennska þeirra fyrrnefndu og
stórbrotnar hugmyndir höfðað
sterkar til raunsæisskáldsins
Stephans G. sem reyndar gat ort
býsna ljóðræn kvæði ef svo bar
undir. Má þar t.d. nefna hið fagra
kvæði „Kveld“ sem hann yrkir 46
ára að aldri í lok 19. aldar. Þar lýk-
ur þessu fyrra bindi í gagnmerkri
ævisögu Stephans G. Stephansson-
ar.
Viðari Hreinssyni tekst mjög vel
að bregða upp nærfærnislegum
myndum af þessum einstaka mann-
vini og skáldbónda sem fæddist að
Kirkjuhóli í Skagafirði og settist að
við rætur Klettafjalla. Frásögnin
er hógvær og blátt áfram og engin
tilraun gerð til að bera oflof á
skáldið. Viðar er ekki að draga upp
neina helgimynd – honum er í mun
að sýna manninn Stephan G. í sínu
hversdagslega striti. En það eru
ljóðin sem lifa og lyfta andanum úr
duftinu. Skáldskapurinn var bónd-
anum slík ástríða að hann fórnaði
glaður nætursvefni ef ljóðagyðjan
kallaði á hann. Það er einmitt þess
vegna sem lesandinn bíður spennt-
ur eftir seinna bindinu.
Guðbjörn Sigurmundsson
1
„Þegar ég var að skrifa bókina
gekk ég um og talaði glað-
hlakkalega um að ég væri að skrifa
gamaldags skáldsögu. En þegar ég
var búin sá ég að ég hafði í raun
ekki skrifað gamaldags skáldsögu,
heldur verið einfaldlega trú þeirri
hefð að segja sögu,“ segir Guðrún
Eva Mínervudóttir um nýjustu
skáldsögu sína, Söguna af sjóreknu
píanóunum, en henni má jafnframt
lýsa sem nokkurs konar óði til
sagnalistarinnar. „Ég lagði af stað
með þá hugsun að skrifa sögu,
stóra bók sem engum leiddist að
lesa, og splæsti miklu í hana. Ég
leyfði mér að nota margar hug-
myndir, og án þess að falla fyrir
þeirri freistingu að teygja lopann.
Þetta er kannski líka dálítil stúdía
um sagnalistina, og kraftinn sem
býr í henni. Það er alltaf að renna
betur upp fyrir mér hvað hún er
miklu meira en skemmtun. Sögur
eru eitthvað sem breytir okkur,
verður hluti af okkur sjálfum. Með
því að lesa eða segja sögu verður
maður margar manneskjur, í stað
einnar.“
2
Sagnalistin leggur mark á per-
sónur nýjustu bókar Guðrúnar
Evu Mínervudóttur, þær speglast í
sögunum og sögurnar í þeim. „Við
sjáum ef til vill í bókinni, hvers
sögurnar eru megnugar,“ segir
Guðrún Eva. „Sá sem hefur alist
upp við að heyra einhverja sögu
aftur og aftur, mótast af henni líkt
og um sé að ræða atburð sem hafi
komið fyrir hann sjálfan. Kolbeinn
til dæmis hálfdrepur sig í viðleitn-
inni við að vaxa upp í þær goð-
sagnakenndu sögur sem honum
eru sagðar í sveitinni.“
Þessar persónur, einkum elsk-
endurnir Sólveig og Kolbeinn, að-
alpersónur bókarinnar…Saga
þeirra er sögð í sitthvoru lagi, en
þó tvinnast þær saman og skarast.
Kaflaskilin í bókinni miðri sýna þó
að þessar persónur nálgast sagna-
listina á ólíkan hátt?
„Já, það er vegna þess að þau
eru alin upp í ólíkum tengslum við
sagnalistina. Sólveig er alin upp
við það að raunverulegi heimurinn
og sagnaheimurinn séu aðgreindir.
Kolbeinn á því hins vegar að venj-
ast að öllu sé hrært saman og lifað
í sögunum. Hann á undarlegt fólk
að og grunar sumt þeirra um elífar
lygar.“
Guðrún bætir því við að þótt
sumar sögupersónur „ljúgi“ ef til
vill stundum í sögum sínum, teljist
þær ekki til þess sem kennt er við
óáreiðanlegan sögumann. „Lesand-
inn rekst e.t.v. á tvær ólíkar út-
gáfur af sömu sögunni. Þá er önn-
ur sagan ekki óáreiðanleg, heldur
eru báðar útgáfurnar áreiðanlegar.
Lesandinn finnur vonandi að báðar
persónurnar gætu í raun haft rétt
fyrir sér. Það er svo misjafnt
hvaða áherslur hver og einn leggur
í sína sögu, hvað honum finnst
skipta minna eða meira máli.“
Hér komum við ef til vill að
þætti minnisins í því hvernig
manneskjur upplifa, túlka og rifja
upp atburði og sögur í lífi sínu. Er
það e.t.v. frekar óáreiðanleiki
minnisins sem fjallað er um í bók-
inni?
Guðrún Eva segir þær pælingar
hafa verið ofarlega á baugi í skrif-
unum, og beinist óáreiðanleikinn
þar ekki síst að hennar eigin
minni. „Ég var t.d. að skrifa bók-
ina Albúm meðfram Sögunni af
sjóreknu píanóunum. Hún fjallar
að miklu leyti um óáreiðanleika
minnisins, og skýrði ég hana
skáldsögu til að leggja enn meiri
áherslu á að ég treysti minni mínu
alls ekki. Þessi þráður heldur síð-
an dálítið inn í þessa skáldsögu.
Enda eru allir sögumenn á ein-
hvern hátt óáreiðanlegir.“
3
Sagan af sjóreknu píanóunum er
stærsta skáldsaga Guðrúnar Evu
Mínervudóttur til þessa en ekki er
lengra síðan en í vor að hún sendi
frá sér bókina Albúm. Hún er því
spurð dálítið útí vinnuferlið í skrif-
unum, hvað liggi að baki þessum
afköstum.
„Ég get einbeitt mér að skrif-
unum vegna þess að ég fæ starfs-
laun,“ segir Guðrún Eva en heldur
svo áfram þegar blaðamaður bros-
ir við þetta svar. „Það var ekki
fyrr en í sumar að það rann upp
fyrir mér að ég væri svokallaður
afkastamikill höfundur. Ég upplifi
það ekki svo að ég vinni mikið. Ég
get ekki setið við lengur en fjóra
tíma á dag og alls ekki alla daga.
Ég hef hins vegar kvalist alla þá
daga og klukkutíma sem ég gat
ekki setið við skrifin, enda alin upp
við þá hugsun að það sé aum-
ingjalegt að vera ekki að vinna. En
ég er nú fyrst farin að skilja
hvernig þetta gengur fyrir sig,
hvernig andleg þreyta getur laum-
ast aftan að manni í allskyns
grímubúningum og hvernig vinnu-
afköstin eru ekki alltaf í samræmi
við þann tíma sem maður situr
við.“
Sjálf á Guðrún Eva að baki
sagnauppeldi sem er ef til vill lík-
ara Kolbeins en Sólveigar. „Ég las
almennt allt það sem ég komst í.
Ef hver laus stund er lögð undir
lestur er nokkuð hætt við að mað-
ur verði fyrir því að lífið og sög-
urnar renni saman og lífið verði
meiri skáldskapur en það er. Eða
réttar sagt sér maður bara betur
hvað lífið er í raun mikill skáld-
skapur.“
4
Guðrún Eva gefur í skyn að
ákveðið traust til lesandans sé
einnig mjög mikilvægt fyrir höf-
undinn. Hún segir atburðarásina
mjög hraða og að þeim frásagn-
armáta sé beitt af ákveðnum
ástæðum.
„Það gerist margt dramatískt í
þessari bók, en það verður ekki
dramatískt í frásögninni, vegna
þess hversu hratt er farið yfir
sögu. Það er rétt staldrað við
þessa atburði og jafnvel komið að
þeim aftur síðar. Ég held að les-
endur séu alveg færir um að
skynja það hversu skelfilegt það er
t.d. fyrir lítið barn að missa móður
sína, án þess að það sé stafað ofan
í þá. Ég verð oft reið þegar reynt
er að tyggja mikla dramatík ofan í
mig.“
Sagan af sjóreknu píanóunum
spannar langan tíma og rekur ekki
aðeins sögu aðalpersónanna Sól-
veigar og Kolbeins, heldur foreldra
þeirra, ömmu og afa. Á sama tíma
eru persónurnar óvenjulegar, og
minnir sagan e.t.v. dálítið á hinar
breiðu fjölskyldusögur töfra-
raunsæisskáldsagna.
„Ég leita langt aftur í sögu per-
sónanna til þess að geta farið hratt
yfir sögu. Það getur verið flókið að
þurfa að fara að útskýra eitthvað
sem gerist á fullorðinsárum með
því að tiltaka ákveðið atriði í for-
tíðinni. Hugmyndin er kannski
bara að setja sögu einhvers í sam-
hengi,“ segir Guðrún Eva um
breidd skáldsögunnar. Hún segist
þó ekki viss um að persónurnar
séu neitt óvenjulegri en annað
fólk.
„Þessar persónur er kannski dá-
lítið gamaldags í sér, og uppfullar
af fortíðarþrá. Það er eins og þau
séu yfir ýmislegt hafin og sækjast
kannski eftir því að lifa í skáld-
skap, eða skáldlegu lífi,“ segir
Guðrún Eva. „En um leið held ég
að þær séu ekkert ólíkar öðru
fólki. Það verða svo margir fyrir
áföllum eins og þær, og jafnvel
þótt ekkert slíkt komi fyrir er yf-
irleitt ekkert hversdagslegt við
hversdagsleikann. Maður dettur ef
til vill stundum inn í tímabil þar
sem allt siglir lygnan sjó, en þau
eru mjög sjaldgæf. En það er
kannski misjafnt hversu fólk sæk-
ist eftir því að lifa í einhvers konar
stormi.
Það er ekki hægt að segja að
þessi bók fjalli um eitthvað eitt, þó
svo að fjölskyldan sé þar dálítið
fyrirferðarmikil. En bókin er um
margt, og ef hún fjallar um hvers-
dagsleikann þá er það vegna þess
að hversdagsleikinn er marg-
breytilegur.“
5
Guðrún Eva fagnaði sjö ára rit-
höfundarafmæli sínu í sumar, og
telur þar með fyrstu skáldsöguna
sína sem aldrei kom út. Hún segist
finna fyrir auknu öryggi með tím-
anum, og tengist það e.t.v. þeirri
ákvörðun hennar að „splæsa öllu“ í
nýjustu bókina. „Þegar maður er
að skrifa sína fyrstu bók heldur
maður e.t.v. að hugmyndirnar séu
bara endanlega margar og að mað-
ur sé að gefa allt sem maður á í
bókinni. En nú er ég farin að vita
að þótt mér finnist ég gefa allt
sem ég veit, get og skil í eina bók,
þá líður ekki á löngu áður en mað-
ur veit, man og skilur miklu, miklu
meira. Ég hef nú fyrst lært að
treysta þessu alveg, þ.e. að þeim
mun fleiri hugmyndum sem maður
splæsir, því fleiri bíða í röðum. Ég
finn þó að ég er á leiðinni inn í
einhvern kollhnís eftir þessa sögu.
Ég gæti þurft að taka dálítinn
tíma í að finna nálgunina við
næstu sögu, því mér finnst ég hafa
með þessari bók náð hámarki í ein-
hverju sem ég hef verið að stefna
að lengi, kannski er það hinn al-
geri léttleiki.“
Að vera trúr
sagnalistinni
Morgunblaðið/Golli
GUÐRÚN EVA MÍNERVUDÓTTIR: Ég finn að ég er á leiðinni inn í einhvern
kollhnís eftir þessa sögu.
eftir Heiðu
Jóhannsdóttur
Bjartur hefur gefið út Söguna af sjó-
reknu píanóunum eftir Guðrúnu Evu
Mínervudóttur