Morgunblaðið - 04.12.2002, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2002 D 3
BÆKUR
EKKI hafa margir íslenskir rit-
höfundar lagt vísindaskáldskap
fyrir sig, en Andri Snær Magnason
heldur órauður inn á þá braut í ný-
útkominni skáldsögu sinni Love-
Star. Titillinn er fenginn úr skáld-
skap Jónasar Hallgrímssonar og
vísar til „ástarstjörnu yfir Hraun-
dranga“ svo vitnað sé í ljóðið
Ferðalok – í þessu tilfelli gervi-
stjörnu sem í verkinu verður tákn-
ræn fyrir gerviheim hinna „hand-
frjálsu“ manna. Sögusvið
bókarinnar er stórveldi framtíðar-
innar, með höfuðstöðvar á Íslandi,
en það hefur náð heimsyfirráðum í
kjölfar byltingarkenndrar uppgötv-
unar vísindamannsins Örvars
Árnasonar (öðru nafni LoveStar),
sem til að byrja með stýrði rann-
sóknum sínum óáreittur í Vatns-
mýrinni í Reykjavík á tímum Dav-
íðs Oddssonar, sem hvílir smurður
í hvelfingu undir Keili í upphafi
sögunnar. Stórveldi LoveStar
byggist á frelsun mannkynsins
undan oki véla og snúra, byltingu
handfrjáls lífsstíls. Sá galli er þó á
gjöf Njarðar að með hinum hand-
frjálsa lífsstíl hefur markaðsöflum
þeim er LoveStar stýrir, eða
„stemningsdeildinni“, opnast greið
leið að vitund fólks með þeim af-
leiðingum að taumlaus neyslu-
hyggja ræður lögum og lofum.
Ekkert er lengur heilagt því jafn-
vel dauðinn hefur verið markaðs-
væddur sem fjölskylduviðburður í
mesta gróðafyrirtækinu, Love-
Death. Fylgst er með djúpstæð-
ustu löngunum og persónulegustu
venjum fólks, hegðun allra er beint
í ákveðna farvegi til að skapa
markað fyrir framleiðslu heims-
veldisins. Í sinni skáldlegu framtíð-
arsýn sækir Andri
Snær nokkuð í smiðju
klassískra höfunda,
ekki síst þeirra Aldous
Huxley og George Or-
well, en áhrifa bók-
anna Brave New
World og 1984 gætir
greinilega í verkinu.
Ekki síst þegar Love-
Star er nánast orðinn
að guði eins og Ford í
Brave New World, og
þegar höfundur tekur
að afhjúpa fyrir les-
andanum það mið-
stýrða eftirlit sem al-
menningur býr við og
óhugnanleg tök hins opinbera á
lífshlaupi einstaklingsins, sem
óneitanlega minnir á „stóra bróð-
ur“ í 1984.
Sagan fer fjörlega af stað og sú
heimsmynd sem byggð er upp er
merkilega sannfærandi, ekki síst
vegna þess hversu höfundurinn er
laginn við að setja þá fjarstæðu-
kenndu þróun sem rakin er í verk-
inu í samhengi við raunveruleika
neyslusamfélags samtímans. Í
þeirri þjóðfélagsádeilu liggur helsti
styrkur sögunnar því Andri Snær
hefur glögga sýn á þá veikleika
sem eru nú þegar til staðar í
heimsmynd okkar og næma tilfinn-
ingu fyrir því hversu auðveldlega
bestu hugmyndir geta snúist upp í
martröð, þegar óprúttnir einstak-
lingar með gróðasjónarmið að leið-
arljósi eru við stjórnvölinn. Stíllinn
er bæði léttur og leikandi, og oft á
tíðum fyndinn, enda höfundurinn
einkar laginn við að leika sér með
goðsagnir íslenskrar þjóðernisróm-
antíkur. Þannig eru höfuðstöðvar
LoveStar að sjálfsögðu í Öxnadaln-
um, sem þó er ekki nema örþunn
„friðuð“ skel utan um tæknivædd-
an skemmtigarð þar sem lóan er á
stærð við kalkúna til að standa
undir væntingum túristanna.
Verkið er á tveimur
frásagnarplönum,
annars vegar er ævi-
ferill LoveStar sjálfs
rakinn ásamt sögunni
af risi og hnigi þess
veldis sem hann hefur
byggt upp. Hins veg-
ar er sögð saga
tveggja þegna hans,
þeirra Indriða og Sig-
ríðar. Nöfn þeirra eru
fengin að láni úr
fyrstu íslensku skáld-
sögunni, Pilti og
stúlku eftir Jón Thor-
oddsen, og má því líta
á þau sem eins konar
forfeður annarra elskenda í ís-
lenskum bókmenntaheimi. Indriði
og Sigríður lenda í óskaplegum
vandræðum þegar þau passa ekki
lengur í þann þrönga stakk sem
þeim er sniðinn af markaðsyfir-
völdunum, heldur láta stjórnast af
nægjusamri og gamaldags ást á
hvort öðru, en það eru örlög þeirra
sem knýja verkið áfram.
Óhætt er að segja að þeir alle-
górísku þættir sem setja mark sitt
á þessa skáldsögu minni um margt
á verðlaunasögu Andra Snæs, Sög-
una af bláa hnettinum. Rétt eins og
í þeirri bók eru skilin á milli góðs
og ills afdráttarlaus og persónu-
sköpunin fremur einföld. Sá frá-
sagnarmáti getur verið áhrifaríkur
og er barnasögu án efa til fram-
dráttar, en að sama skapi mun
vandmeðfarnari í skáldsögu fyrir
fullorðna. Þannig verður lífshlaup
LoveStar að heldur klisjukenndri
sögu um gæfu og gjörvileika;
valdasýki hugsjónamanns sem
svífst einskis á ferli sínum einfald-
lega vegna þess að hann er heltek-
inn af þeirri hugmynd er ræður
ferðinni hverju sinni. Þótt hann
eigi eintal við samvisku sína þegar
metnaður hans hefur leitt han svo
langt að hann hefur vonir allra
manna í hendi sér, og gæti því sem
hægast sett í sig í hlutverk guðs,
er fátt við persónu hans sem kem-
ur á óvart. Hann er af kunnugleg-
um meiði allra þeirra fjölmörgu
sögupersóna sem selt hafa sál sína
ýmsum vondum öflum í gegnum
bókmenntasöguna. Það sama á við
um Indriða og Sigríði. Þau eru
grunnar persónur sem lesandinn á
erfitt með að samsama sig nema ef
til vill í hálfkæringi, en það dregur
óneitanlega úr þeirri spennu sem
óvissan um örlög þeirra gæti þó
búið yfir.
Sagan LoveStar er vissulega
sögð af mikilli frásagnargleði auk
þess sem stígandin í verkinu er
ágæt allt til endalokanna, en þau
eru vissulega ævintýraleg – í bók-
staflegum skilningi. Sögusviðið er
ákaflega myndrænt og á hvað það
varðar margt sameiginlegt með
tæknivæddum brelluheimi kvik-
myndanna. Þrátt fyrir það er eins
og efniviður verksins sé helst til
veigalítill fyrir þá íburðarmiklu
umgjörð, eða „stemningu“, sem
honum er búin. Jafnvel þótt tilraun
sé gerð til að takast á við grunn-
þætti mannlegs lífs í þessu verki,
svo sem ástina, dauðann og guð,
eru þeim í raun gerð lítil skil nema
sem lið í þeim gamalkunna boð-
skap að græðgi sé undirrót hins
illa og ástin sigri að lokum.
Sögusviðið og stemningin
Skáldsaga
Lovestar
Mál og menning 2002, 275 bls.
ANDRI SNÆR MAGNASON
Fríða Björk Ingvarsdóttir
Andri Snær Magnason
SVO virðist sem leigubílstjórar í
Reykjavík lendi í ótrúlegustu
uppákomum í starfi ef marka má
nýja bók Ævars Arnar Jósepsson-
ar. Þar hefur hann safnað reynslu-
sögum rúmlega þrjátíu leigubíl-
stjóra – aftast í bókinni er
nafnalisti en níu vilja ekki láta
nafns síns getið. Líf leigubílstjóra
er skv. bókinni bæði einmanalegt
og tilbreytingarlítið og útheimtir
mikið umburðarlyndi og ómælda
þolinmæði enda eru þeir í þeirri
sérkennilegu aðstöðu að geta
hvorki valið sér samferðamann né
ráðið áfangastað. Oft heyra bíl-
stjórarnir alls konar leyndarmál
og verð ósjaldan vitni að ýmsum
myrkraverkum og skuggahliðum
mannlífsins þegar þeir lenda í erf-
iðum viðskiptavinum á öllum tím-
um sólarhringsins; drukknu fólki
og dónalegu, örvæntingarfullum
einmana konum, unglingum á villi-
götum og kúnnum sem neita að
borga bílinn. Leigubílstjórar verða
stundum að taka að sér að hugga
og leiðbeina farþegum sem eiga í
vanda með einkalífið: „Þetta er
kannski sá þáttur starfsins sem ég
er hvað sáttastur við, sálfræðings-
hlutverkið. Vera sáli – gegn vægu
gjaldi. [...] Ætli þetta sé ekki svo-
lítið eins og hjá barþjónunum, fólk
vantar bara hreinlega einhvern til
að tala við og notar tækifærið þeg-
ar það býðst...“ segir einn bílstjór-
inn (45).
Sögurnar eru stuttar og stíllinn
talmálslegur; þær hefjast á setn-
ingum eins og: „Ég sótti eitt sinn
konu í vest-
urbæinn...“ og
„Það er nú svo
langt síðan
þetta var, á
þessum tíma
var ég ennþá að
keyra hjá Stein-
dóri.“ Það er
eins og maður
sitji í aftursæt-
inu og hlusti á
bílstjórana
hvern af öðrum segja frá í kump-
ánlegum spjalltón. Í sumum sög-
unum segir frá stórviðburðum eins
og morði í Reykjavík og heimsókn
Borges til Íslands en aðrar greina
frá litlum atvikum í gráma hvunn-
dagsins sem varpa ljósi jafnt á yf-
irstétt sem undirheima. Frásagn-
arhátturinn er hlutlaus og
einlægur, það eru hvorki felldir
dómar yfir fólki né predikað yfir
því. Ekki eru sögurnar neitt sér-
lega fyndnar. En fram kemur að
miðaldra hjón á heimleið eftir ball
á Sögu séu oft leiðinlegustu við-
skiptavinirnir og verri við að eiga
en rónar og dópsalar.
Leigubílar koma sterkir inn sem
umgjörð eða rammi ýmissa at-
burða í skáldskap og veruleika.
Dönsku Taxa-þættirnir nutu mik-
illa vinsælda hér á landi og á Skjá
einum fer einn spjallþátturinn
fram í leigubíl. Það er umhugs-
unarvert að í Taxa skuli enginn
bílstjóri vilja leggja nafn sitt við
sögurnar. Óttast þeir e.t.v. aðför,
lögsókn eða líkamsmeiðingar?
Stundum hafa þeir víst átt líf sitt
að verja. Hvað sem því líður eru
leigubílasögurnar sæmileg afþrey-
ing – eins konar mannlífsbrot sam-
tímans í baksýnisspegli.
Séð og heyrt – í leigubíl
Smásögur
Taxi
ÆVAR ÖRN JÓSEPSSON
– 101 saga úr heimi íslenskra leigubíl-
stjóra. Ævar Örn Jósepsson safnaði sög-
unum saman. 237 bls. Almenna bóka-
félagið, 2002.
Steinunn Inga Óttarsdóttir
Ævar Örn
Jósepsson
Handan snæfjalla
hefur að geyma
ljóð samíska ljóð-
skáldsins Paulus
Utsi. Einar Bragi
hefur þýtt og er
þetta fimmta
samíska skáld-
verkið sem gefið
er út hér á landi í
þýðingu Einars Braga.
„Paulus Utsi var brautryðjandi
samískrar nútímaljóðlistar, höf-
uðskáld þjóðarinnar um sína daga
og verður ávallt talinn með burðar-
ásum samískra bókmennta,“ segir á
bókarkápu.
Hann fæddist í Lyngseider í Nor-
egi árið 1918. Hann varð úti á ný-
ársdag árið 1975, 56 ára að aldri.
Paulus birti fyrstu ljóð sín í tímarit-
inu Samefolket 1965, en fyrsta
ljóðabók hans kom út árið 1974.
Inger ekkja hans sá um útgáfu
næstu bókar en þriðja og lang-
stærsta ljóðsafn hans Dan canat
mu alccesat kom út á frummálinu
1992. Sú bók var árið 2000 gefin út
í sænsku undir nafninu Följ stigen.
Útgefandi er Ljóðbylja. Bókin er
62 bls., prentuð í Steinholti ehf.
Hún er gefin út með styrk frá Nor-
rænu ráðherranefndinni.
Ljóð
Guðmundur Finn-
bogason – Viðtal,
Fáeinar ræður,
Bókarkafli hefur
að geyma viðtal
Valtýs Stef-
ánssonar við Guð-
mund sjötugan,
þar sem hann
segir frá æskuár-
um sínum og ævistarfi. Ennfremur
eru hér fáeinar kunnar ræður og sein-
ast lokakafli bókar Guðmundar um
land og þjóð, er fyrst var prentuð
1921.
Finnbogi Guðmundsson valdi efnið.
Útgefandi er Bókaútgáfan Hólar.
Bókin er 87 bls., prentuð í Guten-
berg. Verð: 1.980 kr.
Viðtal
Fyrir
flottar
konur
Bankastræti 11 sími 551 3930