Morgunblaðið - 04.12.2002, Page 4

Morgunblaðið - 04.12.2002, Page 4
4 D MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ BÆKUR 1 ÞAÐ er ekki hægt að líkja því saman,“ segir Steinunn Sigurð- ardóttir þegar hún er spurð að því hvort það sé öðruvísi að skrifa ást- arsögu í París um konu í París en að skrifa ástarsögu hér heima í borg vindanna um konu sem býr í þessum rokrassi. Hundrað dyr í golunni nefnist ný skáldsaga Steinunnar sem fjallar um konu sem reynir að átta sig á ástinni í París þar sem hún hafði fyrst fundið þessa tilfinningu og hefur nú fundið hana þar aftur án þess að vita hvort hún sé sama til- finningin og hún hafði áður fundið á þessum stað. 2 Og Steinunn heldur áfram um staðhætti sögunnar: „Landafræðin breytir í sjálfu sér miklu um innstillingu höfundar, hvað þá um innstillingu persónanna. Hugsaðu þér öll þau blæbrigði ást- arinnar sem týnast í sjö vindstigum á Skúlagötunni. Er bros hinnar heittelskuðu jafn- sannfærandi ef það er með munn- herkjum? Og hvort er það vindurinn eða ástin eða moldrykið sem fram- kallar tárið í augnkróknum? Og ef það skyldi nú lygna, hvað á maður þá að halda, þegar ekkert er lengur til að slá ryki í augun? Það eru ekki meira en svona tvö ár síðan frönsk vinkona spurði mig hvort ég ætlaði að skrifa sögu sem gerist í París. Mér fannst það ekki sennilegt því söguefnin mín hafa yf- irleitt verið svo bundin við Ísland þótt ég hafi búið og verið mikið í út- löndum. En smám saman eru göt- urnar í París að verða heimavöllur, en svo spennandi um leið að maður finnur til forréttinda að eiga ótak- markaðan aðgang að þeim. Ég held að eitthvað af þessari tilfinningu skili sér í Hundrað dyrum í golunni. Söguhetjan var þarna á náms- árunum, og bókin gerist svo í Par- ísardvöl löngu seinna. Konan er svo framtakssöm að koma sér upp ást- arævintýri með hraði. Og á bak við það er löng og vonlaus ást og von- andi skrautleg, frá námsárunum. Á einum göngutúrnum um hverfið mitt, sem er átjánda hverfi, það stærsta og fjölbreyttasta í París, þá fann ég mér litla heillandi götu og gerði hana að sögustað, þar sem hinn heittelskaði frá námsárunum átti heima. Ég fór strax og kíkti á götuna um leið og ég kom út aftur í haust, og bókin komin í prentsmiðjuna. Það var eins og við manninn mælt, að það var búið að pakka sögustaðnum inn í umbúðir, öllu heila húsinu. Hins vegar held ég að ég gæti varla úr þessu fengið borg á heilann eins og ég er með Reykjavík á heil- anum. Þetta er aðalsögustaður æv- innar og hún geymir langstærstu kaflana úr sögu sálarinnar. Göturnar í Reykjavík koma manni við á allt annan hátt en götur í öðrum borg- um, jafnvel götur í Reykjavík sem koma manni ekkert við persónulega, þar sem enginn hefur átt heima sem maður þekkir, og maður hefur rétt aðeins tyllt niður fæti, svo ég nefni Kvisthagann sem dæmi. Ég skoðaði einu sinni íbúð á jarðhæð við þessa götu og það voru einhverjir töfrar yfir íbúðinni og garðinum og svo þessi nálægð við sjóinn sem ég get ekki gleymt. Íbúðin hentaði mér alls ekki, en það munaði engu að ég keypti hana. Þetta var náttúrlega á einum af þessum sumardögum í Reykjavík sem eru svo óraunveru- legir að maður efast um að þeir hafi verið, þegar það ljómar á ketti á gangstígum, blóm sem vaxa út fyrir girðingar og sjóinn sem glittir í milli húsa. Ég á mér heilmargar svona götur í Reykjavík og ég er forvitin um þær og húsin eins og draum sem mig hefur dreymt en ég man ekki vel. Þetta eru alls ekki endilega fal- legar eða veglegar götur, ég er til dæmis mjög mikið fyrir Efstasund og Skipasund. Reykjavík er náttúrlega svo skrýtin borg að maður nær varla ut- an um það þótt maður hafi þekkt hana svona vel og lengi. Þetta sam- bland af alls konar ljótleika og feg- urð, sem blasir við, og er líka falið, er bæði svo innhaldsríkt og eyðilegt að það er í sjálfu sér meiri háttar upp- spretta. En spurningin þín er lúmsk því á bak við hana er spurningin um fjar- lægð. Það hefur löngum gefist vel, að minnsta kosti í skáldskap, að láta sig dreyma um það sem er ekki við höndina, borgir og fólk, og sam- kvæmt því ætti ég að skrifa Reykja- víkursögu í París.“ 3 En þú ert komin á kunnuglegar slóðir hvað söguefnið varðar, Bryn- hildur sver sig í ætt við Öldu í Tíma- þjófinum og Samöntu í Ástinni fiskanna – kannski er hún ekki alveg jafn vonlaus í hamingjuleit sinni og þær. Hugsarðu þessar konur í ein- hverju samhengi? „Ekki meðvitað. Það er líka skrýt- ið að hugsa sér að höfundur hugsi sögupersónur. Það er eins og þær lifi sjálfstæðu lífi frekar en að þær séu einhvers konar framlenging af höf- undi úr hugarheimi hans. Þó eru þær þrátt fyrir allt þaðan, þær eru hug- arfóstur. Nú er ég auðvitað að tala um mitt fólk. Sumir höfundar sækja fólkið sitt í „veruleikann“. En hvað- an sem þær eru Brynhildarnar mín- ar, Öldur og Samöntur þá vona ég að þær eigi það sameiginlegt að vera manneskjur, ekki af holdi og blóði heldur áþreifanleg hugarfóstur. Og það er sama hvernig heimurinn velt- ist og skáldskapurinn, hann gengur alltaf út á það að einhverju leyti að lesandinn „sjái sjálfan sig“ eins og hann er eða eins og hann er ekki. Og af því að höfundur skrifar ekki bara bókina sína heldur er hann einnig fyrsti lesandinn þá lendir hann í því líkt og hver annar lesandi að sjá sjálfan sig í persónunum. Ég sé sem sagt sjálfa mig í konunum mínum, en ég sé þær ekki í neinu málefnalegu samhengi. En hver bók hefur sinn tíma og persónurnar líka. Ég hefði ekki fundið Brynhildi upp fyrir fimm ár- um, hvað þá tíu. Ég sé það allt í einu núna að það er stórt samhengi á milli þessa tríós sem þú nefndir, þær streitast á móti hamingjunni. Skáld- lega skýringin á því væri sú að ham- ingjan er ekki nóg, þær vilja meira. En það kaldhæðnislega með Bryn- hildi í Hundrað dyrum í golunni er að hún var hamingjusöm miklu leng- ur og meira en hún hefur kært sig um að vita – og að einmitt núna, þeg- ar bókin endar, stendur hún kannski á þröskuldinum að óhamingjunni vegna þess að hún var blind á ham- ingjuna, og henni gætu opnast hundrað dyr inn í óhamingjuna ef hún gætir ekki að sér, og jafnvel líka þótt hún gerði það.“ 4 Já, hún er búin að vera ham- ingjusöm með honum Bárði sínum heima á Íslandi og kannski landinu sjálfu – sagan fjallar í rauninni ekk- ert síður um landið en borgina fögru og hugsanlega má sjá svolitla sam- svörun með stöðu Brynhildar og landsins, eða hvað? „Já að því leyti að það eru skugga- legar blikur á lofti um framtíðina. Munurinn er sá að Brynhildur er sjálfrar sín ráðandi en landið okkar er eins og barn að því leyti að það er á valdi foreldranna. Ef þeir kjósa að fara illa með barnið þá er það varn- arlítið eða varnarlaust. Brynhildur hefur á vissan hátt farið illa að ráði sínu, hún er eig- inlega svolítið löt og öfugsnúin, ef við leyfum okkur að dæma hana eins og hverja aðra nágrannakonu. Mér finnst líka að þeir sem hafa ráðið yfir Íslandi hafi farið mjög illa með land- ið í bókstaflegri merkingu. Eftir að við urðum rík þjóð héldum við áfram að búa til eyðimörk úr því með hraði. Og núna þegar við erum ennþá rík- ari þá ætlar ríkisstjórnin að halda þessu starfi áfram, að gjöreyða mjög stórum hluta af óbyggðu og óviðjafn- anlegu landi með Kárahnjúkavirkj- un. En eyðingarmátturinn nær langt út fyrir sjálft virkjanasvæðið, ekki síst vegna uppblásturs og áfoks. Og hér erum við ekki síst að tala um gróið land í mikilli hæð, nokkuð sem er varla til lengur á Íslandi. Áformin með virkjun sem nær inn í Þjórs- árver bera ekki síður vott um öf- ugsnúið hugarfar. Þau bera vott um að þeir sem þetta vilja átta sig ekki á því hvað Ísland er, hver dýrmætustu svæðin eru, hvað landið er óend- anlega mikils virði í sjálfu sér, og á heimsvísu, og að okkur ber skylda til að verja það fyrir óafturkræfum spjöllum. Það má kannski líka segja um Brynhildi að hún hafi ekki áttað sig á því hvaða verðmæti hún á heima hjá sér og að hún hafi um- gengist þau af leti og kæruleysi. Hver veit nema nú sé komið að skuldadögum.“ 5 Hundrað dyr í golunni er stutt skáldsaga eins og Ástin fiskanna en þessar sögur eru þó ekki líkar í formi að öðru leyti. Djörfung í efnisvali, efnistökum og formi hefur ekki síst einkennt feril þinn. Hér er rétt spurning sennilega hvort þú sért leitandi. „Nýtt innihald þarf nýtt form. Ástin fiskanna og Hundrað dyr í gol- unni eru ólíkar að innihaldi þótt báð- ar séu um ást. Það er nú eitt af því góða við ástina, hvað það eru margar tegundir af henni og hvað það er hægt að gera margt við hana. Hundrað dyr í golunni er einmitt um þrjár tegundir af ást, minnst. Stundum eru bækurnar mínar flóknar í formi, en ég held að Hundr- að dyr í golunni sé það ekki. Það kemur sumpart til af því að Bryn- hildur, söguhetjan, er komin nokkuð áleiðis og ævin og ástin er að taka á sig skýra mynd í höfðinu á henni og hjartanu. Hún er að flokka. Mér fannst gaman að vera með henni í að setja „ástirnar“ í sérstök hólf og fyndið að sjá kaflana þrjá sem bókin skiptist í, semsagt: Hundrað dyr í golunni / Dauðaleitin / Bárður Stephensen. Ef þú segir djörfung, þá er ég ánægð, því ég vil sjálf lesa bækur þar sem hætt er á eitthvað, veit ekki alltaf hvað. Hins vegar held ég að höfundurinn hugsi yfirleitt ekki um sjálfan sig sem djarfan eða neitt sér- stakt, eða það geri ég ekki. Þetta snýst að einhverju leyti um að halda því til streitu að skrifa það sem mað- ur ætlar að skrifa á þann hátt sem maður heldur að sé réttur, og svo verður bara að hafa það. Verkurinn er bara sá að það er yf- irleitt erfitt að komast að því ná- kvæmlega hvað maður ætlar að skrifa og hvernig maður ætlar að fara að því, svo þetta snýst um það að halda einhverju til streitu sem maður veit ekki vel hvað er. Það flökrar sem sagt ekki að mér þegar ég er að skrifa að ég sé leit- andi eða að ég sé yfirleitt neitt sér- stakt og ég er ekki í stellingum þeg- ar ég skrifa. Það er mér eðlilegt aktívítet og það er samgróið við mitt daglega líf og hefur verið það frá því ég var unglingur. Um leið eru skrifin ferð á ókunnugar slóðir og ég þarf sí- fellt að laga mig að nýjum aðstæðum og nýju fólki. Þótt ég segi að mér sé það eðlilegt þá er það líka mikil áreynsla og verðlaunin tilvilj- unarkennd og varla eins og fólk ímyndar sér.“ Ég sé sjálfa mig í konunum mínum Morgunblaðið/Golli STEINUNN SIGURÐARDÓTTIR: Manneskjur, ekki af holdi og blóði heldur áþreifanleg hugarfóstur.  Mál og menning hefur gefið út Hundrað dyr í golunni eftir Steinunni Sigurðardóttur. Eftir Þröst Helgason Bókin Grímsnes – Búendur og saga er heim- ildarrit í tveim- ur bindum um mannlíf í Grímsnesi frá síðari hluta 19. aldar til loka 20. aldar. Fjallað er um alla bú- endur í hreppnum, ætt þeirra og afkomendur. Í ritinu er fjöldi frásagna af atburðum og ein- staklingum, munnmæli og þjóðsög- ur. Bæjunum er raðað niður eftir boð- leiðinni gömlu og ábúendum síðan raðað í tímaröð innan hvers bæjar frá árinu 1890 til dagsins í dag. Fjallað er um hvern ábúanda, óháð því hvort viðkomandi bjó um styttri eða lengri tíma í sveitinni og er um- fjöllunin yfirleitt staðsett þar sem hann bjó lengst eða síðast og er vís- að þangað ef hann bjó á fleiri bæj- um. Í ættfræðihlutanum er gerð grein fyrir ábúandanum sjálfum, for- eldrum hans, maka og tengdafor- eldrum, börnum, tengdabörnum og barnabörnum. Myndir eru síðan birt- ar af flestum ábúendum og börnum þeirra og fjöldi ítarefnismynda úr daglegu lífi ekki síður en frá tyllidög- um varpar ljósi á mannlíf í sveitinni á þeirri rúmu öld sem bókin spannar. Ritstjóri verksins er Ingibjörg Helgadóttir. Fjöldi fólks hefur komið að verkinu með einum eða öðrum hætti. Þáttur Skúla Helgasonar frá Svínavatni (1916–2002) er stór en hann safn- aði hvers kyns gögnum um Gríms- nesið um áratuga skeið. Útgefandi er Mál og mynd. 800 blaðsíður. Á þriðja þúsund ljósmyndir og teikningar prýða bókina. Verð: 24.900 kr. Saga Biskupasögur, 2. bindi, innihalda sögur af Skál- holtsbiskupum frá upphafi og til andláts Páls biskups Jóns- sonar árið 1211: Hungurvaka, sög- ur af Þorláki helga og jarteinum hans, Páls saga biskups og Ísleifs þáttur biskups. Ásdís Egilsdóttir dósent annaðist útgáfuna, en ritstjóri var Jónas Kristjánsson. Í þessari útgáfu eru tvær jarteinabækur prentaðar í heild sinni auk brota úr nokkrum öðrum. Í Páls sögu biskups segir frá eftirmanni Þorláks á bisk- upsstóli í Skálholti. Ísleifs þáttur biskups geymir frásögn af bónorðs- för Ísleifs þegar hann fékk Döllu Þorvaldsdóttur frá Ásgeirsá í Víði- dal. Loks eru í bindinu prentuð ævaforn brot sem varðveist hafa af sögum um Þorlák helga á latínu ásamt íslenskri þýðingu. Sögunum er fylgt úr hlaði með formála og skýringum. Auk þess fylgja ættaskrár, myndir, kort og önnur hjálpargögn. Útgefandi er Hið íslenzka fornrita- félag. Forsætisráðuneytið styrkir út- gáfuna. Dreifing er í höndum Hins íslenska bókmenntafélags. Verð: 5.990 kr. Fornrit Söngurinn um sjálfan mig eftir Walt Whitmann er ljóðaflokkur í þýð- ingu Sigurðar A. Magnússonar. Bókin kemur út í annað sinn og hef- ur Sigurður yfirfar- ið þýðinguna en hún kom fyrst út árið 1994. Walt Whit- man er einn af jöfrum bandarískra bók- mennta. Ljóðaflokkurinn Söngurinn um sjálfan mig, sem kom fyrst út árið 1855, er hans þekktasta verk og geymir kjarnann úr lífsverki skáldsins. Útgefandi er bókaútgáfan Bjartur. Bókin er 125 bls., prentuð í prent- smiðjunni Odda. Kápuhönnun ann- aðist Snæbjörn Arngrímsson. Verð: 1.880 kr. Ljóð

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.