Morgunblaðið - 15.01.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.01.2003, Blaðsíða 12
12 C MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar ÞEIR sem eru ekki alltof loðnir um lófana eða eru einfaldlega ekki tilbúnir að ráðast í miklar fjárskuldbindingar vegna ökutækis, geta gert ýmiss konar kaup hafi þeir 600.000–800.000 kr. milli handanna. Mikið úrval er af notuðum bílum á bílasöl- unum og eina leiðin til að gera góð kaup er að fara á staðinn, gefa sér góðan tíma, skrifa upp lista yfir bíla sem koma til greina, prófa þá og helst að láta ástands- skoða þá. Hægt er að velja úr notuðum kóreskum bílum, sem almennt séð eru góð kaup í vegna lágs endursöluverðs. Hjá Guðmundi Albertssyni í Bílasölu Reykja- víkur er t.d. hægt að fá Hyundai Sonata árgerð 1997, sjálfskiptan með 2ja lítra vél, keyrðan 53.000 km, á 600.000 krónur. Hjá Ingvari Helgasyni notuðum bílum fæst þriggja dyra Nissan Almera árgerð 1999, ekinn 67.000 km á 660.000 kr. Lítum nánar á úrvalið hjá þessum tveim- ur bílasölum. En athugið: Hér er aðeins verið að gefa hugmyndir um hvað fæst fyrir þennan pening. Eftirtaldir bílar eru ekki endilega besti kosturinn og auk þess voru þeir ekki prófaðir eða skoðaðir gaum- gæfilega. Það virðast vera ágæt kaup í þessum Nissan Almera. Að vísu eru ekki allir að leita að þriggja dyra bíl, sem hentar ekki jafn vel og fimm dyra bíll ef t.d. um barnafjölskyldu er að ræða. Bíllinn er með gamla laginu og sést ekki ryð í honum við snögga skoðun. Bíllinn er með 1,6 lítra vél, 90 hestafla og hefur verið ekið 67.000 km. Ásett verð er 770.000 kr. en tilboðsverð 660.000 kr. Ágætlega útlítandi Hyundai Accent LS, árgerð 2000, ekinn 32.000 km. Bíllinn er silfurgrár, þriggja dyra með 1,3 lítra vél og beinskiptur, ágætur í bæjarsnattið. Bíllinn er til sölu hjá Bílasölu Reykjavíkur og er ásett verð 750.000 kr. Það hvílir á honum bíla- lán og fæst hann með yfirtöku lánsins eða uppborgun þess, 563.000 kr. og 80.000 kr. greiðslu, samtals 643.000 kr. Af- borgun af bílaláninu er 18.000 kr. á mánuði. Bílasala Reykjavíkur er líka með þennan Hyundai Sonata árgerð 1997, sem fæst á tilboði á 600.000 kr. Tvímælalaust góð kaup. Þetta er vanmetinn bíll en hlaðinn búnaði og með ágætri 2ja lítra vél. Hann er ekki ekinn nema 53.000 km og er með rafstýrða spegla, rúður og loftnet og litað gler. Það hvílir á honum 350.000 kr. bílalán með 13.000 kr. mánaðarlegri afborgun. Ford Ka er minnstur í Ford-fjölskyldunni. Snaggaralegur þriggja dyra smábíll. Þetta er 1999 árgerð, ekinn 39.000 km. Hann er með rafdrifnar rúður og á álfelgum. Honum fylgja bæði sumar- og vetrardekk og þarf ekki að skoða hann fyrr en 2005. Verðið er 600.000 kr. 570.000 kr. hvíla á honum með 23.000 kr. mán- aðarlegri afborgun. Vilja ekki allir eiga jeppa? Þessi Suzuki Sidekick hjá Bílasölu Reykjavíkur er reyndar talsvert mikið keyrður, eða 93.000 km. En verðið er þægilegt; 620.000 kr. staðgreitt. Hann er beinskiptur og með 1,6 lítra vél. Athuga ber hins vegar að bílllinn hefur verið skráður á tryggingafélag, sem getur þýtt að hann hafi lent í tjóni. Laglegur, grænn og fimm dyra VW Polo, greinilega vel við haldið. Flottur á álfelgunum. Árgerð 1998 og ekinn 65.000 km. Ásett verð hjá Ingvari Helgasyni notuðum bílum er 750.000 kr. en hann fæst á 660.000 kr. Hann er beinskiptur og með 1,4 lítra vél. Enn einn Kóreubíllinn. Daewoo Lanos hefur verið vinsæll meðal yngri bílkaupenda og margir laglegir slíkir bílar á götunni. Þessi er árgerð 2001 og ásett verð 940.000 kr. Hann fæst á tilboði á 790.000 kr. Bíll sem alveg mætti skoða. Fimm dyra Renault Mégane RT árgerð 1998 hefur verið lækk- aður um 120.000 kr. Ásett verð hjá Ingvari Helgasyni notuðum bílum er 880.000 kr. en tilboðsverðið er 760.000 kr. Hann er rauður og ágætlega útlítandi. Vélin er 1,6 lítra og 90 hestöfl. Hvað fæst fyrir 600.000– 800.000 kr? VOLVO XC90, nýi lúxusjeppinn frá Volvo, var valinn jeppi ársins í Bandaríkjunum 2003. Á jeppamark- aði í Bandaríkjunum ríkir gífurleg samkeppni þar sem allir jeppafram- leiðendur heimsins keppa um hylli kaupenda og af þeim sökum er ár- angur Volvo enn athyglisverðari. Forstjóri Volvo, Hans-Olov Olsson, var að vonum ánægður og sagði: „Við erum auðvitað stoltir af því að fá þessa viðurkenningu og ekki síst vegna þess að þetta er frumraun okkar á jeppamarkaðnum. Við vild- um að nýi jeppinn hefði alla kjarna- eiginleika Volvo sem eru öryggi, um- hyggja fyrir umhverfinu og gæði.“ Það voru 49 blaðamenn frá Banda- ríkjunum og Kanada sem stóðu að valinu og þeir velja þann bíl sem hef- ur mest nýtt fram að færa í flokkn- um sem hann keppir í. Nýjungar eins og Boron-stálið í þakinu, velti- vörnin, öryggispúðatjöld fyrir alla 7 farþega, miðjustóll sem færa má fram og aftur og margt fleira, tryggðu sigur Volvo XC90. Þess má geta að Volvo XC90 var frumsýndur hjá Brimborg, umboðs- aðila Volvo, um síðustu helgi við góð- ar undirtektir. Alls hafa á þriðja tug manns pantað sér slíkan bíl sem kostar um 5,5 milljónir kr. Morgunblaðið/Þorkell Margir lögðu leið sína í Brimborgarhúsið um helgina til að skoða Volvo XC90. Volvo XC90 – jeppi árs- ins í Bandaríkjunum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.