Morgunblaðið - 20.01.2003, Síða 8

Morgunblaðið - 20.01.2003, Síða 8
ÍÞRÓTTIR 8 B MÁNUDAGUR 20. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÍSLENSKA lands- liðið í badminton hafnaði í sjötta sæti á Evrópumóti B-þjóða sem lauk í Portúgal í gær. Ís- land tapaði 3:0 í leik við Belga um fimmta sætið eftir að hafa lagt Sviss á laugardaginn, 3:2. Á móti Belgum tapaði Tómas Vi- borg í einliðaleik í tveimur lotum, 17:16 og 15:11. Ragna Ingólfs- dóttir náði sér ekki á strik og tapaði einnig í tveimur lotum, 11:1 og 11:0. Helgi Jóhannesson og Drífa Harðardóttir urðu einn- ig að sætta sig við að tapa í tvenndarleik, 11:7 og 11:7. Þar með var ljóst að íslenska liðið átti ekki möguleika á að jafna metin þar sem aðeins tvær viðureignir voru eftir, tvíliðaleikur karla og kvenna, og því voru þær felldar niður. Ísland vann Sviss, 3:2, á laug- ardag og vann sér þar með rétt til þess að mæta Belg- um í fyrrgreindum leik. Þá vann Tóm- as sinn andstæðing í einliðaleik í tveimur lotum og Ragna vann sinn leik í þremur lotum. Njörður Ludvigsson og Helgi höfðu betur í tvíliðaleik, Drífa og Sara Jónsdóttir máttu lúta í lægra haldi í tvíliðaleik kvenna og sama hlutskipti beið Helga og Drífu í tvenndarleik. Badmintonmenn í 6. sæti í Portúgal Eins og svo oft áður í vetur byrj-uðu Keflvíkingar vel og stór- skyttan Guðjón Skúlason hitaði áhorfendur upp með tveimur þriggja skota körfum en þeg- ar þeir voru komnir með nokkurra stiga forskot leyfðu þeir sér að slaka aðeins á. Slíkt létu gestirnir úr Breiðholti ekki bjóða sér tvisvar og tókst með góðri vörn að ná verðskuldaðri en naumri forystu. Þá hrökk Damon Johnson í gang og kom Keflavík aftur í forystu en aftur misstu heimamenn einbeitinguna og ÍR hafði einu stigi betur í leikhléi. Eftir hlé var svipað uppi á ten- ingnum en í fjórða leikhluta tókst Keflvíkingum að halda haus á meðan allt gekk á afturfótunum hjá gest- unum. Keflvíkingar hafa svo sem ekki riðið feitum hesti úr síðustu leikjum í deildinni en því betur hefur þeim vegnað í bikarkeppni. Á laugardag- inn var lengi tvísýnt hvort þeim tæk- ist að ná góðum kafla í lokin en það gekk eftir, fimm af tólf þriggja stiga skotum fóru þá rétta leið og þungu fargi var létt af Sigurði Ingimund- arsyni þjálfari liðsins. „Við spiluðum ekkert sérstaklega vel og varnarleik- ur ÍR-inga var tiltölulega góður, þeir tóku mörg sóknarfráköst hjá okkur. Við spiluðum sóknarleik okkar vel á köflum en þegar við svo spiluðum vörnina vel í fjórða leikhluta unnum við. Við ætluðum að fara meira undir körfuna hjá ÍR og spila hörkugóða vörn allan leikinn,“ sagði Sigurður eftir leikinn. Hann getur vel við stöðu liðsins unað því þótt gengið gæti verið betra í deildinni þar sem það er í þriðja sæti hafa Keflvíkingar þegar unnið eina bikarkeppni og eru í úrslitum í annarri. „Við getum ekki kvartað yfir gengi liðsins, þvert á móti, en mér finnst þó að við eigum að geta spilað betur,“ bætti þjálfar- inn við. Sem fyrr var Damon John- son atkvæðamestur Keflvíkinga með flest stig, níu fráköst og 7 stoðsend- ingar. Edmund Saunders tók 15 af 40 fráköstum liðsins og átti 6 stoð- sendingar. Sverrir Þór Sverrisson var óþreytandi og þriggja stiga skytturnar Guðjón Skúlason og Magnús Gunnarsson skoruðu sam- tals 7 af 12 þriggja stiga körfum liðs- ins. „Við lékum vel á löngum köflum en svo klikkaði of mikið í fjórða leik- hluta, það var léleg hreyfing í vörn- inni svo að Keflvíkingar fengu of mikið af þriggja stiga körfum einmitt þegar maður vill að skotin klikki,“ sagði Eggert Garðarsson þjálfari ÍR eftir leikinn. „Það fór með leikinn en við létum líka dómara fara í skapið á okkur, það gengur ekki og þegar við fengum að okkar mati lélegan dóm bættum við um betur með slæmum ákvörðunum í næstu sókn á eftir ein- mitt þegar við áttum að halda haus og gera eitthvað af viti. Við ætluðum að vinna Keflavík með sama her- bragði og við beittum þegar við unn- um þá í Breiðholti. Við ætluðum að vera snöggir í vörninni og loka á skyttur þeirra en það gekk ekki eftir. Á móti kemur að við tókum mikið af sóknarfráköstum sem við höfum ekkert gert of mikið af og fengum því mikið af nokkrum tækifærum í einni sókn. Við brotnuðum ekki saman við að keyra til Keflavíkur og mér fannst við leika mjög vel, menn komu vel stemmdir því fyrir okkur var þetta bikarúrslitaleikur og við settum leik- inn upp þannig. Hugsanlega var þetta einn af okkar betri leikjum í vetur.“ Eugene Christopher var stigahæstur hjá ÍR og tók níu frá- köst en undir lokin sást minna til hans. Ómar Sævarsson tók 13 frá- köst, Fannar Helgason átta og Sig- urður Þorvaldsson sjö. Það verður ekki frá ÍR-ingum tekið að þeir stóðu sig við fráköstin og vörnin var sterk fram eftir leiknum en það tók mikinn toll að elta þriggja stiga skyttur mót- herjanna og vörnin brást í lokin. FÁTT virðist geta stöðvað Keflvíkinga í að hrósa aftur sigri í bik- arkeppni – þeir hafa þegar sigrað í Kjörísbikarkeppninni og eftir 95:81 sigur á ÍR í Keflavík á laugardaginn eru þeir komnir í úr- slit Doritos-bikarkeppninnar. Það var samt ekki fyrr en í fjórða leikhluta að Keflvíkingar náðu að síga framúr og geta þakkað það þriggja stiga skyttum sínum. Hamarsmenn mættu ákveðnir tilleiks, góð stemmning var í lið- inu og hafði það frumkvæðið allan fyrsta fjórðunginn. Leikmenn Snæfells voru nokkuð lengi að finna sinn rétta takt í leiknum, varnarleikurinn slakur en hleyptu þó gestunum aldrei meira enn átta stigum fram úr. Gestirnir léku svæðisvörn nánast allan tímann og gekk þeim þannig að láta sókn- arleik Snæfells hiksta. Hamarsmenn héldu áfram góðum leik framanaf öðrum fjórðungi, varnarleikurinn sterkur með Svavar Pálsson sem öfl- ugasta mann. Um miðjan leikhlutann komst Snæfell aftur yfir, 33:31, frá því staðan var 4:2 í upphafi. Þegar þrjár mínútur voru eftir af leikhlut- anum skiptu Hólmararnir yfir í sterka svæðisvörn, juku um leið hraðann og náðu átta stiga forskoti. Í seinni hálfleik léku bæði liðin svæðisvörn sem gerði það að verkum að leikurinn varð allur hægari. Þriðji fjórðungurinn var eign Snæfells með Lýð Vignisson í fararbroddi og fór munurinn mest í fjórtán stig um miðjan fjórðunginn og svo aftur í lok- in. Á þessum tíma leit út fyrir að Hólmararnir ætluðu sér að kafsigla Hvergerðingana. En gestirnir neit- uðu að gefast upp og byrjuðu að „éta“ niður forskot Snæfells í fjórða fjórð- ungi. Heimamenn skoruðu ekki stig fyrstu fjórar mínúturnar í leikhlut- anum en það varð þeim til happs að gestirnir hittu ekki heldur mjög vel. Þegar þrjár mínútur voru eftir var munurinn 12 stig Snæfelli í vil, fékk Helgi Reynir Guðmundsson, leik- stjórnandi Snæfells, sína fimmtu villu. Við þetta riðlaðist leikur heima- manna en á sama tíma hófu gestirnir að pressa stíft upp allan völl og náðu að minnka muninn í tvö stig, 78:76, þegar 40 sekúndur voru eftir. Á þess- um sekúndum sem eftir lifðu gerði Snæfell samtals fjögur stig, öll úr vít- um. Í liði Snæfells lék Lýður Vignisson mjög vel, sennilega sinn besta leik í vetur, kröftugur í vörninni og nú duttu þriggja stiga skotin niður en hann skoraði alls úr sex slíkum. Sig- urbjörn Þórðarson var einnig að leika einn sinn besta leik, batt svæð- isvörnina vel saman og skoraði tíu stig. Hlynur Bæringsson stóð vel fyr- ir sínu að vanda, mikill baráttumaður þar á ferð. Clifton Bush lék vel fyrir liðið og tók alls 16 fráköst. Helgi Reynir Guðmundsson hefur oft leikið betur en er liðinu mjög mikilvægur. Hjá Hamri stóð Svavar Pálsson upp úr, duglegur í vörninni, skoraði 16 stig og tók ellefu fráköst. Svavar Birgisson komst vel frá leiknum eins og Lárus Jónsson sem stjórnaði sóknarleiknum vel. Keith Vassel skoraði 18 stig og tók 14 fráköst í sín- um fyrsta leik með Hamri, en dálítið virðist vanta upp á æfinguna hjá hon- um. Lítið bar á þjálfaranum Pétri Ingvarssyni fyrr en í lokafjórðungn- um en þá var loksins kraftur í honum. Tíu ára bið á enda Ríkharður Hrafnkelsson skrifar SNÆFELL sigraði Hamar í undanúrslitum í bikarkeppni KKÍ og Dor- itos í körfuknattleik í Stykkishólmi í gær með sex stiga mun, 82 stigum gegn 76. Við lokaflautið brutust út mikil fagnaðarlæti í íþróttahúsinu þegar það var orðið ljóst að Snæfell var komið í sjálf- an úrslitaleikinn í Laugardalshöllinni 8. febrúar. En það eru tíu ár síðan Snæfell náði þangað í fyrsta skiptið, nú eins og þá var mót- herjinn Keflavík sem vann þann úrslitaleik með miklum mun. Morgunblaðið/Hilmar Bragi Keflvíkingurinn Damon Johnson sækir að körfu ÍR-inga í bikarleiknum í Keflavík. Stefán Stefánsson skrifar Skytturnar sterkar á loka- sprettinum Ragna Ingólfsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.