Morgunblaðið - 20.01.2003, Side 9

Morgunblaðið - 20.01.2003, Side 9
Stúdínur mæta Keflvíkingum í úrslitaleik í Laugardalshöll ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. JANÚAR 2003 B 9 LOGI Gunnarsson átti stór- leik með Ulm í þýsku 2. deildinni í körfuknattleik á laugardaginn. Hann var stigahæsti leikmaður liðsins með 27 stig þegar það sigr- aði Freiburg örugglega, 105:88. Ulm, Karlsruhe og Jena eru jöfn og efst í suð- urriðli deildarinnar, öll með 28 stig eftir 16 leiki. Logi er stigahæsti leikmaður Ulm á tímabilinu, hefur skorað 277 stig í deildinni, eða rúm 17 stig að meðaltali í leik. Jón Arnór Stefánsson skoraði 15 stig fyrir Trier sem tapaði á heimavelli fyrir Skyliners Frankfurt, 91:71, og situr áfram á botni 1. deildar með 4 stig eftir 14 leiki. Stórleikur hjá Loga SAMTÖK sænskra úrvals- deildarfélaga í handknattleik ákváðu um helgina að leggja fram tillögu um að breyta deildakeppninni í landinu fyr- ir næsta tímabil. Svíar hafa undanfarin ár leikið flókið og þétt tímabil, þar sem liðin færast milli deilda á miðju tímabili og spila samtals 36 leiki áður en kemur að úr- slitakeppni um sjálfan sænska meistaratitilinn. Sænsku fé- lögin vilja fækka leikjum og leggja til að tekin verði upp hefðbundin deildakeppni með 14 liðum í úrvalsdeild, 26 leikjum á lið, og síðan verði leikið til úrslita eins og áður. Tillagan verður lögð fyrir þing handknattleikssambands- ins sænska í lok mars. Svíar vilja færri leiki Kaupverðið á Orra var ekki gef-ið upp á sínum tíma en sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins var það á bilinu 8–9 milljónir króna. Orri lék fjóra leiki með Tromsö í norsku 1. deildinni síðasta haust, en veiktist síðan. Annað lungað féll saman og síðan endurtók það sig í byrjun janúar, daginn áður en hann hugðist halda til Noregs á ný til æfinga með Tromsö sem vann sér sæti í úrvalsdeildinni eftir árs fjar- veru. „Það er nokkuð ljóst að ég fer ekki aftur til norska félagsins, þó að það sé ekki fullfrágengið ennþá. Ég á langt í land með að komast í æfingu eftir veikindin, ég er reynd- ar rétt byrjaður að hreyfa mig aft- ur en það tekur mig eflaust tvo mánuði að ná mér aftur á strik. Síðan eru það peningamálin sem setja stórt strik í reikninginn,“ sagði Orri. Hann sagði að framtíðin hjá sér væri óljós. „Ég er samningslaus gagnvart Þór og óvíst hvað ég geri. Það freistar að fara suður og spila í úrvalsdeildinni en ég hef ekkert ákveðið ennþá.“ Orri Freyr er 22 ára sóknarmað- ur og hefur alla tíð leikið með Þór, þar til í haust. Hann skoraði 4 mörk í 12 leikjum í úrvalsdeildinni síðasta sumar og var mjög at- kvæðamikilli næstu tvö ár á undan þegar Þór klifraði upp um tvær deildir. Orri varð markakóngur 2. deildar árið 2000 með 20 mörk og skoraði síðan 16 mörk fyrir Þórsara í 1. deildinni árið 2001. Hann á að baki 6 leiki með 21-árs landsliði Ís- lands. Orri Freyr á förum frá Tromsö ORRI Freyr Hjaltalín, knattspyrnumaður frá Akureyri, er að öllum líkindum hættur hjá norska félaginu Tromsö. Tvennt kemur til, ann- arsvegar slæm veikindi hans í vetur og hinsvegar fjárhagsvanda- mál hjá Tromsö sem hefur ekki enn greitt Þór krónu fyrir Orra þrátt fyrir að hafa keypt hann frá Akureyrarfélaginu í ágúst á síðasta ári. Orri Freyr Hjaltalín. Leikur liðanna fór hægt af stað ogliðin skoruðu aðeins 52 stig samanlagt í fyrri hálfleik. En í síðari hálfleik spýttu leik- menn beggja liða í lófana og úr varð hin ágætasta skemmt- un. Alda Leif Jóns- dóttir fyrirliði og Meadow Over- street náðu einstaklega vel saman í liði ÍS. Þær skoruðu 48 af 77 stigum ÍS og ef eitthvað er að marka þenn- an leik er ljóst að Keflvíkingar þurfa að gæta þeirra vel í úrslitaleiknum. Þá lék Cecilia Larsson einnig ágæt- lega í liði ÍS sem tefldi fram hinni tæplega 39 ára gömlu kempu Haf- dísi E. Helgadóttur og verður hún og reynsla hennar liðinu án efa mik- ill styrkur í úrslitaleiknum. Helena Sverrisdóttir, sem er að- eins 14 ára gömul, var sem fyrr best í liði Hauka, en hún skoraði 30 stig en frammistaða hinnar bandarísku Katrinu Crenshaw olli nokkrum vonbrigðum. Hún skoraði engu að síður 19 stig í leiknum. „Það var dálítið stress í byrjun leiks en við náðum okkur á strik í seinni hálfleik,“ sagði Alda Leif Jónsdóttir, fyrirliði ÍS, í leikslok. „Það hefur háð okkur í vetur hvað við slökum mikið á þegar við höfum náð forystu og hleypum mótherjum okkar inn í leikinn og þetta þurfum við að laga. Meadow Overstreet hef- ur komið sterk inn í liðið og mér finnst sjálfstraustið í liðinu vaxa með hverjum leik. Ég held að liðið eigi mikið inni. Nú einbeitum við okkur að úrslitaleiknum og þótt Keflavík sé sterkara lið á pappírnum þá för- um við í Höllina til að gera okkar besta. Það getur allt gerst í bikarúr- slitaleik og ef við gefum okkur 100% í leikinn þá getum við alveg unnið þær. Það er ekkert lið ósigrandi og ef við náum að spila góða vörn, eins og við höfum gert gegn þeim í vetur, og náum sóknarleiknum í lag þá eig- um við góða möguleika,“ sagði Alda Leif og hún var ánægð með að fá Hafdísi Helgadóttur til liðs við ÍS að nýju. „Það er mjög traust að fá Haf- dísi inn í liðið aftur og þótt hún sé að verða 39 ára þá leikur hún eins og hún sé 19 ára,“ sagði Alda Leif Jóns- dóttir, fyrirliði ÍS. Morgunblaðið/Kristinn Alda Leif Jónsdóttir, fyrirliði ÍS, í bikarleiknum gegn Haukum á laugardaginn. STÚDÍNUR mæta Keflavík í úrslitum bikarkeppni KKÍ í kvennaflokki en úrslitaleikurinn fer fram 8. febrúar í Laugardalshöll. ÍS sigraði Hauka í undanúrslitum í íþróttahúsi KHÍ á laugardag, 77:71, í jöfn- um og skemmtilegum leik. Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar „Það er ekkert lið ósigrandi“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.