Morgunblaðið - 20.01.2003, Blaðsíða 12
HENNING Fritz, markvörður
þýska landsliðsins og Kiel, tel-
ur að Ólafur Stefánsson, fyrr-
um félagi sinn hjá Magdeburg,
sé einn af líklegustu marka-
kóngum heimsmeistarakeppn-
innar í Portúgal. Hann spáir
þó að Lars Christiansen, hinn
eldfljóti hornamaður Dana,
verði sá markahæsti.
Fritz sagði við netmiðilinn
Sport1 að Ólafur væri sérlega
hættulegur leikmaður með
fjölbreytta skottækni og væri
öllum markvörðum afar erf-
iður. Auk Ólafs og Christian-
sens veðjar Fritz á Svíann
Stefan Lövgren, Túnisbúann
Sioud Sobhi og Frakkann
Jackson Richardson sem lík-
lega til að verða í hópi marka-
hæstu leikmanna keppninnar.
Fritz telur
Ólaf
líklegan
FÓLK
TALANT Dushebajev, hinn
snjalli leikstjórnandi Spánverja,
sem oft hefur verið útnefndur besti
handknattleiksmaður heims, spáir
Þjóðverjum heimsmeistaratitlin-
um. Hann segir að þýska liðið sé í
mjög góðri æfingu og það eigi eftir
að vega þungt að kjarni leikmanna
liðsins skuli koma frá sama fé-
lagsliðinu, Lemgo, og þar með sé
samæfingin mjög góð.
DUSHEBAJEV segir að þar á
eftir komi Svíar, Rússar, Frakkar
og Danir. Markmið spænska liðs-
ins sé fyrst og fremst að vera í
hópi sjö efstu og komast á Ólymp-
íuleikana í Aþenu. Spánverjar eru
á meðal mögulegra mótherja Ís-
lands í milliriðli á HM í Portúgal.
RENATE Götschl frá Austurríki
sigraði í bruni kvenna sem fram
fór í Cortina á Ítalíu á laugardag
og var þetta annar sigur hennar á
jafnmörgum dögum. Kristen Clark
frá Bandaríkjunum varð önnur og
Michaela Dormeister frá Austur-
ríki þriðja. Götschl var hálfri sek-
úndu á undan Clark í bruninu.
Clark deilir nú efsta sætinu í stiga-
keppninni í bruni með frönsku
stúlkunni Carole Montillet, sem
varð fjórða að þessu sinni. Janica
Kostelic frá Króatíu varð áttunda
en er sem fyrr efst í samanlagðri
stigakeppni heimsbikarsins.
BRUNO Kernen frá Sviss sigraði
í bruni karla í Wengen í Sviss á
laugardaginn. Þetta var fyrsti sig-
ur hans í heimsbikarmóti í sex ár.
Hann er fyrsti Svisslendingurinn
sem vinnur brun í Wengen síðan
William Bess gerði það 1994. Aust-
urríkismaðurinn Michael Walch-
hofer varð annar og landi hans,
Stephan Eberharter, þriðji. Her-
mann Maier hafnaði í sjöunda sæti.
Þetta var fyrsta brunmót hans í
meira en eitt og hálft ár eða frá því
hann slasaðist í mótorhjólaslysi.
FORRÁÐAMENN Barcelona
staðfestu um helgina að þeir ættu í
viðræðum við Chelsea um kaup á
hollenska framherjanum Jimmy
Floyd Hasselbaink frá Lundúnalið-
inu. Talið er að Barcelona sé tilbú-
ið að reiða fram um jafnvirði 7
millj. punda, um 900 millj. króna,
fyrir Hasselbaink en hvort sú upp-
hæð dugir skal ósagt látið. Chelsea
keypti kappann fyrir tæpum þrem-
ur árum fyrir rúmlega tvöfalda þá
upphæð frá Atletico Madrid. Hass-
elbaink hefur skorað 65 mörk í 115
leikjum fyrir Chelsea.
Íslenska landsliðið kom til Viseu ígær að lokinni ferð frá Kaup-
mannahöfn en við komuna til
Portúgal reyndist þrautin þyngri
að frá æfingahúsnæði þrátt fyrir
að eftir því hefði verið óskað með
góðum fyrirvara. Varð endirinn sá
að íslenska landsliðið æfði í göml-
um hermannabragga og minntu
aðstæður helst á Hálogaland, hið
þekkta íþróttahús Reykvíkinga um
miðja síðustu öld.
„Við fengum ekki að æfa í
keppnishöllinni í gær [laugardag]
af einhverjum óþekktum ástæðum.
Eftir nokkurn barning fengum við
loksins sal sem því miður var ekki
upp á marga fiska. Það var óein-
angruð skemma í gamalli herstöð,
þar var kalt og mikill saggi enda
skemman óupphituð. Vegna þessa
var ákveðið að hafa aðeins stutta
æfingu og í raun má segja að hún
hafi haft takmarkað gildi,“ segir
Einar og bætti við að úrhellisrign-
ing í Viseu í gær hefði ekki bætt
úr skák.
Í gærmorgun var gerð önnur til-
raun til þess að fá inni í keppn-
ishöllinni og þegar að henni var
komið var vísuðu verðir íslenska
landsliðinu frá og sögðu að það
yrði að róa á önnur mið til þess að
fá æfingahúsnæði. „Við þurftum að
gera allt vitlaust, meðal annars að
hóta því að kæra framkomu
heimamanna til mótsstjórnar. Eft-
ir nokkurt stapp og fjölmörg sím-
töl fengum við loks með semingi
að komst inn í keppnishöllinni og
æfðum þar í eina klukkustund,“
sagði Einar og bætti því við að all-
ar aðstæður í væntanlegri keppn-
ishöll væru eins og best yrði á kos-
ið.
Sögur voru á kreiki í gær þess
efnis að myndatökumenn frá
þýskri sjónvarpsstöð hafi reynt að
taka upp æfingu íslenska lands-
liðsins í gærmorgun. Einar vildi
ekkert gefa út á það, sagði ein-
ungis að búið væri að stilla upp
öllum tækjum í keppnishúsinu til
þess að taka upp leikina sem þar
færu fram. „Það voru einhverjar
vélar í gangi um tíma á meðan æf-
ingin okkar fór fram en ég veit
ekki hversu alvarlegt það var,“
sagði Einar og vildi ekkert gera úr
vangaveltum um að þarna hefðu
verið á ferð upptökumenn á vegum
þýska landsliðsins.
Síðdegis í gær æfði íslenska
landsliðið í enn einu íþróttahúsinu
og þar voru aðstæður allþokkaleg-
ar að sögn Einars og æfingin gekk
áfallalaust og tóku allir leikmenn
íslenska landsliðsins þátt í henni.
Einar sagði íslenska liðið ekki
hafa neinar upplýsingar um ástr-
alska liðið nema nafnalista leik-
manna, en von var á Áströlunum
til Viseu síðdegis í gær. „Menn
renna almennt blint í sjóinn hvað
varðar ástralska liðið. Það veit
enginn fyrir víst um getu þess. Af
þeim sökum ætlum við okkur að
fara inn í leikinn af fullum krafti
og með okkar sterkasta lið. Það
þýðir ekkert annað,“ sagði Einar
Þorvarðarson, framkvæmdastjóri
HSÍ, og bætti því við að spenna og
eftirvænting ríkti í íslenska lands-
liðinu og menn hlakkaði til að
hefja keppni.
Íslenska landsliðið er tilbúið í HM-baráttuna í Viseu í Portúgal
Æft í hermannabragga
Ljósmynd/NF
Aron Kristjánsson í leik gegn Egyptalandi á æfingamóti í Danmörku á dögunum.
„ÞETTA hefur allt byrjað á frek-
ar skrautlegan hátt en ég held
að nú sé allt að færast til betri
vegar,“ sagði Einar Þorvarð-
arson, framkvæmdastjóri HSÍ
og aðstoðarlandsliðsþjálfari í
handknattleik, í samtali við
Morgunblaðið í gærkvöldi eftir
síðari æfingu íslenska lands-
liðsins í Viseu í Portúgal. Fyrsti
leikur Íslands á heimsmeist-
aramótinu fer fram í dag kl. 17
gegn Ástralíu.
HEINER Brand, landsliðsþjálfari
Þjóðverja, þekkir ekki of mikið til
mótherja sinna, Katarbúa, sem þeir
mæta í fyrstu umferðinni á HM í
Portúgal í dag. Hann hefur séð
myndband af einum leik með liði
Katar, umdeildum leik í undan-
úrslitum Asíukeppninnar þar sem
Katar burstaði lið Suður-Kóreu
mjög óvænt, 38:23. Þess má geta að
dómarar leiksins þóttu Kat-
armönnum afar hliðhollir og voru
dæmdir í tveggja ára bann að
keppninni lokinni. Það var kóreska
stórskyttan Yoon, leikmaður
Gummersbach, sem útvegaði Brand
myndbandið.
Brand sagði að leikmaður númer
19 hjá Katar væri mjög öflug
skytta, en kvaðst ekki vita hvað
hann héti.
Stefan Kretzschmar lék með
Magdeburg gegn Al Saad frá Katar
í heimsmeistarakeppni félagsliða
sem fór fram í Katar síðasta sumar,
en Evrópumeistararnir biðu þar
lægri hlut. Brand sagði að það væri
ekki marktækt, Magdeburg lék án
margra sterkra leikmanna, m.a.
Ólafs Stefánssonar, og í liði Al Saad
voru margir útlendingar, þar á
meðal Róbert Julian Duranona.
Katar, frá samnefndum skaga við
Persaflóann, mætti Kúveit í úrslita-
leik Asíukeppninnar en beið þar
lægri hlut, 19:15. Liðið tekur nú í
fyrsta skipti þátt í lokakeppni HM.
Úrslitin í undankeppninni í Asíu
komu mjög á óvart, sérstaklega
vegna þess að Suður-Kórea hafnaði
í fjórða sæti eftir ósigur gegn Sádi-
Arabíu í úrslitaleik um HM-sæti,
38:33, og Japan endaði í sjötta sæti
af sjö liðum.
Brand veit lítið
um lið KatarREIKNAÐ er með að allt að 100
Grænlendingar fylgi landsliði sínu
til Portúgals til þess að styðja við
bakið á því á meðan heimsmeist-
arakeppnin í handknattleik stend-
ur yfir þótt ekki sé reiknað með að
lið þeirra blandi sér í keppni um
verðlaun á mótinu. Talið er að hver
þeirra þurfi að leggja út rúmlega
200.000 krónur fyrir flugið, en dýrt
er að fljúga frá Grænlandi til Evr-
ópu.
Grænlendingar eru bjartsýnir og
gera sér vonir um að vinna tvo
leiki í riðlakeppninni, gegn Ástr-
alíu og Katar, og komast þannig í
16-liða úrslit. Hins vegar telja þeir
sig ekki eiga möguleika gegn hin-
um þjóðum riðilsins, Þjóðverjum,
Íslendingum og Portúgal. Takist
Grænlendingum að vinna tvo leiki
þá bæta þeir árangur sinn frá síð-
ustu keppni umtalsvert því þá
höfðu þeir aðeins betur í einum
leik, gegn Bandaríkjunum. Draum-
ur leikmenna liðsins er að vinna
Evrópuþjóð en þeir reikna ekki
með að það takist að þessu sinni.
Aðeins þrír leikmenn græn-
lenska liðsins eru atvinnumenn í
íþróttinni. Hinir annaðhvort
stunda vinnu eða nám með hand-
knattleiknum. Talið er að hver
leikmaður grænlenska liðsins tapi
um 160.000 króna á því að leika
með landsliðinu í keppninni vegna
vinnutaps.
Grænlenska landsliðið hefur ver-
ið saman við æfingar í um 30 daga
fyrir keppnina, lengst af í Álaborg
í Danmörku. Lokasprettur und-
irbúningsins fór hins vegar fram í
Suður-Frakklandi þar sem liðið lék
m.a. við tvö frönsk efstudeildarlið.
Í millitíðinni urðu flestir leikmanna
liðsins að taka sér hlé frá æfingum
til þess að stunda nám eða vinnu.
Grænlendingar mæta heima-
mönnum í fyrsta leiknum á HM í
dag.
Grænlendingar
stefna á 4. sætið