Morgunblaðið - 26.01.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.01.2003, Blaðsíða 2
2 C SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐBARNASPÍTALINN Megi gæfa fylgja starfseminni Eirberg ehf. Stórhöfða 25 110 Reykjavík Sími 569 3101 eirberg@eirberg.is www.eirberg.is T VEIR sviðstjórar starfa á Barnaspítal- anum, þeir Gunnlaugur Sigfússon, svið- stjóri lækninga, og Magnús Ólafsson, sviðstjóri hjúkrunar. Hlutverk svið- stjóranna er í nánu samstarfi að bera fyrstu ábyrgð á allri starfsemi sviðsins sem lýtur að rekstri og þjónustu. Starf sviðstjóranna er unn- ið í náinni samvinnu við aðra stjórnendur og starfsmenn sviðsins. Á Barnaspítala Hringsins starfa um 200 starfsmenn. „Það sem er ánægjulegast við nýja Barna- spítalann er stórbætt aðstaða fyrir börnin sjálf og aðstandendur þeirra. Þá er það einnig mjög jákvæð breyting fyrir starfsmenn hvað vinnu- aðstaða batnar öll. Það er mikil gleði og til- hlökkun hjá öllum að komast í nýtt húsnæði,“ segir Gunnlaugur. Betri möguleikar til fræðistarfa Magnús bendir líka á að þessar aðstæður gefi nú enn betri möguleika til þekkingarþróunar og fræðistarfa í heilbrigðisvísindum hvað varðar þjónustu við börn og þannig verði Barnaspít- alinn enn betur í stakk búinn til að sinna hlut- verki sínu sem háskólasjúkrahús. Barnaspítalinn hefur að sögn Gunnlaugs ver- ið vinsæll vinnustaður hingað til en þeir Magn- ús hafi fundið fyrir auknum áhuga fólks að koma til starfa við hinn nýja spítala og mjög vel gangi nú að manna stöður lækna, hjúkrunar- fræðinga unglækna, og annarra starfsstétta. Sviðstjórarnir segja að allt starfið sem teng- ist undirbúningnum að flutningi í nýja spítal- ann sé mjög kærkomið tækifæri til að staldra við og skoða alla starfsemina og skipulag með það í huga að gera breytingar, innleiða nýj- ungar og efla þjónustuna. Þannig verður göngudeildarstarfsemi stórefld og sérhæfð bráðaþjónusta tekin upp. Möguleiki er á því að efla dagdeildarþjónustu þar sem börn koma í minni háttar aðgerðir og rannsóknir. Þeir benda einnig á að nýburagjörgæslan eða vöku- deilin sem hefur verið starfrækt í mjög þröngu húsnæði flytur nú í afar fullkomna aðstöðu. Í umræðunni um menningu á barnaspítulum bendir Gunnlaugur á að margt af starfsfólki Barnaspítalans hafi unnið erlendis við sér- hæfða barnaspítala og þekki mikilvægi þess að hafa alla starfsemina undir sama þaki í sér- stöku húsnæði. „Öll starfsemin miðast við börn og því verður til mjög barnvænt umhverfi eða sérstök menning innan barnaspítalans. Þetta hús verður miðstöð heilbrigðisþjónustu við börn á landinu. Sviðstjórunum verður tíðrætt um þann mikla velvilja sem Barnaspítalanum hefur verið sýnd- ur. Nefna þeir í því sambandi Hringskonur, Thorvaldsensfélagið, ýmis fyrirtæki og einstak- linga. Þeir segja að allur þessi hlýhugur sé hvatning fyrir alla starfsmenn Barnaspítalans til að skila góðu verki. Starfsmenn hafi mikinn metnað fyrir hönd spítalans og sameinist um að leggja sig fram í störfum sínum. „Það er metn- aður okkar sviðstjóranna að byggja upp þessa starfsemi eins vel og nokkur kostur er,“ segir Magnús. Bæði hagræðing og aukin útgjöld Spurðir um niðurskurð í heilbrigðisþjónust- unni og hvort það muni hafa áhrif á starfsemi Barnaspítalans benda þeir á að vitanlega þurfi að gæta varkárni og aðhalds í öllum rekstri. Þeir benda á að á þessari stundu sé nokkuð erf- itt að átta sig á hvað sameining þessarar þjón- ustu hefur í för með sér. Ljóst er að í sumum starfsþáttum verður hagræðing en á öðrum aukin útgjöld. Varðandi flutninginn á starfsemi benda þeir Gunnlaugur og Magnús á að lokaundirbúning- urinn fyrir flutning verði nú eftir vígslu og gera má ráð fyrir því að starfsemin byrji að flytja í nýja spítalann þegar líða fer vel á febrúarmán- uð. Þeir benda á að það sé margt sem þurfi að íhuga varðandi tækni- og öryggismál áður en sjúklingar flytja inn. Að lokum benda sviðstjórarnir á það að dag- urinn á morgun verður mikill hátíðisdagur sem allir hafa hlakkað mikið til. Móttakan er þannig að starfsmenn munu fylgja gestum í gegnum spítalann og kynna starfsemi sem þar mun verða. Þá munu nemendur úr hinum ýmsu tón- listaskólum höfuðborgarsvæðisins setja svip á daginn og spila tónlist í verðandi veitingastofu Barnaspítalans. Til gamans má geta þess að þar er fyrirhugað að hafa tónlistaviðburði meðal annars frá nemendum í tónlistaskólum einu sinni í viku í framtíðinni. Sviðstjórarnir minna á opið hús fyrir þjóðina frá kl. 14–18.30 og vonast þeir til að sem flestir sjái sér fært að mæta. Að lokum vilja þeir Gunnlaugur og Magnús þakka öllum þeim sem á einhvern hátt hafa komið að uppbyggingu og stutt við að þessi glæsilegi barnaspítali er orðinn að veruleika í íslensku samfélagi. Á barnaspítala verður til sérstök menning Morgunblaðið/Golli Gunnlaugur Sigfússon sviðstjóri lækninga og Magnús Ólafsson sviðstjóri hjúkrunar. ALMENNINGI verður gefinn kost- ur á að skoða nýja spítalann í dag á milli kl. 14 og 18.30 en húsið verður formlega opnað kl. 10. Hægt verður að ganga um húsið og njóta leiðsagnar starfsmanna Barnaspítalans og fræðslu um þá starfsemi sem þar verður. Í nýjum fyrirlestrasal verður sýning á göml- um og nýjum ljósmyndum um starf- semi barnasviðs og byggingu Barna- spítalans. Nemendur úr tónlistarskólum borgarinnar munu skemmta gestum með hljóðfæraleik annað slagið yfir daginn. Dagskráin frá kl. 14 er þannig: Kl. 14–15: Tónskólinn Do-Re-Mi Jóhanna Guðjónsdóttir, þverflauta Nína H. Þorkelsdóttir, þverflauta Daníel Böðvarsson, gítar Gyða Erlingsdóttir, gítar Hrólfur Tómasson, gítar Sigurlaug Hreinsdóttir, gítar Jökull Örlygsson, harmonikka Kl. 15–16: Tónskóli Sigursveins Narfi Þ. Snorrason, Gítar Sigurjón Halldórsson, gítar Jón Geirfinnsson, Píanó Anna Björnsdóttir, píanó Stefanía Margeirsdóttir, píanó Daníel G. Sigurðsson, trompet Júlíana R. Indriðadóttir, píanó Fiðlukvartett: Guðbjörg H. Guð- mundsdóttir, Harpa Viðarsdóttir Freyja Oddsdóttir og Þorbjörg Karlsdóttir Vignir S. Vigfússon, gítar Þorbjörg Gunnarsdóttir, píanó Brynjar Sigurðsson, selló Kl. 16–17: Tónlistarskólinn í Grafarvogi Hjalti Magnússon, píanó Daði Sigurðsson, þverflauta Guð- björn Már Kristinsson, harmon- ikka. Kl. 17–18: Tónmenntaskóli Reykjavíkur Björg Brjánsdóttir, þverflauta Erna Agnes Sigurgeirsdóttir, þverflauta Brynja Jónsdóttir, fiðla Guðrún Baldvinsdóttir, fiðla Sigrún Inga Gunnarsdóttir, fiðla Sigríður H. Sigurðardóttir, selló Helga Hjartardóttir, þverflauta Inga Hlíf Melvinsdóttir, þverflaut Guðrún Sóley Gestsdóttir, píanó Ragnheiður Jónsdóttir, píanó Tónlistarskóla- nemar skemmta Opnunarhátíð ÁSLAUG BJÖRG Viggós- dóttir, formaður Hringsins, segir að langþráður draum- ur sé nú að verða að veru- leika. „Það er mikil gleði og tilhlökkun í okkar huga, nú þegar þessi nýi Barnaspítali Hringsins verður tekinn í notkun og við vitum að hann mun gjörbreyta aðbúnaði veikra barna á Íslandi, að- standenda þeirra og starfs- fólks á barnaspítalanum,“ segir Áslaug. Verkefni sem lýkur aldrei Hringurinn hefur safnað fé fyrir barnaspítalann í 60 ár. Hvað tekur við nú þegar spítalinn er kominn í gagnið? „Velferð barna er og hefur verið okkar hjart- ans mál. Það mun ekki breytast og í þeim skilningi munum við áfram sinna okkar móðurhlutverki. Barna- spítali Hringsins mun áfram þurfa að endurnýja tæki og annan búnað og því verkefni lýkur aldrei.“ Áslaug segir að endurnýjunarþörf búnaðar spítalans sé 20–30 milljónir á ári og því sé þörf á aðstoð frá öllum unn- urum spítalans áfram. „Enda er það sérstaklega ánægjulegt að geta lagt þessu málefni lið á þennan hátt. Vonandi gefst okkur líka tækifæri til að leggja öðrum málefnum barna og aðstandenda þeirra lið, enda er þörfin víða brýn og af nógu er að taka.“ Félagið aflar fjár með ýmsum hætti og auk hinna hefðbundnu fjár- öflunarleiða Hringsins s.s. jólabasars, jólakaffis, sölu jóla- og minningar- korta berast félaginu oft áheit og gjafir. Allt þetta fé rennur óskipt í Barnaspítalasjóð Hringsins. Í nýja barnaspítalanum verður nýrri fjáröflunarleið bætt við. „Nú ætlum við að reyna að bæta við nýrri fjáröflunarleið með því að setja á stofn „Veitingastofu Hringsins“ á fyrstu hæð í nýja barnaspítalanum. Allur ágóði af henni rennur að sjálf- sögðu til Barnaspítala Hringsins.“ Áslaug segir að fólk sé mjög já- kvætt í garð Hringsins og það sé vel- vild og stuðningur velunnara þeirra sem hafi í raun gert Hringnum kleift að afhenda barnaspítalanum þær gjafir sem félagið hefur fært honum. Morgunblaðið/Sverrir Áslaug Björg Viggósdóttir, formaður Kvenfélagsins Hringsins. Velferð barna er okkar hjartans mál TILEFNI stofnunar Hringsins er heit sem Kristín Vídalín Jacobson strengdi er hún lá fárveik á sjúkrahúsi í Kaupmannahöfn veturinn 1894- 1895. Hét hún sjálfri sér því ef henni auðnaðist líf og heilsa að verða þeim að liði sem stríddu við veikindi og fá- tækt í ofanálag. Með frumkvæði sínu að stofnun Hringsins 26. janúar 1904 efnir hún það heit. Stofnfundurinn var í sal Hússtjórn- arskólans uppi í Iðnó og voru 46 kon- ur mættar til leiks. Kristín, sem þá var gift Jóni Jacobson landsbókaverði og hafði eignast fjögur börn, tók við for- ystu í félaginu og var formaður þess til dánardægurs vorið 1943. Í Hringnum í Reykjavík hafa alls starfað um 800 konur. Hringurinn er fyrstu skipulögðu samtök hér á landi um varnir gegn berklaveiki og öflun fjár varð fljótt meginverkefni félagskvenna; Nefna má árlega leikstarfsemi 1905-1928 og fjölmennar útihátíðir í Hljóm- skálagarðinum á fimmta tug ald- arinnar; basara, happdrætti, útgáfu jólakorta og ýmiss konar skemmtanir. Frá 1942 hefur allt starf Hring- skvenna hnigið að eflingu sjóðs vegna Barnaspítala og varð það þeim, líkt og fleirum er veltu lausafjármunum á eftirstríðsárunum, þolraun að sjá fjár- magn, er mikið erfiði hafði kostað að afla, rýrna í verðbólgunni sem þá geis- aði. Nokkrir áfangar hafa verið á þeirri leið sem Hringurinn hefur átt hlut að: Barnadeild í rishæð Landspítalans 1957; Barnaspítali Hringsins á tveim- ur hæðum í nýrri álmu 1965; Geðdeild Barnaspítala Hringsins við Dalbraut 1970; Vökudeild við Kvennadeild Landspítalans 1976 fyrir nýbura er þurfa sérstaka meðferð og eftirlit. Í áranna rás hafa Hringskonur einnig eflt tækjakost barnaspítalans, styrkt fagfólk til sérnáms og börn til lækn- inga erlendis þegar þörf krafði. Heitstrenging í Kaupmannahöfn Ljósmynd/Landspítalinn Hjúkrunarkonur og börn á Barnaspítala Hringsins árið 1965. Forsíðumyndir: Þórdís Erla Ágústsdóttir og Kjartan Þorbjörnsson (Golli).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.