Morgunblaðið - 26.01.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 26.01.2003, Blaðsíða 7
Ljósmynd/Þórdís Erla Ágústsdóttir Mynd af byggingunni frá því seint í nóvember 2001. Ljósmynd/Þórdís Erla Ágústsdóttir Svona leit byggingin út í apríl á síðasta ári. Ljósmynd/Þórdís Erla Ágústsdóttir Hinn fimmtánda september árið 2000 voru veggir spítalans farnir að rísa. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 2003 C 7BARNASPÍTALINN Í byrjun hönnunarferilsins urðu nokkrar breytingar á teikningu húss- ins og má þar helst nefna tilkomu kennslustofu og fyrirlestrarsalar í tengslum við aðalanddyri á fyrstu hæð. „Innan dyra höfum við lagt áherslu á vinalegt umhverfi og hlýlegt viðmót þannig að fólki líði sem best. Rík áhersla er lögð á sjónræn tengsl við ytra umhverfi enda margir skemmti- legir útsýnisvinklar frá húsinu. Í flestum sjúkrastofum og leik- herbergjum eru gluggar sem ná niður á gólf þannig að börn á öllum aldri geti séð út. Fiskabúr með litríkum skrautfiskum og ævintýrakastali eru í anddyri á fyrstu hæð,“ segir Sigríð- ur. Viður áberandi innandyra Hún segir að lögð hafi verið áhersla á það í allri hönnuninni að velja sígild efni til byggingarinnar, efni sem standist tímans tönn og tískusveiflur. „Innandyra er viður áberandi, t.d. eru hurðir og innréttingar eikarspónlagð- HÖFUNDAR hússins eru arkitekt- arnir Sigríður Magnúsdóttir og Hans- Olav Andersen hjá teiknistofunni Tröð. Hönnun Barnaspítala Hringsins hefur verið meginverkefni stofunnar allt frá því að teikningin að húsinu vann fyrstu verðlaun í samkeppni sem efnt var til í árslok 1997, en fram að þeim tíma höfðu þau meðal annars unnið samkeppni um bygg- ingu safnaðarheimilis og tónlistar- skóla í Hafnarfirði. Sigríður segist vera ánægð nú að loknu verki en byggingin hafi verið hönnuð í nánu samstarfi við stýrihóp, sem starfar fyrir byggingarnefnd og er skipaður starfsfólki barnaspít- alans, með það að leiðarljósi að gera spítalann að hagkvæmu og vinalegu húsnæði fyrir sjúklinga, aðstand- endur og starfsfólk. Upphaflega átti byggingin að vera tilbúin árið 2000 en vegna ytri að- stæðna, s.s. kærna frá nágrönnum og ýmsum breytingum á forsendum drógust framkvæmdir á langinn. ar, sem er dálítið sérstakt þar sem timbur hefur ekki tíðkast mikið í sjúkrahúsbyggingum, en rannsóknir hafa sýnt fram á að bakteríur og veirur þrífist illa í trévirki, auk þess sem eikin er mjög slitsterk, viðhalds- væn og eldist vel. Utanhúss er lögð áhersla á að velja viðhaldsfrí byggingarefni, granítflísar og múrhúð með steinsalla eru klæðn- ingarefni útveggja, en hvort tveggja eru mjög endingargóð efni.“ En er húsið hannað í einhverjum sérstökum stíl? „Nei, við erum nú ekki mikið að spá í það hvað stíllinn heitir. Það er meira verkefni listfræð- inga að meta það“, segir Sigríður og brosir. Hún segir að nú þegar verkefninu sé lokið taki við ný verkefni en ekki sé fullvíst enn hvað það verður ná kvæmlega. Hún segir að Teiknistofan Tröð hafi áhuga á fleiri verkefnum í sjúkrahúsgeiranum enda hafi þau öðlast verðmæta reynslu þessi rúmu fimm ár sem bygging hússins hefur staðið yfir. Áhersla á hagkvæmt og vinalegt umhverfi Morgunblaðið/Golli Sigurður Þórisson, Sveinn Bragason, Sigríður Magnúsdóttir og Hans-Olav Andersen, arkitektar á teiknistofunni Tröð.                     Bók þessi er afar fróðleg um hið mikla starf Hringskvenna að eflingu heilbrigðismála á Íslandi. Hringurinn var fyrst skemmtifélag, síðan berklavarnafélag í nær 40 ár og reisti þá hressingarhæli í Kópavogi. Hælið ráku Hringskonur á árunum 1926 – 1940 og stunduðu búskap á Kópavogsjörðinni 1931 – 1948. Frá 1942 hefur markmið félagsins verið að koma upp barnaspítala hér á landi. Til þess stofnuðu þær Barnaspítalasjóð Hringsins, sem veitt hefur rausnarlega til uppbyggingar þjónustu við veik börn. Af félagsstarfinu er mikil og fjölbreytt saga í nærri 100 ár, sem hér er sögð af mikilli nákvæmni enda er bókin 696 bls. Fjölmargar ljósmyndir prýða bókina sem margar hafa ekki birst áður. Þetta er öðrum þræði saga íslenskra kvenna á 20. öld, saga Reykjavíkur og saga Kópavogs, en umfram allt mikilvægt framlag til almennrar sögu þessa lands þar sem við sögu koma fjölmargir nafngreindir einstaklingar. Hið íslenska bókmenntafélag gefur ritið út í samvinnu við Hringinn í Reykjavík og skiptist það í eftirtalda hluta: I Félagið - Stofnandinn - Stofnendur II 1905 - 1942 - Berklavarnafélag - Ný stefnumið III Frá 1942 til nútíma - Barnaspítali IV Félagatal - Viðaukar - Skrár Björg Einarsdóttir Hringurinn í Reykjavík Stofnaður 1904 - Starfssaga HIÐ ÍSLENSKA BÓKMENNTAFÉLAG Síðumúla 21 - Sími 588 9060 www.hib.is Grípandi bók!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.