Morgunblaðið - 26.01.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.01.2003, Blaðsíða 6
6 C SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐBARNASPÍTALINN ar hæðir og kjallari. Hún skiptist í tvær álmur sem tengjast með tengi- álmu. Deildir spítalans eru 7 talsins. Vökudeild og barnadeild 23E á 3 hæð, barnaskurðdeild 22D og barnadeild 22E eru á 2. hæð og göngdeild, dag- deild og bráðamóttaka eru á jarðhæð, en þar eru einnig anddyri og móttaka. Á 1. hæð eru skrifstofur, skóli, leik- skóli, kapella og endurhæfing en í kjallara eru búningsherbergi, geymslur og tæknirými auk tenging- ar við lagnaganga spítalans. Á jarð- hæð er einnig vel búinn fyrirlestra- salur sem tekur 117 manns í sæti auk kennslustofu. Mikil áhersla hefur verið lögð á öll tæknikerfi spítalans og eru þau eins og best gerist á sjúkrahúsum hér á landi og standast einnig samanburð við tæknikerfi spítala í nágrannalönd- unum. U NDIRBÚNINGUR að ný- byggingu Barnaspítala Hringsins hófst með því að 16. júní 1994 var skipuð byggingarnefnd. Hún fékk um haust- ið ráðgjafa til að vinna að gerð alútboðsgagna fyrir spítalann. Sú vinna var unnin í náinni samvinnu við notendur, rekstraraðila og bygging- arnefnd. Eldri húsrýmisáætlanir voru endurskoðaðar og unnin ítarleg byggingarlýsing og alútboðsgögn. Í mars 1996 ákvað þáverandi heil- brigðisráðherra að fara af stað með byggingu Barnaspítala Hringsins á Landspítalalóð og skipaði byggingar- nefnd til að annast verkefnið. Nefnd- in ákvað að halda opna arkitektasam- keppni, skipaði dómnefnd og fékk Framkvæmdasýslu ríkisins til þess að sjá um undirbúning og fram- kvæmd verkefnis. Samkeppnislýsing var gerð en hún byggist meðal annars á alútboðsgögnum, sem fyrir lágu. Samkeppnin var opin tveggja þrepa samkeppni auglýst á EES-svæðinu í júní 1997. Mikill áhugi var fyrir samkeppn- inni og tóku 23 arkitektahópar þátt. Þrjár tillögur voru valdar til útfærslu í síðara þrepi og urðu hlutskarpastir arkitektarnir Sigríður Magnúsdóttir og Hans Olav Andersen, en tillaga þeirra féll vel að kröfum samkeppn- isgagna. Hlýlegt og aðlaðandi Byggingin er hefðbundin stein- steypt bygging, einangruð að utan og klædd með vandaðri steinklæðningu. Inni er tekið fullt tillit til þess að not- endurnir eru veik börn. Forsendur byggingarinnar voru að skapa um- hverfi sem hæfði hlutverki hennar, skapa aðstöðu fyrir foreldra til þess að vera hjá og hlúa að veikum börn- um sínum. Gætt skyldi að því að yf- irbragð byggingarinnar væri hlýlegt og aðlaðandi. Verkfræðihönnun var boðin út og myndaður var hönnunarhópur, sem hefur unnið saman í fimm ár. Útboðs- áfangar urðu þrír og hafa hönnuðir fylgt verkum sínum eftir allt til loka verksins við útfærslur og breytingar á verki, aðstoð við efnisval og aðstoð við úttektir hinna ýmsu verkþátta. Eftirlit með framkvæmd stærstu verkþáttanna var einnig boðið út og fengnir til þess reyndir eftirlitsaðilar. Verkið hófst 19. nóvember 1998 er Ingibjörg Pálmadóttir ráðherra tók fyrstu skóflustunguna. Framkvæmdaáfangar urðu þrír og voru allir boðnir út. Jarðvinna var boðin út í nóvember 1998 og annaðist Suðurverk þann áfanga sem lauk á miðju sumri 1999. Uppsteypa húss, utanhússfrágangur og gerð lóðar voru boðin út í mars 2000. Hlutskarp- ast varð verktakafyrirtækið Ólafur og Gunnar ehf. Frágangur inni var síðan boðinn út í júní 2001 og Ólafur og Gunnar ehf. urðu aftur hlutskarp- astir í samkeppninni. Þeir hafa því ásamt fjölda undirverktaka byggt barnaspítalann á um 33 mánuðum. Kostnaður 1.500 milljónir króna Undirbúningur og mannvirkja- gerðin sjálf hafa tekið um sjö ár eftir að ákvörðun var tekin um að ráðast í verkið. Hinar fyrstu tímaáætlanir hafa ekki staðist þar sem nokkrar taf- ir urðu á því að koma verkinu af stað af ýmsum ástæðum. Kostnaður við verkefnið er 1.500 Mkr eða um 220.000 kr/m² með búnaði sem er í takt við áætlanir. Byggingin er 6.800 fermetrar, fjór- Ljósmynd/Þórdís Erla Ágústsdóttir Byggingarnefnd ásamt hluta stýrihóps og sviðstjórum barnasviðs. Anna Ólafía Sigurðardóttir, Viðar Ólafsson, Gunnlaugur Sigfússon, Hörður Kristjánsson, Magnús Pétursson, Hjálmar Árnason, formaður byggingarnefndar, Ásgeir Har- aldsson, Magnús Ólafsson, Áslaug Viggósdóttir og Aðalsteinn Pálsson. Ljósmynd/Þórdís Erla Ágústsdóttir Ljósmynd/Þórdís Erla Ágústsdóttir Barnaspítalinn byrjaður að gægjast upp úr grunninum. Ljósmynd/Þórdís Erla Ágústsdóttir Verkamenn að vinnu í september árið 2000. Barnaspítali á 33 mánuðum Ljósmynd/Þórdís Erla Ágústsdóttir Búið að taka grunninn og uppbygging að hefjast. Ljósmynd/Helga Ívarsdóttir Ingibjörg Pálmadóttir, þáverandi heilbrigðisráðherra, tekur fyrstu skóflustung- una að nýjum barnaspítala 19. nóvember 1998.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.