Morgunblaðið - 26.01.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.01.2003, Blaðsíða 2
2 D SUNNUDAGUR 26. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Flugmálastjórn Íslands óskar að ráða eftirlitsmann í lofthæfi- og skrásetningardeild flugöryggissviðs. Starfssvið: Starfið felst m.a. í eftirliti með lofhæfi loftfara, tæknilegri starfsemi flugrek- enda og skrásetningu loftfara. Hæfni- og menntunarkröfur: Krafist er menntunar flugvéltæknis og ítarlegrar þekkingar á nýjustu reglum um viðhald og viðhaldsstjórnun. Þekk- ing á hönnun loftfara og gögnum þeirra og a.m.k. fimm ára reynsla af viðhaldi og/eða viðhaldstjórnun loftfara er einnig nauðsynleg. Æskilegt er að viðkomandi þekki vel til úttekta og nútíma úttektarað- ferða varðandi lofthæfi og viðhaldstjórn- un loftfara. Viðkomandi þarf að hafa mjög góð tök á enskri tungu. Við leitum að starfsmanni, sem hefur góða samskiptahæfileika, örugga og þægilega framkomu og brennandi áhuga á flugöryggi. Hann þarf að geta sýnt af sér frumkvæði í starfi og vera skipulagður í verkum sínum. Hann þarf að geta unnið undir miklu álagi. Laun taka mið af viðeigandi kjarasamn- ingum opinberra starfsmanna, að teknu tilliti til kjarasamninga FVFÍ. Umsóknir: Frekari upplýsingar um starfið gefur Sig- urjón Sigurjónsson, lofthæfideild, í síma 569 4117 og Ingunn Ólafsdóttir, starfs- mannastjóri, í síma 569 4303. Skriflegar umsóknir, með ítarlegum upp- lýsingum um menntun, fyrri störf og mynd, sendist starfsmannahaldi Flug- málastjórnar fyrir 10. febrúar 2003. Hægt er að nálgast umsóknareyðublöð á heimasíðu Flugmálastjórnar, www.flugmalastjorn.is. Öllum umsóknum verður svarað. Reykjanesbær er framsækið og leiðandi sveitarfélag sem gegnir forystuhlutverki á sviði nýjunga í rekstri sveitarfélaga á Íslandi. Reykjanesbær leggur áherslu á vandaðar langtímaáætlanir og stundar reglulegar árangurs- mælingar í því skyni að bæta þjónustu og stjórna sem best nýtingu aðfanga. Reykjanesbær er eftirsóttur vinnustaður fyrir metnaðarfulla einstaklinga með menntun, reynslu og hæfni til að takast á við áhugaverð og krefjandi verkefni. Sjá frekari upplýsingar á reykjanesbaer.is Störf í Reykjanesbæ Tvö áhugaverð störf eru í boði hjá Reykjanesbæ. Starfsþróunarstjóri Hlutverk Tekur þátt í almennri stefnumótun bæjarins og stýrir stefnu hans í starfsþróunarmálum. Stýrir allri daglegri vinnslu launa. Samræmir starfsmannastefnu og starfsþróunarstefnu bæjarins. Upplýsingagjöf til stjórnenda og starfsmanna bæjarins um starfsþróun. Þátttaka í stefnumótun og markmiðasetningu. Helstu verkefni Dagleg stjórn Launamál Stefnumótun og starfsmannastefna Starfsþróun og starfsþróunarkerfi Stefnumótun og markmiðasetning Starfsmannasamtöl Ráðningar og móttaka starfsmanna Upplýsinga- og skýrslugerð Námskeiðahald Hæfniskröfur Viðskiptafræðimenntun á háskólastigi, framhaldsmenntun æskileg. Reynsla af starfsmannastjórnun. Þekking á launavinnslu og kjarasamningum. Góð þekking á upplýsingatækni. Þekking og reynsla af stefnumótun og markmiðasetningu. Þekking á málefnum sveitarfélaga er æskileg. Mikil samskiptahæfni. Frumkvæði og ákveðni. Skógarhlíð 12 • 105 Reykjavík • Sími 520 4700 • Bréfasími 520 4701 • www.hagvangur.is Sérfræðingur á fjármálasviði Hlutverk Leiðir og aðstoðar stjórnendur við fjárhagsáætlanagerð ásamt eftirfylgni, samræmir sameiginlega innkaupastjórn fyrir stofnanir og fyrirtæki. Stjórnar og viðheldur stefnumótun og markmiðasetningu (Balanced Scorecard). Helstu verkefni Áætlanagerð Sameiginleg innkaup Stefnumótun og markmiðasetning (Balanced Scorecard) Skýrslugerð Önnur verkefni Hæfniskröfur Viðskiptamenntun á sviði fjármála og/eða rekstrar, framhaldsmenntun æskileg. Reynsla af bókhaldi og fjármálum. Þekking á áætlanagerð og rekstri. Þekking á innkaupastjórnun og útboðsgerð. Góð þekking á upplýsingatækni. Þekking og reynsla af stefnumótun og markmiðasetningu (Balanced Scorecard). Þekking á málefnum sveitarfélaga. Góð samskiptahæfni. Frumkvæði og ákveðni. Launakjör taka mið af samningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag. Í báðum störfunum er starfshlutfall 100%. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Frekari upplýsingar veita Ari Eyberg, ari@hagvangur.is og Baldur G. Jónsson, baldur@hagvangur.is Umsóknir merktar „Reykjanesbær - starfsþróunarstjóri“ eða „Reykjanesbær - sérfræðingur“ óskast sendar til radningar@hagvangur.is fyrir 10. febrúar nk. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Verkfræðingur/ tæknifræðingur sérhæfður í burðarþolshönnun óskast til starfa sem fyrst. Þarf að hafa a.m.k. 10 ára starfsreynslu og minnst 3 ára reynslu í virkjanaverkfræði. Spennandi verkefni. Upplýsingar sendist til pjohannesson@ pyramid.net . Rafeindavirki eða maður vanur bíltækjaísetningum óskast til starfa. Nesradíó er reyklaus vinnustaður. Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Ragnarsson í síma 581 1118.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.