Morgunblaðið - 27.01.2003, Síða 3

Morgunblaðið - 27.01.2003, Síða 3
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. JANÚAR 2003 B 3 STOKE City er komið í 16 liða úrslit ensku bikarkeppn- innar í knattspyrnu í fyrsta skipti í 16 ár eftir sannfær- andi sigur á 2. deildarliði Bournemouth, 3:0, í gær. Chris Iwelumo skoraði tvö markanna, það fyrra úr víta- spyrnu eftir að markverði gestanna var vikið af velli, fyrir að brjóta á Brynjari Birni Gunnarssyni sem var í dauðafæri. Peter Hoekstra innsiglaði sigurinn með marki skömmu fyrir leikslok. Þeir Pétur Marteinsson og Brynjar Björn léku allan leikinn með Stoke og Bjarni Guðjónsson fór af velli 8 mínútum fyrir leikslok. Flensa herjaði á lið Stoke fyrir leikinn og meðal ann- ars gat Sergei Shtaniuk, varnarmaðurinn sterki, ekki leikið með. Nokkrir spiluðu þó þeir væru slappir. „Við áttum 15 leikmenn eftir, sumir þeirra voru ekki í nógu góðu ástandi, og þurft- um að fylla í hópinn með leikmanni úr unglingaliðinu. Við þessar kringumstæður var frábært að knýja fram 3:0 sigur. Nú vonast ég bara eftir heimaleik í 5. umferð- inni, sama hver mótherjinn verður,“ sagði Tony Pulis, knattspyrnustjóri Stoke. Auk veikindanna þurfti Steve Banks, markvörður, að hætta eftir fyrri hálfleikinn vegna tognunar. Brynjar krækti í víti og flensulið Stoke fór áfram SÆNSKA skíðakonan Anja Pärson átti góðu gengi að fagna í skíðabrekkunni í Maribor í Slóveníu um helgina. Hún sigr- aði þar á tveimur heimsbikarmótum, í stórsvigi á laugardag og í svigi í gær. Person hefur þar með unnið þrjá heims- bikarsigra í röð en hún er handhafi heimsbikarsins í svigi. Pärson háði mikið einvígi við Janicu Kostelic frá Króatíu sem varð önnur, 0,67 sekúndum á eftir Pärson. Þriðja sætið féll Nicoe Hosp frá Austurríki í skaut en þar er á ferðinni af- ar efnileg skíðakona sem varð önnur í stórsviginu á laugardaginn. „Þetta var mjög erfitt því slóvensku áhorfendurnir gerðu mér þann óleik að kasta í mig snjóboltum þegar ég var á fleygiferð í brautinni og ég var skíthrædd að fá bolta í andlitið,“ sagði Pärson eftir sigurinn, en slóvensku áhorf- endurnir voru flestir á bandi Kostelic. Kostelic, sem varð fyrsta skíðakonan til að vinna til fernra verðlauna á Ólympíuleikum, er efst að stigum í samanlögðum greinum þrátt fyrir að hún næði sér ekki á strik í stórsviginu á laugardaginn en þar hafnaði hún í 17. sæti. Kostelic hefur 1342 stig, 472 meira en Karen Putzer frá Austurríki. Pärson í stuði í Maribor Anja Pärson fagnar sigri í Maribor. Reuters Byrjunin lofaði ekki góðu þvísóknir beggja liða voru mátt- lausar. Stjörnustúlkum gekk þó bet- ur að lesa út sóknar- tilburði Gróttu/KR en það skilaði þeim litlu því þeirra eigin sóknartilburðir voru síst betri og eftir tæpar 17 mínútur var staðan 4:2 fyrir Gróttu/KR. Þeg- ar svo Hildur Gísladóttir í marki Gróttu/KR hrökk í gang náði liðið 8:5 forystu. Með örlítið betur útfærðum sókn- um eftir hlé náði Stjarnan undirtök- um enda liðu 15 mínútur áður en Grótta/KR varði fyrsta skot eftir hlé. Lið Gróttu/KR getur líka nagað sig í handarbökin fyrir að nýta sér ekki að vera tveimur leikmönnum fleiri í fullar tvær mínútur. Garðbæingar náðu samt ekki að stinga af fyrr en síðustu mínúturnar og það hafði áhrif að þrjú hraðaupphlaup Gróttu/ KR runnu út í sandinn í óðagotinu. Aðalsteinn Eyjólfsson, þjálfari Gróttu/KR, sá jákvæðu hliðarnar. „Þetta var eins og í leikjum okkar við góðu liðin, við erum yfir í hálfleik og berjumst vel en þegar á líður þverr kjarkurinn og við missum tökin á leiknum. Það er fyrst og fremst af því að við erum að gera nýja hluti og slípa liðið saman og þessi vetur fer í að móta skipulagið. Við erum með unga og efnilega leikmenn í bland við nokkra reyndari og erum að huga að framtíðinni. Mér sýnist það vera að ganga eftir og ljóst að hin liðin mega fara að gæta sín þegar dregur að úr- slitakeppni,“ sagði Aðalsteinn. Hild- ur markvörður var mjög góð framan af, Eva Margrét Kristinsdóttir átti nokkur góð mörk og Eva Björk Hlöðversdóttir var ágæt. „Okkur vantaði neistann, við get- um þetta alveg og vitum það en þurf- um að rífa okkur upp og ég vona að það fari að ganga,“ sagði Margrét Vilhjálmsdóttir sem átti ágætan leik fyrir Stjörnuna. „Við unnum á varn- arleiknum. Þær náðu að stöðva okk- ur í sókninni en eftir hlé náðum við aðeins betri sóknum og sýndum svo- lítið hvað í okkur býr.“ Amela Hegic og Jelena Jovanovic markvörður voru einnig góðar. Stjarnan vann á lokasprett- inum REYNSLAN vó þungt á Seltjarn- arnesi í gærkvöld þegar Stjarn- an sótti Gróttu/KR heim. Eftir jafnan en ekki mjög skemmti- legan leik missti Grótta/KR taktinn en gestirnir úr Garða- bænum náðu að halda sínum nægilega vel til að síga fram úr og vinna 22:18. Stefán Stefánsson skrifar Marel Baldvinsson lék sinnfyrsta leik með aðalliði Lokeren þegar það mætti Germ- inal Beerschot og vann dýrmætan sig- ur á útivelli, 1:0, í gær. Marel var tek- inn af leikvelli á 59. mínútu og var Paul Put, þjálfari Lokeren, ánægður með frammistöðu Marels. „Ég var ánægður með það sem ég sá til hans en það þarf að laga smá hluti og koma honum í gott form,“ sagði Put um Marel í leikslok. Bangoura skoraði eina mark leiksins á 39. mínútu. Arnar Grét- arsson og Arnar Þór Viðarsson léku allan leikinn með Lokeren, en Rúnar Kristinsson tók út leikbann, þar sem hann var með nokkur gul spjöld á bakinu. Nafnarnir þóttu standa sig ágætlega en nokkur vafi lék á því fyrir leikinn hvort Arnar Grétarsson gæti leikið því hann var lítt með á æfingum í vikunni sökum meiðsla í aftanverðu læri. Litlu munaði að Arnar skoraði mark beint úr aukaspyrnu, en skot hans fór í stöng. Lokeren er í 5. sæti deildarinnar með 37 stig. Marel lék með Lokeren Patrekur Jóhannesson sækir að vörn Þjóðverja í leiknum í Viseu í gær og eru varnarmenn þýska liðsins ekki á því að hleypa honum eða Aroni Kristjánssyni eitthvað áfram. Patrekur og félagar mæta Pólverjum og Spánverjum í milliriðli.                                            !!                 "   #   $ %&   &  '   &  (     )* (     + *   ,  -+**  *  )* .   / **  -+**  * 01211 33243 11210 51215 13211 10216 15216 17211 13214 48217 15217 14211 47248 14249 16245 47217 #  : * ;*                     Kristján Bernburg skrifar frá Belgíu Morgunblaðið/Gunter Schröder

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.