Morgunblaðið - 27.01.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 27.01.2003, Blaðsíða 9
HM Í HANDKNATTLEIK MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. JANÚAR 2003 B 9 Ólafur Stefánsson eftir leikinn gegn áhugalausum leikmönnum Katar „Núna tekur alvaran við“ „ÞAÐ liggur við að maður sé að detta úr formi í þessari keppni en núna tekur alvaran við,“ sagði Ólafur Stefánsson að loknum tuttugu marka sigri Íslendinga, 42:22, gegn Katar á HM í Viseu á laugardag- inn. Mótspyrna Katar var engin, áhugaleysið algjört í herbúðum liðsins þar sem varaliðið fékk að spreyta sig gegn Íslendingum. Lykilmenn Katar voru hvíldir fyrir úrslitaleik Katar gegn Grænlend- ingum um fjórða sætið í riðlinum og sæti í milliriðli. Íslenska liðið lék mun betur í fyrrihálfleik en þeim síðari, þar sem falleg tilþrif sáust af og til í hraða- upphlaupum liðsins. „Sirkusmark“ var skorað og „síðasta“ sendingin í hraða- upphlaupunum var oft og tíðum „skreytt“ til þess að skemmta áhorfendum. Í þeim síðari missti íslenska liðið einbeitinguna um stundarsakir og er það í fyrsta sinn sem það gerist gegn slöku lið- unum á þessu heimsmeistaramóti. Óhætt er að segja að leikurinn hafi verið einstefna frá upphafi til enda, Íslendingar skoruðu fyrstu sjö mörk leiksins, Patrekur Jóhannesson lék ekki í fyrri hálfleik og skipti við Ólaf Stefánsson í þeim síðari. Gústaf Bjarnason hóf leikinn í vinstra horn- inu og var atkvæðamikill og Róbert Sighvatsson var í miklum ham á lín- unni og skoraði átta mörk líkt og Gústaf. Sigfús Sigurðsson lék ekki með liðinu vegna meiðsla og hefur Róbert sýnt góða leiki þegar hann hefur fengið tækifæri. Guðmundur Hrafnkelsson stóð í marki íslenska liðsins frá upphafi og varði vel í fyrri hálfleik en í þeim síð- ari lak mikið af langskotum Katar í gegnum vörnina og í markið. Roland Valur Eradze varði 4 skot á fyrstu fimm mínútum síðari hálfleiks en fór af leikvelli þar sem hann fann til eymsla í nára. Eins og áður segir var mótspyrn- an lítil fyrir íslenska liðið. Leikmenn Katar áttu margir hverjir í erfiðleik- um með að grípa og kasta, skotin voru máttlítil og sóknarleikurinn einhæfur. Íslenska liðið sýndi festu og styrk frá upphafi og sýndi á köfl- um hve vel liðið getur útfært hraða- upphlaup sín. Þar fór Gústaf fremst- ur í flokki í fyrri hálfleik. Gunnar Berg Viktorsson lék sinn fyrsta leik á mótinu og var eini leik- maðurinn í íslenska liðinu sem komst ekki á blað hvað markaskorun varð- ar. Gunnar virkaði hægur í aðgerð- um sínum í sókninni og skortir greinilega sjálfstraust þessa dagana. Gústaf Bjarnason sagði að leikurinn hefði verið „skylduverkefni“ sem hefði þurft að klára. „Þetta er enn einn leikurinn á þessu móti þar sem við þurfum að hafa einbeitinguna í lagi gegn slöku liði. Katar hafði engan áhuga á þess- um leik, stillti upp hálfgerðu varaliði. Af þeim sökum var leikurinn aldrei skemmtilegur og ég er feginn að þetta er búið. Núna getum við loks- ins farið að tala um leikinn gegn Þjóðverjum,“ sagði Gústaf. Í gegnum tíðina hefur það gerst af og til að íslensk landslið hafa leikið illa gegn slökum mótherjum. Að þessu sinni var slíku ekki fyrir að fara. Einbeitingin var nánast alltaf fullkomin og þeir sem höfðu uppi efasemdir um að íslenska liðið myndi gefa eftir á þessum vettvangi geta nú andað léttar. Morgunblaðið/Günter Schröder Roland Eradze býr sig undir að kasta boltanum til Guðjóns Vals Sigurðssonar, eftir að hafa varið. Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar frá Viseu    ! "! E ! "! E '* #+ - %# %* , @  -  ) ( #%  %# %* ,  0  /     + ' & C 'A" & # 1 A A #&  + 3                  SVÍAR tóku Dani í kennslustund í uppgjöri liðanna um sigurinn í D-riðli, 32:28. Svíar réðu lögum og lofum á leikvellinum frá upphafi til enda og voru m.a. 19:14 yfir í hálf- leik. Náðu þeir mest átta marka forskoti, 22:14, snemma í síðari hálfleik. Sænska liðið fór hreinlega á kostum í leiknum en enginn lék betur en gamla brýnið Magnus Wislander, sem skoraði 10 mörk og fór hreinlega hamförum, jafnt í vörn sem sókn og var kappið svo mikið í honum að tuttugu mínútum fyrir leikslok var Wislander vísað af leikvelli fyrir fullt og fast við þriðju brottvísun. Svíar komu Dönum í opna skjöldu með því að bregða út af vana sínum og leika 5/1 vörn í stað hinnar hefðbundnum 6/0 varnar sem Svíar hafa verið þekktir fyrir síðasta hálfan annan áratuginn. Dönsku sóknarmennirnir fundu aldrei taktinn í leiknum. „Við ætl- uðum að töfra fram allt það besta í okkar leik að þessu sinni en því miður þá snérust vopnin í höndum okkar,“ sagði Torben Winther, landsliðsþjálfara Dana, daufur í bragði í leikslok. Winther benti á að danska liðið hefði haft neinu að keppa í leiknum, sigur hefði engu breytt um fram- haldið hjá liði sínu sem heldur áfram í milliriðil með tvö stig. „Ég skal þó viðureknna að vörnin var ekki nægilega góð hjá okkur. Því til staðfestingar bendi ég á að það er ár og dagur síðan andstæðingar okkar hafa skorað fleiri en fjórtán mörk gegn okkur í fyrri hálfleik,“ sagði Winther og bætti því við að sænska liðið hefði leikið ein- staklega vel, það yrði ekki af því tekið. Mikil spenna var vegna leiksins í báðum löndum í gær. Eftir stór- sigur Dana á Egyptum á laugardag voru Danir bjartsýnir vegna leiks- ins við Svía. Þegar dæmið var gert upp í gærkvöldi urðu danskir fjöl- miðlar að viðurkenna að hið „aldr- aða“ sænska lið væri ennþá mun öflugra en hin unga danska sveit. „Við vorum teknir í gegn af sænska handboltaskólanum,“ sagði m.a. í Jyllands Posten. Danir geta þó huggað sig við að þeir halda áfram í milliriðil með tvö stig en Svíar þurfa að bíta í það súra epli að fara í milliriðil án stiga því þeir töpuðu fyrir Slóvenum sem fylgja þeim í milliriðla. Svíar tóku Dani í kennslu- stund ARGENTÍNUMENN byrjuðu með miklum látum í riðlakeppni HM í handknattleik, gerðu jafntefli við Króata og unnu síðan Rússa. Eftir það datt allur botn úr liðinu og í gær féll þeim allur ketill í eld þegar þeir mættu Sádi-Arabíu sem ekki hafði verið nærri því að vinna leik á mótinu þegar kom að viðureigninni við Argentínu. Sigur hefði tryggt Argentínu sæti í 16-liða úrslitum á kostnað Ungverja sem lágu fyrir Króötum í gær, 30:29, eftir að hafa skellt Argentínu, 35:23, á laugardag. Við tapið fyrir Króötum í gær féll Lázsló Skaliczke, þjálfari Ungverja, saman og felldi tár. Hann taldi lið sitt vera úr leik – það gæti farið að pakka nið- ur og halda heim á leið. En önnur varð raunin skömmu síðar þegar í ljós kom að Sádi-Arabar unnu óvæntan sigur á Argentínu, 31:30. Argentínumenn fara því heim í dag eins og Sádi-Arabar og sex önnur landslið úr hinum riðlunum þremur. Hrun hjá Argentínu SIGURÐUR Bjarnason fékk að spreyta sig mikið í vörn sem sókn að þessu sinni og stóð hann sig vel. Sigurður var samt sem áður vonsvikinn með lokakafla leiks- ins og þá sérstaklega hve illa íslenskla lið- ið nýtti sér möguleikana sem sköpuðust er Stefan Kretzchmar fékk fjögurra mín- útna „kælingu“, tvær mínútur fyrir brot á Aroni Kristjánssyni go tvær mínútur til viðbótar fyrir að mótmæla refsingunni. „Þeir tóku gríðarlega áhættu og hentu knettinum inn í vítateiginn á Florian Kehrmann einum færri og komust yfir 28:27. Það sló okkur aðeins út af laginu en með réttu hugarfari hefðum við átt að skora tvö mörk á þessum tíma,“ sagði Sigurður. Hann taldi breiddina í liðinu vera meiri en margur héldi. „Það eru allir heilir og við lærðum af reynslunni frá Evrópukeppninni í Svíþjóð í fyrra þar sem menn voru þreyttir í lok keppninnar því það var yfirleitt leikið með sama mannskapinn frá upphafi til enda í öllum leikjum. Þau lið sem eru að ná langt í svona keppni nota alla sína leik- menn og við erum að gera það sama. Við þurfum samt að átta okkur á lokakafla leiksins. Hvað það var sem fór úrskeiðis og laga það fyrir næstu orrustu. Svo ein- falt er það. Við erum að tapa fyrir liði sem að mínu mati á eftir að leika til úrslita í þessari keppni og við þurfum að taka það jákvæða með okkur í framhaldið,“ sagði Sigurður Bjarnason. Sigurður Bjarnason „Þurfum að nota alla leikmenn liðsins“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.