Morgunblaðið - 27.01.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.01.2003, Blaðsíða 12
Það var hörkuleikur á laug-ardag sem heimastúlkur úr Grindavík og gestirnir úr Njarð- vík buðu upp á í 1. deild kvenna í körfuknattleik. Nú voru það gestirnir sem fylgdu eftir góðum sigri á Keflavík með því að leggja nágranna sína í Grindavík, 78:71. Grindavíkurstúlkur byrj- uðu leikinn með látum og náðu 12:0 forustu og gestirnir virtust úti á túni lengstum í fyrsta leik- hluta. Þær náðu þó að vinna sig hægt og rólega inn í leikinn og komust yfir í fyrsta skipti í leikn- um þegar rúmar sex mínútur voru liðnar af öðrum leikhluta. Leikurinn var því orðinn jafn og spennandi en gestirnir leiddu í hálfleik með einu stigi, 34:33 fyrir Njarðvík. Þriðji leikhluti var hníf- jafn og spennandi en í þeim síð- asta tók Eva Stefánsdóttir í liði Njarðvíkur til sinna ráða og skor- aði tólf af tuttugu stigum gest- anna sem sigruðu verðskuldað 78:71. Bestar í liði gestanna voru þær Eva Stefánsdóttir og Ingibjörg Vilbergsdóttir en hjá heimastúlk- um var Stefanía Ásmundsdóttir best en einnig átti Jovana Stef- ánsdóttir sterka innkomu í síðasta leikhlutann. „Við unnum góðan sigur í deild- inni í vikunni og vildum fylgja því eftir hér í Grindavík en þær voru þær einu sem við áttum eftir að vinna. Það var sterkur varn- arleikur sem skilaði okkur þess- um sigri. Denise Shelton þurfti að hafa mikið fyrir sínu í kvöld. Það var kannski stórleikur Evu Stef- ánsdóttur sem gerði gæfumuninn í annars mjög sterkri liðsheild hér í kvöld,“ sagði Einar Árni Jó- hannsson, þjálfari Njarðvíkur- stúlkna. Hörkuleikur í Grindavík GIANFRANCO Zola, hinn 36 ára gamli Ítali, var í að- alhlutverki hjá Chelsea þeg- ar liðið vann 3. deildarlið Shrewsbury á sannfærandi hátt, 4:0, í 4. umferð ensku bikarkeppninnar í gær- kvöld. Leikið var á Gay Meadow, heimavelli Shrewsbury við landamæri Englands og Wales, þar sem Everton beið lægri hlut í 3. umferðinni. Zola skoraði tvö mark- anna en hin gerðu vara- mennirnir Carlton Cole og Jody Morris. Eiður Smári Guðjohnsen var nálægt því að skora nokkrum sinnum í fyrri hálfleiknum en honum var skipt af velli á 62. mín- útu. „Þegar maður nýtur þess að spila fótbolta gleymist öll þreyta,“ sagði Zola eftir leikinn. Zola enn í aðal- hlutverki  NOREGUR og Þýskaland gerðu jafntefli 2:2. Dagny Mellgren og Anita Rapp komu norsku stúlkunum tvisvar yfir en Martina Müller og Linda Bresonik jöfnuðu tvívegis fyr- ir þær þýsku.  MARTINA Navratilova varð í gær elsti sigurvegarinn á stórmóti í tenn- is frá upphafi. Hin 46 ára gamla fyrr- um stórstjarna í íþróttinni sigraði í tvenndarleik á opna ástralska meist- aramótinu ásamt Leander Paes. Þau unnu Todd Woodbridge og Eleni Daniilidou í úrslitaleik í Melbourne.  JANICA Kostelic, skíðakonan snjalla frá Króatíu, þurfti að fá blóð- gjöf á sjúkrahúsi í Slóveníu eftir keppni í heimsbikarnum þar í landi á laugardaginn. Hún var aðframkomin eftir keppni í stórsvigi þar sem hún endaði í 17. sæti. Kostelic var öllu hressari eftir þetta og varð önnur í sömu grein á sama stað í gær.  CHRISTIAN Vieri skoraði öll þrjú mörk Inter frá Mílanó þegar lið hans vann Empoli, 3:0, í ítölsku 1. deild- inni í knattspyrnu í gær.  INTER náði þar með forystu í deildinni, á betri markatölu en grannarnir í AC Milan sem töpuðu fyrir Udinese, 1:0, í gærkvöld. Pizz- aro skoraði sigurmark heimaliðsins.  ALESSANDRO Del Piero og Pav- el Nedved tryggðu Juventus sigur á Piacenza, 2:0. Juventus er stigi á eft- ir Mílanóliðunum. Lazio gat náð þeim en tapaði óvænt heima fyrir Reggina, 0:1, og var það fyrsti ósigur Lazio í 17 leikjum.  BAYERN München náði í gær- kvöld átta stiga forystu í þýsku 1. deildinni í knattspyrnu með því að sigra Mönchengladbach, 3:0. Það voru Owen Hargreaves, Alexander Zickler og Giovane Elber sem skor- uðu mörk Bayern en liðið virðist stefna hraðbyri að þýska meistara- titlinum.  HRAKFARIR Barcelona í spænsku knattspyrnunni héldu áfram í gærkvöld þegar liðið tapaði, 2:0, fyrir Celta Vigo. Jesuli og Silv- inho skoruðu mörk heimamanna og Barcelona er nú aðeins þremur stig- um frá fallsæti.  RONALDO heldur áfram að skora á Spáni – skoraði mark Real Madrid sem gerði jafntefli við Athletic Bilbao á útivelli í gærkvöldi, 1:1. FÓLK Eradze lék eitt stærsta hlutverkiðí 29:28 sigri Íslands gegn Portúgal. Í stöðunni 24:26 varði Eradze vítakast og breytti gangi mála á þann veg að íslenska liðið landaði naum- um sigri. „Ég vissi að ég myndi verja vítið og eftir það breyttist líka hugarfarið hjá liðinu, við fengum sjálfstraustið á ný,“ segir Eradze og bætir því við að hann hafi alltaf leikið vel gegn Portúgal. „Ég lék þrjá leiki með landsliði Georgíu gegn Portúgal á sínum tíma og hef alltaf kunnað vel við mig gegn þeim. Guðmundur Guðmundsson lands- liðsþjálfari vissi af þessu og eftir að Guðmundur Hrafnkelsson hafði ekki fundið taktinn í upphafi fékk ég tækifærið.“ Eradeze segir andrúmsloftið í her- búðum Íslands ólíkt því sem hann átti að venjast með landsliði Georgíu. „Það er mikil spilling í mínu gamla heimalandi, maður veit aldrei hverju maður á von á. Stjórn handknatt- leikssambandsins er spillt og skortir fé, leikmenn liðsins þurfa jafnvel að borga ferðalög og slíkt sjálfir til að byrja með því skipulagið er ekki gott. Hjá íslenska liðinu er þetta öðruvísi. Við erum meira saman og meiri vinir en ég hef vanist frá lands- liði Georgíu. Hér er hægt að tala mannamál við þjálfarana, þeir eru með allt aðrar áherslur í samskipt- um sínum við leikmenn sé miðað við það sem ég upplifði í Georgíu. Þar er heragi á öllu og aðeins þjálfarinn veit hvað er best. Hér getum við sagt hvað okkur finnst um hitt og þetta en Guðmundur Guðmundsson tekur að sjálfsögðu lokaákvörðunina.“ Spurður um „keppinautinn“ Guð- mund Hrafnkelsson segir Eradze að hinn reynslumikli markvörður sé að kenna sér nýja hluti á hverjum degi. „Þrátt fyrir að vera rúmlega þrítug- ur (31), hef aldrei tekið þátt í stór- móti sem þessu og það tekur tíma að átta sig á aðstæðum og hvernig hlut- irnir virka. Guðmundur er mjög góð- ur markvörður og mitt hlutverk er að vera ávallt til taks ef svo ber und- ir. Við vinnum vel saman, förum yfir myndbönd úr leikjum andstæðinga okkar. Hann er að kenna mér vinnu- brögð sem ég hef lítið notað. Það er ekkert mál fyrir mig að vera á bekknum í upphafi leiks og ég sætti mig við það hlutverk en er eins og áður segir alltaf tilbúinn að koma inná ef þess þarf. Markverðir eru mikilvægir í hverju liði og suma daga virðist ekkert ganga upp hjá manni og þá er ekkert annað að gera en að leyfa öðrum að fá tækifæri. Ég er lærlingur hjá Guðmundi,“ sagði Eradze. „Það er markmið okkar sem liðs að tryggja okkur farseðil á Ólympíu- leikana í Aþenu árið 2004. Það er draumur hvers íþróttamanns að fá tækifæri á ÓL og ég ætla að leggja mitt af mörkum til þess að liðið nái þeim áfanga. Ég get varla sofnað þegar ég byrja að hugsa um ÓL í Aþenu,“ segir hinn brosmildi Roland Valur Eradze. Roland Eradze hefur staðið sig vel í sinni fyrstu heimsmeistarakeppni Morgunblaðið/Golli Roland Valur Eradze, landsliðsmarkvörður úr Val. „Er enn að læra nýja hluti“ EFTIR að hafa séð nokkra leiki með handknattleikslið- inu Val á undanförnum misserum komst ég að þeirri niðurstöðu að líklega væri markvörður Valsmanna Ro- land Eradze og nú landsliðsmaður íslenska liðsins lítið fyrir það að brosa. Í leikjum er hann gríðarlegar ein- beittur, horfir grimmur á andstæðingana eftir að hafa varið frá þeim og er oftar enn ekki ósáttur í hvert sinn sem mark er skorað hjá honum. En utan vallar gerir Roland Valur Eradze lítið annað en að brosa og er hvers manns hugljúfi. Eftir Sigurður Elvar Þórólfsson í Viseu Morgunblaðið/Günter Schröder Roland Eradze ver hér skot frá leikmanni Katar á laugardaginn í Viseu. Hann tognaði í leiknum og lék því lítið með gegn Þjóðverjum í gær. Garðar Vignisson skrifar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.