Morgunblaðið - 31.01.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 31.01.2003, Blaðsíða 3
Útgefandi: XCO ehf. inn- og útflutningur. Vatnagörðum 28 - 104 Reykjavík. Ábyrgðamaður: Sigtryggur R. Eyþórsson. Efni: Súsanna Svavarsdóttir. Hönnun, ljósmyndir, umbrot, prentun: Morgunblaðið. Í tilefni af kínversku áramótunum, sem hefjast í dag, fylgir sérblað um Kína Morgunblaðinu. Tilgangurinn með útgáfunni er að kynna kínverska menningu og einnig þau samskipti sem Ísland og Kína eiga á menningar- og við- skiptalegum grundvelli. Í tilefni af áramótahaldi Kínverja munu íslensk og kínversk fyrirtæki efna til kynninga á þáttum kín- verskrar menningar og mannlífs. Í því efni má nefna að veitingastað- ir, sem byggja á austurlenskum matarhefðum, munu á þessum tíma skapa kínverskt andrúmsloft og bjóða gestum hátíðarrétti. Kín- verjar eiga sínar hefðir í matargerð rétt eins og við sem erum meðal annars þekkt fyrir jólahlaðborð, hangikjöt, þorramáltíðir, sérstakan skötudag og fleira. Sérstakt úrval af kínverskum matvörum verður að finna í matvöruverslunum og kynntar verða uppskriftir af austur- lenskum réttum fyrir fólki sem vill búa sér máltíðir að hætti Kínverja á heimilum sínum. Auk kynninga á þeim hluta kín- verskrar menningar er snýr að mat- argerð verður efnt til kynninga á heilsufræðum Kínverja á borð við margþekktar nálastungulækningar þeirra og nudd, sem aðilar með þekkingu á því sviði munu annast. Þá verða kynntir möguleikar á ferð- um á milli Íslands og Kína en samskipti landanna á því sviði hafa stöðugt farið vaxandi á und- anförnum árum. Íslendingar hafa heimsótt Kína í vaxandi mæli um árabil og nú hefur orðið vart stór aukins áhuga Kínverja á að ferðast hingað til lands. Ég er sannfærður um að samskipti Íslands og Kína eigi eftir að stór- eflast í framtíðinni. Kína á eftir að verða stórveldi á þessari öld, hvort sem er í viðskiptum eða stjórnmál- um. Það er mikil uppbygging í kín- verskum borgum og breytingar á viðskiptaháttum þar. Þeir eru stöðugt að koma með meiri fjöl- breytni í vörum og því óhjákvæmi- legt að innflutningur þaðan aukist. Það er ekki spurning um að sú ákvörðun sem tekin var 1995 um að opna íslenskt sendiráð í Kína var rétt. Sendiráð eru hvergi nauð- synlegri en í þessum fjarlægu löndum. Þar sem er framandi menningarheimur er okkur nauð- synlegt að eiga okkar fulltrúa. Hjálmar W. Hannesson sendiherra vann mikið brautryðjendastarf og næsti sendiherra, Ólafur Egilsson hélt því áfram og kom á vinnuað- stöðu fyrir íslenska viðskiptaaðila sem þeir geta nýtt sér tímabundið. Þeim eru hér með færðar þakkir fyrir þann stuðning. Eiður Guðna- son tók við sendiherrastarfinu af Ólafi um áramótin og óska ég hon- um velfarnaðar.” Sigtryggur R. Eyþórsson. KÍM – Kínversk-íslenska menning- arfélagið var stofnað 20. október 1953. Aðdragandi félagsins var sá að skömmu eftir stofnun Kínverska alþýðulýðveldisins bárust hingað blöð á Esperanto frá Kína og settu nokkrir esperantistar sig í samband við kínversku experantistahreyfing- una. Endirinn varð sá að árið 1952 var nokkrum Íslendingum boðið í heimsókn til Kína. Þar á meðal var Þorbergur Þórðarson. Þessir ágætismenn ferðuðust vítt og breitt um landið í sex vikur. Þegar þeir komu heim stofnuðu þeir Kínanefndina undir forsæti doktor Jakobs Benediktssonar. Á vegum hennar var haldin mikil listmuna- og vörusýning árið 1953 og þá um haustið var félagið stofnað. „Félagið beitti sér strax fyrir því að hingað kæmu kínsverskir lista- menn og má meðal annars nefna Pekingóperuna, sem sýndi í Þjóð- leikhúsinu við mikla hrifningu árið 1955,“ segir Arnþór Helgason, aðspurður um tilgang félagsins. „Á næstu árum komu hingað ýmsir hópar fræðimanna og listamanna og Íslendingum bauðst að senda hingað nefndir til Kína. En lengi vel var nokkrum vandkvæðum bundið að fá sjálfstæðismenn til að taka þátt í slíkum ferðum en Magnús Jónsson dósent í guðfræði við Háskóla Íslands rauf það bann árið 1956 og var fyrir vikið settur af sem formaður útvarpsráðs. Félagið hélt uppi miklum sam- skiptum við Kína, allt þar til í menningarbyltingunni, en þeir Stefán Jónsson fréttamaður og Sigurður Róbertsson rithöfundur fóru til Kína haustið 1966 og greindi Stefán frá ferð sinni í mögnuðum útvarpsþáttum þá um haustið. Samskiptin hófust aftur við Kína 1972, þegar stofnað var hér kínverskt sendiráð og þau hafa verið mikil allt fram á þennan dag. Eðli félagsins hefur að vísu breyst. Áður fyrr var það eini miðillinn sem mörg samtök á Íslandi höfðu til þess að hafa bein samskipti við Kínverja. Þetta átti einkum við um menningarsamskipti ýmis konar, en á 8. áratugnum tók þetta að breytast. Félagið varð fyrst til þess að efna til almennra ferða til Kína árið 1977 og hélt því áfram öðru hverju fram undir 1990. Síðan hafa ferðaskrifstofur tekið við þessum þætti í starfsemi félagsins. Áður fyrr réðst félagið í gríðarleg stórvirki, eins og til að mynda þegar það tók á móti 80 manna hópi listfimleikamanna árið 1975, en þá sáu sýningar hópsins sextán þúsund manns. Á undanförnum árum hefur félagið einkum haft milligöngu um aðstoð við einstak- linga, bæði Íslendinga og Kínverja, sem leitað hafa eftir samskiptum á ýmsum sviðum. Má þar nefna ýmis konar menningarsamskipti, vísindasamstarf og jafnvel við- skipti. Félagið hefur að undan- förnu tekið á móti hópum sveitar- stjórnarmanna, sem hafa viljað kynna sér íslenskar aðstæður. Með þeim samböndum sem félagið hefur í Kína, getur það orðið bæði stjórnvöldum og fyrir- tækjum í einkaeign að liði, því innan þess hefur byggst upp mikil þekking á undanförnum áratugum. Kínversk-íslenska menningarfélagið er ópólitíkst og nýtur engra styrkja. Halldór Ásgrímsson, núverandi utanríkisráðherra, lýsti þeirri skoðun sinni árið 1995 að rétt væri að nýta krafta íslenskra menningarfélaga til þess að efla menningarsamstarf Íslands og erlendra ríkja. Við vonuðumst í framhaldi af því að gerður yrði einhvers konar þjónustusamningur á milli KÍM og ríkisins og höfum öðru hverju minnt á nauðsyn slíks þjónustusamnings. Félagið átti á sínum tíma hlut að því að gagnkvæmur menningar- samningur var gerður á milli Íslands og Kína. Tillagan kom þannig fram að starfsmaður íslenska utanríkisráðuneytisins hafði samband við félagið og bað um að uppkast að ræðu fyrir Jón Baldvin Hannibalsson yrði skrifað. Í þessu uppkasti var stungið upp á gerð gagnkvæms menningarsamnings og er Jón Baldvin mjög stoltur af því að hafa borið þessa tillögu fram, meira að segja svo að hann hefur hrósað sér af því við höfund ræðunnar. Svona geta menningar- félög komið ýmsu í kring á bak við tjöldin. Þó að vissulega hafi dregið úr starfsemi félagsins á undanförnum árum, eru þó enn innan vébanda þess rúmlega tvö hundruð einstaklingar. Menningarfélög á Íslandi eiga mjög undir högg að sækja um þessar mundir. Íslensk stjórnvöld veita litla styrki og fá erlend ríki hafa skilning á gildi þess að hafa starfandi hér menningarfélög. Þó verður að geta þess að Kínversk-íslenska menningarfélagið hefur átt mjög góð samskipti við utanríkisráðu- neytið og tekið á móti hópum í samvinnu við það. Einnig hefur félagið átt samvinnu við Stofnun Sigurðar Norðdal, svo að dæmi sé tekið.” Heldur KÍM upp á kínversku áramótin á einhvern hátt? „Félagið hefur ekki gert það á undanförnum árum en á síðasta aðalfundi var samþykkt að stofna Menningarsamband Íslands og Kína, en hér á landi eru ýmis félög starfandi á ýmsum sviðum sem varða kínverska menningu. Ég vona að með stofnun Kínversks-íslensks menningar- sambands, getum við skotið styrkari stoðum undir gagnkvæm menningarsamskipti ríkjanna,“ sagði Arnþór Helgason að lokum. Kínversk áramót Kínversk-íslenska menningarfélagið er ópólitískt Gerið ykkur dagamun og heimsækið kínversk veitingahús og heilsuþjónustur: Veitingahús 562 6210 Asía, Laugavegi 551 1014 Kínahúsið, Lækjargötu 554 5022 Kínahofið, Nýbýlaveg 588 9899 Nings, Suðurlandsbraut 544 5222 Nings, Hlíðarsmára 588 7171 Nings, Kringlunni 551 6513 Sjanghæ, Laugavegi 466 3800 Peng, Akureyri 568 4170 Rikki Chang, Kringlunni 564 5580 Rikki Chang, Smáranum 555 6999 Dong Huang, Hafnarfj., 420 7011 Jí Jía, Keflavík 552 2399 Índókína, Laugaveg 544 4448 Galbi, Hlíðarsmára 562 9060 Mekong, Sóltúni Heilsurækt 553 8282 Heilsudrekinn, Ármúla 564 6969 Nuddstofa, Hamraborg 552 7305 Kínanuddstofa, Skólavörðustíg 692 4688 Jön Jön, Gnípuheiði 557 5959 Þú um Þig, Lóuhólum 561 5100 Baðhúsið, Brautarholti Rætt við Arnþór Helga- son, formann KÍM um menningarsamskipti þjóðanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.