Morgunblaðið - 31.01.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 31.01.2003, Blaðsíða 6
Um páskana býður ferðaskrifstofan Úrval-Útsýn upp á ferð til Kína í beinu leiguflugi með einni af júmbóþotum Atlanta flugfélagsins. Flogið verður til Sjanghæ og þegar þangað er komið eiga gestir um marga kosti að ræða; þeir geta dvalið í þá sjö daga sem ferðin stendur í Sjanghai, dvalið hluta af ferðinni í Sjanghæ og hluta í Pek- ing, verið sex nætur í Sjanghai og farið í tvo daga til Xian þar sem gist er í eina nótt, verið fjórar næt- ur í Sjanghæ og farið í þriggja daga siglingu um Gljúfrin þrjú á Yangtse fljóti, eða eytt fimm nótt- um í Sjanghæ og farið í tveggja daga ferð um Guilin. Það er alveg sama hvaða kost gestir velja, það er svo sannarlega nóg að sjá og miklu meira en það. Ferð til Kína er ekkert venjulegt ferðalag, heldur lífsreynsla – og alls staðar er gist á fyrsta flokks hótelum. Perla Austurlanda og náttúruundur Sjanghæ var áður ýmist kölluð „Parísarborg Kína“ eða „Perla Austurlanda“ en er í dag gjarnan nefnd „New York Kína.“ Þar mæt- ast hinn forni kínverski menningar- arfur, með öllum þeim byggingum og hönnun sem honum tilheyrir, nýtískulegt viðskiptahverfið, hefð- bundnir kínverskir markaðir og nú- tíma verslunarmiðstöðvar. Þar er Jújúan-garðurinn sem er upphaf- lega frá 1559 og eitt besta dæm- ið um hina sígildu garða í Sjang- hæ. Þar í grennd er Djújúan-markaður- inn, ört stækkandi ferðamanna- og verslunarmiðstöð, þar sem er fjöldi verslana, veitinga- og skemmti- staða. Við hina fimm kílómetra löngu Nanjing-göngugötu er mikið versl- unarhverfi, framandlegir veitinga- staðir, skemmtistaðir og menning- armiðstöðvar. Auðkennistákn hinnar nýju Sjang- hæ er hið undurfagra Bund-hverfi á bakka Huangpu-árinnar þar sem 52 mismunandi háhýsi gnæfa yfir ána í vesturhluta hverfisins. Einnig má nefna Jaði-Búdda-musterið sem var reist árið 1882 og er helgidómur Zen-Búddista, Torg al- þýðunnar, þar sem Sjanghæ-safnið er til húsa og þannig mætti lengi telja. Og þeir sem velja að fara til Pek- ing verða ekki sviknir, því þar er meiningin að skoða Torg hins himneska friðar, Forboðnu borgina, Himnahofið, Sumarhöllina, Kínamúrinn og grafhýsi Mings. Allt eru þetta mannvirki sem bæði bera vott um slíkt hugvit, hönnun- ar- og fegurðarskyn að helst ætti hver jarðarbúi að fá að líta þessi mannvirki einu sinni á ævinni. Í Xian verður skoðaður hinn forni Borgarmúr, Bjölluturninn, Pagóða litlu gæsarinnar og héraðssafnið. Einnig verður farið í Terra Cotta, þar sem einar merkustu fornminjar heims, grafhýsi Tsín Sihuang, sem var Kínakeisari frá 247 til 210 f.Kr. eru, með yfir átta þúsund hermönnum úr brenndum leir. Í ferðinni um Gljúfrin þrjú verður siglt niður Yangtse-fljót frá Chonqqing til Yichang og í þeirri ferð gefur að líta stórkostlegt landslag gljúfranna þriggja með sína miklu arfleifð og munn- mæli. Skemmtisiglingin á ánni er því skoðunarferð, vísindaleiðangur, listræn kynning og könnun á þjóð- sögum. Guilin-hérað hefur löngum verið þekkt fyrir háar og ávalar hæðir, hreint vatn, sérkennilega karat- hella og –steina og „fegurstu fjöll og vötn undir himninum.“ Það er líklega ekki fjarri lagi að fullyrða að sjaldan, eða aldrei, hafi önnur eins ferð verið í boði. Enda er löngu orðið uppselt í hana – og biðlisti langur. Ranghugmyndir algengar áður en farið er til Kína Guðrún Sigurgeirsdóttir, fram- leiðslustjóri hjá Úrval-Útsýn, hefur haft skipulagningu ferðarinnar á höndum, en sjálf hefur hún komið tvisvar til Kína og segir það engu öðru líkt. „Ég hef starfað við ferða- þjónustu árum saman og ferðast til margra framandi og fallegra staða,“ segir hún, „en það er ekk- ert sem jafnast á við að koma til Kína. Það er svo merkilegt að áður en fólk leggur af stað til Kína, er al- gengt að það sé með vissar fast- mótaðar hugmyndir um land og þjóð í kollinum. Yfirleitt einkenn- ast þær hugmyndir af því að þarna gangi fólk í einkennisbúningum sem eru gráir, allt sé þungt og stirt og erfitt. En þetta eru algerar ranghugmyndir. Það sem kom mér mest á óvart þegar ég kom fyrst til Kína, var hvað Kínverjar eru glað- lynt, brosandi og elskulegt fólk og ég held mér sé óhætt að segja að þetta sé reynsla flestra sem þang- að fara. Önnur ranghugmynd er sú að ver- ið sé að fara til þriðja heims ríkis. En það er af og frá. Þarna er flogið á milli staða í nýjum, fyrsta flokks flugvélum, allir flugvellir eru flott- ari en maður sér annars staðar og hótelin eru fyrsta flokks – og alltaf tandurhrein. Maður kemst fljótt að því að í ferðaþjónustu standa Kín- verjar mjög framarlega, leggja sig hundrað prósent fram og eru ein- staklega þjónustuliprir, ábyggilegir og traustir. Það er líka af og frá að fólk þurfi að óttast um öryggi sitt. Í borgun- um er mannlífið iðandi daga og nætur og fólk er fullkomlega ör- uggt úti á götu. Lögregla er alls staðar sýnileg vegna þess að Kín- verjum er mjög mikið í mun að byggja upp ferðaþjónustuna hjá sér – og það leggjast allir á eitt til þess að ekkert komi fyrir hinn al- menna ferðamann. Það er svo mik- ill agi og virðing innbyggð í hugar- far þeirra og heimspeki, að ferða- maður er hvergi öruggari en í Kína. Þar fyrir utan er maturinn alls staðar ofboðslega góður.” Hraðar breytingar Guðrún segist hafa farið til Peking og Sjanghæ í haust. Þá voru liðin fjögur ár frá því að hún kom þang- að fyrst og segir borgirnar hafa breyst alveg gríðarlega. „Í raun- inni er það svo að uppbygging í Kína gengur svo hratt fyrir sig að þótt þú komir til þessara borga með tveggja mánaða millibili, sérðu ótrúlegar breytingar. En eitt breytist ekki. Það er alls staðar iðandi mannlíf, fólk á gangi að versla, borða á veitingahúsum og bara njóta þess að skoða.“ En nú er löngu uppselt í ferðina. Ætlið þið að bjóða upp á aðra svona ferð? „Við stefnum að því að endurtaka þessa ferð, en hvenær það verður veit ég ekki. Þegar 460 manns eru á leiðinni í þessa ferð og bið- listinn langur, er ljóst að mikill áhugi er fyrir hendi.” Í Kína er vel hugsað um ferðamenn Úrval/Útsýn býður upp á ferð til Kína um páskana með risaþotu frá Atlanta. Guðrún Sigurgeirsdóttir, framleiðslustjóri Úrvals/Útsýnar, segir ferðina í hvívetna einkennast af þægindum vegna þess að Kínverjar kunni vel til verka í ferðaþjónustu Unnið að aukn- ingu kínverskra ferðamanna til Íslands Stutt er í að loftferðasamningur verði undirrit- aður á milli Íslands og Kína. Steinn Lárusson, svæðisstjóri Flugleiða í Asíu og Afríku, segir tilhögun vegabréfsáritana til Kínverja helsta vandamálið sem Íslendingar eiga við að glíma í sambandi við markaðssetningu á Íslandi sem ferðamannalandi. Loftferðasamningur á milli Íslands og Kína hefur lengi verið í undir- búningi. Viðræður eru komnar nokkuð langt og er búist við því að skrifað verði undir hann á fyrstu mánuðum þessa árs – og því spurn- ing hvort ekki verði hægt að hefja áætlunarflug þangað áður en langt um líður. Hjá Flugleiðum er það Steinn Lárusson sem er svæðisstjóri í Asíu og Afríku og því maðurinn til þess að svara þeirri spurningu og hvers vegna Kínverjar hafa hug á að gera loftferðasamning við Ísland. „Það er engin spurning að Kínverjar hafa sýnt Íslendingum mikið þakklæti vegna þess stuðnings sem Ísland hefur veitt Kínverska al- þýðulýðveldinu vegna inngöngu þeirra í ýmsar alþjóðlegar stofnanir,” segir Steinn. „Út frá þeirri staðreynd hefur verið unnið að undirbún- ingi og framkvæmd þess að fá kínverska ferðamenn til Íslands. Hingað hefur komið einhver fjöldi af kínverskum ferðamönnum í litl- um hópum, allt þar til í desember síðastliðnum að hingað kom hóp- ur sem taldi hundrað og fimmtíu manns. Þeir ferðamenn, sem eru að koma hingað til lands, koma fyrst og fremst í þeim tilgangi að kynna sér einhverja ákveðna hluti og síðan til þess að skoða tiltekna þætti. Þetta eru einhvers konar starfskynn- ingarferðir á vegum opinberra aðila í Kína og í flestum tilfellum hér- aðssamtaka, bæjar- og sveitafélaga. Fólk þetta hefur verið að kynna sér fiskframleiðslu og tækni í sambandi við vatnsafl og heitt vatn og síðan auðvitað fólk sem vill selja vörur frá Kína, þó aðallega vefnað- arvöru og matvöru. Stóra vandamálið í öllu þessu sambandi er hins vegar það að við Ís- lendingar höfum gert samkomulag við Dani um að þeir sjái um vegabréfsáritanir fyrir okkur í nokkrum löndum og þar á meðal Kína. Það skal segjast eins og er að Danir hafa verið mjög afturhaldssamir í að veita slíkar áritanir og helsta ástæðan fyrir því er sú að þeir eru hræddir um að hluti af því fólki sem fer í svona ferðir, snúi ekki aft- ur, heldur láti sig hverfa í Evrópu. Nú er það ekki vandamál sem lík- legt er að við komum til með að standa frammi fyrir, því það er mjög ólíklegt að Kínverjar komi til Íslands til þess að láta sig hverfa. Hins vegar er það svo að fólk sem í dag fær vegabréfsáritun til Ís- lands eða Danmerkur, getur ferðast um Sjengen-svæðið eins og því sýnist, sem þýðir að Íslendingar bera ábyrgð gagnvart öðrum Sjen- gen-löndum á vegabréfsáritunum sem gefnar eru út í þeirra nafni. Þetta held ég samt að séu hlutir sem verði að yfirstíga á næstu misserum, því ef við hugsum aðeins um hvað við erum að tala varð- andi það að fá ferðamenn frá Kína, þá eru opinberar tölur þar í dag að um það bil tíu til tólf milljónir Kínverja fari til útlanda á hverju ári. Þeir fara mest suður á bóginn til Tælands og Indónesíu en Evr- ópa fær einhver hundruð þúsunda af þessum hópi. Innan tíu ára er gert ráð fyrir að hundrað milljónir Kínverja ferðist á hverju ári til út- landa, þannig að maður staldrar aðeins við og veltir fyrir sér lands- laginu og hefur það náttúrulega í huga að Ísland nái sér í hluta af þessari köku. Fyrir einu og hálfu ári fengu Flugleiðir sér umboðsmann í Kína sem hefur sett upp skrifstofur í Peking og Kanton, þar sem unnið er að því að koma Íslandi á framfæri sem ferðamannalandi. Í dag eru að- eins tvær þjóðir í Evrópu sem hafa leyfi kínverskra yfirvalda til að taka á móti ferðamönnum. Það eru Þýskaland og Malta. Norðurlönd- in voru nálægt því að fá slíkt leyfi fyrir nokkrum árum þegar Sjen- gen-umræðan fór verulega af stað, en þá drógu kínversk yfirvöld sig til baka úr þeim viðræðum. Þrátt fyrir þetta eru mörg evrópsk lönd að fá talsvert af ferðamönn- um frá Kína og af Norðurlöndunum hafa Finnar verið sterkastir og Svíar hafa verulega eflt bæði markaðssetningu og tilvist sína gagn- vart kínverskum ferðamönnum. Á síðastliðnum þremur árum hafa SAS og Finnair byggt upp ferðamannaflug. SAS flýgur alla daga frá Kaupmannahöfn til Peking og Finnair fimm sinnum í viku, auk þess sem Finnair flýgur þrisvar í viku til Hong Kong. Sjálfir eru Kínverjar farnir að fljúga þrisvar í viku til Stokkhólms.”

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.