Morgunblaðið - 31.01.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 31.01.2003, Blaðsíða 5
Jóhannes Karl Jia er formaður Fé- lags kínverja á Íslandi. Hann kom hingað til lands árið 1986 til að gerast þjálfari hjá Blaksambandinu, en hann hafði um árabil verið í kín- verska landsliðinu í blaki. Ráðn- ingartími hans var upphaflega þrír mánuðir en að þeim tíma liðnum var ljóst að Blaksambandið hafði þörf fyrir krafta hans áfram og hann er hér enn, hefur stofnað fjölskyldu, rekur nuddstofu við Skólavörðustíg og starfar enn með Blaksamband- inu, fer e.t.v. næst með þeim á Smáþjóðaleikana. Þegar Jóhannes kom til Íslands segir hann að hér hafi aðeins verið örfáir Austurlandabúar og fólk hafi snúið sér við á götu til að stara á hann; eitt sinn hafi hann verið á gangi niður Laugaveginn og þá hafi einn bílstjóri starað svo mikið og lengi að hann keyrði aftan á næsta bíl fyrir framan. En hversu margir voru þá þegar hér? „Það voru tveir eða þrír frá kín- versku Malasíu, auk flóttamanna frá Víetnam sem komið höfðu hingað 1979. Það voru þeir sem voru fyrst hraktir þaðan. Kínverjar áttu þar mikið af verslunum og veitingahús- um og Víetnamar gerðu það allt upptækt þegar þeir hröktu Kínverj- ana burt. Megnið af þeim Kínverj- um sem hingað komu eru hér enn- þá – og enn þann dag í dag eru þeir Íslendingum afar þakklátir fyrir að hafa tekið við þeim.“ „Annars á samskiptasaga Íslands og Kína sér lengri sögu, vegna þess að í Vestmannaeyjagosinu 1973 voru Kínverjar fyrstir til þess að færa Íslendingum fjárhagsaðstoð þegar þeir gáfu 200.000 dollara í Viðlagasjóð.“ Í dag eru um það bil tvö hundruð Kínverjar á Íslandi og eru margir þeirra tengdir innbyrðis. „Þetta byrjar yfirleitt á því að hingað kem- ur einn einstaklingur til þess að vinna að ákveðnu verkefni og ef honum líkar vistin, þá óska fleiri fjölskyldumeðlimir eftir því að fá að koma hingað.” Hvað er það sem þeim líkar svona vel við Ísland? „Það er nú ýmislegt. Hér eru mjög góðir menntunarmöguleikar og al- mannatryggingakerfið er gott, þótt hér sé mun dýrara að lifa en í Kína, eru launin betri og Kínverjar kunna svo sannarlega að lifa sparlega.“ Hver eru helstu verkefni Félags kín- verja á Íslandi? „Starfsemi félagsins er þríþætt. Í fyrsta lagi er félagið vettvangur fyrir tengslamyndun og kynni. Í öðru lagi hefur það upplýsinga- og fræðslu- gildi. Við höldum fundi til þess að kynna íslensk lög og reglur fyrir okkar fólk og þriðja hlutverk félags- ins er samhjálp. Ef kínversk-ar fjöl- skyldur þurfa á hjálp að halda, sér félagið um þá hjálp. Ég nefni sem dæmi bílslysið í Blöndu í fyrra, þar sem fórst ung kona, barnið hennar og tengdaforeldrar. Það var mikill harmleikur og félagið sá alfarið um útförina. Það er einnig svo að ef til okkar leitar kínverskur einstaklingur með góða viðskiptahugmynd sem okkur líst vel á, hjálpum við honum af stað. Þeir Kínverjar sem eru að flytja hingað eru almennt mjög vel menntaðir en verða að vera reiðu- búnir að vinna við hvað sem er á meðan þeir eru að komast inn í þjóðfélagið og tungumálið og á meðan verið er að undirbúa við- skiptahugmynd. Við stöndum mjög þétt saman vegna þess að það er prinsipmál fyrir okkur að enginn Kínverji þurfi að þiggja félagslega aðstoð. Það skiptir miklu máli að hver einstaklingur haldi sjálfsvirð- ingu sinni og reisn. Við höfum líka opnað skóla – fyrir börnin og erum með kennara, en okkur vantar húsnæði og höfum beðið Samtök nýbúa að aðstoða okkur í þeim efnum.” Hvað er kennt í skólanum? „Við kennum kínversku, kínverska heimspeki, Tai chi og aðrar hefðir sem eru ríkar í okkar menningu. Við fylgjumst mjög vel með börnunum og gerum þær kröfur til þeirra að þau nái ávallt hámarks árangri í námi. Enn eitt verkefni sem við vinnum að er að leita leiða til að auka fram- lag okkar til íslensks efnahagslífs. Eitt af því sem okkur langar til að gera er að auka ferðamannastraum hingað frá Kína. Í því stóra landi er til mikið af auðugu fólki sem vill búa á dýrum hótelum og eyðir mikl- um peningum. En hingað komu að- eins 3.700 ferðamenn frá Kína á síðastliðnu ári. Við gætum marg- faldað þann fjölda á stuttum tíma, en vandamálið er vegabréfsáritun. Það tekur Kínverja tvo mánuði að fá vegabréfsáritun til Íslands. Það er danska sendiráðið í Kína sem veitir vegabréfsáritunina og á meðan staðan er svona er Ísland að tapa miklum viðskiptum – vegna þess að það er fjöldi fólks sem ákveður með mun styttri fyrirvara að skreppa í ferðalag. Þetta er synd vegna þess að Ísland er þekkt land í Kína og hefur lengi verið. Og áhuginn á landinu jókst enn til muna eftir kínversku ára- mótin í fyrra. Þá kom hingað þátta- gerðarfólk frá CCTV, kínversku sjón- varpsstöðinni, sem fylgdist með há- tíðarhöldunum hjá Kínverjum bú- settum á Íslandi. Síðan var þáttur- inn sendur út á besta tíma og það er talið að um tvö hundruð milljón manns hafi séð hann. Samhjálp, menntun og viðskipti Félag Kínverja á Íslandi er nokkuð öflugt þótt fjöldi Kínverja hér á landi nái ekki tvö hundruð manns. Jóhannes Karl Jia er formaður félagsins og segir það hafa margþætt hlutverk Royal Jelly/drottningarhunang Drottningarhunang er alls ekki hunang heldur beiskur hvítur safi sem býflugurnar framleiða fyrir býdrottninguna með þar til gerðum kirtlum. Í hverju býflugnabúi er ein drottning. Þegar búið vantar nýja drottningu, er tekin lirfa (sem ann- ars hefði bara orðið venjuleg býfluga og lifað í um 4 vikur) og fædd eingöngu á þessum drottningarsafa. Við það breytist hún í drottningu sem lifir í allt að 4 ár og sér ein um viðhald stofnsins með því að verpa um 2000 eggjum (nálægt hennar eigin þyngd) daglega yfir sumarmánuðina. Drottningarhunangið er hennar eina fæða til viðhalds krafti og frjósemi á hlutfallslega langri ævi. Drottningarhunang inniheldur fjölbreytt vítamín, steinefni og amínósýrur auk fjölda annarra nærandi efna. Samsetning næringarefna er einstök að því leyti hve fljótt og auðveldlega líkaminn getur tekið þau upp. Vegna þess hve sérstök fæða drottningarhunangið er, hefur mörgu verið haldið fram um lækningamátt þess sem ekki hefur verið staðfest með rann- sóknum, en þó hafa rannsóknir víða um heim sýnt fram á margvíslegt ágæti þess fyrir heilsuna. Í náttúrulækningum er drottningarhunang einkum ráðlagt til að styrkja endurnýjun frumanna, efla ónæmiskerfið, einnig við þreytu og sleni, kyndeyfð, og alveg sérstaklega við óþægindum samfara breytingarskeiði kvenna. Frá Kína koma 2 vörutegundir þar sem dagsskammtur þessara bætiefna er í handhægum ampúlum, annars vegar ginseng og drottningarhunang blandað saman og hins vegar sterkari skammtur af drottningarhunangi eitt sér. Skólavörðustíg, Kringlunni & Smáratorgi Ginseng og drottningarhunang Styrkjandi náttúruafurðir sem Austurlandabúar hafa notað í árþúsundir Royal Jelly ampúlur - Aukin orka og betra úthald Ginseng Royal Jelly ampúlur - Aukið andlegt og líkamlegt þrek Kínversk áramót Í dag, föstudaginn 31. janúar, mun Íslensk-kínverska við- skiptaráðið halda upp á kínversk áramót en nú gengur í garð ár geitarinnar samkvæmt kínversku tímatali. Áramótafagnaðurinn verður haldinn á veitingastaðnum Asíu, Laugavegi 10, Reykjavík, og hefst kl. 19.00. Boðið verður upp á fimm rétta máltíð. Þátttökugjald er 2.800 kr. Ræðumenn kvöldsins verða þeir Einar Guðbjörns- son og Jóhann Xiang og munu þeir fjalla um reynslu af viðskiptum í Kína og um áhrif aðildar Kína að Alþjóðaviðskiptastofnuninni (WTO). Félagsmenn eru hvattir til þess að fjölmenna og taka með sér gesti. FAGNAÐURINN ER ÖLLUM OPINN. ÍSLENSK KÍNVERSKA VIÐSKIPTARÁÐIÐ Innflytjandi: Vatnagörðum 28, sími 581 2388.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.