Morgunblaðið - 31.01.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 31.01.2003, Blaðsíða 7
Smakk af öllu Kóreanskur veitingastaður opnaður í Hlíðasmára í kvöld Það er óhætt að segja að Íslending- ar hafi fallið fyrir kínverskri matar- hefð þegar hún loksins fór að auðga þá veitingahúsaflóru sem var að springa út á 9. áratugnum. Lengi vel var hún þó bundin við Reykjavík, en svo var opnaður kín- verskur veitingastaður á Akureyri og nú nýlega opnaði veitingastaðurinn Jía Jía í Reykjanesbæ. Eigandi staðarins er bráðungur, hinn 21 árs gamli Jens Jía, sem þrátt fyrir ung- an aldur hefur langa reynslu af kín- verskri matargerð, því hann starfaði sem matreiðslumaður á kínversku veitingahúsi í Reykjavík um árabil. Og það lítur út fyrir að Suðurnesja- búar hafi tekið staðnum fagnandi, því stöðugur straumur er þar af fólk sem er að sækja „take-away” sem vel má útleggja sem „útburð,” auk þess sem bekkurinn er þétt setinn á matmálstímum. Jía Jía er til húsa í Iðnóskálanum í Hótel Keflavík og er bæði vistlegur og látlaus – og maturinn lostæti. Meðal þess sem finna má á mat- seðlinum eru „dumplings,“ sem er hefðbundinn áramótaréttur hjá Kín- verjum – en fremur sjaldgæft að finna hann á kínverskum veitinga- húsum á Íslandi. Enda segist Jens ekki kvarta. Viðskiptin hafi gengið vonum framar frá því að hann opn- aði staðinn fyrir tveimur mánuðum. Bæði hafi Suðurnesjabúar verið duglegir að sækja staðinn, sem og Bandaríkjamenn af Keflavíkurflug- velli. Einnig eru haldnar ráðstefnur og fundir á Hótel Keflavík og borði funda- og ráðstefnugestir á Jía Jía, sem verður til þess að þeir komi aftur. Einn hópur viðskiptavina Jens hefur líka komið sér upp þeirri hefð að snæða á Jía Jía alla föstudaga til að fá sér að borða. Samruni tveggja fjölskyldna En hver er galdurinn? „Gestum mínum finnst einfaldlega maturinn hér betri en á öðrum kínverskum stöðum. Ég legg mikla áherslu á að vera með „kínversk” kínverskan mat en ekki kínverskan mat sem er aðlagaður að matargerð Vesturlanda. Hjá mér er matur eins og þú færð á veitingahúsum í Kína.“ En hvað þýðir Jía Jía? „Jía er fjölskyldunafn mitt. Ég á bæði kínverska fjölskyldu og ís- lenska og mig langaði til þess að láta nafn staðarins tákna samruna þeirra, tengja þannig tvær fjölskyld- ur saman.“ Það eru aðeins sjö ár síðan Jens flutti til Íslands. Hann lauk grunn- skóla hér og stundaði síðan nám á tölvubraut í Iðnskólanum, jafnframt því að vinna við matreiðslu á veit- ingahúsi í Reykjavík í tvö og hálft ár. „Sá veitingastaður var síðan seldur og nýju eigendurnir voru ekki sam- mála mér um stefnu. Þeir vildu hafa allt mjög ódýrt – en ég vildi hafa allt rétt. Ég hætti og fór til Svíþjóðar þar sem ég vann við eldamennsku og sem þjónn, bæði á kínverskum veitingastað og síðan á suður-afrískum stað. En ég sakn- aði Íslands, eins og svo algengt er með þá sem einu sinni festa rætur hér og ákvað að koma heim.“ Girnilegur matseðill Hvað kom til að þú ákvaðst að opna veitingastað í Keflavík? „Ég hafði verið yfirmatreiðslumeist- ari á veitingastaðnum í Reykjavík og var því með góð laun. Ég hafði alltaf lagt fyrir hluta af laununum mínum, einnig þegar ég var að vinna í Svíþjóð. Ég var ákveðinn í að nota þessa peninga til þess að koma mér af stað í veitingahúsa- rekstri. Og þá gerðist það að Hótel Keflavík auglýsti eftir samstarfsað- ila til þess að reka veitingahúsið hér. Ég mætti á staðinn og sýndi hótelstjóranum, Steinþóri, hvað ég gat gert. Honum leist vel á og við hófum samstarf. Hann hefur, ásamt starfsmönnum sínum, hjálp- að mér mjög mikið við markaðs- setningu, auk þess að lána mér tækjabúnað. Þau hafa verið alveg ómetanleg í að hjálpa mér að kom- ast af stað.“ Matseðillinn hjá Jía Jía er einkar girnilegur. Þar má meðal annars finna Pönnusteiktan humar með engifer í sojasósu, Steikt lambakjöt með kúmeni og grænmeti, Aúlao svínakjöt að ekta kínverskum hætti, Peking önd, Sapó kínverska sveppi með tofu, framreitt í kínverskum potti og þannig mætti lengi telja. Eftir að hafa smakkað dumplings og tófuréttinn, er óhætt að segja hverjum sem er að þetta sé staður sem vert sé að heimsækja. Og þeg- ar Jens er spurður hverjar séu helstu áherslur hans núna, þegar hann ræður stefnunni sjálfur, segir hann: „Ég legg áherslu á gott hrá- efni. Í humarréttunum er ég með stóran humar – þann stærsta sem fáanlegur er á Íslandi og í nauta- kjötsréttina nota ég nautalundir. Ég er alla daga með ellefu tegundir af fersku grænmeti og nota það til helminga á móti kjöti og fiski eins og hefð er fyrir í Kína. En þótt ég vinni aðeins með fyrsta flokks hrá- efni, tekst mér samt að bjóða upp á fimm rétta hádegistilboð á 880 krónur og þá er glas af gosi inni- falið.“ Jens segist ekki undrandi á því að Íslendingar séu hrifnir af kínversk- um mat. „Hann er mjög hollur og fer vel með meltingarfærin,“ segir hann og bætir því við að Hótel Keflavík sé kjörinn staður til þess að eiga rómantískt kvöld eða helgi. Það sé nauðsynlegt að geta sest niður og látið fara vel um sig og gist á hótelinu eftir að hafa notið þess að borða ekta kínvrskan mat. Kínverskur kínverskur Jens Jía opnaði fyrir tveimur mánuðum veitinga- stað í Hótel Keflavík í Reykjanesbæ. Viðtökur seg- ir hann mun betri en hann hafði þorað að vona og þakkar það þeirri stefnu sinni að bjóða upp á mat eins og fæst á veitingahúsum í Kína sem ég var meðal annars í innkaupum fyrir útgerðarfyrirtæki, sá um kaup á matvælum og umbúðir og ýmsu fleiru. Ég var líka með fataframleiðslu í Kína; var að framleiða vinnufatnað. Annars er ég lærður skipstjóri og þegar ég var í siglingum kom ég oft nálægt kokkaríinu – þegar kokkurinn var of fullur til að elda. En það var allt í lagi, alltaf haft mikinn áhuga á matreiðslu. Mig hefur reyndar alltaf langað til þess að opna veitingastað.” Hefurðu vínveitingaleyfi? „Já, fullt vínveitingaleyfi. Staðurinn er þannig byggður upp að í hádeginu er boðið upp á léttan hádegisverð, sem samanstendur af súpu, salati og heitum réttum, með austurlensku ívafi. Á kvöldin bjóðum við hins vegar upp á matseðill sem byggir á kóreanskri matargerð og þá eru vínveitingar og full þjónusta. Og svo verðum við auðvitað með tilboð hússins. Á virkum dögum er 25% afsláttur af öllum drykkjum og þá er flaskan af víni hússins kr. 1.493, 75 cl flaska. Það gildir frá sunnudegi til fimmtudags.” ýmist hvítlauks-, engifer- og anísmarineringu. Um er að ræða smátt skorna kjötbita sem eru grillaðir í borðinu og með hinum ýmsu tegundum af grænmeti og kryddídýfum. Eigandi Galbi er Örn Gunnlaugsson og segir hann fiskforréttinn í rauninni eina forréttinn sem boðið er upp á. „Það er búið að setja saman margar tegundir af fiski,” segir Örn, „sitt lítið af hverju, og má eiginlega segja að þetta sé smakk af öllu. Með aðalréttinum er boðið upp á þjóðarrétt Kóreumanna sem kemur í staðinn fyrir kartöflurnar okkar og heitir kimchi. Þetta er það sem Kóreumenn borða í hvert mál og er marinerað grænmeti, bragðsterkt, saltað og mikið kryddað. Kimchi er grænmetisréttur sem er búinn til úr kínakáli, blaðlauk og stundum eru notaðar gúrkur. Það er hægt að nota ýmislegt grænmeti í þennan rétt en uppistaðan er kínakál.” Hvar hefurðu kynnst kóreanskri matargerð? „Ég var að vinna úti í Asíu í eitt og hálft ár og hluti af vinnunni minni voru tíð ferðalög á milli landa. Síðastliðinn fimm ár hef ég síðan verið að þvælast um Austurlönd þar Veitingahúsaflóran á höfuðborgarsvæðinu er stöðugt að stækka og í dag verður opnaður veitingastaðurinn Galbi í Hlíðasmára 8. Á Galbi verður matseðillinn byggður á kóreanskri matargerð. Í forrétt er boðið upp á fiskrétti sem bornir eru fram hráir og snæddir með kryddídýfum og aðalrétturinn er eldaður í búnaði sem er í hverju matarborði sem gestir sitja við. Eftir að gestunum er komið af stað, elda þeir sjálfir á meðan þeir borða. Í aðalrétt er val um þrjár tegundir af kjöti; svínakjöt, nautakjöt og lambakjöt sem eru í mismunandi marineringu,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.