Morgunblaðið - 02.02.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.02.2003, Blaðsíða 2
DAGUR Kári er að teljalöndin sem frumraunhans í gerð kvik-mynda í fullri lengdhefur þegar verið seld til: Sviss, Austurríki, Ítalía, Belgía, Holland, Lúxemborg og Frakkland og svo tekur kvik- myndamarkaður Berlínarhátíð- arinnar við. Hann situr á hótelher- bergi í Rotterdam þar sem Nói albinói tók ein norrænna mynda þátt í keppni kvikmyndahátíð- arinnar sem kennd er við borgina og hefur vakið mikla hrifningu. Hann er að melta öll þessi við- brögð. Fyrr í vikunni hafði Nói albinói unnið tvö- faldan sigur í Frakk- landi á Premier Plans-kvikmyndahá- tíðinni, þar sem hún var valin besta mynd- in og tónlistin, sem Dagur Kári og Orri Jónsson, félagi hans í hljómsveitinni Slow- blow sömdu, var valin besta kvikmynda- tónlistin. Í gær, laug- ardag, voru Dagur Kári og framleiðendur hans í Zik Zak-kvikmyndum svo mættir til leiks í Gautaborg, á helstu kvikmyndahátíð Norð- urlanda; þar tók Nói albinói þátt í keppninni um bestu norrænu myndina og spennan að aukast fyrir verðlaunaathöfnina í gær- kvöldi. Þrjár keppnishátíðir á einni viku eru ný reynsla fyrir ungan íslenskan kvikmyndaleik- stjóra, sem enn hefur ekki sýnt frumraun sína á Íslandi. Og hann getur ekki kvartað yfir þeirri reynslu. Bölvun eða ekki bölvun „Myndin hefur verið frekar lengi í vinnslu,“ segir hann. „Við tókum hana 2001 og klippiferlið var mjög langt, einir níu mánuðir, og svo tók við mjög langdregið ferli í framköllun og litgreiningu þar sem allt gekk á afturfótunum. Ég var farinn að halda að það hvíldi bölvun á myndinni. Ég hafði séð hana fjögur þúsund sinnum og var orðinn algjörlega ónæmur fyr- ir því hvernig hún virkar. Núna er ég í fyrsta skipti að sjá hana með áhorfendum og viðbrögð þeirra hafa komið mér afar skemmtilega á óvart; það er hlegið á réttum stöðum og fólk er sorgmætt í lok- in, eins og til er ætlast, þannig að viðbrögðin eru eiginlega betri en ég þorði að vona. Þau hafa verið mjög sterk. Ég held að það hvíli ekki bölvun á Nóa albinóa.“ Dagur Kári segir að hið langa klippiferli helgist einkum af því að myndin sé ekki fyrst og fremst drifin áfram af „plotti“ eða sögu- fléttu. „Hún er frekar samansafn af hugmyndum en sterkur sögu- þráður. Af því leiddi að í rauninni gátum við raðað henni upp á ótelj- andi vegu. Við prófuðum ýmsa möguleika og kannski má segja að við höfum lent í ógöngum vegna míns reynsluleysis; þetta er jú fyrsta bíómyndin mín í fullri lengd. Fyrst klipptum við hana saman eftir handritinu. Þá fyllt- umst við örvæntingu, ég og Daniel Dencik, klipparinn minn, því okk- ur fannst myndin bæði löng og leiðinleg, og fórum í mjög róttæk- ar breytingar á uppbyggingunni. Svo vorum við svo heppnir að hafa Valdísi Óskarsdóttur sem ráð- gjafa. Hún horfði á allar þessar útgáfur sem við höfðum klippt saman af myndinni og sagði: Hvað eruði að pæla? Þið voruð með rétta útgáfu strax í fyrsta klippi og ef þið setjið hana saman þannig núna verður hún ekki þrír tímar heldur einn og hálfur af fínum strúktúr. Við gerðum eins og hún sagði og hún reyndist hafa hárrétt fyrir sér. Myndin varð því í upp- byggingu eins og handritið gerði ráð fyrir en atriðin voru þá orðin miklu knappari og hnitmiðaðri. Það var auðvitað jákvætt fyrir mig að fá þannig staðfestingu á því að handritshugsunin var rétt.“ Mitt á milli raunveruleika og fáránleika Hver er kveikjan að sögunni um Nóa albinóa? „Hún er dálítið sérkennileg. Þessi persóna er miklu eldri en áhugi minn á kvikmyndum. Hún fæddist í huganum þegar ég var ungling- ur og ég fór að safna hugmyndum um hana. Þá vissi ég ekkert hvað ég myndi gera við Nóa, hvort hann yrði teiknimyndasaga eða smásaga eða hvað. Það var svo ekki fyrr en þegar ég löngu síðar hafði lokið námi í kvikmynda- gerð að ég sá að ég var með nóg efni í bíómynd. Staðreyndin er sú að ég fæ aldrei heildstæða hugmynd að sögu; ég fæ kannski eina hug- mynd um persónu og held áfram að safna fleiri hugmyndum og kringumstæðum og smáatriðum um hana. Svo þegar ég er kominn með ákveðið magn af slíku hráefni get ég farið að reyna að raða at- riðunum saman í sögu. Ég er alinn upp í borg og hef aldrei búið á afskekktum stað eins og myndin lýsir. Mín ætlun var ekki að birta raunsæja mynd af því hvernig er að búa í smáþorpi úti á landi á Íslandi. Ef ég vildi birta slíka mynd snerist aug- ljóslega allt um sjávarútveg, en í Nóa albinóa sýni ég ekki einu sinni höfnina. Ég reyni að skapa minn eigin heim sem er bara til í bíómyndinni, en er ekki að fást við samfélagsleg vandamál. Ég er ekki að skapa raunveruleika og heldur ekki fáránleika en vil gjarnan vera einhvers staðar mitt á milli. Nói albinói gerist í ein- angruðu þorpi á hjara veraldar þar sem titilpersónan er eins kon- ar vandræðaunglingur, bakar vandræði hvar sem hann kemur og rekst á veggi sem stigmagnast upp að ákveðinni lausn í lokin.“ Það hljómar nú svolítið eins og einhvers konar söguflétta þrátt fyrir allt? „Já, þegar allt er komið saman býr myndin yfir einhverjum drög- um að plotti, en það er hins vegar ekki þannig sem ég vinn handritið. Ég byrja ekki á plotti heldur smá- atriðum og þegar þau eru orðin tvö þúsund get ég spunnið rauðan þráð til að hengja þau á.“ Og þessi kveikja, grunn- hugmyndin sem fæddist fyrir svona löngu síðan, hver var hún? „Fyrst og fremst þessi karakter, sem að ytra útliti og innra eðli er öðruvísi en allir aðrir og lifir í ein- angruðum heimi.“ Ísland er of raunverulegt Og þegar þú ert núna byrjaður að fá viðbrögð, ekki íslensk við- brögð heldur erlend, við þessari persónu og þessum heimi, hvernig eru þau? „Allir spyrja hvort myndin sé sjálfsævisöguleg. Ég svara því neitandi. Fyrir mér er hún algjör skáldskapur.“ En áttarðu þig á því sjálfur hvers vegna þig langaði til að búa til mynd um svona manneskju sem er öðruvísi en allir aðrir? „Sjálfsagt er það mjög marg- þætt. Ég hef komist að því að það hentar mér betur að vinna erlend- is, ekki á Íslandi, vegna þess að ég þekki tungumálið og aðstæðurnar of vel. Mér finnst þægilegt að hafa vissa fjarlægð á hvorutveggja, ein- mitt til að geta skapað minn eigin Dagur Kári Pétursson 2 B SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ NÓI albínói er afar íslensk mynd. Ekki er nóg með að hún sé tekin á Íslandi og leikin á íslensku – þrátt fyrir er- lenda fjármögnun að hluta – heldur er yrkisefni leikstjórans rammíslenskt. Án þess að gott sé að gefa of mikið upp um söguþráðinn, fjallar myndin um einangrun, vetrarhöft og ein- kennilega yfirvegaða einsemd, efni sem Íslendingar kannast allir við frá einhverri hlið. Söguhetjan er Nói, ungur maður sem allajafna ætti að eiga framtíðina fyrir sér, alinn upp undir bröttum fjöll- um fyrir vestan. Sú mynd sem dregin er upp af ungum Íslendingum hér er býsna ólík því sem sést hefur í ís- lenskum bíómyndum síðustu ár. Þar er hraðinn gjarnan fyrirferðarmikill, borgarlífið, skemmtanir, ævintýri og flótti. Í Nóa albínóa ríkir hægagang- urinn. Veturinn er langur í litlu þorpi vestur á fjörðum, tilbreytingarleysið er áþreifanlegt, en innra með Nóa bærist þó líf. Jafnvel von. Kannski draumar. Það er áferðin sem næstum býr til myndina, eins og í fyrri verkum Dags Kára. Gólfteppin, veggfóðrið, gömlu útvarpstækin, lopahúfurnar, blóðmör- inn, úr öllu þessu er byggð veröld sem er eins og hljóðeinangrað herbergi í veruleikanum. Persónurnar passa misvel inn í þennan undarlega kima, sumir eru þar af gömlum vana eins og hver önnur húsgögn, aðrir finna sig ekki eins vel og vilja burt. Langar kannski að laumast bara á brott í skjóli nætur, ekki endilega með látum. Eða hvað er það sem heldur í mann á staðnum sem hefur fóstrað mann alla tíð? Hlýjan? Kunnugleikinn? Frið- sældin? Ekkert af þessu? Hægt er að lesa slíkar spurningar út úr myndinni. Og ýmislegt fleira. En um leið og myndin um hinn bráðskýra Nóa er svona íslensk, ætti hver sem er, hvar sem er, að geta fundið til með fólkinu sem hún fjallar um. Bæði með þeim sem hafa fundið sig – og hinum sem örlögin hafa út- hlutað erfiðum stað. Hin yfirvegaða einsemd Hvernig mynd er þessi Nói albínói sem vekur svo mikla athygli í útlöndum? Sigurbjörg Þrastardóttir sá hana á forsýningu í London og er því ein fárra Ís- lendinga sem geta svarað spurningunni – án þess að gefa upp of mikið. sith@mbl.is Ungur utangarðsmaður (Tómas Lemarquis) á hjara veraldar. Nói albínói Reyni að skapa minn eigin heim

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.