Morgunblaðið - 02.02.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.02.2003, Blaðsíða 6
6 B SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ferðalög FYRSTA kaffihús Evrópu var stofn- að árið 1650 í Feneyjum en hér í Vín- arborg er talið að fyrsta kaffihúsið hafi verið stofnað 1685. Eftir aldamótin 1700 var kaffihús- ið Mílanó í miðbæ Vínarborgar besta kaffihúsið. Þar var hægt að spila billjarð og skák en einnig var boðið uppá að lesa Vínarblaðið sem var fyrst gefið út árið 1703 og kemur út enn þann dag í dag. Hér varð til sú hefð að bjóða uppá lestur dagblaða á kaffihúsum og er þessi hefð enn mjög ríkandi í Vínarborg. Ekki er eingöngu boðið uppá lestur austur- rískra dagblaða heldur einnig er- lendra dagblaða og tímarita. Á kaffi- húsinu Tirolerhof geta gestir meira að segja lesið Morgunblaðið. Sérstök billjarðkaffihús eru enn til og þess má geta þess að Franz Josef keisari og Mozart voru miklir áhugamenn um billjarð. Rithöfund- urinn og Vínarbúinn Stefán Zweig sagði að kaffihúsin væru góð menntasetur þar sem hægt væri að sitja tímunum saman, spjalla, skrifa, spila á spil, fá póstinn sinn og lesa heimsblöðin á meðan maður sötrar ódýrt kaffi. Í Vín voru íbúðir litlar og má segja að kaffihúsið hafi verið einskonar stækkun á stofunni heima. Heimkynni Sacherkökunnar Kaffihúsin höfðu og hafa enn að sjálfsögðu öll sín sérkenni. Café Central t.d. hefur alltaf verið frægt rithöfundakaffihús. Bókmennta- gagnrýnandinn Altenberg fékk allan sinn póst sendan þangað enda sat hann þar öllum stundum. Kaffihúsið Landtmann sem er staðsett við hlið- ina á Þjóðleikhúsinu og gegnt Ráð- húsinu er vinsælt meðal leikara og stjórnmálamanna. Listi fræga fólks- ins sem heimsótt hefur Landtmann er orðinn mjög langur. Kaffihúsið Sacher er við Ríkisóperuna og varð frægt vegna Sacherkökunnar sem Ernst Sacher átti hugmyndina að. Sacher er reyndar ekki eingöngu kaffihús heldur einnig veitingastað- ur og hótel þar sem margir frægir gestir hafa gist. Blaðamannafundur- inn frægi sem John Lennon og Yoko Ono héldu var haldinn á hótelher- bergi á Hótel Sacher. Handan við hornið á Sacher er kaffihúsið Mozart sem kannski margir muna eftir sem sáu myndina „Þriðji maðurinn“ með Orson Welles. Demel er líka mjög fallegt kaffihús sem er nálægt keis- arhöllinni Hofburg og er frægt fyrir glæsilegar kökur. Starfsfólkið á tíræðisaldri Elsta starfandi kaffihús borgar- innar er Hawelka. Það var stofnað árið 1939 af Hawelkahjónunum. Enn þann dag í dag starfa Hawelka hjón- in þar, hann orðinn 92 ára og hún orðin 90 ára. Kaffihúsið Hawelka er fyrir löngu búið að öðlast fastan sess í menning- arlífi Vínarborgar og mynd af þeim hjónum er í nær hverri handbók um borgina. Þjónar á kaffihúsunum eru nátt- úrulega mikilvægur hluti af hefðinni. Margir eru þekktir fyrir að brosa ekki of mikið en muna hins vegar oft hvað þú pantaðir síðast. Í tónlistar- borginni Vín má tónlistin ekki gleymast. Á flestum kaffihúsum er boðið uppá lifandi tónlist og oft er tónlistin eftir þá sem bjuggu og störfuðu í borginni: Straussfeðgana, Schubert, Mozart, Beethoven, Haydn o.fl. Snarl og nudd Netkaffihúsum hefur skotið upp eins og gorkúlum hér eins og annars staðar. Það er hinsvegar ein nýjung í kaffihúsamenningu hér sem kannski þekkist ekki enn svo víða. Á kaffi- húsinu Stein er boðið uppá „snarl og nudd“. Boðið er upp á axlar- og bak- nudd í hádeginu og kostar mínútan 1 evru. Þessi nýjung hefur fallið í góð- an farveg og verið vinsælt meðal gesta. Kaffihúsin í Vín eru margvís- leg og þeir sem ætla að taka púlsinn á þjóðarsálinni verða að fara á nokk- ur kaffihús og mega ekki að vera að flýta sér! Í Vínarborg tifar klukkan nefnilega stundum aðeins hægar. Vinsælustu kaffihúsin í Vínarborg Boðið upp á herðanudd í hádeginu Á kaffihúsinu Tirolerhof í Vínarborg geta gestir lesið Morgunblaðið. Á kaffihúsinu Stein er gestum boðið að fá axlar- og baknudd með hádegis- verðinum og kostar mínútan 1 evru .  Heimilisföng helstu kaffihúsanna: Sacher 1,Philharmonikerstrasse 4 www.Sacher.at Hawelka 1, Dorotheergasse 5 (lokað á þriðjudögum) Landtmann Dr. Karl Luegerring 4 www.landtmann.at Mozart 1,Albertinaplatz 2 www.cafe-wien.at Demel Kohlmarkt 4 www.demel.at Tirolerhof 1, Führichgasse 8 Cafe Stein Währingerstr.6-8 www.cafe-stein.com Danmörk Listi yfir sumarhús í Danmörku Kominn er út listi yfir sumarhús hjá Dancenter í Danmörku. Í list- anum eru upplýsingar um nærri sjö þúsund sumarhús víða um landið. Þá eru þar einnig upplýs- ingar um íbúðir í orlofshverfum og gistingu í herragörðum og höllum. Listinn er fáanlegur hjá ferðaskrif- stofunni Fylki á Ísafirði. Spánn og Frakkland Gönguferð í Pýreneafjöllum ÍT-ferðir bjóða tveggja vikna göngu- og skemmtiferð í júni til Frakklands og Spánar. Ferðin hefst á 6 daga gönguferð út frá Ordesa þjóðgarðinum í Pyreneafjöllum þar sem m.a. er gist í tvær nætur Frakklandsmegin við landamærin. Margrómaðar gönguleiðir í stór- brotinni náttúru með spænskum og íslenskum leiðsögumönnum. Eftir gönguna í Pyreneafjöllum, gefst göngufólkinu kostur á að dvelja í eina viku á íbúðahóteli í Tossa de Mar á Costa Brava ströndinni. Gönguferðir á Costa Brava Ít-ferðir bjóða einnig gönguferðir á milli þorpa í Gironahéraði á Costa Brava á Spáni. Í frétta- tilkynningu frá ÍT- ferðum kemur fram að boðið verði í fjórar gönguferðir við allra hæfi sem eru frá 7-10 km langar. Gengið er eftir stígum sem liggja á milli strand- bæjanna Calella - Llafranc - Palamós og einnig inn í landið til Pals sem er eitt frægasta miðaldaþorp Spánar. Göngustíg- arnir þræða ýmist strandlengjuna eða liggja ofar þar sem gengið er í gegnum sveitahéruð, skóg og akra. Á leiðinni gefst kostur á að staldra við í víkum og vogum sem mannshöndin hefur ekki enn sett mark sitt á. Leiðirnar eru eins og áður segir við allra hæfi og krefj- ast ekki sérhæfðs búnaðar og eru þannig tilvaldar fyrir fjölskyldur með stálpuð börn. Dvalið verður á 3ja stjörnu hóteli í strandbænum Playa d’ Aro sem er bjartur og að- laðandi bær með vatnsleikjagarði og tívolí í göngufæri frá hótelinu. Þar er einnig að finna mikið úrval verslana og annarrar þjónustu. Göngudögum er dreift þannig að gengið er í tvo daga hvora viku. Ís- lenskur fararstjóri. Nánari uppl á heimasíðu ÍT ferða www.itferdir.is  ÍT-ferðir Íþróttamiðstöðinni í Laugardal Sími 588 9900, fax 588 990. Tölvupóstfang: itferdir@itferdir.- is Vefslóð: www.itferdir.is  Nánari upplýsingar fást hjá ferðaskrifstofunni Fylki á Ísa- firði í síma 456 3745 og einnig er hægt að panta listann á slóðinni www.fylkir.is. Að panta kaffi á kaffihúsi í Vínarborg er ekki alltaf svo auðvelt. Hér kemur stuttur listi yfir helstu kaffitegundirn- ar: Melange Þessi kaffidrykkur varð til á 17. öld þegar Vín- arbúum fannst tyrkneska kaffið of sterkt. Þá var það þynnt út með heitri mjólk og er sama hlutfall mjólkur og kaffis. Kapuziner er svart kaffi með ögn afmjólk eða rjóma. Franziskaner er melange með rjóma og rifnu súkkulaði. Schwarzer er svart kaffi og hægt er að panta lítinn og stóran svartan. Mokkakaffi án mjólkur. Einspänner er svartur drykkur borinn fram í stóru glasi með ögn af rjóma. Fiakar er svart kaffi borið fram í stóru glasi með rommi. Ein Brauner er brúnt kaffi sem er þynnt út með mjólk eða kaffirjóma. Verlängerter er þunnt kaffi. María Theresía er kaffi með appelsínulíkjör og rjóma. VIÐBURÐIR á sviði lista og afþreyingar eru óteljandi í heimsborginni London ogþræðir úr listalífinu liggja til allra heimshorna, jafnvel til fámennustu landa. Ísland er þar engin undan- tekning og í febrúar getur m.a. að líta eftirfar- andi Íslandstengda viðburði í London: Fyrsta skal nefna tónleika hljómsveitarinnar Sigur Rósar, sem fram fara í Hammersmith Apollo þann 12. febrúar. Miðar kosta 17.50 pund og er t.d. hægt að nálgast þá á slóðinni www.gigs- andtours.com. Næsta neðanjarðarlestarstöð er Hammersmith. Árlegt þorrablót Íslendingafélagsins í London verður haldið 8. febrúar á The International- hótelinu við Canary Wharf. Hljómsveitin Írafár heldur uppi stuði, veislustjóri verður Gísli Mar- teinn Baldursson og heiðursgestur Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra. Flugleiðir bjóða upp á sérstakan netsmell í tilefni þorra- blótsins. Aðgangseyrir fyrir aðra en félagsmenn í Íslendingafélaginu er 55 pund. Heimasíða Ís- lendingafélagsins er www.iceland-uk.org og næsta lestarstöð við hótelið er Canary Wharf á Jubilee-línunni. Ólöf Björnsdóttir, myndlistarkona, sem bú- sett er í London, opnaði á dögunum einkasýn- inguna Woollenmaiden! í galleríinu The Showro- om við Bonner Road í austurhluta London. Á opnuninni brá listakonan sér í hlutverk Lopa- meyjarinnar, ásamt þremur öðrum ungum kon- um – í tilheyrandi lopasamfellum – og frömdu þær rammíslenskan gjörning. Þar komu við sögu þæfð ullarfjöll, þaðan sem konfekti var út- deilt, auk þess sem meyjarnar veittu íslenskt brennivín og hákarl og sungu barnagælur og þjóðlög. Sýning Ólafar opnar glugga inn í heim íslenskrar þjóðmenningar, hún stendur til 23. febrúar og þangað er t.a.m. hægt að ganga frá neðanjarðarstöðinni Bethnal Green. Hrafnkell Sigurðsson, myndlistarmaður, sem einnig er búsettur í London á verk á samsýning- unni I’m DESPERATE...love me!!! sem lýkur á morgun í galleríinu Catto Contemporary við Leonard Street 75a. Hann sýnir þar mynd- bandsverk og glasaskúlptúra.Næsta lestarstöð við galleríið er Old Street. Milli listsýninga og tónleikaferða er ekki úr vegi að setjast niður við sjónvarpstæki og líta á frammistöðu Gottskálks Dags Sigurðarsonar í sjónvarpsþáttaröðinni The Book Group sem sýndur er um þessar mundir á Channel 4. Þátturinn, sem nýtur talsverðra vin- sælda og er sýndur á föstudagskvöldum klukkan 21.30, fjallar um sjö ólíka einstaklinga í Glasgow og nýstofnaðan leshring þeirra. Lars, sem Gott- skálk Dagur leikur, er sænskur fótboltakappi sem giftur er inn í hringinn. Og fleiri íslenska leikara má sjá í aukahlut- verkum; í kvikmyndahúsum í London gengur nú nýjasta mynd breska leikstjórans Stephens Frears, Dirty Pretty Things, þar sem íslenska leikaranum Damon Younger bregður fyrir. Einnig má nefna að íslenska kvikmyndin Ikingut var sýnd í Barbican-listamiðstöðinni í gær, fyrst í röð fjölskyldumynda sem þar eru sýndar í febr- úarmánuði undir yfirskriftinni Gáð til veðurs. Þá er vert að geta athyglisverðrar ljósmyndasýn- ingar sem uppi er í austurgarði National History Museum, en þar sýnir franski ljósmyndarinn Yann Arthus-Bertrand magnaðar loftmyndir frá ýmsum heimshornum undir yfirskriftinni Earth from the Air. . Komið er við í öllum heimsálfum, allt frá Argentínu til Úkraínu (myndirnar eru teknar úr þyrlu á flugi yfir alls 76 löndum) en meðal myndefna eru okkar ástsælu Lakagígar, Eldey, Bláa lónið og Þjórsá. Sérlega áhrifaríkt er að skoða sýninguna í ljósaskiptunum og að- gangur er ókeypis, en glænýjar fréttir herma að sýningin komi einmitt til Íslands í sumar. Vefur sýningarinnar er www.earthfromtheair.com og næsta neðanjarðarstöð er South Kensington. Upptalning þessi er að sjálfsögðu ekki tæmandi, en til að fylgjast sem best með listviðburðum þar er tilvalið að verða sér úti um eintak af vikuritinu TimeOut. Hvað er um að vera í heimsborginni? Íslandsþræðir í London Þeir sem leið eiga um London í febrúar vilja kannski skoða einhverja af þeim Íslandstengdu viðburðum sem verða í borginni. Bertolt Brecht komst einu sinni þannig að orði að Vín- arborg hefði myndast í kring- um kaffhúsin. Gunnhildur Gunnarsdóttir brá sér á kaffihúsarölt í borginni. Höfundur er búsettur í Vínarborg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.