Morgunblaðið - 02.02.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.02.2003, Blaðsíða 10
Sannleikurinn um svika- hrappinn Abagnale Spielberg-myndin Catch Me If You Can frumsýnd hér- lendis um helgina.  ENGINN bilbugur er á meist- ara Robert Altman, sem verð- ur 78 ára í næsta mánuði. Hinn aldni leikstjóri hefur nú tilkynnt næsta bíómyndaverkefni sitt, spennumynd með ívafi skop- ádeilu um vægðarlausan lista- heim New Yorkborgar og heitir Ultraviolet. Áður en hún fer í tökur lýkur Altman þó við sjón- varpsmyndina Mata Hari þar sem Cate Blanchett leikur hinn sögufræga njósnara. Ultraviolet mun vera hóp- saga á borð við Nashville. Balletmynd Altmans, The Company með Neve Campbell og James Franco, er nú í eftirvinnslu. Vinur Altmans, leik- stjórinn Paul Thomas Anderson (Boogie Nights, Magnolia) segir um þessi miklu afköst að öldung- urinn búi yfir orku tvítugs manns og veðjar á að hann verði enn að gera bíómyndir hundrað ára. Altman ekki uppgefinn Robert Altman: Aldrei duglegri.  LEIKSTJÓRINN David Fincher er þekktastur fyrir myrkar og ögrandi myndir á borð við Seven og Fight Club, en hyggst nú færa sig yfir í sól- skinið. Hann hefur undirritað samning um að leikstýra mynd- inni The Lords of Dogtown, eins konar þroskasögu af vett- vangi rúlluskautafólksins sem setur mjög svip á Venice- ströndina í Kaliforníu. Þessi rúlluskautakúltúr er nú undir smásjá Hollywood eft- ir velgengni heimildamyndarinnar Dogtown and Z- Boys um sama efni í fyrra og munu a.m.k. tvær aðrar rúlluskautamyndir í uppsiglingu vestra. Fincher stekkur semsagt á þessa lest áður en hann tekur til við Mission: Impossible 3 á næsta ári. Fincher á rúlluskautum David Fincher: Séð til sólar.  SÁ góði leikari Morgan Freeman er býsna vanur því að leika lögreglumenn og heldur uppteknum hætti í myndinni Freedomland sem breski leik- stjórinn Michael Winterbott- om (24 Hour Party People) gerir eftir samnefndri skáld- sögu Richards Price. Freeman rannsakar í myndinni þá full- yrðingu hvítrar konu að blökku- maður hafi rænt dóttur hennar til að fela þá staðreynd að barnið er dáið, en einnig kemst blaðakona á sporið. Julianne Moore mun leika hitt aðalhlutverkið. Freeman í Freedomland Morgan Freeman: Enn að löggast.  Ég elska verk þín eða I Love Your Work heitir dramatísk mynd sem er samin og leikstýrt af Adam Goldberg, en aðal- hlutverkin leika Giovanni Ribisi, sem lék með Goldberg í Saving Private Ryan, og Christina Ricci. Myndin, sem fer senn í tökur, fjallar um kvikmynda- stjörnu sem glutrar niður ferli sínum, og er önnur myndin sem Goldberg leikstýrir; frumraunin hét Scotch and Milk. Aðrir í leikhópnum eru Franka Potente, Vince Vaughn, Joshua Jackson og Jason Lee, og þá mun rokkaranum Elvis Cost- ello bregða fyrir í aukahlutverki. Ribisi og Ricci fá verk að vinna Giovanni Ribisi: Stjarna hrapar. ÉG lít í anda liðna tíð ogminnist þess tíma þegarallt að tíu kvikmyndahús voru starfandi á Stór-Reykjavík- ursvæðinu. Þau höfðu öll eigin viðskiptasambönd og keyptu inn myndir sínar sjálfstætt. Lengi vel réðu þau aðeins yfir einum sal hvert, einu tjaldi, en svo hóf fjölsalamenningin innreið sína. Nú eru kvikmyndahúsin færri en stærri og flest í úthverfunum. Samt má segja að um raun- fjölgun sé að ræða þegar miðað er við þann fjölda sýningartjalda sem þessi bíó ráða yfir. Gömlu bíóin fluttu myndir sínar hingað oftar en ekki seint og um síðir; biðin eftir nýjum bíómyndum gat orðið nokkur ár. Nú fáum við nýjar myndir glóðvolgar úr framleiðslunni á svipuðum tíma og önnur Evrópulönd og stund- um meira að segja á undan þeim. Þetta er sannarlega ánægjuleg þróun. Að auki eru nýju bíóin mun betur tækjum búin og hæg- indin eins og í sjónvarpsstofum á ríkmannlegustu heimilum. Holdið og andinn Þá er aðeins eftir að nefna eitt meginatriði í þeirri þróun sem orðið hefur á íslenskum bíó- markaði á hraðfleygum tímum: Úrvalið af bíómyndum hefur sjaldan eða aldrei verið minna. Allar framfarir í sýningartækni og líkamlegum aðbúnaði bíó- gesta verða að aukaatriði and- spænis þessari staðreynd. Við fáum nýrri myndir, betri mynd- og hljómgæði, þægilegri sæti en fátæklegra, einhæfara úrval af þeirri vöru sem mestu máli skiptir, kvikmyndunum sjálfum. Við fáum í reynd aðeins fleiri tækifæri til að sjá nýjustu amer- ísku afþreyingarmyndina í fleiri sætum á fleiri tjöldum, í betri sætum og á betri tjöldum. Ég tek fram strax að það sem hér fer á eftir er ekki til marks um að mér finnist allar amerískar bíómyndir vera lélegar. Að sjálf- sögðu berast hingað fjölmargar úrvalsmyndir að vestan; umfjöll- unarefnið er skortur á myndum úr öðrum áttum. Fjölsalafábreytnin Víkverji Morgunblaðsins vek- ur máls á þessu efni fyrir viku og í fyrra skrifaði ég á þessum stað hugleiðingu um afleiðingar þess að Háskólabíó hvarf af markaði sem sjálfstætt rekið kvikmyndahús og í reynd réðu hér tvær bíóblokkir lögum og lofum; þar er enn þá ein und- antekning, sem betur fer: Laug- arásbíó, sem þó sýnir ekki nema annað slagið eigin myndir. Mér fannst þá rétt að bíða og sjá hvort þessar stóru blokkir myndu ekki í krafti sinnar sterku stöðu auka framboð og úrval af kvikmyndum víðar að en frá Hollywood. Þá væru góðar vonir bundnar við kvikmyndaklúbba beggja blokka, Film-Undur hjá SAM-bíóunum og 101 Bíófélag hjá Norðurljósum. Nú þegar virðist það síðarnefnda vera sofnað, ef ekki dáið, og starfs- maður þess hættur. Film-Undur heldur enn uppi áhugaverðum sýningum í Háskólabíói en mætti að ósekju auka framboðið. Raun- ar má segja að í Háskólabíói sé það litla úrval af öðruvísi mynd- um sem hingað berst; þær áttu stöku sinnum einnig skjól í Regnboganum en svo er ekki núna. Þegar ég skrifa þennan pistil tel ég bíómyndir í boði á al- mennum sýningum á höfuðborg- arsvæðinu: 16 bandarískar myndir, og, í Háskólabíói, tvær íslenskar, ein þýsk og ein ensk, sem reyndar er óvenju gott. Staðreyndin er hins vegar sú að fyrir utan Film-Und eru það tvö sjálfstæð fyrirtæki, sem leggja til flestar þessara mynda. Ef ekki væri fyrir Góðar stundir, fyrirtæki Friðberts Pálssonar, sem stundum fær inni með öðruvísi úrvalsmyndir og kvikmyndahá- tíðir hjá blokkunum, og Íslensku kvikmyndasamsteypuna, fyr- irtæki Friðriks Þórs Friðrikssonar, sem nýlega hóf innflutning á for- vitnilegum gæðamyndum, væri enn fátæklegar um að litast á ís- lenskum bíómarkaði. Víkverji segir í pistli sínum að fjölsalabíó geri jafnan út á „stærstu myndir hverju sinni“ og sannarlega er sú raunin hér- lendis. En erlendis er því alls ekki alltaf þannig farið. Bíóin geta, ef þau vilja, hæglega lagt a.m.k. einn af sínum mörgu söl- um, undir fastar sýningar á öðru- vísi myndum en þeim „stærstu“, sem reyndar eru stundum minnstar allra. Það er einnig merkilegt að þær myndir sem bíóin auglýsa sem mest, með heilsíðum og hálfsíðum, eru yf- irleitt amerísku „stórmyndirnar“ sem minnsta auglýsingu þurfa. Þeim örfáu af öðrum uppruna, sem þó fara fyrir náð uppá tjald, er mestanpart laumað þangað, næstum í kyrrþey. Heillum horfnar hálfvitamyndir, sem meira að segja Ameríkanar fúlsa við, eru hér kynntar og auglýstar sem stórvirki. Víkverji segir að eina leiðin til að breyta þessu ástandi sé nýtt bíóhús með nýjar áherslur og þar þurfi að koma til öflugur fjárstuðningur, opinberra aðila og/eða einkaaðila. Víkverji hefur sem sagt gefist upp á að bíða eft- ir bíóblokkunum tveimur og lái honum hver sem vill. Á daginn hefur því miður komið að þessar tvær blokkir virðast ekki hafa áhuga, metnað eða getu til að nýta sinn mikla fjölda sýning- artjalda til að auka fjölbreytni og úrval kvikmyndaframboðsins. Hvernig væri nú að Reykja- víkurborg gerði sitt til að auðga miðbæinn af annars konar mann- lífi en því sem þrífst á nýjum bar eða veitingahúsi, sýndi í verki áhuga sinn á menningarlífinu þar með því að bjarga sögufrægu kvikmyndahúsi sem enn stendur og hún hefur ekki breytt í bíla- stæði, öfugt við Stjörnubíó? Austurbæjarbíó er kjörinn vett- vangur fyrir nýtt bíó með nýjar áherslur á gömlum grunni, ekki síst ef tengja mætti rekstur „ci- nemateks“ Kvikmyndasafns Ís- lands þar inn. Væri þetta ekki verðugt samstarfsverkefni borg- ar og ríkis í þágu vinsælustu og kannski, þar af leiðandi, mik- ilvægustu listgreinar okkar tíma? Skammsýni – ekki framsýni Fyrir kemur að ég fæ hring- ingar frá vinum og kunningjum, fullorðnu fólki sem vill fullorðnar myndir, vandaða, umhugs- unarverða skemmtun þar sem fleira er lagt til málanna en „fuck you“. Þetta fólk spyr: Hvað ætti ég að sjá í bíó? Með hverju mæl- irðu? Ég sæki Moggann og skanna bíóauglýsingarnar. Þegar við höfum rennt yfir þær fáu úr- valsmyndir sem enn eru í boði og viðkomandi er fyrir löngu búinn að sjá er, eins og Víkverji benti á, fátt annað að segja en: En þú getur séð The Hot Chick á þremur tjöldum. Á hinum enda línunnar heyrist ekki: Vá, en æðislegt! Og ekkert verður úr bíóferð. Sjónvarpið sigrar. Íslensku bíóblokkirnar eru ekki aðeins að vanrækja þennan markhóp fullorðins áhugafólks um góðar kvikmyndir, fjöl- breyttar að efni og aðferð og af ólíkum uppruna. Þær eru ekki síður að láta framtíðina framhjá sér fara. Þær eru að eyðileggja langtímamarkað sinn fyrir heilu kynslóðirnar. Flestir, og vonandi allir, vaxa uppúr The Hot Chick, The Transporter, Juwanna Man og Jackass, The Movie. Þeir, sem nú hafa gaman af slíkum mynd- um, munu þegar þeir eldast láta sér nægja að sitja heima og horfa á sjónvarpið ef fátt annað er í boði í bíóunum en The Hot Chick IV, The Tranporter Ret- urns, Juwanna Older Man og Jackass, The Next Movie. Í stað þess að rækta upp alvöru kvik- myndaáhugafólk til framtíðar einbeita bíóin sér að skamm- tímagróða á unglingum. Það er skammsýni. Menningarleg einstefna Fátæktin á íslenskum kvik- myndamarkaði hefur smám sam- an orðið skelfileg og skamm- arleg. Ameríska einstefnan hefur valdið því að heilu menning- arsvæðin eru horfin úr vitund ís- lenskra bíógesta. Við vitum ekk- ert um það mannlíf sem lifað er í kvikmyndum flestra Evrópu- landa, hvað þá fjarlægari heims- álfa eins og Asíu, Afríku, Suður- Ameríku. Við vitum hins vegar allt um amerískt mannlíf, frá fá- tæktarhverfum til allsnægta- samfélags. Svo mikið vitum við um amerísku og Ameríkana að ýmsar viðmiðanir okkar eru ekki lengur íslenskar; þær eru amer- ískar. Hugsun ungra kynslóða er meira og minna orðin amerísk; það birtist ekki aðeins í orða- forða, heldur hugmyndalífi og hegðun. Þetta stafar auðvitað ekki aðeins af kvikmyndum; or- sökin hvílir í öllu fjölmiðlaum- hverfi okkar. En kvikmyndirnar eru sterkur miðill og áróð- ursmaskínan í kringum þær er fyrst og síðast amerísk. Afleið- ingar amerísku einstefnunnar eru því ekki aðeins menningarleg einangrun heldur einnig sam- félagsleg umbreyting. Ofurvaldi amerísku bíómynd- arinnar á Íslandi hefur ekki verið mætt með tangarsókn bíómynda frá öðrum menningarsvæðum. Sérhæfðum sýningum á kvik- myndavikum og kvikmyndahá- tíðum hefur fækkað jafnt og þétt, en þá sjaldan þær eru haldnar af viti og metnaði stendur ekki á þakklátum áhorfendum, sam- anber spænsku kvikmyndahátíð- ina í fyrra og þá frönsku sem er nýafstaðin. Kvikmyndahátíð í Reykjavík, elsta kvikmyndahátíð Norðurlanda, er látin koðna nið- ur af óskiljanlegu og óafsak- anlegu áhugaleysi. Í því efni er ekki við bíóblokkirnar að sakast, heldur opinbera aðila. Sof- andaháttur þeirra bendir til að þrátt fyrir montræður á tyllidög- um sé þessum yfirvöldum í raun- inni alveg sama; markaðurinn á að sjá um sína. Og það gerir hann. Lykilorð í hámarksgróða- og hámarks- græðgiþjóðfélaginu sem við nú búum við eru sameining, hag- ræðing, samlegðaráhrif, hag- kvæmni stærðarinnar. Það má vel vera að í fákeppninni, þar sem æ færri bjóða meira af því sama á svipuðu verði, sé að finna lykilinn að stundargróðanum fyr- ir þessa fáu. En fábreytni og einsleitni er ekki góð fjárfesting til framtíðar. Svona er dagurinn í dag. Og áður en við vitum af verður dag- urinn á morgun orðinn fyrradag- ur á hinn daginn. Er þá ekki örugglega verið að sýna The Hottest Chick einhvers staðar á nokkrum tjöldum? Dagurinn í dag The Hot Chick: Framtíð íslensks kvikmyndamarkaðar? „Eftir aðeins tvo daga verður dag- urinn á morgun orðinn dagurinn í gær,“ sagði spámaðurinn og þóttist góður. Og þannig ganga tækifæri morgundagsins okkur úr greipum eins og óveiddir fiskar, ef við stönd- um ekki vaktina. Því miður er íslensk- ur kvikmyndamarkaður orðinn að stórlega götóttu neti sem festir að- eins tiltekinn fiskistofn í möskvum sínum á meðan aðrir streyma í gegn án þess að staldra við. Þetta er því miður ekki einvörðungu ódýr skáld- líking; þetta er staðreynd og hún nokkuð dýrkeypt. SJÓNARHORN Árni Þórarinsson  GRÍSK-ameríska leikkonan og handritshöfundurinn Nia Vardalos sló óvænt og ræki- lega í gegn með frumraun sinni í síðarnefnda faginu, óháðu gamanmyndinni My Big Fat Greek Wedding. Hún fylgir þeim smelli nú eftir með Connie and Carla, sem Holly- woodsnillingar kalla blöndu af Some Like it Hot og Tootsie. Þar segir frá tveimur vinkon- um sem vinna fyrir sér við söng í svokölluðum „veitingaleikhúsum“, en neyðast til að dulbúa sig sem dragdrottningar. Vardalos mun leika annað aðalhlutverkið sjálf en hitt er enn óskipað. Leik- stjórinn verður Michael Lembeck, sem fengið hefur Emmy-verðlaunin fyrir Friends og stýrði jólamyndinni The Santa Clause 2. Tökur eiga að hefjast í maí. Framhald á „feitu brúðkaupi“ Nia Vardalos: Sló í gegn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.