Morgunblaðið - 02.02.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.02.2003, Blaðsíða 8
8 B SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ H vert skyldi allt þetta fólk vera að fara? Tókýó er stór, alveg gríðarlega stór – íbúarnir eru 12 milljónir og einhverjar 35 milljónir manna á stór-Tókýósvæðinu. Samt er ekki hægt að komast hjá því að velta fyrir sér hvert allt þetta fólk á götunum sé að fara. Enda- laus straumur fólks að flýta sér. Karlar í jakkafötum, konur í kápum. Jarðlitir ríkjandi og margnotuð mauralíkingin kemur upp í hugann þar sem fólkið stikar áfram eftir götum milli skýjakljúfa. Sumir segja þetta framtíðarborgina og víst er hún eins og vegvísir inn í óvissa tíma, með öll þessi fram- úrstefnulegu póst-módernísku háhýsi, leigubíla sem aka eftir GPS-tækjum og risastórum sjónvarpsskjám sem sýna áfangastaði ferða- manna, fréttir og auglýsingar og hanga utan á byggingunum fyrir ofan höfuð fólksins sem virðist alls ekki gefa sér tíma til að líta upp og horfa. Við fyrstu sýn virðist Tókýó óskipulagður óskapnaður – heillandi óreiða sem tengist með lestarteinum, upphækkuðum akvegum og neðanjarðarbrautum. Skógur ósam- stæðra bygginga sem bundnar eru saman með rafmagnsköplum sem skera loftið hvar- vetna yfir höfði manna. Þegar ferðamaðurinn kynnist borginni betur finnur hann að þetta eru í raun nokkrir ólíkir borgarkjarnar, hver með sín einkenni í byggingastíl, götumyndum og í því hverjir halda sig þar. Skipulagslega er borgin eins og völund- arhús, varla nokkrar beinar götur og net þröngra stíga hlykkjast milli húsa. Leigubíl- stjórar með hvíta einkennishanskana þurfa að liggja yfir kortabókum til að skila fólki á áfangastaði – eða treysta á gps-tæknina – og ekki bætir úr skák að hús eru ekki núm- eruð á skipulegan hátt eins og við eigum að venjast; götuskipulagið leiðir í ljós að forð- um var þetta svæði þorpa sem runnu einn daginn saman án þess að nokkurt skipulag kæmi nærri. Áreitið er mikið í þessari borg, en engu að síður þarf ekki annað en beygja út af aðalgötunum og fyrr en varir er maður kominn inn í rólyndislega götu með minni byggingum, kaffihúsum og veitingastofum, eða inn í friðsæla og afar vel snyrta garða. Hvarvetna eru staðir að stinga sér inn á. Það er afar ánægjuleg upplifun að fá sér að borða í Tókýó, en að sama skapi getur verið býsna erfitt að velja hvað eigi að borða og hvar menn vilja setjast niður. Til að auðvelda vegfarendum að átta sig á framboðinu stilla flestir veitingastaðir út plastgerðum réttum; tilbúnum útstillingum með helsta lostæti hússins. Og það er eðlilegt að staðirnir reyni með öllum ráðum að lokka kúnn- ana til sín, framboðið er gífurlegt. Í miðborg Tókýó eru um 80.000 veitingastaðir en í New York eru 15.000 og 6.000 í London. Ef menn gefast upp og vita ekkert hvað þeir vilja – sem er náttúrlega ekki nógu gott því líklega er hvergi betri mat að finna en í Japan – þá er hægt að fara inn á gamaldags tehús og sötra bolla af volgu grænu tei. Annað er ekki í boði. En á götunum fyrir utan þessi afdrep þá virðast allir vera á fullri ferð. Eitthvert og liggur mikið á. Sumir lesa blöð eða bækur á göngunni, aðrir fara um í hópum og eru kátir en flestir arka bara og virðast býsna einbeittir. Furðu margir hafa hvíta grímu fyrir vitum. Spurningin er hvort það sé til að verjast kulda og smiti eða til að smita ekki aðra af einhverjum vetrarkvillum. Þetta virðist vera fólk með tilgang, hlekkir í keðju mikilsvirks samfélags sem engu að síður hefur misst flug sitt á síðustu árum og þarf á sameinuðum krafti milljónanna til að ná sér aftur á skrið. Þetta er launafólkið sem situr þétt saman á skrifstofum og öðrum vinnustofum, fólkið sem samkvæmt hefðum hlær við yfirmönnum og ber að hegða sér óaðfinnanlega í alla staði. Fólk sem ber ábyrgð á sínum skika og annast hann vel. Þetta eru þeir sem í Japan eru kallaðir salarímenn; ein enskuslettnanna sem hefur ratað inn í tungumál sem er gætt af enn meiri hörku en íslenskunnar. Launamenn. Allir erum við sa AF MÖNNUM OG Eftir Einar Fal Ingólfsson/efi@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.