Morgunblaðið - 02.02.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.02.2003, Blaðsíða 12
12 B SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ bíó A UÐVITAÐ finnst flestum lyginni líkast að einhver geti verið andsnúinn því að Stev- en Spielberg geri bíómynd um afmarkað æviskeið viðkomandi og að sá sami birtist á tjaldinu í líki helsta hjartaknúsara kvikmyndanna um þessar mundir, Leonardo Di- Caprio. En Frank Abagnale fullyrðir að hann meini það sem hann segir. Það gerði hann hins vegar ekki á fimm ára tímabili á 7. áratug síðustu aldar. „Sjáiði til. Hlutirnir eru ekki alltaf eins og þeir líta út fyrir að vera,“ seg- ir Abignale eins og hann birtist nú á kennslumyndbandi sínu um hvernig beri að varast svikahrappa, reffileg- ur og þybbinn roskinn maður, grá- hærður, vel klæddur, virðulegur og traustvekjandi. Hann er orðinn einn fremsti sérfræðingur samtímans um sjálfan sig, þ.e. um fölsunar- og blekkingatækni, svindl og svínarí. Það er hann vegna þess að hann var sjálfur svindlari og svín, eins og Catch Me If You Can fjallar um. Abagnale heldur því jafnframt fram að Bandaríkin séu núna enn auðveld- ara athafnasvæði fyrir glæpi, svindl og pretti en þau voru á 7. áratugnum vegna þess að þjóðfélagið sé í grunn- inum ósiðlegt og að hvorki heimili né skólar ali börn upp í siðrænni hugs- un. Flótti frá upplausn fjölskyldu 7. áratugurinn var hins vegar hrekklausari tími; það var að losna um gamlar hefðir og lífshætti og margir héldu að allt væri hægt. Frank Abagnale, þá 16 ára, var einn af þeim. Og honum voru ótrúlegustu vegir færir. Andblær þessa tíma barst inná heimili hans. Það komst los á fjöl- skylduna og móðir hans, sem var af frönskum ættum og Frank elskaði og dáði, sótti um skilnað frá föður hans, sem var kaupmaður í New York og orðinn skuldum vafinn. Við skilnaðinn fékk sonurinn að velja um hvoru foreldrinu hann vildi fylgja. Piltinum leist ekki betur á það val en svo að hann kaus heldur að strjúka að heiman og bjarga sér sjálfur á strætum stórborgarinnar. Í stað þess að freista gæfunnar og njóta lífsins í hippakommúnum og undir- heimum dópsins eins og margir jafn- aldrar hans gerðu lagði hann út á braut hins óforskammaða einka- framtaks. „Ég átti enga peninga og var atvinnulaus,“ segir hann núna, „svo ég neyddist til að gerast skap- andi athafnaskáld (entrepreneur).“ Þá þegar hafði hann nokkra reynslu af því að koma ár sinni fyrir borð með blekkingum. Þeir feðgar voru alnafnar og þegar Frank yngri fékk bílpróf afhenti Frank eldri hon- um bensínkortið sitt svo hann gæti keypt eldsneyti á bílinn. Sonurinn var ekki lengi að búa til 2.500 dollara skuld á kortið. „Ég sagði við af- greiðslumanninn á Mobil-bensín- stöðinni að ég vildi kaupa fjögur ný dekk. Hann tók við kortinu og fékk greiðsluheimild en þá sagði ég við hann: Ég skal selja þér dekkin til baka fyrir 50% af verðinu og ef þú lætur mig fá peninginn færðu hann aftur frá Mobil og dekkin að auki. Þeir bitu á agnið í hvert sinn!“ Flugmaður, læknir, lögfræðingur Frank Abagnale var því ekki al- gjör nýgræðingur í lífsbaráttu af þessu tagi þegar hann flúði upplausn fjölskyldu sinnar. Hann byrjaði á því að falsa ávísanir en uppgötvaði fljót- lega að með því að nota segulmagnað blek gat hann breytt númerum bankakóða á greiðslunótum. Hann kom svo með bunka af slíkum nótum að afgreiðsluborðum banka og fékk viðskiptavini til að leggja peninga sína beint inn á bankareikning hans. Þannig aflaði hann 40.000 dollara áð- ur en upp komst. Smám saman urðu prettirnir djarfari, flóknari og hugmynda- ríkari. Eitt frægasta kúppið var þeg- ar hann þóttist vera flugmaður hjá Pan Am-félaginu, en á þeim árum höfðu flugmenn ímynd trúverðug- leika og voru vinsæl kyntákn. Flug- mannabúninginn fékk hann með því að segja sinn hafa glatast í efnalaug- inni og skírteinið með því að fara í verksmiðjuna sem framleiddi þau og ljúga upp sögu um að hann væri inn- kaupastjóri annars félags og vantaði sýnishorn af vörunni. Hann fór létt með að falsa skírteinið með einföld- um límmiðum. Í þessu gervi stóðu honum allar dyr opnar á flugvöllum og flugstjórnarklefum, en þar sátu flugmenn á ókeypis ferðalögum. Þar gat hann fylgst með og var fljótur að nema orðfæri og helstu handbrögð flugsins. Og hótelin skrifuðu gistingu hans kát og glöð á reikning Pan Am. Svo langt gekk Abagnale að hann þóttist vera ráðningarfulltrúi félags- ins og valdi sér til fylgilags stúlkna- fjöld úr hópi háskólastúdína undir því yfirskini að þær væru að prófa flugfreyjustarfið. Hann hafði stórar fúlgur af Pan Am með ýmsu móti á þessum tíma. Síðan þóttist Abagnale um hríð vera læknir og tileinkaði sér helstu atriði tungutaks og starfshátta stétt- arinnar með því að horfa á læknasáp- ur í sjónvarpinu. Í heilt ár var hann í stjórnunarstöðu á sjúkrahúsi. Auð- veldasta hlutverkið segir hann núna að hafi verið lögfræðistarfið, en því sinnti hann um tíma. Upp komast svik um síðir Þetta gekk allt lygilega vel og alls mun Abagnale hafa falsað ávísanir fyrir 2,5 milljónir dollara áður en yfir lauk. En að því kom að réttvísin rann á lyktina og bandaríska alríkislög- reglan FBI og alþjóðalögreglan Int- erpol lýstu eftir Abagnale í 26 lönd- um. Í myndinni er Leonardo DiCaprio í hlutverki Abagnales hundeltur af alríkislöggunni Carl Hanratty, sem Tom Hanks leikur, en Hanratty er samsettur úr Joseph Shea, löggunni sem að lokum hafði hendur í hári Abagnales í Georgia, og nokkrum starfsbræðrum hans. Þá tókst bragð- arefnum að flýja úr fangelsinu og fór huldu höfði í Frakklandi um tíma. Þar náðist hann þó á endanum og sat í frönsku fangelsi við illa vist í eitt ár uns hann var sendur aftur heim til Bandaríkjanna þar sem hann afplán- aði fjögur ár af 12 ára dómi. Þá var Snillingur á villigötum „Ég vildi að þessi bíómynd hefði ekki verið gerð. Það sem ég gerði var siðlaust og ólöglegt og ég er fráleitt stoltur af því.“ Þetta segir Frank Abagnale, söguhetjan í gamansamri spennu- mynd Stevens Spielberg, Catch Me If You Can, sem frumsýnd er hérlendis um helgina. En af því Abagnale er einhver frægasti og færasti svikahrappur sögunnar er kannski varhugavert að treysta þessum orðum hans sem öðrum. Árni Þórarinsson kynnti sér sannleikann um Frank Abagnale. Reuters Hið ljúfa líf? Ekki til að tala um, segir söguhetjan. CANNES, maí 2002. Þetta var þriðja bíósýningin þenn- an langa annasama dag á kvik- myndahátíðinni. Komið var kvöld og blaðamaður hafði séð þá fyrstu klukkan átta um morguninn og var því óneitanlega orðinn heldur fram- lágur þegar þessi franska mynd átti að hefjast. Lítil deili vissi blaðamaður á henni, önnur en þau að hún skartaði tveimur af stærstu stjörnum evr- ópskrar kvikmyndagerðar í aðalhlut- verkum, parinu Vincent Cassell og Monicu Bellucci, var gerð af argent- ískættuðum ungum kvikmyndagerð- armanni og átti víst að vera svolítið svakaleg. Salurinn fullur af blaða- mönnum, hver öðrum grandalausari um hvað í vændum væri, gaggandi í kór eins og taugaveiklaðar púddur í sláturhúsi. Og svo byrjaði ballið, skerandi sterkir litir, pumpandi danstónlist, myndavélin á fleygiferð, hundrað kílómetra hraða, í allar áttir, upp og niður, hægri, vinstri, á ská og í hringi, rétt eins og föst hafi verið á bakinu á flugu. Og áður en nokkur mennsk hræða sést er blaðamanni orðið hálf bumbult yfir öllu þessi yfirgengilega áreiti. Frábært! hugsaði blaðamaður með sér. Frábært að verða loksins fyrir áreiti, nokkuð sem hendir nátt- úrlega alltof sjaldan orðið í bíósal. Og eitt var þegar orðið víst, aldrei fyrr hafði hann séð slíka byrjun á kvik- mynd. Eitthvað fréttnæmt var í vændum, hugsaði blaðamaður með sér og néri saman höndum. En þetta var samt bara byrjunin. Um leið og blaðamaður náði fókus, áttaði sig á hvað var eiginlega á seyði, fann takt myndatökunnar, kom næsta áfall, myndavélin var stödd á vafasömum næturklúbbi og eftir nokkrar miður fallegar senur þar sem tveir náungar virðast leita einhvers í mikilli geðs- hræringu fremur annar þeirra hrottafengið morð. Blaðamaður lítur í kringum sig, sjálfur í nettri geðs- hræringu yfir því sem fyrir augu hef- ur borið, og sér að hann er greinilega ekki einn, því allt í kringum eru áhorfendur á stangli, kollegar blaða- manns, staðnir upp, að gera sig lík- lega til að yfirgefa bíósalinn. Þeir höfðu þá fengið nóg, eftir einungis tíu mínútur. En blaðamaður stappar í sig stálinu og ákveður að þrauka lengur. Kemst þá að því að sagan er sögð aftur á bak, hvert svo til ók- lippta yfirkeyrða atriðið á eftir, eða skulum við segja hvert á undan öðru. Og á daginn kemur að morðingjarnir eru að hefna fyrir eitthvað, sem reyn- ist nauðgun á unnustu annars, sem seinna í myndinni er sýnd í einni óklipptri lotu, níu mínútna langri. Og svo kemur kannski átakanlegasti hlutinn, myndir af ástföngnu ungu pari sem heldur sig eiga framtíðina fyrir sér, en blaðamaður og aðrir bíó- gestir vita betur. Djörf mynd, hugsar blaðamaður að henni lokinni, kannski sú djarfasta lengi, og á þar ekki við að hún sé blá eða erótísk, heldur eru efnistökin, áherslurnar og kvik- myndagerðin með því djarfara sem sést hefur lengi. „Hvernig fannst þér?“ spyr viðlíka forviða kollegi blaðamanns. Fát og fátt um svör. „Ummm, ég veit það ekki ... athygl- isverð? Get samt varla svarað því strax. Veit ekki hvort ég mun nokk- urn tímann geta það. Svo mikið að melta, svo margar móralskar spurn- ingar í spilinu.“ Sjaldan hefur verið erfiðara að gera upp hug sinn, taka afstöðu til nokkurrar myndar. Getur annar eins viðbjóður nokkurn tímann talist frambærilegur. Stór spurning, stærri en þessi mynd, hugsar blaða- maður og gengur dasaður út í rökkr- ið. REYKJAVÍK, janúar 2003 Það stendur til að hefja sýningar á Irréversible, nú Óafturkallanlegu, á Íslandi, tæpu ári eftir að blaðamaður sá hana í fyrsta sinn, þessa mynd sem enn er ljóslifandi í minninu. Þeir hafa þá hleypt henni í gegn, hugsar blaða- maður með sér á leið sinni niður á Hótel Borg þar sem hann á stefnu- mót við leikstjóra myndarinnar Gaspar Noé, einn umdeildasta kvik- myndagerðarmann um þessar mund- ir, náunga sem eytt hefur síðasta ári í að þurfa að verja þessa mynd sína, standa fyrir máli sínu. Og það hefur hann líka gert með glöðu geði, stoltur af sköpunarverki sínu, sem hann seg- ir blaðamanni að hafi lánast rétt eins og í sögu, ætlunarverkið hafi tekist, að hreyfa við fólki á hvaða vegu sem er, jafnvel með því að ganga framaf því og misbjóða siðferðiskennd þess. „Hvað er siðferðiskennd? Fyrir mér er það fullkomlega afstætt fyrirbæri og persónubundið,“ segir þessi smá- vaxni og hraðmælti Argentínumaður, sem segist reyndar vera farinn að líta á sig sem Frakka í dag, enda hafi hann einungis búið í Argentínu fyrstu sjö ár ævi sinnar. „Nei, ég er ekkert orðinn þreyttur á því að þurfa að verja myndina,“ segir hann að- spurður, „þetta var viðbúið, eitthvað sem ég sá alveg fyrir.“ Noé segist þrífast, sem listamaður, á viðbrögð- um og það sterkum viðbrögðum. Engin viðbrögð jafngildi mistökum, ófullnægjandi verki. Úlfúðin sem myndin olli í Cannes og nær hvarvetna sem hún hefur ver- ið tekin til sýninga virðist lítið hafa komið við þennan hugrakka kvik- myndagerðarmann. „Myndin er það sem hún er og það að hún er umdeild breytir henni ekk- ert. Menn brugðust svona við henni í Cannes vegna þess að þeir vissu ekki hvað í vændum var. Myndin kom öll- um þar í opna skjöldu og það var skýr stefna aðstandenda í Cannes að svo myndi verða. Þeir lögðu á ráðin til að láta myndina valda eins miklu fjaðra- foki og mögulegt yrði. Þannig notuðu þeir hana sumpartinn til að vekja at- hygli á hátíðinni í heimspressunni. Og ég kvarta ekki undan þeirri at- hygli sem ég hef um leið fengið því hún á hiklaust eftir að auðvelda mér að fá verkefni í framtíðinni.“ Noé hef- ur þannig ekki mikla trú á að myndin hafi valdið honum varanlegum skaða. Það ekki laust við að blaðamaður skynji í honum örlítinn prakkara, náunga sem gert hefur í því svo lengi sem hann man að gera öðrum grikk, ganga fram af þeim með því að láta reyna á blygðunarkennd þeirra. „Já, eins og ég sagði fæ ég þó nokkuð út úr því að ögra fólki, kalla fram sterk viðbrögð. Það má alveg kalla mig prakkara fyrir það.“ Viðbrögðin sterku í Cannes, þegar áhorfendur ruku út í fússi, öskruðu upp yfir sig Ranglætinu fullnægt Hann gerði umdeildustu mynd síðasta árs, hina ofbeldisfullu Óafturkallanlegt, Irréversible, og hefur lítinn áhuga haft á því að verja gjörðir sínar. „Það var ætlunin að hreyfa við fólki og ætl- unarverkið tókst,“ sagði argentíski Frakkinn Gaspar Noé við Skarphéðin Guðmundsson þar sem þeir ræddu saman um myndina á Borginni. Örlögin ráðin: Monica Bellucci stuttu fyrir hið margumtalaða og umdeilda „nauðgunaratriði“. Morgunblaðið/Árni Sæberg Prakkarinn Noé segist líta á kvikmyndir sem rússíbanaferð, stundum laðist maður að þeim þrátt fyrir ógnina sem þær valda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.