Morgunblaðið - 05.02.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 05.02.2003, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 2003 B 3 bílar Sími 588 8282Radíóþjónusta PORSCHE býður þeim sem kaupir nýjan Porsche-bíl að fá hann afhent- an við verksmiðjudyr. Þetta skyldu þeir hafa í huga sem leggja leið sína í Listasafn Reykjavíkur um helgina og ákveða þar að festa kaup á fyrsta jeppa Porsche sem kallast Cayenne. Cayenne er framleiddur í tveimur gerðum, þ.e. Cayenne S, sem er 340 hestöfl og 7,2 sekúndur úr kyrr- stöðu í 100 km hraða, og Cayenne Turbo, sem er 450 hestöfl og 5,6 sekúndur í 100 km hraða. Sá fyrr- nefndi kostar um 8 milljónir króna og sá síðarnefndi um 13 milljónir kr. og þegar hafa verið pantaðir fleiri en einn bíll hér á landi. Á kappakstursbraut og torfærubraut Þeir sem kjósa að fá bílinn af- hentan við verksmiðjudyrnar í Leipzig fá ekki eingöngu lyklana af- henta, heldur má segja að Porsche og eigandinn séu kynntir hvor fyrir öðrum og heill dagur nýttur til þess. Ný verksmiðja Porsche í Leipzig, þar sem Cayenne-jeppinn er fram- leiddur, er engin smásmíði. Í allt er athafnasvæði Porsche í Leipzig 500 hektarar enda rúmar svæðið bæði löglega Formúla 1 kappaksturs- braut og torfærubraut með ýmsum torfærum. Það er því vel þess virði að kíkja í heimsókn og aka svo í burt á glænýjum Cayenne, en þess má geta að Cayenne er eini jeppinn sem er framleiddur í Þýskalandi. Heimsóknin byrjar á almennri kynningu á Porsche og þeim kost- um er fylgja því að eiga Porsche. Gestinum er sýnd stutt mynd og er síðan boðið í skoðunarferð um verk- smiðjuna. Enginn fer svangur frá Porsche því á svæðinu er starfrækt- ur veitingastaður þar sem fram- reiddur er dýrindis málsverður. Að skoðunarferð lokinni er því næst haldið út að kappakstursbrautinni þar sem byrjað er að aka með gest- inn í útsýnisferð um svæðið. Að því loknu fær gesturinn til umráða samskonar bíl og hann fær afhentan síðar um daginn. Reynsluaksturinn hefst á kapp- akstursbrautinni undir leiðsögn reyndra ökumanna. Brautin er um fjögurra kílómetra löng og 12 metra breið og stenst allar kröfur full- búinna keppnisbrauta. Það er ekki ónýtt að kynnast aksturseigin- leikum bílsins á þessari braut og fá auk þess tækifæri til að spreyta sig á þekktum brautarhlutum eins og Tappatogaranum í Laguna, Parabólunni á Monza og hinni frægu „Bus Stop“ á Spa. Torfærubrautin er allt í allt 6 kílómetrar að lengd og þar kynnist gesturinn jafnt eiginleikum bílsins utan vega og um leið hinum marg- slungnu leyndarmálum torfæru- aksturs. Torfærubrautin er um- fangsmikil og teygir sig yfir um 100 hektara svæði. Að akstri loknum fær gesturinn afhent myndband frá akstri sínum á öllum brautunum, en Porsche er með einhvern fullkomnasta upp- tökubúnað sem völ er á og skiptist sjálfvirkt á milli tökuvéla þegar ekið er. Porsche Cayenne verður kynntur í Listasafni Reykjavíkur við Tryggvagötu um helgina, en opið er frá kl. 10–17 nk. laugardag og sunnudag. Porsche Cayenne frumsýndur í Listasafni Reykjavíkur Hægt að fá jeppann afhentan í Leipzig Á fullri ferð í brautinni. LÍTILSHÁTTAR hækkun varð á rekstrarkostnaði bifreiða á milli ára, samkvæmt útreikningi Félags ís- lenskra bifreiðaeigenda, FÍB. Heild- arkostnaður við rekstur millistærð- arbíls á ári er tæp ein milljón króna, 986.773 krónur, miðað við eign- artíma í þrjú ár og 30.000 km akstur á ári. Heildarkostnaður á hvern ekinn kílómetra er í þessu dæmi 32,89 krónur. Að sögn Runólfs Ólafssonar, framkvæmdastjóra FÍB, er hækk- unin þó minni en menn hafa átt að venjast. „Það eru tveir liðir sem einkum hreyfast sem eru fyrst og fremst bensín og tryggingar. Hækk- unin er að meðaltali 3,4%. Hækkun á vísitölu neysluverðs síðustu tólf mánuði í janúar er 1,4%. Við ráðum ekki nema að litlu leyti við þær verðhækkanir á eldsneyti sem rekja má til óróleika á erlendum mörk- uðum en á móti kemur að gengi krónunnar hefur styrkst verulega. Það hefur því dregið verulega úr þeirri hækkun sem hefur orðið á heimsmarkaði,“ segir Runólfur. Hann segir að það sem stendur upp úr sé að vátryggingar bifreiða hækki umfram annað verðlag í land- inu. „Á sama tíma skila félögin af sér bættri afkomu í þessari grein.“                             !"#$%&'( #$# "&#$ ) *# $+!$""$ ! %&# ,$!"-%* .* /(%0#&# 1 $ #! !"#$%& 2(*3$ !"#$%&   (!"$*%* (!"&! !"#$%&5*(*%$,1$#6$  +!$ '- "6"(*#*# & 7 /(%  8)# 34 )%!$4 ) *# $  * #$", *4 9!"&*4     :                 " #       " #       : $ "      : : % $           : & #' Rekstrar- kostnaður bifreiða hækkar mbl.is VIÐSKIPTI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.