Morgunblaðið - 05.02.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 05.02.2003, Blaðsíða 9
Bíllinn er laglega hannaður að inn- an og uppröðun og fyrirkomulag minnir eilítið á Omega. Málmlitaðir listar setja svip á mælaborðið og mæl- ar eru laglegir og auðvelt að lesa af þeim. Nýi undirvagninn Vectra er á nýjum undirvagni með svokölluðu IDS-kerfi (Interactive Driving System). Kerfið heldur utan um einstaka hluta öryggis- og stýri- búnaðar undirvagnsins. Að framan er bíllinn með McPherson-gormafjöðr- un og ný fjögurra liða fjöðrun er að aftan. Hjólaupphengjur eru úr áli þannig að ófjaðrandi þyngd bílsins er lítil. Þetta kemur skýrt fram í akstri bílsins sem étur í sig ójöfnur. Fjög- urra rása ABS-kerfi ásamt stjórn- kerfi sem stýrir hemlun í beygjum, CBC, og hemlunarátaksdreifing, EBD, er einnig til staðar. Þegar bíll- inn var prófaður var hálka á vegum og bíllinn á loftbóludekkjum. Spólvörnin þrælvirkaði og tryggði fumlausan akstur með því að draga úr afli til hjólanna þegar þau ætluðu að fara að spóla. Með 2,2 lítra vélinni býður Vectra upp á afar traustvekjandi og ánægjulegan akstur og um leið hljóð- látari en hjá flestum keppinautum. Elegance fyrir fagurkerana Með 2,2 lítra vélinni er Vectra farin að blanda sér í slaginn við enn dýrari bíla. Bíllinn er aflmikill og með ein- hverri skemmtilegustu skiptingu á markaðnum. Vel heppnuð hljóðein- angrunin gefur honum marga plúsa til viðbótar. Í Elegance-útgáfu er bíll- inn komin á álfelgur, með viðarlista í mælaborð, annað áklæði, aksturs- tölvu, hraðastilli, betri hljómtæki og tölvustýrða miðstöð. Í þeirri gerð kostar hann 2.790.000 kr. og það væs- ir ekki um neinn í henni. Vectra Comfort 2,2 er vel búinn bíll með fína aksturseiginleika og verðið er samkeppnisfært. 2.485.000 krónur kostar hann með fimm þrepa skyn- væddri sjálfskiptingu með hand- skiptivali. Keppinautar eru Ford Mondeo 2.0, 145 hestafla, sem í Trend-útfærslu kostar sjálfskiptur 2.440.000 krónur, og Volkswagen Passat 1.8T, 150 hestafla, sem kostar sjálfskiptur 2.672.000 krónur. Opel Vectra er með gerbreyttan svip og orðinn mun betri akstursbíll. Op fyrir skíði eða lengri hluti.gugu@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 2003 B 9 bílar Vél: Fjórir strokkar, 2.198 rúmsentimetrar. Afl: 147 hestöfl við 5.600 snúninga á mínútu.Tog: 203 Nm við 4.000 snún- inga á mínútu. Hröðun: 10,8 sekúndur. Hámarkshraði: 210 km/ klst. Lengd: 4.596 mm. Breidd: 1.798 mm. Hæð: 1.460 mm. Eigin þyngd: 1.455 kg. Hemlar: Diskar, kældir að framan, ABS, EBD. Fjöðrun: McPherson að framan, fjögurra liða að aftan. Gírar: Fimm þrepa skyn- vædd sjálfskipting með handskiptivali. Farangursrými: 500 lítr- ar. Eyðsla: 9,4 l í blönduðum akstri, 13,6 l í borg- arakstri. Verð: 2.485.000 kr. Umboð: Bílheimar. Opel Vectra 2,2 Comfort Bílaleigan Berg ehf. Bíldshöfða 10, 110 Reykjavík Sími: 577-6050 Fax: 567-9195 Netf: berg@carrental-berg.com www. carrental-berg.com Frábær tilboð á mánaðarleigu, hafðu samband og kynntu þér málið Öryggi alla leið ! Bæjarflöt 5 112 Reykjavík S. 577 7774 892 7774 Bílaréttingar - Bílamálun - Bílaleiga Alternatorar – Startarar í allflesta fólksbíla, vörubíla, vinnuvélar, bátavélar á lager og hraðpantanir. Trumatic gasmiðstöðvar í bíla, báta o.fl. Bílaraf Auðbrekku 20, s. 564 0400, f. 564 0404, n.bilaraf@isl.is umboðið umboðið SMÁAUGLÝSINGAR Aðeins 1.689 kr. án myndar og 2.948 kr. með mynd. Við myndum bílinn fyrir þig. Pantanafrestur er til kl. 12 á þriðjudögum. HAFÐU SAMBAND! Auglýsingadeild Morgunblaðsins. Sími 569 1111 eða augl@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.