Morgunblaðið - 05.02.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.02.2003, Blaðsíða 4
4 B MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar Toyota Landcruiser 80 VX árg. 1991. Túrbó Dísel, 38", 7 manna með öllu. Verð 2.250.000. W Caddy árg. 1998. Ekinn 114.000 km. Verð 550.000. Toyota 4Runner Dísel Túrbó. Ekinn 213.000 km. 38". Verð 1.570.000. Volvo 850 2.0 Station árg. 1996. Ekinn 80.000 km, sjálfskiptur. Verð 1.290.000. Jeep Grand Cherokee 4.0 árg. 1996. Ekinn 140.000 km. Sjálfskiptur. Verð 1.680.000. Ford Windstar 3.8 l árg. 1996. Ekinn 120.000 km, sjálfskiptur, 7 manna. Verð 1.180.000. Toyota Celica V-VTI 1800. Ekinn 40.000 km, 6 gíra. Verð 1.480.000. Áhvílandi 1.200.000. Ford Transit Túrbó Dísel 15 manna. Ekinn 85.000 km, árg. 1997. Verð 1.290.000. Nissan Patrol GR SLX árg. 1996. Ekinn 150.000 km. Verð 1.530.000. Stórhöfða 26 sjá fleiri myndir á www.bilasalaislands.is 510 4900 IÐNAÐARMENN og fyrirtæki eru gjarnan á höttunum eftir hag- kvæmum bílum með mikla flutn- ingsgetu og lágan rekstrarkostnað. Nokkrir kostir standa þeim til boða og má þar nefna Renault Kangoo, Peugeot Partner og Citroën Berl- ingo. Nýtt útlit Gripið var stuttlega í Citroën Berlingo Van sem Brimborg hefur verið með til sölu undanfarið eitt og hálft ár. Bíllinn hefur fengið lítils- háttar andlitslyftingu. Framsvipur- inn hefur breyst með nýjum lugtum og stuðara og straumlínulagaðra formi. Einnig eru komnar í hann nýjar innréttingar. Engu að síður er hann nokkuð hrár að innan og greinilega hugsaður út frá notagild- inu. Þar eru til dæmis ekki hanska- hólf með loki heldur hillur sem eru hentugar til að leggja frá sér ýmsa hluti. Þó hefur einnig verið hugsað fyrir þægindum t.d. með því að hafa fjarstýringu á hljómtækjum (út- varpi og segulbandi) í stýrinu og stýrið er með hjálparátaki og hægt að velta því. Mikið rými og gott aðgengi Helstu kostir þessa tveggja sæta flutningabíls er mikið flutnings- rými, tvær rennihurðir á hliðunum með lokunarvörn og afturhleri sem opnast í tvennu lagi í 90 og 180 gráður, sem auk rennihurðanna gefur mikið aðgengi að hleðslurým- inu. Fáanlegur er gluggi í hægri rennihurð. Staðalbúnaður í Van- gerðinni er líka opnanlegur toppur ofan við afturhlerann. Með því að opna toppinn er hægt að flytja t.d. langa stiga í bílnum og láta þá hvíla á þverbita í gáttinni og vísa í átt til himins. Síðan er hægt að fella niður þverbitann ef ætlunin er að koma fyrir háum og stórum hlutum í bíln- um, t.d. með lyftara. Varadekkið er undir bílnum til að hámarka flutningsrýmið og gólfið í bílnum er lagt harðplasti sem virð- ist auðvelt í þrifum. Farþegasæt- isbakið er hægt að fella fram og nota sem borð og einnig er hægt að velta sætinu upp að mælaborðinu til að auka flutningsrýmið. Undir því er 100 lítra hólf þar sem sniðugt er að geyma t.d. verkfæri eða annað lauslegt. Sjálft hleðslurýmið er minnst þrír rúmmetrar. Lengdin á því er 1,7 metrar, breiddin 1,6 metrar og hæðin 1,25 metrar. Hleðslurýmið er hið sama og í Peugeot Partner en meira en í Renault Kangoo og burð- argetan einnig sem er 800 kg eða 220 kg meiri en í Renault Kangoo og 200 kg meiri en í Partner. Berlingo er sniðugur vinnubíll þar sem hugsað er út í hörgul út í allar lausnir sem henta þeim sem þurfa að flytja mikið af verkfærum eða vörum. Sparneytinn en afllítill Ókosturinn við bílinn er að hann er eingöngu fáanlegur með 1,4 lítra bensínvél eða 1,9 lítra dísilvél. Þarna vantar fleiri vélargerðir því sannast sagna er bíllinn fremur afl- vana með 1,4 lítra vélinni og þó var bíllinn eingöngu prófaður ólestað- ur. Hann er seinn upp en vinnur svo sem þokkalega þegar vélin er kom- in á nægilegan snúning. Með fullri hleðslu, þ.e. 800 kg, má ætla að bíll- inn sé seinn í svifum því togið er heldur ekki mikið, að hámarki 120 Nm. Á hinn bóginn hafa menn í höndunum sparneytinn bíl og þar sem hann er fyrst og fremst ætl- aður sem vinnubíll ætti það að vega þyngra en upptak og hestöfl. Verð- ið ætti mönnum einnig að þykja bærilega þægilegt. 1.519.000 kr. eða 1.220.060 kr. án virðisauka- skatts. Fjölskyldu- og vinnubíllinn Multispace Berlingo Multispace er síðan fólksbílaútgáfa bílsins. Grunnurinn er hinn sami og í Van-útgáfunni en það eru komin þrjú aftursæti sem hægt er að fella fram og velta upp að framsætunum í skiptingunni 40/ 60 og er þá komið mikið flutnings- rými, eða allt að 2.800 lítrar. Með sætin á sínum stað er hleðslurýmið myndarlegir 624 lítrar. Kostur er að afturgólfið er alveg slétt og þar rúmast því þrír farþegar með góðu móti og samt er mikið flutnings- rými aftan við aftursætin. Þetta er sömuleiðis sniðugur bíll sem getur þjónað tveimur hlutverk- um; sem vinnubíll með mikla flutn- ingsgetu og fjölskyldubíll. Multis- pace vagninn sem var prófaður stríðir við sama vandamál og Van- bíllinn, þ.e.a.s. of litla bensínvél. Margir geta látið sér lynda við vél af þessu tagi en undirritaður myndi fljótt missa þolinmæðina – en þá er hægur vandi að bæta 120.000 krón- um við grunnverðið sem er 1.569.000 kr., og fá bílinn með þokkalegri 1,6 l vél, 110 hestafla. Auk aflmeiri vélar fæst fyrir þann pening, sem sé samtals 1.689.000 kr., ABS-hemlakerfi og geislaspil- ari í stað segulbands. Multispace er vissulega kassalega og sendibíls- legur í útliti og það kostar eflaust marga átak að kaupa slíkan bíl sem fjölskyldubíl. En þegar haft er í huga notagildi bílsins er óhætt að segja að Multispace sé athyglis- verður kostur. Morgunblaðið/Sverrir Multispace-fólksbíllinn er með heilum afturhlera og tveimur rennihurðum á hliðum. Morgunblaðið/Sverrir Gott aðgengi er að farþegarýminu í Multispace. Morgunblaðið/Sverrir Van-gerðin er með tveimur afturhurðum og opn- anlegum toppi. Berlingo — einn bíll en þó tveir Morgunblaðið/Sverrir Berlingo hefur fengið andlitslyftingu sem felst í nýjum framenda. Vél: Fjórir strokkar, 1.360 rúmsentimetrar. Afl: 75 hestöfl við 5.500 snúninga á mínútu. Tog: 120 Nm við 3.400 snúninga á mínútu. Lengd: 4.137 mm. Breidd: 1.724 mm. Hæð: 1.819 mm. Burðargeta: 800 kg. Hleðslurými: Allt að 3.000 lítrar. Hurðir: Sex. Hæð undir lægsta punkt: 14,5 cm. Fjöldi farþega: 1. Hemlar: Diskar að framan, skálar að aftan. Eigin þyngd: 1.025 kg. Eyðsla: 7,1 l í blönduðum akstri. Verð: 1.519.000 kr. Umboð: Brimborg. Citroën Berlingo Van 1,4i Innréttingar eru einfaldar en vel útfærðar. Berlingo er fáanlegur jafnt sem fólksbíll og sendibíll. gugu@mbl.is REYNSLUAKSTUR Citroën Berlingo eftir Guðjón Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.