Morgunblaðið - 13.02.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.02.2003, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2003 B 3 NVIÐSKIPTI  MIKILL vöxtur hefur hlaupið í vefsölu hjá Flugleiðum. Sigmundur Halldórsson, vefstjóri Flugleiða, segir að árangur af markaðs- setningu félagsins láti ekki á sér standa og bendir á að um 500 þús- und séu í netklúbbi þess. Þá hefur sala á vefsvæði Flugleiða vaxið mun hraðar árið 2002 en áætlanir félags- ins gerðu ráð fyrir. Velta á vefjum félagsins nam rösklega 1,2 millj- örðum króna á árinu, en það er 18% meira en félagið hafði gert sér vonir um. Sigmundur segir að vöxtur hafi verið á öllum mörkuðum félagsins á síðasta ári, í samanburði við árið 2001. Engu að síður sé enn munur á sölu félagsins í Bandaríkjunum og Íslandi annars vegar og sölu þess í Evrópu hins vegar. Hann segir enn- fremur að gríðarlegur vöxtur hafi hlaupið í vefsölu félagsins á Íslandi í upphafi árs 2002 þegar átak var gert í því að kynna vef félagsins undir nafninu Netflug. Höfðu ekki erindi sem erfiði „Við urðum vör við vöxt þegar fé- lagið kynnti Netsmelli til sögunnar síðla árs. Samhliða því fór fram þró- un á öllu vefsvæðinu með það fyrir augum að auðvelda viðskiptin. Sú hagræðing sem vefurinn hefur skil- að félaginu kemur vel fram í kostn- aði við sölu og markaðsstarf félags- ins þar sem náðst hefur verulegur árangur í hagræðingu árið 2002.“ Þrátt fyrir vöxt í vefsölu hjá Flug- leiðum hefur Netið ekki reynst öll- um sú gullnáma eins og haldið var fram fyrir hrun netfyrirtækjanna á árunum 2001 og 2002. Sigmundur segir að hjá Flugleiðum hafi verið bundnar miklar vonir við sölu um Netið. Hann telur að ef sú þróun sem varð á fyrstu árum vefsölu félagsins hefði haldið fram hefði mátt leiða að því líkum að stór hluti sölunnar færi nú um Vefinn. „Nú hafa væntingar til þessarar söluleiðar breyst. Það hefur einfald- lega komið í ljós að þrátt fyrir nýja tækni gilda hefðbundin lögmál við- skipta enn.“ Engu að síður hafa mörg fyr- irtæki náð að blómstra þrátt fyrir erfiðleika, að sögn Sigmundar. „Það sem kann að koma á óvart er sá gríðarlegi árangur sem rótgrónu fyrirtækin eru að ná með aðstoð þessarar tækni, fyrirtæki sem marg- ir helstu talsmenn netviðskipta voru tilbúnir að slá af fyrir nokkrum misserum. Flugfélög á borð við Brit- ish Airways, Lufthansa, Air France, Iberia og fleiri hafa náð gríð- arlegum árangri í notkun á þessari tækni til hagræðingar í sínum rekstri.“ Sigmundur segir að á sama tíma hafa komið fram ný fyrirtæki í ferðaþjónustu sem eingöngu starfa á Netinu og hafa náð verulegum ár- angri. Sterkir samstarfsaðilar Hann segir að ef skoðaður sé listi samstarfsaðila Flugleiða í markaðs- setningu á Netinu komi í ljós að þar sé um að ræða lista yfir öflugustu fyrirtæki á þessu sviði. „Má þar nefna Expedia, Travelocity, LastMinute.Com, Yahoo, CNN, USA Today & The Times, svo einhverjir séu nefndir. Óhætt er að fullyrða að ekkert ann- að íslenskt fyrirtæki hafi stundað jafnfjölbreytta markaðssetningu og Flugleiðir á Netinu. Reglulega fá 500.000 meðlimir netklúbba Flug- leiða tilboð þar sem áhersla er lögð á að sýna þá miklu fjölbreytni sem Ísland hefur upp á að bjóða. Þótt ýmsum kunni að finnast að þar sé stundum gengið á skjön við þá hefð- bundnu ímynd sem við höfum af markaðssetningu á Íslandi hefur ár- angurinn ekki látið á sér standa.“ Sigmundur segir að sú áhersla sem lögð hefur verið á að kynna ís- lenska menningu og listir hafi gert það að verkum að hingað flykkiast nú ferðamenn sem þyki ekki síður merkilegt að komast á slóðir Bjark- ar og Sigur Rósar en Gunnars og Egils. Vefsvæði sem vex fiskur um hrygg Morgunblaðið/Árni Sæberg Velta á vefjum Flugleiða nam rösklega 1,2 milljörðum króna á árinu 2002. www.flugleidir.is Vandaður kvöldklæðnaður Bendum frímúrurum sérstaklega á síðuna okkar Harvey Malcolm Clothing Co - Liverpool England www.harvey-malcolm.co.uk  Sími 0044 151 236 0043  Fax 0044 151 236 0582

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.