Morgunblaðið - 13.02.2003, Blaðsíða 4
4 B FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
NÚR VERINU BRETLAND hefur um árabil
verið helsti markaður fyrir ís-
lenskar sjávarafurðir. Samfara
kröfum um ferskleika hráefnisins
hefur síðustu misseri verið tölu-
verður vöxtur í sölu á svoköll-
uðum „flugfiski“ til landsins, þ.e.
ferskum fiskflökum sem er flogið
með til kaupenda. Icelandair
Cargo hefur nú brugðist við þess-
um vexti með því að fljúga reglu-
lega með fisk beint á helsta fisk-
framleiðslusvæði Bretlands.
Margir íslenskir sjómenn
þekkja vel til Humber-svæðisins í
Bretlandi. Íslensk skip hafa um
áratugaskeið siglt með afla sinn
af Íslandsmiðum til Bretlands og
selt hann þar, einkum í hafnar-
borgunum Hull og Grimsby. Á
síðari árum hefur mjög dregið úr
siglingum fiskiskipa til Bretlands
en þrátt fyrir það hefur síst dreg-
ið úr ferskfiskútflutningi okkar
þangað. Í stað þess að sigla með
fiskinn hefur hann ýmist verið
sendur þangað heill í gámum og
seldur á fiskmörkuðum en á síðari
árum hefur útflutningur á fersk-
um fiskflökum með flugi til Bret-
lands aukist jafnt og þétt, enda
hvað örastur vöxtur í breska
ferskfiskmarkaðnum. Eftir
nokkru er að slægjast á þessum
markaði, því áætlað er að fersk-
fisksala í Bretlandi nemi árlega
um 100 milljörðum króna. Þróun-
in hefur líka verið sú að hérlendis
hefur útflutningur með flugi vaxið
á kostnað gámaútflutnings. Þann-
ig voru um 24 þúsund tonn af
fiski send utan með flugi á fyrstu
10 mánuðum síðasta árs en tæp-
lega 22 þúsund tonn voru send út
í gámum og mun þetta vera í
fyrsta sinn sem útflutningur með
flugi er meiri en með gámum.
Sparar flutningskostnað
Humber-svæðið er þungamiðja
breska fiskiðnaðarins og gegnir
raunar lykilhlutverki í dreifingu
matvæla í Bretlandi. Breski fisk-
iðnaðurinn reiðir sig mjög á inn-
flutt hráefni, einkum eftir veru-
legan samdrátt í fiskveiðum í
Norðursjó. Um helmingur þess
ferskfisks sem flogið er með til
Bretlands fer til vinnslu á Humb-
er-svæðinu, einkum í Grimsby.
Icelandair Cargo hefur nú hafið
fragtflug með fersk fiskflök beint
á Humber-svæðið í Bretlandi.
Flogið er tvisvar í viku, á mið-
vikudögum og fimmtudögum, á
Humberside-flugvöll, sem er í
hjarta Humber, aðeins um 20
mínútna akstur frá Grimsby.
Gerður var átta vikna reynslu-
samningur við flugvöllinn og er
gert ráð fyrir að flutt verði milli
10 og 20 tonn í hverri ferð en
Boeing 757-fragtvél Icelandair
Cargo ber um 38 tonn og lendir á
Humberside-flugvelli á leið sinni
til Liege í Belgíu.
Fersk fiskflök hafa einkum ver-
ið flutt til áætlunarstaða Flug-
leiða í Bretlandi, bæði til Edin-
borgar í Skotlandi og til
Lundúna. Langstærstur hluti
flakanna fer síðan með bílum til
Humber-svæðisins, þar sem þau
eru unnin frekar eða þeim pakk-
að, aðallega í Grimsby. Þessu
fylgir vitanlega töluverður flutn-
ingskostnaður, sem fellur niður
með því að fljúga með fiskinn
beint á svæðið, auk þess sem fisk-
urinn kemst fyrr í hendur kaup-
endanna. Því kunna eflaust marg-
ir að furða sig á því hvers vegna í
ósköpunum Íslendingar hófu ekki
fyrr að senda ferskfisk beint með
flugi á Humberside. Fyrir því eru
margar ástæður. Nefna má að ný-
ir stjórnendur komu að rekstri
Humberside-flugvallarins fyrir
rúmu ári og höfðu hug á að auka
umsvif vallarins. Völlurinn hafði
fram að því aðeins verið nýttur
undir farþegaflug, einkum innan-
landsflug og leiguflug á sumar-
leyfisstaði. Hugmyndin um beint
flug á Humberside með ferskan
fisk frá Íslandi féll því strax vel í
kramið hjá forsvarsmönnum flug-
vallarins þegar eftir því var leit-
að.
Mikill áhugi
Róbert Tómasson, markaðs- og
sölustjóri Icelandair Cargo, segir
að hugmyndir um beint fragtflug
til Humberside-flugvallar hafi
komið fyrst fram hjá heimamönn-
um fyrir rúmum tveimur árum en
málið komist á rekspöl ári síðar.
Á flugvellinum hafi ekki verið
tekið reglulega á móti fragt og
því vantað töluvert upp á að þar
væri fullnægjandi aðstaða fyrir
hendi. Því hafi verið sett af stað
undirbúningsvinna og stjórnend-
ur flugvallarins unnið að því að
koma upp aðstöðu til að taka á
móti fiskinum. „Í haust þótti okk-
ur sýnt að af þessu flugi gæti orð-
ið og augljóst að starfsmenn flug-
vallarins hafa lagt mikla vinnu í
að gera alla aðstöðu sem best úr
garði. Fiskkaupendur á Humber-
svæðinu hafa auk þess sýnt þessu
flugi mikinn áhuga og það hefur
sýnt sig að það er mikil eftirspurn
eftir þessu fragtplássi. Það verð-
ur því forvitnilegt að sjá hvernig
þessi mál þróast á reynslutíma-
bilinu. Við erum með fluginu að
auka fragtframboð á svæðið og
vonum að sjálfsögðu að markað-
urinn taki því fagnandi. Ef það
verður raunin gætum við fjölgað
flugferðum á Humberside. Í
framhaldinu munum við jafnframt
kanna hvort grundvöllur er fyrir
því að flytja vörur frá Humber-
svæðinu. Við getum bæði boðið
flutninga heim til Íslands en einn-
ig til meginlands Evrópu og til
Bandaríkjanna.“
Icelandair Cargo flutti um 16
þúsund tonn af ferskum fiski á
síðasta ári en þar af fór um fjórð-
ungur á Bretland. Róbert segir að
vöxtur í ferskfiskflutningum hafi
verið hvað mestur inn á Bretland
og því sé þessi nýi áfangastaður
rökrétt framhald í þeirri þróun.
Vaxandi flugvöllur
Robert Goldsmith, flugvallarstjóri
Humberside-flugvallar, segist
binda vonir við að reglulegt fragt-
flug Icelandair Cargo muni ryðja
brautina fyrir annað fragtflug til
vallarins. „Flugvöllurinn hefur
nánast eingöngu sinnt farþega-
flugi til þessa en um völlinn fóru
um 500 þúsund farþegar á síðasta
ári. Við teljumst því til minni
flugvalla í Bretlandi, en farþega-
fjöldinn hefur aukist um 10 til
15% á ári síðasta áratuginn. Við
erum hins vegar mjög spenntir
fyrir því að koma okkur einnig á
kortið sem fragtflugvöllur og telj-
um okkur mjög vel í sveit setta
hvað það varðar. Um 15% af inn-
flutningi Breta koma sjóleiðina til
hafnarborga á Humber-svæðinu
og við teljum okkur því eiga góða
möguleika á að koma hér á fót
umtalsverðum umsvifum. Hér
vantaði reyndar alla aðstöðu til að
sinna fragtflugi en við höfum
fengið lánaðan búnað til að af-
greiða fragtina úr flugvélunum og
munum síðan þróa aðstöðuna eftir
þörfum. Ég tel því að samning-
urinn við Icelandair Cargo geti
orðið okkur mjög lærdómsríkur
og við erum mjög þakklátir Ice-
landair fyrir þetta frumkvæði.“
Flugfiskur beint til Humber
Icelandair Cargo flýgur nú með íslenskan
ferskfisk nánast heim að dyrum breska fisk-
iðnaðarins
Morgunblaðið/Helgi Mar
Nafnarnir Robert Goldsmit, flugvallarstjóri Humberside-flugvallar, og Róbert Tómasson, markaðs- og sölustjóri Icelandair Cargo.
Morgunblaðið/Helgi Mar
Íslenskur fiskur kemur í fyrsta sinn á Humberside-flugvöllinn.
Icelandair Cargo hóf nýverið að fljúga með
ferskan fisk frá Íslandi beint til Humber-
svæðisins í Englandi, hjarta breska fiskiðn-
aðarins. Helgi Mar Árnason fylgdist með því þeg-
ar íslenskur „flugfiskur“ lenti í fyrsta sinn á
Humberside-flugvelli.
TROS ehf., dótturfélag SÍF, er einn
stærsti útflytjandi fersks fisks með flugi
frá Íslandi. Níels
Rafn Guðmunds-
son, fram-
kvæmdastjóri Tros,
telur að beint flug
á Humber-svæðið
geti orðið mjög já-
kvætt skref fyrir
ferskfiskútflutning
með flugi frá Ís-
landi og verði von-
andi til að auka
enn frekar markaðsforskot íslensks
fisks í Bretlandi.
Níels bendir á að töluverður vöxtur
hafi orðið í útflutningi á ferskum flökum
til Bretlands á undanförnum árum og
með þessu flugi sé fiskurinn fluttur nær
kaupandanum og fyrr en áður. Þannig
lækki væntanlega kostnaður við að
koma fiskinum á markað, en flutnings-
kostnaður sé sá þáttur sem takmarki
helst hraðari vöxt þessarar greinar. „Við
vonum auðvitað að með þessu verði
hægt að auka ferskfiskútflutning til
Bretlands. Þarna sjá stórmarkaðirnir að
við leggjum mikið á okkur til að auka
þjónustuna og útvega þeim ferskara
hráefni en mér er til efs að þeir geti
flutt inn ferskari fisk. Það hefur vonandi
í för með sér að stórmarkaðirnir verða
viljugri til að markaðssetja vöruna og
jafnvel að kaupa meira af henni.“
Tros flytur út fersk flök frá ýmsum
fiskvinnslufyrirtækjum, m.a. Þorbirni–
Fiskanesi, Samherja og ÚA en Tros
starfrækir einnig fiskvinnslu sérhæfða í
vinnslu á ýsuflökum í Sandgerði. Á síð-
asta ári flutti Tros út rúmlega 3.000
tonn af flökum og flakabitum með flugi
sem er um 8% vöxtur frá árinu 2001 og
segir Níels að vöxturinn sé hvað mestur
til Bretlands. „Með því að flaka fiskinn
áður en hann er fluttur út er verið að
auka vinnsluvirði vörunnar á Íslandi.
Fiskvinnslan hefur þróast hratt á und-
anförnum árum í samræmi við kröfur
neytenda sem vilja fá fiskinn roðlausan
og beinlausan og jafnvel ákveðna bita
af flakinu og af ákveðnum stærðum.
Þannig hefur orðið vöxtur í framleiðslu
á dýrari bitum, svo sem hnakka-
stykkjum, á kostnað flaka með roði og
beini. Þannig þarf að vinna fiskinn sí-
fellt meira hér heima áður en hann er
sendur úr landi og það hefur mikið að
segja fyrir einstök atvinnusvæði,“ segir
Níels.
Eykur vonandi markaðsforskot
Níels Rafn
Guðmundsson