Morgunblaðið - 13.02.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 13.02.2003, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2003 B 9 NÚR VERINU SJÓSTANGAVEIÐIFÉLAG Ak- ureyrar hefur afhent Hafrann- sóknastofnuninni og Landssam- bandi smábátaeigenda afrit af gögnum sem félagið hefur unnið upp úr veiðiskýrslum sínum. Gögnin sýna að afli á stöng hefur þrefaldast á síðasta áratug. Pétur Sigurðsson, formaður Stangveiðifélags Akureyrar, segir að búið sé að vinna gögn upp úr veiðiskýrslum sem séu í raun gögn um veiðar á grunnslóð í Eyjafirði síðastliðin 40 ár en félagið hefur haldið stangveiðimót árlega á þessu tímabili. „Þessar veiðar eru alltaf stundaðar á sama tíma ársins eða í síðari hluta ágústmánaðar. Eins hefur veiðisvæðið verið nánast það sama í gegnum árin. Á þessum tæp- um 40 árum hefur veiðarfærið ekk- ert breyst að kalla, það hefur ein- göngu verið veitt á sjóstöng með þremur krókum. Reyndar hefur búnaðurinn breyst lítillega, veiði- mennirnir hengja nú á sig stöngina og skorða hana í sérstökum búnaði en héldu á henni fyrstu árin. Á sjó- stangaveiðimótum er talinn fjöldi fiska í afla hvers veiðimanns, aflinn flokkaður og vigtaður eftir tegund- um, sem og stærsti fiskur í hverri tegund.“ Pétur segir að þegar gögnin séu skoðuð komi í ljós að afli á grunn- slóð á þessu svæði sé í öfugu hlut- falli við það sem fiskifræðingar haldi fram og byggt er á við út- hlutun aflaheimilda. „Á síðasta ára- tug hefur veiðin á hvern veiðimann á sjóstangaveiðimótunum þrefald- ast, eða úr 70 kílóum á stöng á dag í 220 kíló á stöng. Það er ekki hægt að skýra þessa aukingu með breyt- ingum á búnaði eða veiðimynstri nema að litlum hluta. Og ekki ætla ég að vera svo kokhraustur að halda því fram að við séum miklu betri veiðimenn en þeir sem stund- uðu sjóstöngina áður. Við teljum að gögnin séu ágætt „rall“ í ætt við þau sem Hafrann- sóknastofnunin framkvæmir þó vissulega sé það minna í sniðum. Engu að síður töldum við okkur skylt að koma þessum gögnum í hendur þar til bærra aðila en eru þau ágætt innlegg í umræðuna um uppbyggingu fiskistofna og stjórn fiskveiða,“ segir Pétur. Lítið „handfærarall“ Hreiðar Þór Valtýsson, forstöðu- maður útibús Hafrannsóknastofn- unarinnar á Akureyri, segir að enn sé verið að fara ofan í saumana á þessum gögnum og því erfitt að meta hvaða gagn megi hafa af þeim. Hann segir gögnin engu að síður mjög áhugaverð, enda virðist þau vera nokkurskonar lítið „handfæra- rall“ á grunnslóð. „Við erum að von- ast eftir að gögnin gefi okkur ein- hverja mynd af fiskgengd á grunnslóð við Ísland. Í þeim röllum sem Hafrannsóknastofnunin stend- ur að er ekki hægt að fara mjög grunnt með togarana og því gætu þessi gögn gefið okkar einhverjar upplýsingar um hvort það sé mikið af fiski fyrir utan þau svæði sem við náum ekki til í hefðbundnum röll- um. Þetta eru án vafa mikilvægar upplýsingar, veiðarfærið er fremur staðlað, gögnin ná langt aftur í tím- ann og sýna einnig stærðarmæling- ar.“ Önnur útibú Hafrannsóknastofn- unarinnar á landsbyggðinni hafa einnig leitað eftir sambærilegum gögnum frá öðrum stangveiðifélög- um. Í takt við frásagnir trillukarla Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, fagnar því að þessi gögn skuli nú komin fram, enda gefi þau góðar vísbendingar um fiskigengd á grunnslóð, sem hið hefðbundna tog- ararall Hafrannsóknastofnunarinn- ar nái ekki til. „Við teljum þessi gögn mjög öflug, enda hafa sjó- stangaveiðarnar verið mjög staðl- aðar í gegnum árum. Gögnin sýna mikla aflaaukingu og það er í takt við það sem mínir menn hafa sagt mér á undanförnum árum, það er að fiskgengd á grunnslóð hafi aukist mjög. Við hefðum viljað að það kæmi fram í auknum heildarafla og vonandi verður hægt að taka tillit til þessara gagna þegar tekin verð- ur ákvörðun um heildarafla á næstu árum,“ segir Örn. Afli á sjóstöng þre- faldaðist á 10 árum Sjóstangaveiðifélag Akureyrar hefur unnið gögn upp úr veiðiskýrslum sínum                  !"    #           $  %  &   BÖRKUR NK, skip Síldarvinnslunnar, kom til heimahafnar í Neskaupstað á mánudag með fullfermi af loðnu eða 1.750 tonn. Vel var tekið á móti skipinu því þá voru 30 ár liðin frá því það kom fyrst til Neskaupstaðar. Skipið var smíðað í Þrándheimi í Nor- egi árið 1968 en hefur þjónað Síld- arvinnslunni í 30 ár. Skipið hefur gengið í gegnum margvíslegar breytingar á öllum þessum tíma og segir á heimasíðu Síld- arvinnslunnar að segja megi það sama um skipið og hamarinn smiðsins sem hann hafði notað samfleytt í 30 ár, að vísu skipt þrisvar um haus og fimm sinn- um um skaft. Eins sé það með Börk. Þeg- ar hann kom til landsins var hann knúinn 1.200 hestafla vél, en árið 1979 fékk hann vél sem afkastaði 2.100 hestöflum. Skipið var lengt um tæpa 15 metra og endurbyggt nánast frá grunni árið 1998 og ári síðar var enn sett ný vél í skipið sem skilar 7.369 hestöflum. Að auki voru sett öflug togspil og búnaður til flot- vörpuveiða. Frá því skipið kom til landsins hefur það veitt samtals um það bil 930 þúsund tonn af uppsjávarfiski: loðnu, síld, kol- munna og makríl. Á síðasta ári fékk skip- ið 82.300 tonn og er það mesta magn sem veiðst hefur á einu ári. Skipstjóri á Berki er Sturla Þórðarson. Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir Afmælisbarnið Börkur NK í heimahöfn á Neskaupstað. Börkur NK ber aldurinn vel Í SÍLDARRANNSÓKN á haf- rannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni sem nú stendur yfir hefur fundist töluvert af kynþroska síld, mest í Kolluál. Með þessu er aflétt þeirri óvissu sem verið hefur um ástand síldarstofnsins en Hafrannsókna- stofnunin mun kynna niðurstöður leiðangursins þegar nánari greining gagna liggur fyrir. Veiðar á íslensku sumargotssíld- inni hafa gengið treglega á undan- förnum árum og því verið uppi nokkrar efasemdir um mat Hafrann- sóknastofnunarinnar á stærð stofns- ins. Síðastliðin tvö ár hefur jafn- framt gengið erfiðlega að meta stærð veiðistofns síldar með berg- málsaðferð, m.a. þar sem útbreiðslan hefur verið óvenjuleg. Ekki hefur heldur tekist að finna vetursetu- stöðvar síldarinnar síðastliðin ár og var sú síld sem fannst mjög dreifð. Þá hefur aðalútbreiðslusvæðið færst frá Austfjörðum til svæðisins út af Suðvestur- og Vesturlandi. Í síldarrannsóknum á rannsókna- skipinu Árna Friðrikssyni í nóvem- ber og desember á síðasta ári fannst, líkt og árin á undan, lítið af stórsíld. Var hún jafnframt dreifð og greini- lega ekki komin í vetursetuástand. Því var ákveðið að fara af stað að nýju í byrjun febrúar til að freista þess að mæla stærð veiðistofnsins. Í leiðangrinum var lögð áhersla á að kanna svæðið frá Suðvesturlandi að Vestfjörðum. Enda þótt leiðangri Árna Frið- rikssonar sé enn ekki lokið er ljóst að búið er að finna töluvert af kyn- þroska síld, þ.e. veiðistofninum. Mest var um síldina í Kolluál, norðan við 64°30N. Fundu mik- ið af sum- argotssíld TIL LEIGU Til leigu í þessu glæsilega húsi skrifstofuhúnæði sem uppfyllir allar kröfur til skrif- stofureksturs. Mjög góð staðsetning. Næg bílastæði. Frábært útsýni. 6. hæð ca 430 fm 7. hæð (efsta) 850 fm Upplýsingar veitir Magnús Gunnarsson í s. 588 4477 eða 822 8242 Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30. Frá hugmynd að fullunnu verki Heildarlausnir H ön nu n: G ís li B . Sérfljálfa› starfsfólk Fallegt umhverfi Fyrsta flokks fljónusta Vinna og skemmtun Flughótel Keflavík Hótel Selfoss Hótel Flúðir Hótel Rangá Hótel Hérað Hótel Kirkjubæjarklaustur Hótel Loftleiðir Hótel Esja www.icehotel.is • sími 5050 910 A›sta›a fyrir alla – fundir og ráðstefnur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.