Morgunblaðið - 13.02.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 13.02.2003, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2003 B 11 NFÓLK Hreint ehf. var stofnað árið 1983 og er eitt elsta og stærsta ræstingarfyrirtæki landsins. Auðbrekku 8, 200 Kópavogi, sími 554 6088, hreint@hreint.is, www.hreint.is Nákvæm skilgreining á ræstiþörf, sérvalinn búnaður og gott skipulag Fagleg ræsting er mikilvægur þáttur í viðhaldi atvinnuhúsnæðis. Íburðarmiklar innréttingar, tæknibúnaður og margvísleg gólfefni, krefjast réttra aðferða, áhalda og efna svo vel megi fara. Við ræstingu er gott skipulag og rétt skilgreining á ræstiþörf lykilatriði varðandi kostnað. Þess vegna er ræsting fagmanna ekki bara betri, heldur líka ódýrari. Við erum tilbúin að heimsækja þig og veita þér ráðgjöf í ræstingum án nokkurs kostnaðar eða skuldbindinga. gerir faglega ræstingu ekki bara betri, heldur líka ódýrari Alltaf á þriðjudögum Sérblað alla þriðjudaga Hvernig líst þér á nýja vinnustað- inn, Háskólann í Reykjavík? „Þegar ég sneri heim að námi loknu skynjaði ég strax hversu leið- andi Háskólinn í Reykjavík er á mörgum sviðum. Þegar ég hóf síðan störf hér fékk ég staðfestingu á því hversu einstaklega skemmtilegur og skapandi vinnustaður þetta er og mikið af hæfileikaríku fólki. Það gef- ur manni afar mikið að vinna í svona góðum hópi.“ Þetta er alveg ný staða við skól- ann sem þú varst að taka við. Í hverju felst starfið? „Fyrir mig er þetta draumastarfið þar sem öll mín reynsla og menntun nýtist. Starfið felst í því að hafa yf- irumsjón með MBA-náminu. Ég mun sjá um þróun námsins, ráða kennara til starfa, fá gestakennara að utan og tryggja alþjóðleg tengsl við erlenda skóla sem eru fremstir á sínu sviði. Markmið okkar er að tryggja að við bjóðum MBA-nám sem er samkeppnishæft við bestu skólana erlendis.“ Hvað hefurðu starfað við áður? „Áður en ég kom til starfa hér vann ég hjá EJS Group sem fjár- málastjóri og aðstoðarfram- kvæmdastjóri Hugar. Mér var m.a. falið það skemmtilega hlutverk að leiða samruna tveggja fyrirtækja. Í dag sit ég í stjórn Hugar.“ Þú hefur eflaust ótal nýjar hug- myndir. Mun MBA-námið breytast undir þinni stjórn? „MBA-nám Háskólans í Reykja- vík hefur ákveðna sérstöðu sem byggist á sterkum tengslum við við- urkennda erlenda háskóla. Þannig hefur okkur tekist að bjóða al- þjóðlegt MBA-nám sem stenst er- lendan samanburð. Við erum að leggja línurnar að efla MBA-námið enn frekar, sem felst m.a. í að boðið verður upp á mun meira val. Boðið verður upp á MBA nám við Háskól- ann í Reykjavík í haust. Þeir nem- endur sem þá hefja nám eiga þannig að geta sérhæft sig á sínu áhugasviði og námið þeirra verður öflugra. Við leggjum mikla áherslu á að bjóða alltaf upp á það nýjasta í fræðunum. Við verðum að vera skrefi á undan atvinnulífinu til að vera trúverðug.“ Þetta hlýtur að vera mikil vinna … en lífið er ekki bara vinna. Hvað gerirðu utan hennar? „Fjölskyldan er öll á kafi í skíð- unum. Við fórum til Akureyrar um daginn vegna snjóleysis hér. Þetta er fjölskyldusportið hjá okkur. Svo er ég nýbyrjuð í golfinu líka, en það er nú aðallega svona til að geta hitt manninn minn á sumrin. Mér finnst líka alltaf gaman að hitta vinina yfir rauðvínsglasi.“ Skrefi á undan atvinnulífinu Morgunblaðið/Golli Þórdís Sigurðardóttir Þórdís Sigurðardóttir tók við nýju starfi forstöðumanns MBA-náms við Háskólann í Reykjavík um ára- mótin. Þórdís lauk BA-prófi í stjórnmálafræði frá HÍ 1993 og MA-prófi í rannsóknartengdu námi í félagsfræði frá sama skóla 1998. Fyrir tveimur árum lauk hún svo MBA-námi frá Vlerick Leuven Gent Management School í Belgíu með áherslu á stefnumótun og mann- auðsstjórnun. Þórdís býr í Hafn- arfirði ásamt manni sínum Krist- jáni Vigfússyni og þremur börnum þeirra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.