Morgunblaðið - 17.02.2003, Page 4

Morgunblaðið - 17.02.2003, Page 4
KNATTSPYRNA 4 C MÁNUDAGUR 17. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ KLAUS Toppmöller var í gær sagt upp sem þjálfara Bayer Leverkusen í Þýskalandi. Við starfi hans tekur fyrst um sinn þjálfari áhuga- mannaliðs félagsins. Leverkusen tapaði á laugardag- inn sínum fimmta leik í röð í deild- inni, að þessu sinni á heimavelli fyr- ir Rostock. Forráðamönnum félagsins fannst nóg komið enda má félagið muna sinn fífil fegurri því það lék til úrslita í Meistaradeild- inni í fyrra – tapaði fyrir Real Madrid í úrslitaleik á Hampden park í glasgow, 1:0. Þá misstu leik- menn liðsins Þýskalandsmeist- aratitlinn frá sér til Bayern á loka- sprettinum – í síðustu umferð og tapaði einnig úrslitaleik bik- arkeppninnar í Þýskalandi. Topp- möller látinn fara Heimamenn sóttu mun meira íleiknum og áttu nokkur gullin færi til að skora en þetta var ekki dagur Kevin Phillips, sóknarmanns Sunderland, sem fór illa með mörg færi sem hann fékk. Eina mark leiksins kom á 65. mínútu. Boltinn barst inn í vítateig Sunderland þar sem Heiðar var á milli tveggja varnarmanna heima- liðsins. Dómarinn flautaði og benti á vítapunktinn, sagði Jason Mc- Ateer hafa brotið á Heiðari. Tommy Smith tók spyrnuna en Thomas Sörensen varði. Fögnuður Sunderlandmanna var skammvinn- ur því dómarinn benti aftur á víta- punktinn og sagði að Sörensen hefði verið kominn af marklínunni áður en Smith tók spyrnuna. Smith skoraði í annarri tilraun og þar við sat. „Það var nú eitt að dæma víta- spyrnuna og annað að láta end- urtaka hana. Sjálfsagt var það rétt hjá dómaranum að Sörensen hafi verið kominn af marklínunni, en hvenær eru markmenn ekki komn- ir aðeins út á móti?“ sagði Howard Wilkinson, knattspyrnustjóri Sund- erland, vonsvikinn eftir leikinn. „Dómarinn sagði McAteer eftir leikinn að hann hefði dæmt víti vegna þess að hann hefði notað oln- bogann. Síðan sagði hann að Mc- Ateer hefði lyft hendleggnum! Ég vissi ekki að það væri ólöglegt að lyfta upp hendinni,“ bætti stjórinn við og viðurkenndi að hann væri fokillur yfir að hafa tapað. „Miðað við þróunina í leiknum áttum við þessi úrslit ekki skilið. Við vorum sterkari, fengum fullt af færum en tókst ekki að nýta þau,“ sagði Wilkinson. „Ég er samt ekki að taka neitt frá leikmönnum Wat- ford, þeir komu grimmir til leiks og léku vel. Ég óska þeim til hamingju og góðs gengis í næstu umferð – og vonandi þarnæstu líka,“ sagði stjórinn. Starfsbróðir hans hjá Watford, Ray Kewington, sagði heppnina hafa verið með liði sínu að þessu sinni. „Ég sneri mér undan þegar ég sá að markvörðurinn varði vítið, en varamennirnir sögðu að það ætti að taka spyrnuna aftur. Mér létti þegar Tommy skoraði. Ég reyndi að láta Gavin Mahon taka síðara vítið, en Tommy tók það ekki í mál og sem betur fer skoraði hann,“ sagði stjórinn og hrósaði leikmönn- um sínum fyrir mikla baráttu. Reuters Leikmenn Arsenal fagna marki Edu – Sol Campbell, Lauren, Robert Pires, Edu, Ashley Cole og Francis Jeffers. Reuters Tvítekin vítaspyrna kom Watford áfram HEIÐAR Helguson kom við sögu í sætum 1:0 sigri Watford í Sunder- land á laugardaginn. Sigurmarkið kom úr vítaspyrnu sem dæmd var eftir að brotið hafði verið á Heiðari innan vítateigs. Sunderland er þar með úr leik en Heiðar og félagar komnir áfram í átta liða úrslit bikarkeppninnar. David Beckham varð að játa sig sigraðan á heimavelli. „HEPPNIN var svo sannarlega með okkur að þessu sinni. Fyrir mér var þetta vítaspyrna þegar McAteer braut á mér, en svona lagað gerist svo oft í leikjum án þess að dæmt sé á það og því átti ég alls ekki von á að dómarinn myndi dæma víti – allra síst þar sem við vorum á úti- velli,“ sagði Heiðar Helguson, leik- maður Watford, eftir að lið hans hafði lagt Sunderland í bikarnum á laugardaginn. „Boltinn var sendur inn á víta- teiginn og McAteer bakkar inn í mig og rekur höndina í andlitið á mér. Þetta var ekki olnbogaskot, heldur rétti hann höndina út og rak hana framan í mig. Eins og ég segi tel ég þetta hafa verið réttan dóm en ég átti samt alls ekki von á að dómarinn hefði kjark til að dæma,“ sagði Heiðar. Þess má geta að Mc- Ateer lék nú í fyrsta sinn með Sun- derland síðan í september. Heiðar sagði heimamenn hafa verið miklu betri. „Við sköpuðum ekki neitt í leiknum, nokkrir kross- ar sem hefðu getað endað sem færi en gerðu það ekki. Ég átti til dæmis að ná einum slíkum en gerði ekki. Sunderland fékk hins vegar nokkur fín færi sem ekki nýttust þannig að það ríkir mikil hamingja hjá okkur með að vera komnir áfram í bik- arnum. Það eru mörg ár síðan Watford komst svona langt í keppninni, venjulega höfum við dottið út í fyrsta leik okkar í þriðju umferðinni, en núna erum við komnir mun lengra og það bjargar miklu hjá okk- ur. Félagið er búið að fá mikla pen- inga sem ekki var gert ráð fyrir og það er af hinu góða,“ sagði Heiðar. Spurður um óskamótherja í næstu umferð, en dregið verður til hennar í hádeginu í dag, sagði Heið- ar: „Ég óska mér fyrst og síðast að fá heimaleik. Það væri ekki leið- inlegt að fá Arsenal eða Chelsea en ég vildi samt frekar fá eitthvert lið sem við eigum raunhæfa möguleika á að komast áfram gegn. Auðvitað getur allt gerst í fótbolta, en ég sé okkur samt ekki fyrir mér slá Ars- enal eða Chelsea út,“ sagði Heiðar. „Heppnin var með okkur“  REMO Nogarotto, formaður ástr- alska knattspyrnusambandsins, kveðst hafa átt hörð orðaskipti við Terry Venables, knattspyrnustjóra Leeds, um þátttöku Harrys Kewells í landsleik Ástralíu og Englands í síðustu viku. Kewell skoraði eitt marka Ástrala í 3:1-sigrinum.  NOGAROTTO segist afar óánægður með afstöðu Venables og meðferð hans á Kewell, en Venables stýrði ástralska landsliðinu á sínum tíma. Nogarotto segir að Kewell hafi til að byrja með verið bannað að taka þátt í landsleiknum, síðan hafi verið reynt að úrskurða hann meiddan, og loks hafði Venables krafist þess að Kewell léki aðeins annan hálfleikinn. KEWELL tók sjálfur af skarið og sagði við Venables að hann myndi leika fyrir þjóð sína, sama hvað hann segði. Samkvæmt enskum fjölmiðl- um andar nú afar köldu á milli þeirra.  PETER Kenyon, framkvæmda- stjóri Manchester United, segir að félagið hyggist bjóða Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóra þess, nýjan langtímasamning á næstunni. Ferguson gerði fjögurra ára samn- ing í fyrra eftir að hann hætti við að hætta og segir Kenyon að þar sem kappinn sé heilsuhraustur og tilbú- inn að vera áfram sé rétt að ganga frá samningi áður en núverandi samningur rennur út.  ROY Keane, fyrirliði Manchester United, upplýsti um helgina að hann ætti á hættu að þurfa að fara í mjaðmaskiptaaðgerð innan fárra ára. Keane gekkst undir aðgerð á mjöðm í haust og hóf keppni á ný fyr- ir fáum vikum. „Læknirinn sagði við mig að það yrði gott ef ég gæti leikið knattspyrnu á ný og hann ræddi þann möguleika við mig að ég yrði að leggja skóna á hilluna,“ sagði Keane.  KEANE fullyrti jafnframt að ákvörðunin um að hætta með írska landsliðinu væri sín að öllu leyti. Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, ætti þar engan hlut að máli en látið hefur verið að því liggja að hann hafi beitt Keane þrýstingi til að gefa út þá yfirlýsingu að hann myndi ekki klæðast lands- liðsbúningi Írlands framar.  FREDRIK Ljungberg getur ekki leikið með Arsenal gegn Ajax í meistaradeild Evrópu annað kvöld eins og vonast var eftir. Hann hefur ekki náð sér að fullu af meiðslum á hásin. Hins vegar eru Dennis Berg- kamp og Gilberto Silva tilbúnir á ný en þeir léku ekki gegn Manchester United, og sama er að segja um Thierry Henry sem kom aðeins við sögu sem varamaður á Old Trafford. FÓLK

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.