Morgunblaðið - 17.02.2003, Síða 7

Morgunblaðið - 17.02.2003, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. FEBRÚAR 2003 C 7 Morgunblaðið/Kristinn Besti leikmaður Aftureldingar í leiknum við Fram, Atli Rún- ar Steinþórsson, var ekki tekinn neinum vettlingatökum af Hjálmari Vilhjálmssyni í vörn Fram. Hjálmar var fastur fyrir og fékk í gær í tvígang tveggja mínútna kælingu fyrir að fara óblíðum höndum um andstæðinga sína. r t Haukastúlkur áttu í miklumvandræðum með að finna leið- ina að marki Stjörnunnar og voru margar sóknir þeirra lítt sannfær- andi, mest reynt að keyra inn í vörn gestanna og vona hið besta. Þær skoruðu fyrstu tvö mörkin með skotum utan teigs og hraðaupphlaupin brugðust. Garðbæingar byrjuðu betur með tveimur mörkum Svanhildar Þeng- ilsdóttur og áttu góðan kafla strax eftir hlé en síðan var eins og leik- mönnum þætti nóg komið með 11:9- forskot og beina brautin framundan. Þeir brenndu sig laglega á því því Haukar unnu upp forskotið, komust yfir og eru ólíklegastir allra liða til að hleypa þeim inn í leikinn á ný. „Við vitum að okkar styrkleikur er að skora mörk en þeirra að fá ekki á sig mörk svo að við reyndum að keyra upp hraðann en þær náðu eiginlega að halda leiknum á sínum hraða,“ sagði Inga Fríða Tryggva- dóttir, sem átti góðan leik á línunni hjá Haukum. „Þetta hafðist en var mjög erfitt. Það var ekki skorað mikið fyrir hlé en svo kom þetta hjá okkur í síðari hálfleik. Það bætti upp að Bryndís kom inn á með glæsibrag og þannig hófst þetta.“ Bryndís markvörður átti stórleik með þrjú varin vítaskot, Brynja Steinsen hélt spilinu oft gangandi auk þess sem Inga Fríða, Tinna og Harpa Melsteð voru ágætar. „Við lögðum upp með að stöðva hraðaupphlaup og loka fyrir send- ingar inn á línuna á Ingu Fríðu, sem þær gefa mikið á, enda fórum við þess vegna í flata vörn en við gáfum svo leikinn frá okkur eftir hlé,“ sagði Margrét Vilhjálmsdóttir eftir leikinn. Jelen Jovanovic markvörð- ur stóð fyrir sínu, Svanhildur Þeng- ilsdóttir kom sterk inn á línuna eins og Margrét. Amela Hegic átti einnig góðan leik, vinnur vel en stundum eru félagar hennar ekki samstiga. Haukastúlkur sigu fram úr í lokin Eins og oftast þegar Haukar og Stjarnan eigast við er taugaspenna mikil enda var lengi vel öll áhersla á varnarleikinn þegar liðin mætt- ust á Ásvöllum í gærkvöldi. Það var ekki fyrr en á lokamínútunum að Haukastúlkur sigu fram úr og sigruðu 18:16 eftir að átta sóknir Stjörnustúlkna fóru forgörðum. Stefán Stefánsson skrifar  GUÐFINNUR Kristmannsson skoraði 6 mörk fyrir Wasaiterna sem gerði jafntefli, 28:28, við Warta í sænsku 1. deildinni í hand- knattleik á laugardaginn. Þetta var fyrsta stig Wasaiterna í fjórum leikjum í síðari hluta deildakeppn- innar þar sem neðstu lið úrvals- deildarinnar leika ásamt efstu lið- um 1. deildar frá fyrri hlutanum.  RÓBERT Gunnarsson skoraði tvö mörk og Tjörvi Ólafsson eitt þegar lið þeirra, Århus GF, vann góðan sigur á GOG, 32:30, í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gærkvöld. Århus GF er í fimmta sæti með 19 stig, jafnmörg og Aal- borg HSH sem er í fjórða sætinu. Kolding er efst með 27 stig en GOG og Skjern koma næst með 22 stig hvort.  MICHAL Tonar, fyrrverandi landsliðsmaður Tékklands og leik- maður með HK á árum áður, er markahæsti leikmaður þýsku 2. deildarinnar í handknattleik. Hann hefur skorað 171 mark fyrir Aue. Tonar sagði við Handball-World um helgina að ekki væru lengur not fyrir sig í tékkneska landslið- inu. Rüdiger Jurke, þjálfari Aue, er hins vegar hæstánægður og segir Tonar besta sóknarmann 2. deildar.  GYLFI Gylfason skoraði 3 mörk fyrir Wilhelmshavener sem tapaði fyrir Gummersbach í Þýskalandi, 35:30. Kyung-Shin Yoon skoraði 13 mörk fyrir Gummersbach í leiknum.  CHRISTIAN Schwarzer stóð undir nafni sem besti leikmaður HM í Portúgal þegar Lemgo sótti Minden heim í grannaslag. Schwarzer var illviðráðanlegur á línunni og skoraði 8 mörk í sigri Lemgo, 30:22. Gústaf Bjarnason leikur sem kunnugt er ekki meira með Minden vegna meiðsla.  EINAR Örn Jónsson skoraði eitt mark fyrir Wallau-Massenheim sem tapaði á heimavelli, 25:28, fyr- ir HSV Hamburg.  DÖNSKU leikmennirnir voru í aðalhlutverkum hjá Flensburg sem vann Göppingen auðveldlega á úti- velli, 35:26. Sören Stryger skoraði 7 mörk og þeir Lars Krogh-Jeppe- sen og Joachim Boldsen 6 hvor.  JAN Filip, tékkneski hornamað- urinn, var markahæsti leikmaður helgarinnar í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Hann skoraði 15 mörk fyrir Nordhorn sem sigraði N-Lübbecke, 38:29, í gær.  JÓN Andri Finnsson lék ekki með Aftureldingu gegn Fram í gær vegna meiðsla. Þá var Har- aldur Þorvarðarson, línumaður Fram-liðsins, heldur ekki með fé- lögum sínum.  BJARKI Sigurðsson, þjálfari Aftureldingar, lék ekki með læri- sveinum sínum í gær. Lét hann nægja að stjórna þeim af festu frá hliðarlínunni. FÓLK Hafnfirðingar byrjuðu á að reynaað keyra upp hraðann og gerðu tvö mörk á fyrstu mínútun- um en fylgdu því ekki eftir og Garðbæingum, sem voru einbeittir í byrjun, tókst gott betur en að standa í þeim og náðu 10:9-forystu eftir 19 mínútur. Þá var gestunum tvívegis vísað út af fyrir litlar ef einhverjar sakir og það virtist slá þá nokkuð út af lag- inu. Það er nokkuð sem Haukar gerþekkja og á meðan Garðbæingar voru að jafna sig komu sex hafn- firsk mörk í röð. Hlutskipti Stjörnumanna var því að reyna að vinna upp slíkt forskot og þeir reyndu til að byrja með en réttan baráttuanda skorti. Snemma í síðari hálfleik leystist leikurinn síðan end- anlega upp og mildi að menn fóru ekki að brjóta hömlulaust af sér því dómarar héldu sínu striki og menn vissu oft ekki hverju þeir áttu von á þegar blásið var í flautuna. Haukar sýndu góða seiglu, vissu sem var að með þolinmæði og með því að halda uppi hröðum leik myndu mótherjar þeirra fyrr eða síðar misstíga sig. Það gerðist og Garðbæingum var um leið refsað rækilega með nokkrum mörkum í röð, og Haukar juku forskot sitt jafnt og þétt. Pétur Magnússon sýndi oft skemmtileg tilþrif og góð- an samleik með línumanninum Vigni Svavarssyni. Jón Karl Björnsson stal þó senunni þegar hann kom inn á eftir hlé og skoraði átta mörk. „Við ætluðum að keyra upp hraðann eins og gerðist eftir hlé og reyna að rúlla þannig yfir þá. Við fengum mikið af hraðaupp- hlaupum og þá fer svona,“ sagði Jón Karl. Stjarnan byrjaði vel en náði ekki að halda út. „Við byrjum vel með góða einbeitingu og náðum forystu en þá gerðist það sem mátti ekki gerast,“ sagði Sigurður Gunnars- son, þjálfari Stjörnunnar. „Þegar við hættum að spila agað er okkur refsað og það getum við ekki leyft okkur. Við ætluðum að stöðva Pauzuolis, spila agaðan sóknarleik og stilla vel upp í leikkerfin. Það gekk vel og vörnin var í lagi en þá skoruðu þeir úr hraðaupphlaupum, sem við ætluðum að forðast. Svo þegar við fórum illa með sóknir okkar, þar á meðal hraðaupphlaup, og þeir komust í sókn til að skora náðu þeir umtalsverðri forystu og slepptu ekki takinu.“ Framan af voru Þórólfur Nielsen og Agnar Agnarsson lykilmenn í sókn Stjörnunnar auk þess sem Árni Þorvarðarson varði vel en David Kekelia kom til eftir hlé. Vil- hjálmur Halldórsson stóð vörnina en tók þátt í sókninni í lokin og skoraði fjögur mörk. Skrápur Hauka þykkari DÓMARARNIR voru í aðalhlutverkum í leik Hauka og Stjörnunnar á Ásvöllum í gærkvöldi. Með tilviljunarkenndum brottrekstrum og ósamræmi í störfum sínum hvarf einbeiting leikmanna beggja liða jafnt sem stuðningsmanna út í veður og vind svo að botninn var dottinn úr leiknum áður en blásið var til leikhlés. Vængbrotið lið Stjörnunnar mátti síður við því en skrápur þrautreyndra Hauka reyndist nægilega þykkur til að sigra 37:26. Stefán Stefánsson skrifar RÚNAR Sigtryggsson og félagar í Ciudad Real unnu góðan útisigur á Portland, 26:22, í toppslag í spænska handknattleiknum í gær. Liðin voru jöfn að stigum en Ciudad Real er nú eitt í öðru sætinu með 30 stig eftir 17 umferðir, stigi á eftir Barcelona sem vann Teucro, 33:25. Portland er með 28 stig og Ademar Leon 27. Rúnar var ekki á meðal markaskorara Ciudad Real en flest marka liðsins gerði spænski lands- liðsmaðurinn Alberto Entrerríos, sjö talsins. Ciu- dad náði sjö marka forskoti í byrjun, 9:2, og Port- land tókst aldrei að jafna metin. Heiðmar Felixson skoraði 2 mörk fyrir Bidasoa sem gerði jafntefli við Baracaldo á heimavelli, 27:27. Heiðmar kom Bidasoa yfir mínútu fyrir leikslok en gestirnir náðu að jafna. Bidasona er í 11. sæti af 16 liðum í 1. deildinni með 12 stig. Góður sigur Ciudad Real Rúnar Sigtryggsson CONVERSANO, lið Guðmundar Hrafnkelssonar, varð í gær ítalsk- ur bikarmeistari í handknattleik með því að vinna Prato í úrslita- leik, 24:19. Guðmundur lék ekki með en eins og oft áður komst hann ekki að vegna fjölda erlendra leikmanna í liðinu. Júgóslavneska stórskyttan Blazo Lisicic var í að- alhlutverki hjá Conversano og skoraði 7 mörk í leiknum. Lino Cervar, þjálfari Convers- ano, heldur því sigurgöngunni áfram en hann leiddi Króata til heimsmeistaratignar í Portúgal á dögunum. Convers- ano vann bikarinn nn da s. HANDKNATTLEIKUR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.