Morgunblaðið - 17.02.2003, Qupperneq 12
BJÖRGVIN Björgvinsson,
skíðamaður frá Dalvík, hafn-
aði í 34. sæti í svigi á heims-
meistaramótinu í St. Moritz í
Sviss í gær. Hann fékk sam-
anlagðan tíma 1.47,49 mín. og
varð 6,83 sek. á eftir heims-
meistaranum Ivica Kostelic
frá Króatíu. Alls komust 64
keppendur í báðar umferð-
irnar. Björgvin fór fyrri ferð-
ina á 54,31 sekúndu og varð í
44. sæti, en tókst að feta sig
upp um tíu sæti í síðari ferð-
inni. Björgvin fékk 38,68 fis-
stig fyrir árangur sinn.
Björgvin í
34. sæti í
St. Moritz
FÓLK
GUÐMUNDUR Gunnarsson,
kylfingur og skipstjóri, varð fyrstur
Íslendinga til að fara holu í höggi á
þessu ári eftir því sem best er vitað.
Draumahöggið sló hann á 12. braut
á Burapha-vellinum á Pattaya í
Taílandi en þar er hann í golfferð
með Úrvali/Útsýn ásamt 50 öðrum
Íslendingum. Guðmundur varð sex-
tugur í vikunni og því má segja að
þetta hafi verið skemmtileg afmæl-
isgjöf sem hann gaf sjálfum sér.
TRYGGVI Guðmundsson var
maðurinn á bak við sigur Stabæk á
Vålerenga, 2:0, í æfingaleik norsku
úrvalsdeildarliðanna í knattspyrnu
á laugardaginn. Tryggvi skoraði
bæði mörk Stabæk í síðari hálfleik,
það fyrra með skalla og það síðara
eftir að hafa komist einn gegn
markverði Vålerenga.
VIKTOR B. Arnarsson lék síð-
asta hálftímann með TOP Oss sem
vann Dordrecht á útivelli, 2:1, í hol-
lensku 1. deildinni í knattspyrnu á
föstudagskvöldið.
ÖRVAR Eiríksson, lykilmaður
Dalvíkinga í knattspyrnunni um
árabil, skoraði tvö fyrstu mótsmörk
sín fyrir KA á laugardaginn þegar
liðið vann Tindastól, 5:0, í Norður-
landsmótinu í Boganum á Akur-
eyri. KA hefur unnið alla fjóra leiki
sína í mótinu og á aðeins eftir að
leika við erkifjendurna í Þór sem
hafa aðeins leikið tvo leiki og unnið
báða.
KEFLAVÍK sigraði Njarðvík, 3:0,
í úrslitaleik ÍAV-mótsins í knatt-
spyrnu í Reykjaneshöll í gær.
Magnús S. Þorsteinsson, Haraldur
F. Guðmundsson og Einar Ottó
Antonsson skoruðu mörkin.
VILHJÁLMUR R. Vilhjálmsson
skoraði tvívegis fyrir 1. deildarlið
Stjörnunnar sem vann úrvalsdeild-
arlið FH, 4:1, í leik um þriðja sætið.
ARJAN Kats, hollenskur knatt-
spyrnumaður, lék með 1. deildarliði
Njarðvíkur í ÍAV-mótinu. Hann
dvelur í Reykjanesbæ vegna náms í
sjúkraþjálfun og spilar væntanlega
með Njarðvíkurliðinu í sumar.
ÁRNI Gautur Arason, landsliðs-
markvörður í knattspyrnu, verður á
varamannabekk Rosenborg í dag
þegar norsku meistararnir mæta
San Jose frá Bandaríkjunum í
fyrsta leik La Manga-bikarsins á
Spáni. Espen Johnsen, keppinautur
hans um stöðuna, fær tækifæri til
að sýna sig og sanna.
ÅGE Hareide, þjálfari Rosen-
borg, segir að í augnablikinu sé
Johnsen betri, þar sem Árni Gautur
sé ekki kominn fyllilega í gang eftir
aðgerð fyrr í vetur. „Árni verður að
ná sama styrk og í fyrra og það veit
hann sjálfur,“ segir Hareide, en af-
tekur að það muni bitna á Íslend-
ingnum að hann sé ekki enn búinn
að gera nýjan samning við félagið.
Tékkinn Roman Sebrle sigraðimeð nokkrum yfirburðum í
mótinu, hlaut 6.228 stig en gestgjaf-
inn Erki Nool krækti sér í annað
sætið á lokasprettinum, skaust þá
upp fyrir Jón Arnar og fékk 6.044
stig. Jón Arnar hafði lengstum ver-
ið í öðru sæti en í næstsíðustu
greininni, stangarstökkinu vippaði
Nool sér yfir 5,25 metra á meðan
Jón Arnar fór yfir 4,85. Þarna fékk
Nool 33 stigum meira en Jón Arnar
og dugði það honum til að halda í
annað sætið því þrátt fyrir ágætt
1.000 metra hlaup hans náði hann
ekki að stinga heimamanninn af.
Erki Nool sýndi mikla baráttu í
þrautinni, byrjaði vel og var með
forystu eftir fyrstu grein en Sebrle
og Jón Arnar stukku framúr honum
í langstökkinu og í kúlunni datt
hann niður í fimmta sætið. Hann
gafst ekki upp, enda vel studdur af
fjölmörgum áhorfendum og eftir
fyrri daginn var hann í fjórða sæti.
Ekki náði hann sér á strik í fyrstu
grein sunnudagsins, 60 metra
grindahlaupi og datt á ný niður í
fimmta sæti. Nú var komið að hans
grein, stangarstökkinu og þar
skaust hann upp í annað sætið og
hélt því í 1.000 metra hlaupinu þó
hann yrði aðeins á eftir Jóni Arnari.
Sex bestu sjöþrautarmenn
heims, sem eru í efstu sætum viku
eða tíu dögum fyrir mót, er boðin
þátttaka á HM í Birmingham og
verður að telja Jón Arnar líklegan
til að fá boðskort. Ljóst er að Lev
Lobodin frá Rússlandi kemst þang-
að enda fékk hann 6.412 stig á móti
í heimalandi sínu á dögunum og er
það besti árangur ársins. Sebrle
kemst líka þangað á 6.228 stigunum
sem hann fékk um helgina og Erki
Nool er með þriðja besta árangur-
inn, 6.004 stig. Næstir koma Jón
Arnar og Rússinn Alexandr Pog-
orelov. Þar sem stutt er í mót og til-
tölulega fá fjölþrautarmót eftir
verður að telja líkurnar á að Jón
Arnar hafi tryggt sér rétt til keppni
í Birmingham miklar. Raunar verð-
ur sænska meistaramótið um næstu
helgi og um aðra helgi verður það
austurríska og aldrei er að vita
hvað Bandaríkjamenn gera. En
ætli menn sér upp fyrir þá Jón Arn-
ar og Pogorelov verða þeir að gera
virkilega vel.
Jón Arnar hefur tekið þátt í öll-
um sex Erki Nool mótunum, en
kappinn hóf að bjóða bestu tug-
þrautarmönnum heims á þetta mót
í Tallinn árið 1998. Jón Arnar hefur
tvívegis orðið í öðru sæti, 2000 með
6.149 stig og í fyrra þegar hann
hlaut 5.886 stig. Fyrsta árið varð
hann í 5. sæti með 5.831 stig, árið
eftir, 1999 varð hann sæti ofar með
5.986 stig, síðan kom annað sætið
en 2001 endaði hann í 5. sæti með
6.056 stig og 6.028 stig um helgina
dugðu í þriðja sætið.
Þess má að lokum geta að Ís-
landsmet Jóns Arnars í sjöþraut er
6.293 stig og það setti hann á HM í
Japan árið 1999.
Morgunblaðið /RAXJón Arnar Magnússon stóð sig vel í Tallinn.
Jón Arnar og Erki Nool hafa
oft háð harða keppni.
Nool stökk
fram úr
Jóni
Arnari
JÓN Arnar Magnússon fjöl-
þrautarkappi varð í þriðja sæti
á Erki Nool sjöþrautarmótinu
sem fram fór í Tallinn í Eistlandi
um helgina. Jón Arnar fékk
6.028 stig sem gætu dugað
honum til að komast á Heims-
meistaramótið sem fram fer í
Birmingham um miðjan næsta
mánuð, en þar keppa sex bestu
sjöþrautarmenn heims.
TALSVERÐ spenna ríkti meðal
knattspyrnuáhugamanna í Münc-
hen á laugardaginn því þá var sann-
kallaður nágrannaslagur þegar
1860 tók á móti Bayern. Hafi
heimamenn gert sér vonir um gott
gengi fauk það allt út í veður og
vind – en þó ekki fyrr en í síðari
hálfleik.
Skemmst er frá því að segja að
eftir tiltölulega jafnan fyrri hálfleik
þar sem ekkert var skorað tóku
gestirnir sig til eftir hlé og rúlluðu
yfir heimamenn. Þar fór Mahmet
Scholl fremstur í flokki, skoraði
glæsilegt mark úr aukaspyrnu á 58.
mínútu, annað níu mínútum síðar
og fullkomnaði síðan þrennuna á
80. mínútu. Tvö mörk önnur litu
dagsins ljós í nepjunni í München á
laugardaginn og bæði voru gerð í
mark heimamanna.
„Við gerðum allt rétt í fyrri hálf-
leik en síðan kom Mehmet með
þetta stórglæsilega mark og það
kom Bayern á fulla ferð, skrið sem
við réðum hreinlega ekkert við,“
sagði Peter Pacault, þjálfari heima-
manna, eftir leikinn.
Bæjarar eru á mikilli siglingu og
forysta liðsins hélst óbreytt, átta
stig, við þennan stórsigur þar sem
Dortmund vann sinn leik. Ottmar
Hitzfeld, þjálfari liðsins, er þó ekki
sammála þeim sem segja að liðið sé
óstöðvandi í deildinni. „Þrátt fyrir
þennan góða sigur hefur ekkert
breyst í deildinni því Dortmund
vann líka og það er okkar helsti
keppinautur,“ sagði þjálfarinn.
Bæjarar hafa ekki unnið ná-
granna sína svona stórt síðan árið
1980 þegar þeir unnu 6:1.
Í Dortmund tóku heimamenn á
móti Þórði Guðjónssyni og félögum
í Bochum og unnu 4:1, góður sigur
fyrir Evrópuleikinn við Real Madr-
id á miðvikudaginn. „Þetta var
virkilega skemmtilegt og við sýnd-
um að við getum leikið mjög vel,“
sagði Torsten Frings, miðjumaður
hjá Dortmund, sem skoraði tvívegis
úr vítaspyrnum sem liðið fékk.
Heimamenn byrjuðu þó ekki vel því
gestirnir komust yfir strax á 8. mín-
útu. Þórður lék allan leikinn með
Bochum. Heimamenn sóttu mikið í
leiknum en fóru illa með færin og
það nýttu gestirnir sér til fullnustu.
Sigurganga Stuttgart var stöðv-
uð en liðið, sem er mjög ungt, var
óvænt komið í þriðja sætið í deild-
inni. Schalke vann 2:0 og skaust
upp fyrir Stuttgart í töflunni.
Auðveldur nágranna-
slagur í München