Morgunblaðið - 19.02.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.02.2003, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 2003 B 11 bílar HÖNNUÐUR Ferrari-liðsins, Rory Byrne, segist hafa með 2003-bíl liðsins hannað besta bíl Ferrari til þessa og tæknistjórinn Ross Brawn segir hann stærsta skref sem nokkru sinni hafi verið stigið í bílsmíði í herbúðum Ferrari. Segir hann markmiðið að vinna fleiri mót en í fyrra er Ferrari vann 15 mót af 17 sem þýðir að Michael Schumacher og Rubens Barrichello verða sín á milli að vinna öll mót ársins, því þeim hefur fækkað úr 17 í 16. Eyk- ur það á bjartsýni Ferrari-manna að Schu- macher setti brautarmet þrjá daga af fjórum sem hann ók nýja bílnum í einkabraut Ferrari í Fiorano í síðustu viku. Mikil bjartsýni ríkti í röðum forsvarsmanna Ferrari er 2003-bíll liðsins var sviptur hulunni í verksmiðjum liðsins í Maranello. Ekkert annað komst að en að vinna heimsmeist- aratitla einnig í ár sem hin síðustu og ýtir yf- irlýsing Byrne um að hann hafi hannað besta bíl Ferrari til þessa – svo og metaslátta Schu- machers – undir væntingar í þá veru. 49. bíll Ferrari Bíllinn er sá 49. sem Ferrari smíðar til keppni í Formúlu-1 og er hann nefndur F2003-GA til heiðurs FIAT-stjóranum og leið- arljósi keppnisliðsins í áratugi, Gianni Agnelli. Byrne segir hönnunarforsendur F2003-GA bílsins í grundvallaratriðum þær sömu og lágu til grundvallar 2002-bílnum, einkum hvað varðar skilvirkni loftafls og loftflæðis bílsins. Þó hafi verið leitast við – og tekist – að lækka þyngdarpunkt hans sem mest og hámarka bæði afköst dekkja og nýju 052-vélarinnar. Byrne sagði engu að síður að margir þættir bílsins hafi verið endurskoðaðir frá grunni til þess að hann gæti tekið forvera sínum fram. Ekki hafi verið hægt að þróa vissa hluta 2002- bílsins meira. Á myndum má sjá að tekist hef- ur að pakka betur saman vélbúnaði undir skinni bílsins því – einkum aftan við ökuþór – er hann áberandi aðskornari, eða þveng- mjórri, en fyrr sem bætir mjög loftstreymi um bílinn. Bætt loftflæði Hliðarbelgirnir eru sporöskjulaga að fram- an en ílengjast aftanvert og eru mun umfangs- minni, ávalari og mótaðir að innvolsi bílsins en fyrr, er þeir voru mun kasssalagaðri. Þar virð- ist nýi Ferrari-fákurinn hvað frábrugðnastur öðrum keppnisbílum. „Undirvagninn, hliðarbelgirnir, fyr- irkomulag vatnskassanna og innanverð aft- urfjöðrunin eru alveg ný hönnun og bæta bæði loftflæði um bílinn og kælingu hans. Þá erum við ennþá að þróa nokkra þætti, þar á meðal framvænginn, vindskeiðar, bremsutrektir og hluta afturfjöðrunarinnar; hluti sem við byrj- um að prófa við bílprófanir á næstu þremur til fjórum vikum og ættu að bæta afköst bílsins frekar,“ sagði Byrne. Þá segir Byrne, að þótt gírkassinn í 2003- bílnum sé í aðalatriðum þróaður út frá kassa 2002-bílsins sé hann mun styttri, mjórri og léttari, en hann er smíðaður úr títanmálmi. Gírarnir hafa verið endurhannaðir til að spara vigt og auka endingu þeirra. Þá hafi skiptingin verið þróuð áfram og séu gírskiptingar orðnar enn hraðari. Nýtt skref fram á við hafi verið stigið í þeirri viðleitni að samþætta vélina, gír- kassann og afturfjöðrunina. Aflstýri bílsins hefur verið endurhannað frá grunni og frumgerð þess reynd með góðum árangri við bílprófanir í 2002-bílnum und- anfarna mánuði. Hið sama er að segja um nýj- an rafeindastýribúnað vélkerfa bílsins sem sagður er taka þeim fyrri fram að vinnslugetu og -hraða sem gefi möguleika á betri stýring- um á mótor og gírkassa. Samverkan bíls og barða Einnig segir hönnuðurinn að nánara sam- starf við sérfræðinga Bridgestone-fyrirtæk- isins hafi aukið tæknimönnum Ferrari skiln- ing á samverkan bíls og barða og gert þeim kleift að ná betri nýtingu úr úr dekkjunum með endurhönnun bæði fram- og afturfjöðr- unar. Þannig hafa innri endar afturfjöðrunarinnar tekið stakkaskiptum og demparakerfi hennar sé alveg nýtt og aðrir hlutar endurbættir eða smíðaðir úr alveg nýjum efnum eða með öðr- um smíðisaðferðum í þeim tilgangi að létta fjöðrunarkerfið. Trjóna bílsins, sá hluti hans sem er framan stjórnklefans, virðist nánast óbreytt frá í fyrra en þó virðist nefið slúta ör- lítið meira niður. Mikil vinna hefur verið lögð í að lækka þyngdarpunkt F2003-GA bílsins og bæta þyngdardreifingu. Og með því að ná fram þyngdarbætingu með léttari málmum við smíðina fæst enn meira svigrúm til að bæta uppsetningu bílsins og hámarka veggrip og rásfestu eftir brautaraðstæðum hverju sinni með aukinni kjölfestu. Því léttari sem bíllinn er því meiri kjölfestu hefur liðið að spila úr þar sem bíllinn verður að vera að lágmarki 600 kíló með ökuþór þegar í mark er komið í kapp- akstri. Hermt er að Ferrari hafi tekist að létta bílinn það mjög að liðið hafi úr hvorki meira né minna en 80 kílóum af kjölfestu að spila til að dreifa um bílinn eftir því sem hentar best. „Fyrir ári spáði ég því að F2002-bíllinn ætti eftir að reynast besti kappakstursbíll Ferrari frá upphafi – og það gekk eftir. Öll okkar við- mið hafa náðst eða verið betrumbætt [við prófanir í vindgöngum] svo ég þykist öruggur með að hann verði besti Formúlu-1 bíll Ferr- ari frá upphafi,“ sagði Byrne. Þvengmjór Ferrari-bíllinn sagður sá besti til þessa Reuters Nýr Ferrari F2003GA. GA er til heiðurs Gianni Agnelli, fyrrverandi hæstráðanda hjá Fiat. Heimsmeistarinn Michael Schumacher tyllir sér á barða nýja bílsins. Gallerý Bón Grensásvegi 11 (Skeifumegin) sími 577 5000 Alþrif • innanþrif • hraðþvottur • teflon mössun og djúphreinsun Tökum breytta bíla allt að 44“ Allt handunnið Smiðjuvegi 32 • rauð gata Sími 587 2930 Vagnhöfða 6 - 110 Reykjavík Sími 577 6090 - Fax 577 6095 Eigum til vatnskassa/bensíntanka og miðstöðvar, ásamt aukamiðstöðvum ætluðum bifreiðum/bátum og vinnuvélum. Einnig intercoolera í vörubíla og vinnuvélar. BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR Eldvarnar- hurðir Öryggis- hurðirÁrmúla 42 - sími 553 4236 netfang: glofaxi@simnet.is Hurðir til á lager Smíðað eftir máli TRUKKURINN EHF. BÍLA OG VÉLAVERKSTÆÐI Óseyri 8, 603 Akureyri sími 462 3010, fax 462 3020 Gsm 24h 898 2459 www.trukkurinn.is trukkurinn@trukkurinn.is LoadMaster vejesystemer Þjónustuumboð vélasviðs Heklu G.T. ÓSKARSSON Vörubílavarahlutir Vesturvör 23, 200 Kópavogi sími 554 6000. Varahlutir — hagstætt verð Gabriel höggdeyfar, drifliðir, drifliðshosur, vatnsdælur, vatnslásar, stýrisendar, spindilkúlur, tímareimar, sætaáklæði, ökuljós o.fl. Bíldshöfða 14 • sími 567 6744 HJÓLASTILLUM JEPPA Á STÓRUM DEKKJUM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.