Morgunblaðið - 24.02.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.02.2003, Blaðsíða 3
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2003 B 3 „VIÐ komum rétt innstilltir til leiks, spennustigið var rétt enda bjuggum við okkur afar vel undir leikinn,“ sagði Vil- helm Gauti Bergsveinsson, fyrirliði HK, rétt eftir að hann hafði farið fyrir liði sínu og tekið við bikarnum í leikslok. „Við komum afslappaðir en samt ákveðnir í leikinn og náðum fljótlega góðum tökum á honum. Eftir það fannst mér aldrei vera neinn vafi á að sig- urinn félli okkur í skaut,“ sagði Vilhelm og bætti því við að leikmenn HK hefðu ekkert „kortlagt“ leik Aftureldingar fyrir leikinn. „Á síðustu dög- unum undirbúningsins horfð- um við ekki á einn einasta leik með Aftureldingu og ræddu ekkert saman um liðið og leik þess. Við hugsuðum bara um okkur sjálfa og engan annan. Eina atriðið sem við þurftum að einbeita okkur að vorum við sjálfir, það er að koma með réttu hugarfari til leiks,“ sagði Vilhelm ákveðinn. Vilhelm segir að HK-liðið hafi mætt með einfalda en ár- angursríka leikaðferð til leiks. „Við ákváðum að leika 5/1 vörn gegn Bjarka [Sigurðs- syni] þegar hann væri á miðj- unni, ef ekki þá ætluðum við að leika með varnarmann úti á móti Sverri [Björnssyni] eða Hauki [Sigurvinssyni]. Þetta var það eina sem var lagt fyrir okkur í vörninni og það gekk vel og sést best á því að Aftur- elding skoraði aðeins 21 mark. Síðan var bara að hafa kollinn í lagi, hugsa rökrétt og þenja ekki taugarnar fram úr hófi,“ sagði Vilhelm sem er meira og minna uppalinn innan raða HK. Vilhelm sagði því að það væri afar ákaflega gaman að taka þátt í þessu ævintýri, tryggja HK sinn fyrsta sigur í stórkeppni í fullorðinsflokki. „Þetta er afar sætt, ekki síst í ljósi sögunnar því faðir minn var einn þeirra sem tóku þátt í stofna HK á sínum tíma,“ sagði Vilhelm Gauti Berg- sveinsson, fyrirliði HK sig- urreifur í leikslok í Laug- ardalshöll. Hugs- uðum bara um okkur sjálfa leikmenn mínir tóku á spennunni sem leiknum fylgdi. Þar skipti góður undirbúningur miklu máli auk þess sem ég hef góða reynslu úr úrslita- leikjum bikarkeppninnar, tók þátt í fjórum slíkum leikjum sem aðstoð- arþjálfari KA á sínum tíma. Ég tel mig því vita nokkuð vel hvernig ber að búa sig undir úrslitaleik og von- andi hef ég getað miðlað eitthvað af reynslu minni til strákanna.“ Þið lögðuð ríka áherslu á það í leiknum að stöðva Bjarka Sigurðs- son, ekki satt? „Ég var hræddastur við Bjarka og Sverri Björnsson. Taldi þá vera sterkustu menn Aftureldingar og mennina sem þekkja hvað það er að taka þátt í leikjum sem þessum. Því var megináherslan lögð á að stöðva þá tvo og það lánaðist. Vörn okkar var frábær sem sést best á því að Afturelding skoraði aðeins 21 mark.“ Má aldrei losa tökin Það var vottur af spennu undir lokin þegar Afturelding minnkaði muninn í tvö mörk. Óttaðist þú ekki þá að þið væruð að missa leikinn úr höndum ykkar á lokasprettinum? „Sigurinn var ekki í höfn fyrr en flautað var til leiksloka, við vissum það. Í svona leik má aldrei losa um tökin, þá getur allt farið úr böndum. Þegar þarna var komið sögu þá tók ég leikhlé til þess að stilla strengina á nýjan leik. Afturelding hafði breytt um vörn, var komin lengra fram á leikvöllinn og það reyndist okkur erfitt. Það var nauðsynlegt að taka leikhlé og fara yfir breytta stöðu, sem okkur gekk illa að ráða við, vor- um of ákafir, skutum of snemma á markið. Eftir leikhléið var allt annað upp á teningnum hjá okkur, meiri yf- irvegun og skynsemi var yfir mann- skapnum þannig að við héldum fengnum hlut það sem eftir var leiks- ins.“ Styrkti sú staðreynd ekki sjálfs- traustið í liðinu að ykkur hefur oft og tíðum vegnað vel gegn Aftureldingu? „Það er rétt. Við unnum báða leik- ina í deildinni í vetur og unnum Aft- ureldingu í úrslitum Opna Reykja- víkurmótsins í haust. Auk þess hefur HK gengið vel að ráða við Aftureld- ingu á liðnum árum. Það var því mik- ið sjálfstraust í liði mínu, menn vissu að þeir voru að fara að glíma við and- stæðing sem þeim hefur gengið vel gegn. En á móti kom að umræðan í þjóðfélaginu var þannig að við ætt- um að vinna, við værum stóra liðið í þessum leik. Af því leiddi að pressan var á okkur og það er staða sem HK er ekki vant að vera í. Við þessar að- stæður þurftum við að glíma og tókst vel.“ Allt stórfenglegra að vera þjálfari í úrslitaleik Þú vísar til reynslu þinnar hjá KA, er ekki mikill munur á því að stýra liði sem þjálfari í svona leik en að vera liðsstjóri eins og þú varst hjá KA? „Það er allt miklu stórfenglegra þegar maður er þjálfari í leik sem þessum, blessaður vertu. Þegar maður er aðstoðarmaður þá finnst manni sem maður eigi einhvern þátt í sigrum, en í hlutverki þjálfarans leggur maður línurnar fyrir leikinn og ber ábyrgð á því hvernig liðið leikur. Það er engu líkt í svona leik að sjá atriði ganga upp sem maður hefur lagt vinnu í að æfa með liðinu, það er frábært. Til dæmis má nefna Ólaf Víði Ólafsson. Hann er aðeins 19 ára en leikur að þessu sinni eins og hann hafi að baki tíu ára reynslu í meistaraflokki. Það er bara vegna þess að hann hefur verið rétt búinn undir þetta hlutverk. Þá fær hann fullt leyfi til leika eins og hann lystir. Þegar maður treystir ungu strákun- um, gefur þeim möguleika og segir að þeir hafi fullt traust, eigi að bera uppi leikinn, þá svara þeir traustinu meðal annars á þann hátt sem Ólafur Víðir gerði að þessu sinni. Þetta er málið, það þarf ekki alltaf að hafa hlutina svo flókna,“ sagði Árni Jakob Stefánsson, þjálfari bikarmeistara HK. a kátastur þegar HK fagnaði fyrsta meistaratitli karla í handknattleik Morgunblaðið/RAX Vilhelm Gauti Bergsveinsson, fyrirliði HK, og Árni J. Stefánsson, þjálfari liðsins, hefja bikarinn á loft. SKRIFT iben@mbl.is GUÐMUNDUR Hrafnkelsson, landsliðsmarkvörður í handknatt- leik, sem leikur með ítalska liðinu Conversano, var í Þýskalandi um helgina þar sem hann átti viðræður við forráðamenn þýska 2. deild- arliðsins Kronau/Östringen. Guð- mundur sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær að möguleiki væri á að hann gengi í raðir liðsins í sumar en viðræður milli hans og félagsins væru þó á frumstigi. Guðmundur sá Kronau/Östring- en bera sigurorð af Dormagen í suðurriðli þýsku 2. deildarinnar á laugardaginn og trónir liðið á toppnum, hefur 39 stig í efsta sæti en Düsseldorf er í öðru sæti með 35 stig. Samningur Guðmundar við Con- versano rennur út í vor og sagði Guðmundur nær öruggt að hann yrði ekki áfram hjá liðinu en hann hefur lítið fengið að spreyta sig með liðinu á leiktíðinni. Auk Guð- mundar leika fjórir aðrir útlend- ingar með liðinu en þar sem aðeins má tefla fram fjórum í hverjum leik hefur það verið hlutskipti Guð- mundar að vera fyrir utan liðið. Guðmundur Hrafnkelsson Guðmundur ræddi við Kronau/ Östringen „ÞETTA er stór stund í sögu félags- ins,“ sagði Þorsteinn Einarsson, formaður HK, glaður í bragði þegar ljóst var að hans lið var bikarmeist- ari handknattleik í fyrsta sinni í sögu þess. „Í 33 ár hefur verið unnið mjög gott starf innan félagsins sem hefur falist í því að taka eitt skref í einu eins og vinna á gott starf. Þetta lið okkar sem nú stendur uppi sem sigurvegari í dag er að stærstum hluta byggt upp á leikmönnum sem eru aldir upp hjá félaginu. Þessu til viðbótar eigum við stóra hópa ungra íþróttamanna í yngri flokk- unum þannig að ég fæ ekki betur séð en allt stefni í að hlutirnir geti aðeins batnað hjá okkur, efniviður- inn er fyrir hendi til þess að fylgja þessum sigri eftir,“ sagði Þorsteinn sem taldi engan vafa leik á að þessi dagur væri sá stærsti í sögu HK. „Það vill einnig svo ánægjulega til að þennan sigur ber upp á fæð- ingardag fyrrverandi formanns okkar og eins af stofnendum HK, Þorvarðar Áka Eiríkssonar,“ sagði Þorsteinn og sagðist líta björtum augum til framtíðar fyrir hönd HK, það líði ekki 33 ár þangað til næsti sigur liðsins á stórmóti verði raun- in. „Fyrir leikinn kom ekkert annað til greina en sigur, það er einfald- lega eðli þessa starfs að ná árangri. Nú þegar félagið hefur brotið ísinn þá hefst næsti kafli og ég veit að það verður styttra í næsta stóra bik- ar félagsins,“ sagði formaður HK, Þorsteinn Einarsson. Stærsti dagur í sögu HK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.