Morgunblaðið - 24.02.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.02.2003, Blaðsíða 11
KNATTSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2003 B 11 LEIK AC Milan gegn Torino í ítölsku deildinni í knattspyrnu var frestað á laugardag er síðari hálfleikur átti að hefjast þar sem stuðningsmenn Tor- ino reyndu að komast inná völlinn. Lögreglan þurfti að beita táragasi til þess að hafa hemil á áhorfendum sem rifu upp sæti úr áhorfendastúkum Delle Alpi-vallarins og hentu í átt að leikmönnum sem og lögreglu. Eins og áður segir reyndu áhorfendur að brjóta sér leið inná völlinn en háar girð- ingar eru umhverfis vellina á Ítalíu en slíkar girðingar eru t.d. bannaðar á enskum knattspyrnuvöllum. Luca Palanca dómari leiksins brá á það ráð að fresta leiknum þar sem táragasið hafði áhrif leikmenn beggja liða. Um helgina tilkynnti ríkistjórn landsins hertar aðgerðir gegn óróaseggjum á knattspyrnuvöllum en fregnir um þær aðgerðir náðu ekki eyrum stuðn- ingsmanna Torino sem er í næst neðsta sæti deildarinnar. Allt vitlaust á Delle Alpi Jóhannsson, þjálfari Grindvíkinga, í samtali við Morgunblaðið. „Ég gat stillt upp mínu sterkasta liði. Það eru engin meiðsl í hópnum svo það er um að gera að keyra liðið saman,“ bætti Bjarni við. Eyjamenn gátu hins vegar ekki stillt upp sínu sterkasta liði. Til að mynda vantaði Bjarnólf Lárusson og Hlyn Jóhannesson. Bjarni sagði að landsliðskandítat- ar hefðu staðið í mörkunum – Ólaf- ur Gottskálksson í marki Grindvík- inga og Birkir Kristinsson hjá Eyjamönnum. „Þeir litu vel út báðir og Óli er í mjög fínu standi. Hann Grindvíkingar stilltu upp sínusterkasta liði í gær með Ólaf Gottskálksson á milli stanganna þegar þeir lögðu Eyjamenn, 2:0 í Fífunni. Skotinn Paul McShane skoraði fyrra markið um miðjan fyrri hálfleik og Grétar Hjartarson, markakóngur úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð bætti við öðru í byrj- un síðari hálfleiks. „Úrslitin voru sanngjörn að mínu mati og það voru ágætir kaflar í leiknum. Við erum að vísu búnir að spila lítið á undirbúningstímabilinu og Eyjamenn líka svo leikurinn bar þess svolítið merki,“ sagði Bjarni vantar kannski tvær vikur til að komast í toppform og ég trúi ekki öðru en að hann hljóti að koma til greina í landsliðið,“ sagði Bjarni. Sören með þrennu Danski sóknarmaðurinn Sören Hermansen sem á dögunum gekk til liðs við Þrótt byrjaði vel með Þrótturum þegar liðið sigraði Deildabikarmeistara FH, 4:2, í Fíf- unni á laugardaginn. Hermanson skoraði þrennu fyrir sína menn en Vignir Sverrisson opnaði marka- reikninginn hjá Þróttunum. Þrótt- arar komust í 2:0 en Atli Viðar Björnsson og Emil Sigurðsson jöfn- uðu metin fyrir FH-inga. Þróttarar innsigluðu sigurinn á lokakafla leiksins þegar þeir skoruðu tvívegis og til að bæta gráu ofan á svart fyr- ir FH-inga fékk Sigmundur Ást- þórsson að líta rauða spjaldið. ÍA tapaði fyrir Þór, 1:0, í Bog- anum á Akureyri en Skagamenn unnu KA á föstudagskvöldið á sama stað. Jóhann Þórhallsson skoraði sigurmarkið á 27. mínútu leiksins með hörkuskoti. Mikill hamagangur var í síðari hálfleik og þrívegis lyfti Jóhannes Valgeirsson, dómari, rauða spjaldinu á loft. Kristján Hagalín var sendur í bað fyrir brot og í kjölfarið fékk Ólafur Þórðarson einnig að líta rauða spjaldið fyrir mótmæli en hann var þá nýkominn inná í lið Skagamanna. Jóhann Þór- hallsson fór svo sömu leið á loka- mínútu leiksins þegar hann fékk að líta sitt annað gula spjald. Skaga- menn urðu fyrir áfalli í fyrri hálfleik þegar fyrirliðinn Gunnlaugur Jóns- son fór meiddur af velli. „Ég verð líklega frá í 2-3 vikur en ökklinn er stokkbólginn,“ sagði Gunnlaugur við Morgunblaðið í gær. „Leikurinn við Þór var ansi skrautlegur þar sem dómarinn var í aðalhlutverki. Þórsararnir voru mjög grimmir en við hefðum átt að ná í það minnsta jafntefli,“ sagði Gunnlaugur. Laugardagurinn var ekki happa- drjúgur fyrir Aftureldingu. Hand- knattleiksmenn félagsins lágu fyrir HK í úrslitaleik bikarkeppninnar en fyrr um daginn töpuðu knatt- spyrnumenn Mosfellsliðsins fyrir KR, 3:0. Nýi framherjinn í liði vest- urbæinga, hinn hávaxni Garðar Jó- hannssson, skoraði tvö marka KR og Sigurður Ragnar Eyjólfsson eitt. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ólafur Gottskálksson, markvörður Grindvíkinga, er hér við öllu búinn á milli stanganna í Fífunni í gær enda eins gott því Gunnar Heiðar Þorvaldsson í liði ÍBV er mikill markahrókur. Grindvíkingar höfðu betur í leiknum og lögðu Eyjamenn að velli, 2:0. Þrjú rauð spjöld í sigri Þórs á ÍA FIMM leikir fóru fram í efri deild karla í Deildabikarkeppni KSÍ í knattspyrnu helgina. Tvö lið úr 1. deildinni gerðu sér lítið fyrir og lögðu úrvalsdeildarlið – Þór sigraði ÍA í Boganum, 1:0, þar sem þrjú rauð spjöld fóru á loft og í Egilshöll báru Víkingar sigurorð af Val, 2:1. JENS Lehmann, markvörð- ur Borussia Dortmund úr þýsku 1. deildinni í knatt- spyrnu, á nú vafasamt met eftir leik liðsins um helgina gegn Schalke á útivelli. Leiknum lauk með jafntefli 2:2 en Lehmann var vísað af leikvelli á 80. mínútu fyrir að skammast í samherja sínum Marcio Amoroso. Er þetta í fyrsta sinn sem leikmaður fær að líta rauða spjaldið fyrir að „rökræða“ við sam- herja sinn. Lehmann eign- aðist einnig annað met á laugardaginn þar sem hann hefur nú verið rekinn af velli fjórum sinnum á sínum ferli sem markvörður og er það einu sinni oftar en Oliver Kahn markvörður Bayern München hefur afrekað en hann heldur Lehmann á varamannabekk þýska landsliðsins. Herbert Fandel dómari leiksins sagðist ekki gera greinarmun á orða- skiptum samherja eða mót- herja – Lehmann hefði sýnt af sér óíþróttalega fram- komu og átt það skilið að verða sendur útaf. For- ráðamenn Dortmund sögðu í gær að málið væri úr sög- unni í herbúðum liðsins þar sem leikmennirnir hefðu rætt saman um atvikið eftir leikinn. Lehmann á spjöld sögunnar  LOGI Gunnarsson skoraði 31 stig í sigri Ulm gegn Frankfurt í þýsku 2. deildinni í köfruknattleik. Ulm lék á útivelli en hafði mikla yfirburði í leiknum sem endaði 110:76. Ulm er í öðru sæti suðurriðils deildarinnar, með 36 stig, og á einn leik til góða á Karlsruhe sem er í efsta sæti deild- arinnar með 38 stig. Efsta liðið leik- ur í úrvalsdeild næsta haust.  JÓN Arnór Stefánsson skoraði 10 stig fyrir Trier sem tapaði á útivelli 90:79 gegn Alba Berlín í 1.deildinni í Þýskalandi í gær. Trier er sem fyrr í neðsta sæti deildarinnar. Alba Berl- ín er hinsvegar í öðru sæti og segir þjálfari Trier að liðið hafi leikið sinn besta leik á tímabilinu.  CHRISTIAN Vieri skoraði tvíveg- is fyrir Inter Milan í 3:1 sigri gegn Piacenza í ítölsku deildinni á sunnu- dag. Gabriel Battistuta skoraði eitt mark fyrir Inter sem er á toppiu deildarinnar ásamt Juventus. Lazio gerði markalaust jafntefli gegn Atal- anta og Róma tapaði gegn Udinese.  ÍTALSKA ríkisstjórnin tilkynnti í gær aðgerðir gegn ofbeldi á meðal áhorfenda á knattspyrnuleikjum en ofbeldi og slagsmál hafa verið stórt vandamál í ítölsku deildunum. Lög- reglan mun herða allar sínar aðgerð- ir og öryggismyndavélum verður fjölgað til muna. FÓLK „ÉG tel litlar líkur á því að ég taki tilboði gríska liðsins,“ sagði Dam- on Johnson leikmaður körfu- knattleiksliðs Keflavíkur í gær en gríska 2. deildarliðið Panellinios hefur ítrekað óskað eftir því að fá Johnson í sínar raðir. Forráða- menn Keflvíkur sögðu fyrir helgina að tilboðið yrði skoðað frá öllum hliðum og sú staða gæti komið upp að því væri ekki hægt að hafna. Damon sagði að hlut- irnir hefðu farið úr böndunum hvað þetta mál varðar enda hefðu Grikkirnir aðeins sent fyrir- spurnir og samningsdrög en hann hefði ekki átt frumkvæði í þessu máli. „Ég hef aldrei sagt að ég sé að yfirgefa Keflavík á þessum tímapunkti og eins og staðan er í dag mun ég klára þetta tímabil með liðinu enda ætlum við okkur að vinna meistaratitilinn,“ sagði Johnson sem fékk íslenskt rík- isfang á sl. ári og opnast þar með nýir möguleikar fyrir hann á meginlandi Evrópu. Damon er ekki á förum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.