Morgunblaðið - 24.02.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.02.2003, Blaðsíða 6
HANDKNATTLEIKUR 6 B MÁNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ „VIÐ gerðum bara það sem þarf til þess að vinna bikarúrslitaleik,“ sagði Ólafur Víðir Ólafsson, hinn 19 ára gamli leikstjórnandi HK liðsins og leikmaður úrslitaleiksins í bikarkeppninni. Ólafur fór fyrir félögum sínum, skoraði tíu mörk, þar á meðal fimm fyrstu mörk HK. „Við vorum fyrst fremst vel búnir undir þennan leik, það var lykill okkar að sigri,“ sagði Ólafur og vildi lítið gera úr eigin hlut- verki í leiknum. „Ég var með fyrir tveimur árum þegar við töpuðum fyrir Haukum og mig langaði ekki að endurtaka leikinn að þessu sinni og tapa. Þess vegna einbeitti ég mér að leiknum, hafði fullan stuðning til þess að leika minn leik. Auk þess stóðu áhorfendur þétt við bakið á okkur. Sigur okk- ar var fyrst og fremst sannfær- andi.“ Ólafur Víðir sagði sagðist ekki hafa neina sérstaka skýringu á þeim ham sem hann var í í byrjun leiksins. „Ég var sennilega bara með kollinn í lagi. Ég var bara ákveðinn í að sýna mitt besta.“ Ólafur Víðir hefur alist upp hjá HK. „Ég hef meira og minna alist upp í Digranesi og æft handknatt- leik frá því ég var barn. Hjarta mitt slær hjá HK og hvergi ann- arsstaðar, hjá HK verð ég þar til önnur tækifæri gefast, vonandi,“ segir Ólafur Víðir sem á sér þann draum að komast í atvinnu- mennsku í handknattleik í útlönd- um þegar fram líða stundir. „Auð- vitað blundar draumurinn um atvinnumennsku í mér. Ég verð bara að halda áfram að æfa og vinna þannig í að láta drauminn rætast,“ segir hinn knái og glað- væri leikstjórnandi bikarmeistara HK í handknattleik, Ólafur Víðir Ólafsson. Langaði ekki til að tapa aftur Miðað við hvernig leikurinn þróaðistvar sigur HK sanngjarn. Sókn- arleikur okkar klikkaði gjörsamlega, vörnin var ekki nægilega sterk og HK- menn komu einfaldlega tilbúnari til leiks en við. Það hefði bjargað töluverðu fyrir tímabilið hjá okkur að vinna bik- arinn því deildin hefur valdið vonbrigð- um.“ Reynir stóð upp úr í liði Mosfellinga og hann ásamt bróður sínum, Arnari Frey markverði HK, sýndi oft á tíðum frábæra markvörslu. Þú hlýtur samt í gegnum vonbrigðin að vera stoltur af litla bróður þínum? „Maður getur þó sætt við það að bik- arinn fer í ættina. Arnar Freyr stóð sig geysilega vel og varði vel allan leikinn. Ég vil nota tækifærið að óska honum til hamingju sem og öllum HK-mönnum.“ h a A k v f a u h l s l o f f h Ólafur Víðir Ólafsson, leikstjórnandin Daði Hafþórsson, Sverrir Björn Fjórir – og REYNIR Þór Reynisson, markvörður Aftu tapa fjórða bikarúrslitaleik sínum í röð m Víkings sem tapaði fyrir ÍBV 1991, í liði V liði Fram sem tapaði fyrir Val 1998 og lok „Ég gefst ekki upp og það hlýtur að koma urvegari,“ sagði Reynir í samtali við Morg Reynir Þór Reyn Ólafi Víði Ólafssyni, hinum 19 áragamla leikstjórnanda HK, mun seint líða úr minni úrslitaleikurinn því drengurinn stal gjörsamlega sen- unni. Hann fór ham- förum í upphafi leiks – skoraði þrjú fyrstu mörk leiksins og ekki nóg með það heldur fimm fyrstu mörk HK-inga og það voru liðnar rúmar 13 mínútur þar þar til annar en hann komst á blað fyrir HK þegar Jalieksky Garcia tókst að koma boltanum í net- ið. Ólafur Víðir átti sviðið og glæsileg frammistaða hans gerði það að verk- um að HK náði undirtökunum í leiknum sem það hélt út leiktímann. Mosfellingar vissu ekki hvað á sig veðrið stóð. Þeir réðu ekkert við Ólaf Víði og það var ekki fyrr en sex og hálf mínúta var liðin af leiknum sem Afturelding komst á blað þegar Sverrir Björnsson, fyrrverandi leik- maður HK, minnkaði muninn í 3:1. Markið vakti liðsmenn Afturelding- ar af værum blundi og þegar Bjarki Sigurðsson skipti sér inná breyttist leikur Mosfellinga til batnaðar. Þeim tókst að jafna metin í 5:5 eftir 12 mínútna leik með marki Jón Andra Finnssonar og aftur í 6:6 þegar Sverrir Björnsson skoraði en því miður fyrir Aftureldingu var það í fyrsta í eina skiptið sem jafnt var á með liðunum. HK svaraði marki Sverris með þremur mörkum og þann mun náði Afturelding aldrei að brúa. Sóknarleikur Aftureldingar var ákaflega stirður. Bæði gekk bolt- inn hægt á milli manna og ógnunin lítil sem engin nema þá helst frá Bjarka. Sóknarleikur HK manna var hins vegar mun markvissari þar sem Ólafur Víðir stjórnaði ferðinni og ef ekki hefði komið til góð markvarsla Reynis Þórs Reynissonar hefði mun- urinn verið meiri en tvö mörk þegar leiktíminn í fyrri hálfleik rann sitt skeið. Mosfellingar breyttu varnarleik sínum í síðari hálfleik. Í stað þess að spila 5:1 vörn fóru þeir í afbrigði af 3:2::1 þar sem áhersla var lögð á að halda aftur að Garcia og Ólafi Víði. Afturelding minnkaði muninn í eitt mark og teikn voru á lofti að fram undan væri jafn og spennandi leikur. En HK-ingar voru á öðru máli. Þrátt fyrir að Alexander Arnarson, línu- maðurinn sterki og varnarjaxl, fengi sína aðra brottvísun í upphafi síðari hálfleiks efldust Kópavogsbúar og þeir voru ekki á þeim buxunum að gefa frumkvæðið eftir. Með baráttu og vilja bættu þeir í og eftir 10 mín- útna leik var staðan orðin 17:13. Út- litið dökknaði enn frekar hjá Aftur- eldingu þegar Vilhelm Gauti Bergsveinsson kom HK í fimm marka forystu, 21:16. Ellefu mínútur voru þá eftir af leiktímanum og Mos- fellingar tóku leikhlé og réðu ráðum sínum. Það virkaði vel því næstu þrjú mörk voru Aftureldingar og þegar Bjarki Sigurðsson minnkaði muninn í 21:19, fimm mínútum fyrir leikslok jókst spennan í leiknum. En HK menn héldu haus og með yfir- veguðum leik hleyptu þeir ekki Mos- fellingum nær. Atli Þór Samúelsson skoraði mikilvægt mark og fiskaði skömmu síðar vítakast sem Ólafur Víðir skoraði úr. Liðsmenn Aftureld- ingar gripu til örþrifaráða. Þeir léku maður á mann en 50 sekúndum fyrir leikslok innsiglaði Már Þórarinsson sigur Kópavogsliðsins þegar hann skoraði 24. mark sinna manna við gífurlegan fögnuð stuðningsmann HK sem studdu vel við bakið á sínum mönnum. Leikurinn fjaraði út og þegar lokaflautan gall stigu leik- menn og stuðningsmenn HK sigur- dans á fjölum Laugardalshallar. Langri bið HK eftir titli var þar með lokið og ekki nema von að HK-ingar, stuðningsmenn sem og leikmenn, féllust í faðma með sigurbros á vör. Ólafur Víðir maður leiksins Það er á engan hallað að útnefna Ólaf Víði Ólafsson mann leiksins. Sjálfstraust þessa unga leikmanns var með ólíkindum og það ásamt áræði og útsjónarsemi var til þess að HK hélt undirtökunum frá upphafi til enda. Ólafur dró svo sannarlega HK-vagninn með því að stjórna sóknarleiknum af festu, skora grimmt og lék félaga sína vel uppi. Arnar Freyr Reynisson, markvörð- ur, var önnur ung hetja í liði HK. Hann varði jafnt og þétt allan leikinn og gaf eldri bróður sínum, Reyni Þór Reynissyni markverði Afturelding- ar, lítið eftir. Samúel Árnason átti einnig góðan leik – útsjónarsamur leikmaður sem skoraði mikilvæg mörk. Jaliesky Garcia hafði frekar hægt um sig og það er til marks um góða breidd í HK-liðinu að þó svo að Kúbumaðurinn hafi ekki náð sér á strik kom það ekki að sök. Áður er minnst á góða markvörslu Arnars en vörn HK átti stóran þátt í því og þar fóru Jón Bersi Erlingsen og Alex- ander Arnarson fremstir í flokki. HK-ingar voru einfaldlega betri, baráttuglaðari og hungraðari en leikmenn Aftureldingar og þeir áttu sigurinn skilinn. Lykilmenn brugðust Reynir Þór Reynisson stóð upp úr í liði Aftureldingar og markvarsla hans hélt Mosfellingum inni í leikn- um. Segja má að sóknarleikurinn hafi orðið Aftureldingarmönnum að falli. Hann var einhæfur, máttlaus og heilt yfir slakur nema þá helst að Bjarki Sigurðsson, þjakaður af meiðslum, náði að rífa sig lausan og skora góð mörk. Jón Andri Finnsson stóð einnig fyrir sínu en þeir leik- menn sem Mosfellingar stóluðu hvað mest á, lykilmenn, og áttu inni að sýna hvað í þeim býr, brugðust gjör- samlega og er þar átt við Valgarð Thoroddsen, Sverri Björnsson og Daða Hafþórsson. Bikarævintýri Mosfellinga lauk því á heldur leið- ingan hátt eftir frábæra frammi- stöðu á leiðina í úrslitaleikinn þar sem þeir lögðu FH, Hauka, Gróttu/ KR og Val að velli. Mikill fögnuður í herbúðum HK-manna 33 ára draumur um bikar rættist Morgunblaðið/RAX Arnar Freyr Reynisson, til vinstri, og Björgvin Gústafsson, markverðir HK-liðsins, höfðu ástæðu til að fagna eftir leikinn. Arnar Freyr átti mjög góðan leik og var svo sannarlega hetja HK-liðsins. HK braut blað í sögu handknatt- leiksins í Kópavogi á laugardag- inn þegar liðið bar verðskuldað sigurorð af Aftureldingu, 24:21, í úrslitaleik bikarkeppni karla sem fram fór í Laugardalshöll. Fyrsti stóri titillinn í 33 ára sögu félagsins var þar með staðreynd og um leið varð HK fyrsta Kópa- vogsliðið sem vinnur bikar í meistaraflokki í handknattleik. Guðmundur Hilmarsson skrifar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.