Morgunblaðið - 24.02.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.02.2003, Blaðsíða 4
KNATTSPYRNA 4 B MÁNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞÓRÐUR Guðjónsson, landsliðs- maður í knattspyrnu, lagði upp mark Bochum sem gerði jafntefli á útivelli á móti Hansa Rostock í þýsku 1. deildinni í knattspyrnu á laugardaginn. Þórður átti góða sendingu fyrir mark Rostock, beint á kollinn á Ír- ananum Vahid Hashemian, sem jafnaði metin hálftíma fyrir leiks- lok. Bochum er í níunda sæti deild- arinnar með 30 stig, 20 stigum færra en forystusauðirnir í Bayern München. Þórður lék allan leikinn á miðj- unni hjá Bochum, en hann hefur leikið vel með liðinu í vetur – skor- að þrjú mörk á leiktíðinni og átt þátt í sjö. Eyjólfur Sverrisson var ekki í leikmannahópi Herthu Berlín frek- ar en í undanförnum leikjum í leik Berlínarliðsins á móti Armenia Bielefeldt í gær. Þórður lagði upp mark Bochum ÍSLENDINGALIÐIÐ Stoke Cityreið ekki feitum hesti frá viðureignsinni gegn Nottingham Forest íensku 1. deildinni á laugardag þar sem Pétur Marteinsson var í byrj- unarliði Stoke. Forest var með mikla yfirburði í leiknum sem end- aði 6:0. Framherjinn Marlon Harewood skoraði fjögur mörk fyrir Nott- ingham Forest í fyrri hálfleik en Pétur fékk að líta rauða spjaldið á 45. mínútu er hann varði knöttinn með hendi og var dæmd vítaspyrna á liðið. David Johnson og Eoin Jess bættu síðan við mörkum fyrir For- est. Bjarni Guðjónsson lék síðasta stundarfjórðung leiksins en Brynj- ar Björn Gunnarsson var ekki í liði Stoke vegna leikbanns. Stoke er sem stendur í neðsta sæti deild- arinnar. Tveir sigrar í röð hjá Ívari Það hefur gengið vel hjá Bright- on eftir að Ívar Ingimarsson hóf að leika með liðinu sem lánsmaður frá Úlfunum. Liðið hefur nú unnið tvo leiki í röð. Brighton var í neðsta sæti deildarinnar en liðið vann Mill- wall á laugardag, 1:0, og lyfti sér úr fallsæti – er nú í fjórða neðsta sæti með 29 stig. Ívar lék allan leikinn og átti góðan leik í vörninni. Pétur sá rautt í stórtapi Stoke Pétur Marteinsson  LÁRUS Orri Sigurðsson lék síð- ustu 10 mínúturnar í liði WBA sem tapaði á heimavelli fyrir West Ham í gær, 2:1. Liðin höfðu þar með sæta- skipti. WBA er í næstneðsta sæti með 21 stig, West Ham hefur 23 en Sund- erland situr á botninum með 19 stig.  HEIÐAR Helguson var í byrjunar- liði Watford sem tapaði 2:0 á útivelli fyrir Walsall. Watford er í tíunda sæti deildarinnar með 45 stig en Walsall er í 20. sæti. Heiðar fékk að líta gula spjaldið í fyrri hálfleik.  HERMANN Hreiðarsson tók út leikbann í liði Ipswich sem gerði 2:2 jafntefli við Grimsby. Ipswich er í ní- unda sæti 1. deildarinnar með 45 stig.  HELGI Valur Daníelsson lék allan leikinn fyrir Peterbrough sem sigraði Stockport, 2:0, í ensku 2. deildinni. Peterbrough er í 17. sæti með 35 stig eftir 32 leiki.  RYAN Giggs, útherji Manchester United, er nú enn og aftur orðaður við lið Inter á Ítalíu og segir Massimo Moratti, forseti félagsins, í viðtali við Sunday Mirror að verið sé að und- irbúa kauptilboð í leikmanninn.  PAUL Gascoigne, fyrrverandi landsliðsmaður Englendinga, hóf fer- il sinn sem leikmaður og þjálfari kín- verska 2. deildarliðsins Tianma með glæsibrag í gær. „Gazza“ skipti sér inná í síðari hálfleik og skoraði öll mörk sinna mann sem unnu lið Rizh- iquan, 3:0, í æfingaleik.  HECTOR Cuper, Argentínumað- urinn sem þjálfar lið Inter á Ítalíu, hefur framlengt samning við Mílanó- liðið og gildir nýi samningurinn til ársins 2005.  HENRIK Pedersen, sóknarmaður Bolton, verður frá keppni og æfingum næsta mánuðinn en hann meiddist á öxl og varð að fara af leikvelli í leik Bolton og Man. Utd. á laugardaginn.  ROY Keane, fyrirliði enska úrvals- deildarliðsins Manchester United, segir að hann þurfi að breyta leikstíl sínum vegna meiðsla og í framtíðinni muni hann leggja áherslu á varnar- leikinn. Í gegnum tíðina hafa fáir knattspyrnumenn verið með meiri yf- irferð á vellinum en Keane. „Það mun henta mér betur að nota höfuðið að- eins meira og sitja á mér í stað þess að rjúka af stað í sóknina. Aðrir leik- menn verða að taka það hlutverk að sér,“ segir Keane og telur sig vera að ná fyrri styrk eftir erfið meiðsli á mjöðm.  ULI Höness, framkvæmdastjóri þýska knattspyrnuliðsins Bayern München, tilkynnti í gær að félagið hefði samið við þýska landsliðsmann- inn Jens Jeremies á ný og er hann því samningsbundinn fram til ársins 2006. Jeremies er 28 ára gamall mið- vallarleikmaður og kom til Bayern frá grannaliðinu 1860 München árið 1998 og gerði þá samning til fimm ára. FÓLK met. „Mér líður mjög vel í Barce- lona en maður veit aldrei hvað framtíðin ber í skauti sér,“ segir Kluivert við BBC. „Samt sem áður eru stuðnings- menn á Englandi sá þáttur knatt- spyrnunnar sem er mest spennandi við ensku úrvalsdeildina. Á Spáni er ekki stutt við bakið á liði sem er 1:0 undir – þá er frekar að maður fái það óþvegið frá stuðnings- mönnum Barcelona. Ég hef margoft leikið gegn ensk- um liðum og satt best að segja eru stuðningsmenn enskra liða dásam- legir. Þeir hvetja sitt lið til dáða ef það er undir og gagnrýna sjaldan FRAMHERJI spænska liðsins Barcelona, Patrick Kluivert, sagði á laugardag að hann gæti vel hugs- að sér að leika í ensku úrvalsdeild- inni þar sem að stuðningsmenn enskra liða stæðu með sínu liði í gegnum súrt og sætt. Hinn 26 ára gamli framherji hol- lenska landsliðsins segir að hug- arfar spænskra stuðningsmanna sé „undarlegt“ þar sem þeir séu fljótir að snúa baki við liðinu fari því að ganga illa – í stað þess að hvetja það áfram líkt og tíðkast á Eng- landi. Allt annað er uppi á ten- ingnum í Meistaradeildinni þar sem liðið hefur unnið 11 leiki og er það sitt lið,“ segir Kluivert og bætir því við að tímabilið hafi verið honum mjög erfitt þar sem læriföður hans frá Ajax, Louis van Gaal, sem stýrði Ajax til sigurs í Meistaradeildinni árið 1995, var sagt upp störfum hjá Barcelona fyrir skemmstu. „Hann fékk ekki sömu meðferð og aðrir þjálfarar – það er krafist meira af honum en öðrum. Þetta var erfitt fyrir mig þar sem ég er góður vinur van Gaals,“ segir Kluivert og telur að Radomir Antic hafi breytt tölu- verðu eftir að hann tók við þjálfun liðsins. „Það er meiri léttleiki yfir Antic en allir þjálfarar hafa sína kosti og galla,“ segir Kluivert. Lundúnaliðið er nú með fimmstiga forskot á Manchester United sem náði að merja 1:1 jafn- tefli gegn Guðna Bergssyni og fé- lögum í Bolton og aðeins eru eftir tíu umferðir í deildinni. Arsene Wenger knattspyrnu- stjóri Arsenal sagði að úrslitin úr leik Man. Utd gegn Bolton hefðu ekki skipt neinu máli fyrir sitt lið. „Það spurði enginn hvernig sá leik- ur hefði farið. Við hugsum um það eitt að auka við forskot okkar og það gerum við aðeins á einn hátt – með því að vinna leiki en ekki með því að velta fyrir okkur úrslitum úr öðrum leikjum eða hvað muni ger- ast í framtíðinni. Við þurfum ekki treysta á neina aðra en sjálfa okkur í framhaldinu,“ segir Wenger. Kevin Keegan, knattspyrnustjóri Manchester City, sagði að það væri mjög líklegt að væntanlegir enskir meistarar þetta árið hefðu látið ljós sitt skína gegn sínu liði og hann bætti því við að Arsenal væri lík- legt til þess að vinna Meistara- deildina. „Ég sagði eftir að við lékum gegn þeim í London að þeir gætu unnið deildina og Meistaradeildina einnig – ekkert hefur breyst frá þeim tíma. Ef ég miða við mitt lið þá er Arsenal frá annarri plánetu. Ég hef fylgst grannt með þeim og þeir eru með frábært lið – hlutföllin í liðinu eru rétt og hraðinn ótrúleg- ur. Vopnabúr þeirra er stórkostlegt og það eru sex til sjö leikmenn í lið- inu sem geta gert útum leiki – og af þeim sökum vinna þeir einnig þeg- ar liðið leikur illa,“ sagði Keegan og tjáði enskum blaðamönnum að hann ætlaði aldrei að horfa á þenn- an leik á ný. „Það var nógu slæmt að sjá „frumsýninguna“ en kannski klippum við niður fyrstu 20 mín- útur leiksins til þess að sýna mín- um mönnum hvernig þeir eiga að leika úti á vellinum,“ segir Keegan, sem var búinn að vara sína menn við fyrir leikinn. Kevin Keegan knattspyrnustjóri Man. City segir að Arsenal sé frá annarri plánetu Arsenal með flugelda- sýningu á Maine Road Reuters Leikmenn Arsenal fagna Dennis Bergkamp eftir að hann kom þeim á bragðið gegn Man. City. ARSENAL jók forskot sitt á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu á laugardag þegar liðið tók Manchester City í kennslustund í sóknarknatt- spyrnu á Maine Road í Man- chester. Leikmenn Arsenal tóku fram flugeldana og stjörnuljósin í rétt rúman stundarfjórðung og áður en Kevin Keegan vissi af voru lærisveinar hans fjórum mörkum undir þegar 18 mínútur voru liðnar af leiknum sem end- aði 5:1. Kluivert hrífst af ensk- um stuðningsmönnum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.