Morgunblaðið - 24.02.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.02.2003, Blaðsíða 8
ÍÞRÓTTIR 8 B MÁNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ HEIÐMAR Felixson skoraði 4 mörk fyrir Bidaoa sem gerði sér lítið fyrir og sigraði hið geysi- sterka Ciudad Real, 27:24, á útivelli í spænsku 1. deildinni í handknatt- leik um helgina. Rúnar Sigtryggs- son kom inn í lið Ciudad Real á nýj- an leik en hann komst ekki á blað í leiknum. Danski landsliðsmaðurinn Christian Hjermind var at- kvæðamestur í liði Ciudad með 7 mörk. Ólafur Stefánsson leysir Danann af hólmi á næstu leiktíð en hann hefur ákveðið að ganga til liðs við Kolding í Danmörku. Ciud- ad Real er í öðru sæti deildarinnar með 30 stig en Börsungar, sem burstuðu Valencia, 34:22, tróna á toppnum með 33 stig. Bidasoa er í 10. sæti með 14 stig. Hilmar Þórlindsson og félagar hans í Cangas steinlá fyrir Ademar Leon með 18 marka mun, 38:20. Hilmar skoraði eitt af mörkum Cangas sem er í 11. sæti af 16 lið- um. Óvæntur sigur hjá Heiðmari og félögum Heiðmar Felixson „ÞAÐ kom yfir leikinn þarna í lokin þessi sjarmi sem er gjarnan yfir bik- arúrslitaleikjum og maður hélt að nú væri leikurinn að detta í ein- hverja dramatík í lokin. Við höfðum tveggja marka forskot í lokin en við vissum að við þyrftum að minnsta kosti eitt mark enn til að klára þær en það kom ekki þó við fengjum færin til þess,“ sagði Gústaf Adolf Björnsson, þjálfari Hauka í leikslok. „Þær (ÍBV) héldu áfram að reyna og reyna, enda urðu þær að gera það í þessari stöðu, það gerir enginn neitt fyrir þær inni á vellinum og ég tek ofan fyrir þeim að hafa haldið áfram að berjast til hinnar síðustu mínútu. Það vill verða mikil tauga- spenna í svona leik, en mér fannst maður ekki merkja það svo mikið á leik liðanna. Ég er mjög sáttur þeg- ar ég geri upp leikinn í heild sinni, við erum ekki að klúðra út í gegn. Mér fannst markmennirnir finna sig vel, það eru skoruð falleg mörk og fín tilþrif hjá báðum liðum frá upp- hafi til enda. Hérna voru tvö góð lið og annað verður að vinna.“ „Þær áttu í erfiðleikum með að koma boltanum í gegnum okkar vörn, við náðum að loka á þeirra skyttur í seinni hálfleiknum og þar lá möguleiki okkar,“ sagði Gústaf Adolf Björnsson og hann var sáttur við innkomu varamarkvarðarins Bryndísar Jónsdóttur. „Ég segi allt- af við hana að það sé sáraeinfalt að vera markvörður, það eina sem þarf að gera er að verja boltana og hún fer eftir því sem ég segi.“ Fín tilþrif frá upphafi til enda  GUÐFINNUR Kristmannsson skoraði 1 mark fyrir Wasaiterna sem tapaði fyrir Kroppaskultur, 32:26, í sænsku 1. deildinni í hand- knattleik á laugardag. Wasaiterna er í níunda sæti af tólf liðum með 3 stig en Kroppaskultur er í efsta sæti með 11 stig.  GUÐMUNDUR Hrafnkelsson var ekki í liði Conversano sem burstaði Rovigo, 35:19, í ítölsku 1. deildinni í handknattleik um helgina. Convers- ano er efst með 44 stig, fjórum stig- um meira en lið Prato.  HEIÐURSGESTIR á leik ÍBV og Hauka voru bæjarstjórarnir Ingi Sigurðsson úr Vestmannaeyjum og Lúðvík Geirsson úr Hafnarfirði.  UNDIR lok bikarúrslitaleiksins HK og Aftureldingar kastaðist í kekki á milli stuðningsmanna HK og Aftureldingar í neðri stúku Laug- ardalshallar. Fjöldi öryggisvarða var fljótur á vettvang til að skilja óróaseggi að og tókst það en áður höfðu nokkrir látið hendur skipta. Setti þetta ljótan svip á leikinn en dró ekki úr gleði HK-manna þegar flautað var til leiksloka.  SIGURÐUR Geirdal, bæjarstjóri í Kópavogi var heiðursgestur úrslita- leiksins ásamt Ragnheiði Ríkharðs- dóttur, bæjarstjóra Mosfellsbæjar, Steinþóri Skúlasyni, forstjóra Slát- urfélags Suðurlands og Sigurjóni Péturssyni, varaformanni Hand- knattleikssambands Íslands.  BORGARSTJÓRINN í Osaka í Japan fær ekki að afhenda verðlaun á stórmóti í sumo-glímu sem fram fer í borginni í næsta mánuði og er þetta þriðja árið sem borgarstjóran- um Fusae Ota er meinað að fara inn á keppnisgólfið til þess að afhenda verðlaun þar sem hún er kona. Afar strangar reglur eru í sumo og hafa forsvarsmenn íþróttarinnar verið undir stöðugum þrýstingi frá hópum kvenna sem telja gildi og hefðir sumo-glímunnar vera niður- lægjandi fyrir konur.  HIN 13 ára gamla Michelle Wie hefur fengið boð um að taka þátt í alls sex atvinnumannamótum á mótaröð atvinnukvenna í Bandaríkj- unum á þessu ári en í fyrra tók hún þátt í þremur mótum aðeins 12 ára gömul. Wie er frá Honolulu og er því bandarískur ríkisborgari og þykir hún vera eitt mesta efni sem komið hefur fram í mörg ár. Þess má geta að hún slær allt að 270 metra upp- hafshögg og gefur körlum ekkert eftir á því sviði.  WIE getur þurft að bíða í allt að fimm ár til viðbótar eftir því að fá keppnisleyfi á mótaröðinni því að- eins þeir sem eru 18 ára og eldri mega leika í öllum mótum sem þar standa til boða FÓLK Þegar við höfum tveggja markaforskot og tvær mínútur eftir þá er ekkert annað en að duga eða drepast fyrir þær. ÍBV er með topp- skyttur og við áttum í erfiðleikum með þær framan af öllum leik. Þá náðu þær að loka á Hönnu (Stefáns- dóttur) og hraðaupphlaupin okkar en þá hlýtur eitthvað annað að opnast í staðinn og það nýttum við okkur.“ En bikarúrslitaleikurinn fyrir tveimur árum þegar þið klikkið á lokasekúndum leiksins og ÍBV tryggir sér titilinn hlýtur að hafa komið upp í hugann í dag? „Já að sjálfsögðu. En við vorum staðráðnar í að láta það ekki endur- taka sig. Við vissum að við yrðum að koma okkur í færi og gulltryggja okkur sigurinn. Við vissum ekkert hvað var að gerast en það var mjög gott að þetta gerðist,“ sagði Inga Fríða Tryggvadóttir. Skemmtilegt að fá tækifæri Bryndís Jónsdóttir, hinn 17 ára gamli markvörður Hauka, var hóg- værðin uppmáluð þegar Morgun- blaðið náði tali af henni í lok leiks. „Ég veit ekki hvað liggur þarna að baki,“ sagði Bryndís aðspurð um að- ferðina við að verja víti, en með vít- unum tveimur sem hún varði í leikn- um hefur hún varið fimm vítaköst í röð fyrir Hauka, hún tók þrjú víti gegn Val í síðustu umferð Íslands- mótsins. „Maður þarf bara að verja og það er mjög skemmtilegt að fá tækifæri til að taka þátt í leik eins og þessum,“ sagði Bryndís. Barátta, grimmd og hungur „Við áttum ekki von á öðru en að þetta yrði hörkuleikur. Þær eru fyrir ofan okkur í deildinni og flestir voru búnir að spá ÍBV sigri. En það hefur líka verið rætt um að við hefðum liðs- heildina þó þær væru með sterkari einstaklinga á pappírunum og ég held að liðsheildin hafi verið lykillinn að sigri okkar í dag,“ sagði Harpa Melsted, fyrirliði Hauka. „Það var engin ein sem stóð uppúr í liði okkar. Þær sem komu inná skil- uðu allar einhverju, varamarkvörð- urinn kemur inn og tekur tvö víti. Vörnin smellur mestan hluta leiks- ins, Nína kemur inn í seinni hálfleik og stendur sig vel. Við eigum allar ágætis tíma og þegar þetta er lagt saman þá er sigur niðurstaðan.“ En það var ljóst að það átti ekki að missa leikinn í einhverja taugaveikl- un og vitleysu? „Nei, þessir bikarleikir virðast oft fara í einhverja vitleysu. Það hefur oft þurft að framlengja og við vissum að þessi leikur yrði mjög jafn og þeg- ar aðeins tvö mörk skilja liðin að all- an leikinn þá getur allt gerst á loka- mínútunum. Maður er búinn að spila marga svona leiki og þó það gangi ekki allt upp á þeim tíma sem maður vill þá er þetta aldrei búið fyrr en það er búið. Við sáum það árið 2001 og við vorum allar sammála um að láta þann leik ekki endurtaka sig.“ Var það ekki erfitt fyrir ykkur að sjá að þið eruð ekki að ná að keyra hraðaupphlaupin sem hafa verið ykkar aðall í vetur? „Nei við áttum von á því að þær myndu klippa Hönnu út úr leiknum. Ef ég væri að þjálfa lið og væri að fara að mæta okkur þá er þetta ná- kvæmlega það sem ég myndi gera. Við höfðum auðvitað hugsað út í þetta og við leituðum með boltann annað. Auðvitað eru þetta viðbrigði en mér fannst við leysa þetta ágæt- lega þegar upp var staðið. Þegar Bryndís kom síðan inná og varði vítin þá var það okkur mikil hvatning og þegar 17 ára stelpa kemur inn og gefur tóninn á þennan hátt þá meg- um við gömlu ekki láta okkar eftir liggja.“ En hver er lykillinn að þessum sigri ykkar? „Það er fyrst og fremst barátta, grimmd og hungur. Okkur langaði meira og við uppskárum eftir því,“ sagði Harpa Melsted, fyrirliði Hauka og bætti við að það væri langt til vors og margir bikarleikir framundan í úrslitakeppni 1. deildar. Inga Fríða Tryggvadóttir var ánægð með bikarsigur Hauka Eins og bikarúrslita- leikir eiga að vera Morgunblaðið/Árni Sæberg Gústaf Björnsson, þjálfari Hauka, fagnaði geysilega þegar bikarinn var í höfn. „HÉR mættust tvö bestu lið landsins og það þýðir ekkert annað en að koma sér í gott færi, klára það og keyra heim. Það dugar ekki að skjóta úr lé- legu færi því slík skot tekur Vig- dís (Sigurðardóttir, markvörður ÍBV). Lokamínúturnar voru eins og þær eiga að vera í bikarúr- slitaleik,“ sagði Inga Fríða Tryggvadóttir, sem skoraði 4 mörk fyrir Hauka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.