Morgunblaðið - 24.02.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 24.02.2003, Blaðsíða 5
KNATTSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2003 B 5 DAVID Davies, framkvæmdastjóri enska knattspyrnusambandsins, FA, sagði í gær að fjárhagur þess væri ekki traustur þessa stundina en enskir fjölmiðlar greindu frá því í gær að sambandið þyrfti 6,2 millj- arða ísl. kr. lán (50 millj. ensk pund) nú þegar til þess að bjarga því frá gjaldþroti. Adam Crozier sagði af sér sem framkvæmdastjóri mjög óvænt í október sl. og hafa margir gagn- rýnt stjórnunarstíl hans þar sem kostnaðaráætlanir hans stóðust sjaldan eða aldrei. Tekjur FA eru ágætar og sem dæmi má nefna að sambandið fær 7 milljarða ísl. kr. í ágúst á þessu ári vegna sjónvarpssamninga vegna ensku bikarkeppninnar og enska landsliðsins. Þriggja ára samningur FA við BBC og BSkyB er metinn á um 50 milljarða ísl. kr. en samt sem áður er fjárhagur sambandsins á veikum grunni þessa stundina. Forsvarsmenn FA hafa boðað niðurskurð í starfsemi sambandsins en ekki verður hróflað við fram- kvæmdum á nýja Wembley- leikvanginum sem mun kosta um 93 milljarða ísl. kr. og þar af greiðir FA um 19 milljarða í framkvæmd- ina. Dýr húsaleiga í miðborg London FA hefur ekki sent frá sér upp- lýsingar um stöðu mála og hvaða verkefni það eru sem hafa farið úr böndunum fjárhagslega en sem dæmi má nefna að árlega greiðir FA 310 millj. ísl. kr. í leigu fyrir höfuðstöðvar sínar sem eru í mið- borg London, Soho Square. STUÐNINGSMENN enska 1. deild- arliðsins Leicester City sem hafa látið flúra nafn og félagsmerki liðs- ins á handleggi sína á undanförnum árum geta nú andað léttar því áformum um að breyta nafni fé- lagsins hefur verið kastað fyrir borð. Forráðamenn liðsins lögðu til að í framtíðinni myndi félagið bera upprunalegt nafn sitt, Leicester Fosse, en stuðningsmenn liðsins greiddu atkvæði um nöfnin í leik- hlénu á laugardag þegar Leicester City tók á móti Wimbledon. Stuðn- ingsmenn liðsins fengu spjald fyrir leikinn sem þeir áttu að lyfta upp á vissum tímapunkti í hálfleik, öðrum megin var bókstafurinn F og hin- ummegin var C sem réð ríkjum í at- kvæðagreiðslunni. Eins og kunnugt er var Leicester bjargað frá gjald- þroti af hópi fjárfesta sem vildu kanna viðhorf stuðningsmanna liðs- ins til nafnsins Leicester Fosse sem félagið notaði fyrst árið 1884 en því var breytt í Leicester City árið 1919. Leicester City með yfirburði gegn Fosse GUÐNI Bergsson, fyrirliði Bolton, átti mjög góðan leik í vörn sinna manna í leiknum við Manchester United. Guðni batt vörn Bolton vel saman og komust sóknarmenn United- liðsins lítt áleiðis gegn vel skipulagðri vörn heima- manna. Guðni og Rud van Nistelrooy áttu nokkrar rimm- ur hvor gegn öðrum og und- antekningarlaust hafði Guðni betur. Hollendingurinn, sem skorað hefur 25 mörk á leik- tíðinni, var í heljargreipum Guðna og félaga og langt er síðan lið Manchester United hefur fengið úr jafn litlu að moða í sókninni og skapað sér jafn fá færi í einum leik eins og raun bar vitni á Reebook. Alex Ferguson, knattspyrnu-stjóri Manchester United, sagði að liðið hefði neitað að gefast upp í nánast vonlausri stöðu en Bruno N’Gotty hafði komið Bolton yfir í leiknum og var útlitið bjart hjá Bolton allt þar til Norðmaður- inn Ole Gunnar Solskjær jafnaði metin á 90. mínútu. „Við áttum kannski ekki skilið að fá stig í þess- um leik en við náðum því samt sem áður. Það er vel þekkt að leikmenn gera oft meira en venjulega þegar mest liggur við,“ sagði Ferguson. Newcastle hefur enn ekki sagt sitt lokaorð í baráttunni um meist- aratitilinn eftir að liðið lagði Leeds Utd. 3:0 á útivelli og er nú aðeins þremur stigum á eftir Man. Utd. og á að auki leik til góða. Kieron Dyer skoraði tvívegis fyrir Newcastle en hann hafði ekki skorað í deildinni í 10 mánuði. Alan Shearer bætti við því þriðja sem er jafnframt 15. mark hans í deildinni á leiktíðinni en það 18. í heild. Jonathan Woodgate lék ekki gegn sínu gamla liði – ákvæði í samningi hans meina honum að leika gegn Leeds það sem eftir er keppnistímabilsins en hann var seldur til Newcastle á dögunum. Stuðningsmenn Leeds sungu fyrir stjórnarformann félagsins, Peter Ridsdale: „Hvernig er staðan Rids- dale? Hvernig er staðan Ridsdale?“ en hann er undir miklum þrýstingi úr öllum áttum hvað varðar fjárhag og gengi Leeds. Í síðustu átta deild- arleikjum hefur Newcastle unnið sex og gert tvö jafntefli. Radzinski hetja Everton Kanadamaðurinn Tomasz Radz- inski er hetjan hjá Everton þar sem hann skoraði tvívegis gegn South- ampton undir lok leiksins og tryggði liðinu 2:1 sigur. Piltarnir frá Goodison Park eygja enn vonir um sæti í Meistaradeildinni næsta haust. Enski landsliðsmaðurinn James Beattie skoraði 17. mark sitt á þessum vetri fyrir Southampton í fyrri hálfleik. Everton er með 48 stig í fimmta sæti deildarinnar líkt og Chelsea sem er í því fjórða eftir 2:1 ósigur á heimavelli sínum gegn Blackburn. Gianfranco Zola lék sinn 300. leik fyrir Chelsea en hann kom inná sem varamaður í síðari hálfleik. Eiður Smári Guðjohnsen var í byrj- unarliði Chelsea en mark liðsins skoraði Jimmy Floyd Hasselbaink beint úr aukaspyrnu eftir að þeir Dwight Yorke og David Dunn höfðu skorað fyrir gestina. Charlton kemur enn á óvart Charlton stefnir á sæti í Evrópu- keppni á næstu leiktíð eftir 3:0 sig- ur gegn Jóhannesi Karli Guðjóns- syni og félögum hans úr Aston Villa. Jason Euell og Jonatan Jo- hansson skoruðu mörkin og sá síð- arnefndi skoraði í tvígang. Ekkert nema fall blasir við Sund- erland sem tapaði 3:1 á heimavelli fyrir Middlesbrough í grannaslag liðanna frá norðausturhluta Eng- lands. Trevor Sinclair tryggði West Ham sigur, 2:1, gegn WBA í mikl- um fallslag á sunnudag og skoraði hann bæði mörk liðsins. Daniele Dichio skoraði mark WBA en þrátt fyrir sigurinn er West Ham enn í fallsæti, því 18., með 23 stig, WBA kemur þar næst með 21 og Sunder- land er á botninum. FA í fjárhagsvanda Guðni öflugur í vörn Bolton Reuters Leikmenn Newcastle hafa fagnað góðum sigrum að undanförnu og hafa þeir Tresor Lualua og Shola Ameobi heldur betur verið í sviðsljósinu og Newcastle er enn með í meistarabaráttunni. Newcastlemenn halda sínu striki ARSENAL er með fimm stiga forskot á Manchester United sem náði að merja 1:1 jafntefli gegn Guðna Bergssyni og félögum í Bolton og aðeins eru eftir tíu umferðir í deildinni. Newcastle er enn við sama heygarðshornið, hefur ekki tapað í sl. átta deildarleikjum og fylgja lærisveinar Bobby Robsons fast á hæla Manchester United sem er í öðru sæti deildarinnar. Ekkert gengur hjá Liverpool sem tapaði fyrir Birmingham á útivelli, 2:1, og virðist liðið því ekki líklegt til afreka. STJÓRN danska knattspyrnu- sambandsins, DBU, skaut í kaf til- lögu þess efnis að taka upp úr- slitakeppni í efstu deild karla þar í landi, en það voru samtök danskra félagsliða sem lögðu tillöguna fram. Af alls 145 atkvæðum á danska knattspyrnuþinginu fékk tillagan 50 atkvæði en 95 voru á móti. Á föstudag var annað uppi á teningnum en þá leit allt út fyrir að danska knattspyrnusambandið myndi samþykkja tillöguna. Gert var ráð fyrir að skipta dönsku deildinni í tvo hluta að loknum 22 umferðum þar sem sex efstu liðin myndu leika um meist- aratitilinn en sex neðstu um fall í 1. deild. Einnig var rætt um að fækka eða fjölga liðunum í efstu deild en uppi eru tillögur um 10 eða 16 liða deild. Bendir flest til þess að liðunum verði fækkað um tvö í allra nánustu framtíð. Danir vilja ekki úrslita- keppni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.