Morgunblaðið - 03.03.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.03.2003, Blaðsíða 1
2003  MÁNUDAGUR 3. MARS BLAÐ B B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A LOGI GUNNARSSON: „ATVINNUMENNSKAN HARÐUR HEIMUR“ / B9 ÖRN Arnarson, sundkappi úr ÍRB, setti Íslandsmet í 50 metra flug- sundi á laugardagskvöldið. Örn synti á 24,09 sekúndum og bætti eigið met um 31/100 úr sekúndu. Metið setti hann í sérstöku sun- deinvígi sem haldið var í tengslum við unglingamót KR og keppti hann þar meðal annars við danska sundmenn. Örn setti metið í annarri umferð einvígisins og í þeirri þriðju synti hann einnig undir gamla metinu, 24,23 sekúndur. Sundeinvígið var hluti af Vetr- arhátíð Reykjavíkur og var haldið undir mikilli ljósadýrð og tónlist- arflutningi. Í flugsundseinvígi kvenna hafði Jeanett Ottesen frá Danmörku betur gegn Kolbrúnu Ýr Kristjáns- dóttur, synti á 27,62 sekúndum en Kolbrún Ýr var á 28,05 sekúndum. Íslandsmet hennar er 27,79 sek- úndur. Ottesen er sjöfaldur Norð- urlandameistari stúlkna frá síð- asta ári. Keppt var í Sundhöllinni og voru keppendur 450 talsins frá 21 sndfélagi. Danskir keppendur voru þrettán talsins Íslands- met hjá Erni SIGURÐUR Sveinn Sigurðsson, fyrirliði SA í íshokkí, fagnaði vel um helgina enda full ástæða til. Skautafélag Akureyrar varð þá Ís- landsmeistari í tíunda sinn, en Sig- urður í tólfta sinn. „Ég spilaði fyrstu sjö árin með SA og við urðum meistarar öll ár- in, síðan fór ég suður til náms í tvö ár og lék þá með SR og við urðum meistarar þau ár. Síðan hef ég verið meistari síðustu þrjú árin með SA,“ segir Sigurður, en hann er sá eini sem getur hrósað sér af því að hafa orðið Íslandsmeistari öll tólf skiptin sem keppt hefur verið um þann titil í íshokkí hér á landi. „Ég held að ég sé líka sá eini sem hef spilað í deildinni alveg frá upphafi,“ sagði meistarinn, sem sagði að auðtvitað færi að styttast í þessu hjá sér þrátt fyrir að hann væri aðeins 27 ára. „Það liggur í hlutarins eðla að eftir því sem ár- unum fjölgar styttist í það að mað- ur hætti,“ segir meistarinn. Hefur alltaf orðið meistari SA náði undirtökunum strax,komst í 5:1 í fyrstu lotu og 8:2 var staðan eftir tvær lotur. Þá fengu óreyndari leikmenn að spreyta sig og nýttu Reykvíkingar sér það og unnu síðustu lotuna 5:3. „Þetta er alltaf jafngaman, sama hvað titlarnir verða margir enda er það þetta sem málið snýst um, að vinna,“ sagði Sigurður Sveinn Sig- urðsson, fyrirliði SA, eftir sigurinn. Hann sagði úrslitakeppnina hafa verið spennandi þó svo SA hafi unnið 3:0. „Fyrstu tveir leikirnir voru mjög jafnir og spennandi og fyrir sunnan lentum við í framleng- ingu, tvöfaldri vítakeppni og síðan bráðabana. Í síðasta leiknum hér heima var eitthvert mannahallæri hjá SR þannig að þetta var frekar öruggt hjá okkur,“ sagði fyrirlið- inn. Tímabilið er búið að vera jafnara en nokkru sinni fyrr hjá íshokkí- mönnum. „Það voru nú margir búnir að afskrifa okkur þegar við töpuðum þremur leikjum í röð um mitt tímabil, einum leik fyrir SR og tveimur fyrir Birninum. Þetta er í fyrsta sinn síðan Íslandsmótið hófst sem allir vinna alla og það sýnir að þetta er að verða jafnara en áður. Maður átti því von á spennandi úrslitakeppni og hún varð það þó svo við næðum að vinna í þremur leikjum. Við vorum alltaf ákveðnir í að leika bara þrjá leiki í úrslitarimmunni og það tókst,“ sagði fyrirliðinn kampakát- ur. Það verður ekki langt frí hjá þeim bestu í íshokkíinu því í lok mánaðarins heldur landsliðið til Sófíu í Búlgaríu þar sem það tekur þátt í heimsmeistaramótinu. „Við fáum frí um næstu helgi en síðan hefjast æfingar af fullum krafti og hingað koma erlend lið til að leika æfingaleiki við hokkur áður en við förum til Búlgaríu,“ sagði fyrirliði Íslandsmeistaranna. Morgunblaðið/Kristján Sigurður Sveinn Sigurðsson, fyrirliði SA, lyftir Íslandsbikarnum. Við hlið hans stendur Rúnar Rún- arsson. Sigurður er tólffaldur Íslandsmeistari í íshokkí, hefur alltaf orðið meistari, með SA og SR. Tíundi titill Akureyringa SKAUTAFÉLAG Akureyrar varð á laugardaginn Íslandsmeistari í ís- hokkí í tíunda sinn, en tólf sinnum hefur verið keppt á Íslands- mótinu. Sannarlega glæsilegur árangur hjá Akureyringum. SA vann úrslitarimmuna gegn Skautafélagi Reykjavíkur 3:0 og úrslitaleikinn á laugardag nokkuð auðveldlega 11:7. BÍLDSHÖFÐI 510 8020 SMÁRALIND 510 8030 SELFOSS 480 7000 WWW.INTERSPORT.IS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.