Morgunblaðið - 03.03.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.03.2003, Blaðsíða 4
KNATTSPYRNA 4 B MÁNUDAGUR 3. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ STJÖRNULIÐ Real Madrid er loksins komið með und- irtökin í baráttunni um spænska meistaratitilinn í knattspyrnu. Baskarnir í Real Sociedad hafa verið í forystuhlutverkinu í allan vetur en þeir hafa gefið eft- ir síðustu vikurnar og biðu í gær sinn þriðja ósigur á skömmum tíma. Hann var afgerandi, 3:0 gegn Valladolid, og mörkin voru skoruð á fyrstu 20 mínútum leiksins. Á laugardagskvöldið voru leik- menn Real Madrid hinsvegar í bana- stuði þegar þeir sóttu Alavés heim. Ronaldo skoraði þar þrjú mörk og Raúl tvö í stórsigri, 5:1. Þar með er Real Madrid komið með eins stigs for- ystu í deildinni og liðið er líklegt til að fylgja því eftir. Meistarar Valencia misstu af stigum gegn Celta Vigo í jafnteflisleik, 1:1, og eru tveimur stigum á eftir topp- liðinu. Fjórða liðið sem á möguleika er Deportivo La Coruna sem vann Racing Santander á útivelli, 2:1. Barcelona var hársbreidd frá sín- um öðrum sigri í röð en fékk á sig jöfnunarmark á síðustu mínútu, 2:2, gegn Osasuna á útivelli Þrenna frá Ronaldo og Real tekur völdin FÓLK  GERMAN Burgos, markvörður Atletico Madrid, gekkst um helgina undir uppskurð þar sem illkynja æxli var fjarlægt úr öðru nýra hans. Aðgerðin tókst mjög vel og líkur eru taldar á að Burgos geti byrjað að spila á ný með Atletico áður en tíma- bilið er úti.  BURGOS, sem er 33 ára og lék 34 landsleiki fyrir Argentínu en hætti á þeim vettvangi í lok síðasta árs veiktist fyrir tveimur vikum og talið var að um venjulega flensu væri að ræða. Læknar Atletico sáu þó strax að ekki væri allt með felldu og skurðlæknirinn í Madríd sem fram- kvæmdi aðgerðina þakkaði við- bragðsflýti þeirra hve vel hefði farið.  FILIPPO Inzaghi skoraði tvívegis fyrir AC Milan í gær þegar liðið vann upp þriggja marka forskot Atalanta í ítölsku 1. deildinni. Paolo Maldini, fyrirliði AC Milan, skoraði sjálfsmark strax á fyrstu mínútu og gestirnir voru komnir í 3:0 eftir að- eins hálftíma leik. Rivaldo tókst ekki að skora úr vítaspyrnu fyrir Mílanó- liðið í fyrri hálfleiknum.  PAOLO Negro sá til þess að Lazio hefur enn ekki tapað leik á útivelli í ítölsku deildakeppninni í vetur. Hann jafnaði gegn Perugia, 2:2, sex mínútum fyrir leikslok.  JOHAN Mjällby tryggði Celtic nauman sigur á Hibernian, 3:2, í skosku úrvalsdeildinni í gær. Hann skoraði sigurmarkið þegar venjuleg- um leiktíma var lokið. Celtic er áfram sex stigum á eftir Rangers í hinu árlega einvígi um skoska meist- aratitilinn en á leik til góða.  DONATO, hinn þrautreyndi leik- maður Deportivo La Coruna á Spáni, verður frá keppni næsta mánuðinn vegna aðgerðar á hné. Donato er orðinn fertugur og er elsti leikmaður spænsku 1. deildarinnar en læknir hans sagðist undrandi á líkamlegu ástandi þessa fyrrum Brasilíumanns. „Fætur hans eru eins og á tvítugum pilti,“ sagði lækn- irinn.  GIORGI Lomaia er nýjasti mark- vörðurinn sem orðaður er við enska meistaraliðið Arsenal. Lomaia, sem er 22 ára gamall, er landsliðsmaður Georgíu og leikur með Lokomotovi Tbilisi í heimalandi sínu.  ADE Akinbiyi, fyrrum leikmaður með Leicester í ensku úrvalsdeild- inni, er sagður í viðræðum við Ís- lendingafélagið Stoke City um að leika með því út tímabilið. Akinbiyi leikur nú með Crystal Palace en dagblaðið The People sagði í gær að Tony Pulis, stjóri Stoke, væri í við- ræðum við hann. Akinbiyi lék á sín- um tíma undir stjórn Pulis hjá Gill- ingham.  CRYSTAL Palace vinnur hinsveg- ar að því að fá lánaða þrjá leikmenn úr úrvalsdeildinni, Marcus Stewart frá Sunderland, Lee Clark frá Ful- ham og John Curtis frá Blackburn. MICHAEL Ballack, miðjumað- urinn snjalli hjá Bayern München, sá til þess að lið hans héldi 10 stiga forystu í þýsku 1. deildinni á laugardaginn. Ballack skoraði þá bæði mörkin þegar Bayern sigraði Energie Cottbus, 2:0, á útivelli. „Ballack var besti maður vall- arins. Við komum hingað til að tryggja stöðu okkar á toppnum og það tókst, en við urðum að spila mjög vel til þess,“ sagði Ottmar Hitzfeld, þjálfari Bayern. Lið Cottbus hefur komið mjög á óvart að undanförnu og hafði fengið 13 stig af 15 mögulegum eftir vetr- arfríið. Dede og Ahmed Madouni skor- uðu fyrir Dortmund sem vann Hansa Rostock, 2:0, og er eina lið- ið sem á einhverja möguleika á að halda í við Bayern München. Tvö frá Ballack Steven Gerrard kom Liverpoolyfir á 39. mínútu með góðu marki af um 30 metra færi. Boltinn fór í David Beckham, breytti aðeins um stefnu og í netið án þess að Fa- bien Barthez kæmi nokkrum vörn- um við. „Við vorum dálítið seinir í gang en eftir markið lagaðist þetta allt,“ sagði Gerrard eftir leikinn. Spurður hvort það skipti einhverju máli fyrir hann að boltinn hrökk af félaga hans í landsliðinu og í netið sagði hann: „Svo fremi sem boltinn fer í netið og markið stendur og skrifað á mig þá er mér alveg sama.“ United sótti talsvert í leiknum og fékk nokkur ákjósanleg marktæki- færi en Pólverjinn Jerzy Dudek sá til þess að leikmenn liðsins náðu ekki að skora, varði hvað eftir ann- að frábærlega. Sannarlega maður leiksins, en hann átti ekki góðar minningar frá leik liðanna fyrr í vetur þegar hann missti knöttinn klaufalega framhjá sér í netið þeg- ar engin hætta var á ferðum. „Ég sagði við Dudek fyrir leikinn að þetta yrði hans leikur,“ sagði Ger- ard Houllier, knattspyrnustjóri Liverpool, ánægður með sinn mann eftir leikinn. Owen gerði síðan út um leikinn á 86. mínútu með 19. marki sínu á leiktíðinni. „Þetta var fyrsta alvöru færið sem ég fékk í leiknum,“ sagði hann. Spurður um hvort tímabilið væri búið að vera slakt hjá liðinu brosti hann og sagði: „Þegar við verðum búnir að fagna í kvöld finnst okkkur það örugglega ekki. Það er samt ýmislegt eftir á þessu tímabili og við getum bætt stöðu okkar verulega. Það er frábært að vinna þennan titil.“ Sigurinn veitir Liverpool rétt til að keppa í UEFA-bikarnum á næsta ári og léttir því ákveðinni pressu af leikmönnum og þjálfara. „Þetta gerir framhaldið auðveldara hjá okkur. Nú getum við spilað í deildinni án þess þrýstings sem hefur verið á leikmönnum þar sem við vitum að næsta ár leikum við í Evrópukeppninni. Ég vonast því til að nú förum við að sýna okkar besta,“ sagði Houllier kampakátur í leikslok. Liverpool og United hafa mæst 163 sinnum í öllum mótum Bret- landseyja og hefur United vinning- inn, hefur unnið 59 sinnum en Liv- erpool 55 sinnum. Jafntefli hefur orðið í 49 leikjum. Í deildabikarn- um hefur Liverpool hins vegar vinninginn, 3-1, en liðin mættust í úrslitaleik 1983 og þá hafði Liver- pool einnig betur, vann 2:1. Deildabikarkeppnin er bikar- keppni númer tvö í Englandi, næst á eftir ensku bikarkeppninni og misjafnt er hversu mikla áherslu liðin leggja á hana. „Deildabikarinn er ekki forgangsverkefni hjá okkur, deildin og Meistaradeildin koma þar á undan. Við erum samt mjög vonsviknir því það er alltaf gaman að vinna bikara og það er mark- miðið hjá okkur að gera það á þess- ari leiktíð. Núna erum við búnir að missa þennan út úr höndunum á okkur,“ sagði Sir Alex Ferguson, stjóri United, eftir leikinn. Hann óskaði þó Liverpool til hamingju með sigurinn, sagði liðið hafa leikið vel og sérstaklega hefði létt af því pressu eftir að fyrra markið kom. „Ég held menn verði bara að skoða leik markvarðarins og þá sjá allir að það var hann sem vann leikinn fyrir Liverpool. Hann átti stórkost- legan leik,“ sagði Ferguson. Hann sagði leikinn hafa verið frekar rólegan framan af en eftir að fyrra markið kom hafi það létt mjög á leiknum og eftir það hafi hann verið opinn og skemmtilegur. „Ég er ekki ánægður með hvernig lið mitt lék í dag, við vorum ekki nærri nógu beittir í sókinni. Liver- pool lék í rauninni alveg eins og við bjuggumst við en við vorum allt of rólegir í öllum sóknaraðgerðum okkar og þegar við lentum undir lagaðist það ekki neitt,“ sagði Ferguson og hrósaði einnig Houll- ier hjá Liverpool, en hann hefur sætt mikilli gagnrýni í vetur. „Ég veit ekki hvaðan þessi gagnrýni kemur og skil ekki hvers vegna því Houllier vinnur frábært starf á An- field,“ sagði Ferguson. Reuters Michael Owen fagnar marki sínu sem gulltryggði Liverpool deildameistaratitilinn í sjöunda sinn. Dudek hetja Liverpool LIVERPOOL fagnaði í gær sigri í deildabikarkeppninni ensku, sigr- aði Manchester United 2:0 í úrslitaleiknum sem fram fór á Þúsald- arleikvanginum í Cardiff. Þetta er í sjöunda sinn sem Liverpool sigr- ar í keppninni og hefur ekkert enskt lið sigrað svo oft. LÁRUS Orri Sigurðsson fékk á ný tækifæri í byrj- unarliði WBA eftir sex leiki í röð á varamannabekknum þegar lið hans sótti South- ampton heim í ensku úrvals- deildinni á laugardaginn. Fá lið hafa sótt gull í greipar Southampton í vetur og WBA fór heim með enn einn ósigurinn á bakinu, 1:0. James Beattie skoraði mark- ið á líflegum upphafskafla, hans 18. mark í úrvalsdeild- inni í vetur. Lárus Orri lék allan leikinn með WBA. Stuðningsmenn liðsins kenndu dómaranum um ósig- urinn og sungu „dómarinn vann 1:0,“ í leikslok en um- deild atvik féllu WBA í óhag. Liðið situr sem fastast í fall- sæti, tveimur stigum fyrir ofan Sunderland, en er nú fimm stigum á eftir Bolton og West Ham. Lárus Orri með á ný Ronaldo fagnar einu marka sinna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.