Morgunblaðið - 03.03.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.03.2003, Blaðsíða 6
HANDKNATTLEIKUR 6 B MÁNUDAGUR 3. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ MAGDEBURG á litla möguleika á að verja Evrópumeistaratitilinn í handknattleik eftir tap á heima- velli gegn Portland frá Spáni, 22:26, í átta liða úrslitum meist- aradeildar Evrópu í gær. Þetta var fyrri leikur liðanna og læri- sveinar Alfreðs Gíslasonar eiga mjög erfitt verkefni fyrir höndum á Spáni um næstu helgi. Ólafur Stefánsson var at- kvæðamestur í liði Magdeburg í gær og skoraði 8 mörk, tvö þeirra úr vítaköstum. Sigfús Sigurðsson skoraði eitt mark. Lið þeirra náði sér aldrei á strik. Portland komst í 12:9 fyrir hlé og náði mest sjö marka forskoti í síðari hálf- leiknum, 17:10. Magdeburg lagaði stöðuna aðeins á lokakaflanum og eygir því veika von um að fara áfram. Jakimovic, Hvít-Rússinn gamalkunni, var markahæstur hjá Portland með 4 mörk, ásamt þeim Pérez og Mainer. Rúnar Sigtryggsson lék með Ciudad Real sem tapaði fyrir öðru spænsku liði, Ademar Leon, á útivelli, 30:26. Rúnar náði ekki að skora. Þetta var fyrri leikur liðanna í átta liða úrslitum Evr- ópukeppni bikarhafa. Átta mörk Ólafs ekki nóg gegn Portland Morgunblaðið/RAX Ólafur Stefánsson Tveir Eyja- sigrar á tveimur dögum EYJASTÚLKUR stigu enn eitt skrefið að deildarmeistaratitlinum þegar þær lögðu neðsta lið deild- arinnar Fram örugglega 32:19 í Eyjum í gær. Þetta var reyndar annar leikur Eyjastúlkna á rúmum sólarhring en á laugardag lögðu þær Val að Hlíðarenda og var það sjáanlegt á liði ÍBV en margir leikmenn liðsins virkuðu þreyttir. Gestirnir skoruðu fyrsta mark leiksins og var það í eina skiptið sem þær voru yfir, ÍBV skoraði næstu þrjú og juku síðan forystuna hægt og rólega og höfðu tíu marka forystu í leikhléi. Munurinn hélst um og í kringum tíu mörk út leikinn og það var aðeins á lokasprettinum sem Eyjastúlkur juku muninn og sigruðu með þrettán mörkum. Vig- dís Sigurðardóttir var góð í mark- inu hjá ÍBV og varði meðal annars þrjú víti. Anna Yakova átti einnig góðan leik. Hjá gestunum bar mest á Lindu Hilmarsdóttur en einnig átti Þórey Hannesdóttir góða spretti. Lengi jafnt að Hlíðarenda ÍBV vann Val að Hlíðarenda á laugardaginn, 23:16, en lengi vel var ekki útlit fyrir svo mikinn mun. Staðan í hálfleik var 9:9 en Eyja- konur tóku völdin þegar á leið. Alla Gorkorian var þeirra atkvæðamest og skoraði 6 mörk en Drífa Skúla- dóttir gerði 7 mörk fyrir Hlíð- arendaliðið. Lítið skorað á Nesinu Það var lítið skorað á Seltjarn- arnesi á laugardaginn þegar Grótta/KR tók þar á móti Víkingi. Staðan í hálfleik var 8:5, Víkings- konum í hag, og þær sigruðu þegar upp var staðið, 17:14. Þær Guðrún Drífa Hólmgeirsdóttir og Guðbjörg Guðmannsdóttir skoruðu 5 mörk hvor fyrir Víking en Eva Margrét Kristinsdóttir skoraði 6 mörk fyrir Gróttu/KR. Sextán marka Haukasigur Haukar höfðu mikla yfirburði gegn Fylki/ÍR á Ásvöllum í gær- kvöld og sigruðu, 36:20, eftir að staðan var 19:8 í hálfleik. Nína K. Björnsdóttir skoraði 9 mörk fyrir Hauka og Hanna G. Stefánsdóttir 7 en Hekla Daðadóttir var allt í öllu hjá Fylki/ÍR og skoraði 10 af 20 mörkum liðsins. Sigursveinn Þórðarson skrifar Leikurinn fór fram í Skandin-avium-höllinni en venjulega leikur Sävehof í Partille-höllinni en þar sem bæði handboltaliðin í Gautaborg, Sävehof og Redbergs- lid, léku í Evrópukeppninni á laug- ardaginn var slegið upp handbolta- veislu í Skandinavium og var leikur Gróttu/KR fyrri leikur dagsins. Jafnvægi var með liðunum fram- an af fyrri hálfleik og staðan 4:4 eftir sjö mínútna leik. Þá komu þrjú mörk í röð frá heimamönnum á tveimur mínútum. „Við byrjuðum ágætlega og náðum að halda í við þá framan af fyrri hálfleiknum. Þá kom mjög slæmur kafli hjá okkur þar sem vörnin var hreinlega ekki til staðar og þeir nýttu sér það. Við náðum engan veginn réttum takti, sérstaklega var vörnin slæm og markvarslan léleg,“ sagði Ágúst í samtali við Morgunblaðið. „Við byrjuðum á að leika flata vörn, skiptum síðan yfir í fimm einn vörn til að reyna að stöðva Kim Andersson, en hann var í miklu stuði í leiknum. En það virt- ist vera sama hvað við reyndum á móti honum, það gekk ekkert. Þetta var svo sannarlega dagurinn hans, hann gerði fjórtán mörk og var gjörsamlega óstöðvandi. Hann skaust stundum þrjá til fjóra metra fyrir utan punktalínu og það lá allt inni,“ sagði Ágúst. Staðan í leikhléi var 21:14 eftir að Grótta/KR gerði síðasta mark hálfleiksins. „Það sést nú bara á skorinu hvað vörnin var slök hjá okkur. Það er auðvitað allt of mikið að fá á sig 21 mark í einum hálf- leik,“ sagði þjálfarinn. Eitthvað hefur hann sagt við sína menn í leikhléi því Grótta/KR gerði fyrstu þrjú mörkin í síðari hálfleik og staðan var 21:17 eftir þriggja mínútna leik. „Við byrj- uðum síðari hálfleikinn vel. Vörnin small saman hjá okkur í upphafi en síðan fór að halla undan fæti á ný. Svíarnir eru með gott lið, leikmenn eru líkamlega sterkir,“ sagði Ágúst. Heimamenn náðu að skora þrjú mörk í röð um miðjan síðari hálf- leikinn og komust með því í 27:20. Kim Andersson gerði öll þrjú mörkin. Lokatölur urðu 34:36 þannig að síðari hálfleikurinn end- aði 13:12 fyrir heimamenn. „Þrátt fyrir að átta mörk séu dá- lítið mikið tel ég það alls ekki óyf- irstíganlegan mun. Við lögðum upp með að útlitið væri nokkuð bjart ef við töpuðum með fimm til sex marka mun. Leikurinn virtist vera að þróast í það en við lékum illa á lokakaflanum og raunin varð hins vegar átta marka munur. Það var í rauninni óþarfi að tapa svona stórt og engu um að kenna nema okkar klaufaskap, við gerðum allt of mörg mistök,“ sagði Ágúst. Hann taldi lið sitt eiga mögu- leika á að komast áfram. „Við er- um ekki búnir að gefast upp. Nú er að setjast niður og fara vel yfir þennan leik og sjá hvernig við get- um stoppað Kim Andersson. Svo verðum við að fá fullt af áhorf- endum til að hvetja okkur og þá held ég að allt sé hægt. Við lékum illa í leiknum og ef Alexanders Pettersons og Hlynur Mortens ná sér á strik þá er aldrei að vita hvernig fer. Við sáum það í leikn- um að þegar vörnin small hjá okk- ur þá komu fín hraðaupphlaup og við sáum að við getum vel unnið þetta lið,“ sagði Ágúst. Kim Andersson var ánægður með frammistöðu sína í leiknum og það kom honum á óvart hversu mikinn frið hann fékk. „Þetta var auðveldara en leikur í úrvalsdeild- inni, það var eins og þeir vissu ekki hver ég væri,“ sagði hann eft- ir leikinn. Ágúst sagði hins vegar að Grótta/KR hefði skoðað leik liðsins á myndböndum og talið sig hafa leiðir til að stöðva Andersson, en á laugardaginn hafi engin bönd haldið pilti, allt hafi gengið upp hjá honum. Ágúst Jóhannsson eftir átta marka tap gegn Sävehof „Erum ekki búnir að gefast upp“ GRÓTTA/KR tapaði fyrri leik sínum gegn sænska liðinu Sävehof 34:26 en leikið var í Gautaborg á laugardaginn. Síðari leikur liðanna fer fram hér á landi um næstu helgi. Ágúst Jóhannsson, þjálfari Gróttu/KR, telur að átta mörk séu alls ekki óyfirstíganleg og hlakk- ar til að mæta sænska liðinu á ný. RÓBERT Gunnarsson, línumaður og fyrrum Framari, skoraði hvorki fleiri né færri en 13 mörk fyrir Århus GF í dönsku úrvals- deildinni í handknattleik í gær þegar lið hans sigraði Ajax/ Farum, 34:32. Þorvarður Tjörvi Ólafsson bætti við 3 mörkum fyrir Árósaliðið sem á í harðri baráttu við Skjern og Aalborg HSH um tvö sæti í fjögurra liða úrslitunum um danska meistaratitilinn. Kolding er með 29 stig, GOG 28, Skjern 24, Aalborg 23 og Århus GF 23 stig. Róbert gerði 13 mörk Nóg var af mörkum í Víkinni í gærkvþegar Víkingar fengu Stjörnuna í he sókn og spennan með ágætum en það sannarlega á kostnað varna markvörslu. Alls var 71 m skorað en Garðbæingar n staka markinu eftir mik barning í 36:35 sigri. Áhorfendur og stigaverðir máttu hafa alla við til að telja mörkin því áður en tuttu mínútur voru liðnar voru þau orðin þrjá Eftir hlé hélt fjörið áfram en fljótlega fór að ganga á afturfótunum hjá Víkingum, b inn fór í slá eða stöng og dómar féllu þe ekki í hag. Þeir bognuðu aðeins en brotnu ekki og af mikilli elju tókst þeim að jafna miðjan síðari hálfleik. Þá hljóp mikil spenn leikinn og tveimur mínútum fyrir leikslok staðan 34:34 en Garðbæingar voru klókar lokasprettinum. „Þetta var lýsandi leikur fyrir veturinn, dettur ekkert fyrir okkur loks þegar við ríf okkur upp,“ sagði Þórir Júlíusson Víkin eftir leikinn en hann, Davíð Guðnason Eymar Kruger voru góðir auk þess að Bj Guðmundsson byrjaði vel. „Við ætluðum að hugsa vel um vörnina ég vissi að við ættum ekki í vandræðum sókninni,“ sagði Vilhjálmur Halldórsson, s skoraði 8 mörk fyrir Stjörnuna. „Síðan æ uðum við að stöðva Eymar og Björn og l að ná að ljúka heilum sextíu mínútum en e þrjátíu eins og svo oft áður.“ Vilhjálm Björn Friðriksson og David Kekelia v bestur hjá Garðbæingum. Veikar varnir í Víkinni Stefán Stefánsson skrifar Framarar nældu sér í tvö dýr-mæt stig í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni þegar þeir lögðu ÍBV örugglega í Eyjum 20:24, á laugardaginn en leik liðanna var frestað kvöldið áður. Þetta var mikill baráttuleikur en gestirnir þó alltaf skrefinu á undan. Þeir skoruðu fyrstu tvö mörk leiks- ins og eftir það var jafnræði í markaskoruninni og Frammarar tveimur mörkum yfir í hálfleik. Gestirnir gerðu svo nánast út um leikinn á fyrstu tíu mínútunum í seinni hálfleik þegar þeir náðu fimm marka forystu, 12:17. Eyja- menn komust aldrei aftur almenni- lega inn í leikinn eftir það og örugg- ur Fram-sigur staðreynd. Viktor Gigov markvörður var yf- irburðamaður í liði heimamanna, varði 19 skot og þar af þrjú víti. Aðrir leikmenn náðu sér ekki á strik og greinilegt að sumir þeirra voru farnir að hugsa um sumarfríið sem byrjar fljótlega hjá leikmönn- um ÍBV. Þetta var mikilvægur leik- ur fyrir Fram enda eru þeir enn með í keppninni um sæti í úrslita- keppninni og það sýndi sig í leikn- um í baráttu leikmanna. Björgvin Björgvinsson var þeirra atkvæða- mestur með sjö mörk og eins varði Sebastian Alexanderson ágætlega. Fram styrkti stöðuna Sigursveinn Þórðarson skrifar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.