Morgunblaðið - 03.03.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.03.2003, Blaðsíða 2
ÍÞRÓTTIR 2 B MÁNUDAGUR 3. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ MAGNÚS Aron Hallgrímsson, Breiðabliki, kastaði 59,68 metra á Vetrarkastmóti Frjálsíþróttasambands Evrópu í smábænum Gioia Tauro á Ítalíu á laugardag. Hann hafnaði þar með í 13. sæti af um þrjátíu kepp- endum sem tóku þátt. Þetta er 16 sentímetrum lengra en Magnús kastaði lengst í fyrrasumar en nokkuð frá hans besta árangri, 63,09 frá sumrinu 2000. Fyrirfram gerði Magnús sér vonir um að rjúfa 60 metra múrinn, það tókst ekki. Æfingafélagi Magnúsar, Gerd Kanter frá Eistlandi, vann keppnina, kastaði 64,14 metra, en saman æfa þeir í Svíþjóð undir handleiðslu Vésteins Hafsteins- sonar, Íslandsmethafa í kringlukasti. Vésteinn gat ekki verið með lærisveinum sínum á Ítalíu en í samtali við Morgunblaðið sagðist hann vera í sjöunda himni með árangur Kanters. „Ég vonaðist til að Magnús færi yfir 60 metra á mótinu, það heppnaðist ekki. Það verður að líta á það jákvæða og það er að hann kastaði lengra nú en á síðasta sumri, en ég veit að hann getur vel kastað talsvert lengra en þetta,“ sagði Vésteinn. Kanter er 23 ára gamall og hafnaði í fjórða sæti í þessari keppni í fyrra. Magnús Aron var hins vegar með í fyrsta sinn, komst ekki í fyrra og hittifyrra vegna meiðsla. Magnús Aron varð í 13. sæti á Ítalíu GUÐMUNDUR E. Stephensen úr Víkingi gerði það ekki endasleppt á Íslandsmótinu í borðtennis um helgina. Hann er tvítugur og hefur unnið meist- araflokkinn í einliðaleik undanfarin tíu ár, tvíliðaleik- inn síðustu 6 árin og tvenndarleik síðustu níu. Hann lauk stúdentsprófi á Íslandi en hélt síðan í víking og nam fyrst land í Noregi en færði sig síðan yfir til Svíþjóðar. Þar býr hann nú og æfir af kappi með sterkasta borðtennisliði landsins og hyggur einn- ig á háskólanám í haust. „Ég hef bætt mig mikið og er enn ungur. Það er nóg eftir enda er ég rétt að byrja, aðeins tvítugur á mínu fyrsta ári erlendis,“ sagði Guð- mundur eftir mótið um helgina. „Ég hef reyndar verið meiddur síðan í lok nóvember og því misst af nokkr- um mótum en þetta er allt að koma. Þetta er í fyrsta sinn sem ég lendi í meiðslum, fékk nokkuð sem lækn- irinn kallaði borðtennisolnbogi en ekki tennisolnbogi því meiðslin eru ekki á sama stað. Annars hef ég æft á fullu og keppti á sterku móti í Svíþjóð um síðustu helgi, vann minn riðil og síðan tvo leiki en datt út í 32ja manna úrslitum þegar ég tapaði fyrir Kínverja. Nú fer ég út á miðvikudaginn og held áfram að æfa enda er nóg fram undan, Evrópumót á Ítalíu, heims- meistaramótið og Smáþjóðaleikar.“ Tvítugur og rétt að byrja Guðmundur E. Stephensen Þóreyju og Völu tókst ekki að leikasama leikinn og á Opna danska meistaramótinu um síðustu helgi þeg- ar þær höfnuðu í tveimur efstu sæt- unum. Kirsten Belin vann stangar- stökkskeppnina í kvennaflokki, lyfti sér yfir 4,37 m og bætti sænska metið um 2 sentímetra en það átti hún einn- ig. Þórey fór yfir í 4,12 í fyrstu tilraun, sleppti síðan 4,17 en felldi síðan 4,27 í þrígang. Svíinn Linda Person var jöfn Þóreyju í öðru sæti með 4,12. Þetta er lakasti árangur Þóreyjar á móti í vet- ur en hæst hefur hún stökkið 4,40 m sem tryggði henni keppnisrétt á heimsmeistaramótinu í Birmingham um aðra helgi. „Það gekk ekki vel hjá mér að þessu sinni,“ sagði Vala þegar Morg- unblaðið náði tali af henni í gærkvöldi. „Tæknileg atriði gengu ekki upp hjá mér auk þess sem stangirnar voru of mjúkar. Ég var að velta fyrir mér að nota stífari stöng í síðasta stökkinu en gerði það ekki. Eftir á að hyggja þá hefði ég átt að skipta. En þrátt fyrir allt voru jákvæð atriði í þessu hjá mér, til dæmis er atrennan orðin jafn- ari og kraftmeiri en áður. Nú er bara að fá þessi atriði til að smella saman,“ sagði Vala sem sagði að Þórey hefði verið óheppnari að fara ekki hærra en raun varð á. „Hún átti fínar tilraunir við 4,27, einkum þó annað stökkið, en hún var ef til vill í sömu vandræðum og ég, stangirnar voru of mjúkar.“ Vala sagðist ætla að keppa einu sinni enn innanhúss í vetur, en hún væri búin að gefa jákvætt svar til mótshaldara í Árósum í Danmörku um að etja kappi við danska meist- arann Marie Bagger Bohn um næstu helgi. Bohn var heldur ekki í essinu sínu í Sätrahall í gær, stökk yfir 3,99 m og hafnaði í fjórða til fimmta sæti. Þrisvar yfir sex metra Fjölþrautarkonan og Evrópu- meistarinn í sjöþraut kvenna, Car- olina Klüft, vann langstökk kvenna örugglega, stökk 6,47 m. Sunna varð önnur með 6,24, en stökksería hennar var ágæt (ógilt - 2,76 - 5,90 - 6,17 - 6,24 - 6,17). Sú sem hafnaði í þriðja sæti stökk 6,14 en alls stukku fimm kepp- endur yfir 6 metra. Það var því um hörkukeppni að ræða en eins og sjá má á stökkseríunni náði Sunna sér ekki á strik til að byrja með. „Þrjú síðustu stökkin voru fín,“ sagði Sunna sem þó var ekki fullsátt með árangurinn. „Ég ætlaði að gera betur, ég finn að ég á talsvert meira inni en þetta og langaði til að bæta Ís- landsmetið,“ sagði Sunna þegar Morgunblaðið náði tali af henni eftir keppnina. „Ég var í vandræðum í upphafi, gerði ógilt í fyrsta, hljóp í gegn í öðru og því var þriðja stökkið upp á 5,90 metra aðeins öryggisstökk, til þess að komast áfram og fá þrjú stökk til viðbótar. Eftir það var ég af- slappaðri og var nokkuð sátt við þrjú síðustu stökkin,“ sagði Sunna. Sunna keppti einnig í 60 m hlaupi á mótinu á laugardag og hafnaði í 7. sæti í úrslitahlaupinu á 7,71 sekúndu, sem er talsvert frá hennar besta, en það er 7,58 sekúndur. Þeim árangri náði hún á danska meistaramótinu um síðustu helgi. Í undanrásum hljóp Sunna á 7,67 en tókst ekki að bæta sig þegar í úrslitin kom. Íslandsmetið í greininni á Geirlaug B. Geirlaugs- dóttir, Ármanni, 7,54. „Ég náði mér alls ekki á strik í þessari grein,“ sagði Sunna. Hún ætlaði einnig að taka þátt í 200 m hlaupi á mótinu en gaf það frá sér til þess að geta einbeitt sér að lang- stökkinu. „Ég var að gíra mig upp fyrir langstökkið, fannst ég geta stokkið langt og sleppti því 200 metra hlaupinu, vildi ná öllu því besta fram í langstökkinu en síðan tókst það ekki alveg fullkomlega,“ sagði Sunna sem segist eiga a.m.k. einn möguleika enn á að bæta eigið Íslandsmet innanhúss í vetur, á móti í Fífunni í Kópavogi föstudaginn 13. mars nk. Björn komst í úrslit Björn Margeirsson, Breiðabliki, varð í 6. sæti í 800 m hlaupi karla á 1.54,65 mín., og bætti sinn fyrri ár- angur um 9/100 úr sekúndu, en þeim árangri náði hann á móti í Malmö í lok janúar. Björn var um 1,4 sekúndum frá Íslandsmeti Þorsteins Þorsteins- sonar, KR, sem hann setti fyrir rúm- um þremur áratugum. Í undanrásum 800 m hlaupsins á laugardaginn hljóp Björn á 1.55,11 en Ragnari Frosta Frostasyni, sem einnig stefndi á sæti í úrslitum, lán- aðist það ekki. Vala Flosadóttir felldi byrjunarhæðina í stangarstökki á Opna sæn Þórey og Sunna í öðru sæti ÞÓREY Edda Elísdóttir, FH, og Sunna Gestsdóttir, UMSS, náði öðru sæti í sínum greinum á Opna sænska meistaramótinu í frjáls- íþróttum í Sätrahall í Stokkhólmi í gær. Þórey stökk 4,12 m í stang- arstökki en Sunna stökk 6,24 m í langstökki og var aðeins fjórum sentímetrum frá eigin Íslandsmeti. Vala Flosadóttir, ÍR, náði sér ekki á strik og felldi byrjunarhæð sína, 4,07 í stangarstökki. ÍSLANDSMETHAFINN í hástökki karla, Einar Karl Hjartarson úr ÍR, náði sín- um besta árangri í tvö ár þegar hann lyfti sér yfir 2,23 metra í hástökki inn- anhúss á háskólamóti í Nampa í Idaho í Banda- ríkjunum um helgina. Þá átti hann þrjár nokkuð góðar tilraunir við 2,27 sem ekki tókust full- komlega. Einar vann há- stökkskeppnina, notaði færri tilraunir en and- stæðingur hans sem hafn- aði í öðru sæti og stökk einnig 2,23. Þeir tveir höfðu nokkra yfirburði í keppninni því sá sem hafn- aði í öðru sæti stökk 2,14. Með þessum árangri hefur Einar að öllum lík- indum tryggt sér keppn- isrétt á bandaríska há- skólameistaramótið innanhúss. Íslandsmet Einars er 2,28 m innanhúss en 2,25 utanhúss. Einar náði sér lítt á strik í fyrra og stökk þá hæst 2,18 m innanhúss. Einar Karl vann og stökk yfir 2,23 m

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.