Morgunblaðið - 19.03.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 19.03.2003, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MARS 2003 B 3 bílar BÍLGREINASAMBANDIÐ hefur lagt fram drög að breyttu grunnnámi í bifreiðaviðgerðum hjá Fræðslumið- stöð bílgreina og drög að meistara- námi í greininni sem er til viðbótar við grunnnámið. Drögin liggja nú hjá menntamálaráðuneytinu. Það er Jónas Þór Steinarsson, fram- kvæmdastjóri Bílgreinasambands- ins, sem hefur unnið að framgangi þessa máls. „Það liggja einnig fyrir hjá ráðu- neytinu drög að breytingum á grunn- náminu sem styrkja almennan grunn námsins þannig að nemendur fara fyrr að eiga við verkefnin sjálf á sviði bifreiðaviðgerða. Námið verður að þessu leyti markvissara. Það verður einnig þægilegra að bjóða upp á námið úti á landi og sömuleiðis verð- ur auðveldara að meta nemendur inn í námið,“ segir Jónas Þór. Gert er ráð fyrir 21 einingu í grunnnáminu samkvæmt drögunum í stað 40 eininga. Gert er ráð fyrir að breytingin geti tekið gildi næsta haust. „Svo verður nemendum sem hafa lokið sveinsprófi gert að fara í skipu- lagt meistarapróf sem ekki hefur áð- ur verið boðið upp á með þessum hætti. Áður fengu nemendur sjálf- krafa meistararéttindi eftir þriggja ára starf. Auk þess var sérstakur meistaraskóli sem lagði meira upp úr bóklegum fögum en ekki hefur áður verið boðið upp á meistaranám á tæknisviði,“ segir Jónas Þór. Námið tekur mið af því skipulagi sem er hjá framleiðendum. Náminu í Fræðslumiðstöð bílgreina, FMB, verður skipt upp í þrjú þrep að hætti bílaframleiðenda. Í 1. þrepi er gert ráð fyrir að neminn öðlist grundvall- arþekkingu til að framkvæma reglu- bundið eftirlit á starfssviði sínu, hafi grundvallarþekkingu á efnum sem notuð eru á starfssviði hans og að neminn hafi grundvallarþekkingu á búnaði bílsins, en sú þekking geti nýst sem undirbúningur fyrir nám á 2. og 3. þrepi. Í 2. þrepi er gert ráð fyrir að nem- inn öðlist þekkingu á uppbyggingu og virkni helstu hluta og kerfa bíls- ins, í mælingu og samsetningu helstu hluta og kerfa bílsins, í vinnu við að rífa í sundur og setja saman helstu hluta og kerfi bílsins, þekkingu og getu í efnisvali og efnismeðferð á starfssviði sínu og hafi getu og þekk- ingu til að slípa niður og ganga frá yf- irborði helstu hluta og kerfa bílsins. Á 3. þrepi, í meistaranáminu, á neminn að ná fullu valdi á bilana- greiningu helstu hluta bílsins, ná há- marksþekkingu og færni í viðgerðum á helstu hlutum bílsins og öðlast þekkingu og færni til að leiðbeina í virkni, stillingu, bilanagreiningu og vinnu við helstu hluta bílsins. Gert er ráð fyrir að náminu sé lok- ið á þremur til fjórum önnum. Meistara- nám í bif- reiðavið- gerðum Morgunblaðið/Árni Sæberg Jónas Þór Steinarsson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins. EINN af skemmtilegri bílavefjum er hinn danski biltorvet.- dk. Á síðunni er fjallað um nýja og notaða bíla og þarna er líka viðmiðunarverðskrá sem nýtist okkur lítið hér á Ís- landi þar sem bílverð er allt annað og skaplegra. Á síðunni er hægt að kalla upp bíla og gera samanburð á þeim. Bil- doktoren er þáttur þar sem fjallað er um algengar bilanir og á sérstakri undirsíðu eru gefin ráð við bílakaup. Þarna eru líka nytsamlegar krækjur í ýmsar bílasíður, s.s. alla dönsku bílaklúbbana, bílaklúbba í öðrum löndum, fornbíla- síður og margt fleira. Vefsíða vikunnar Nýir bílar og samanburður TENGLAR ....................................................................... www.biltorvet.dk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.