Morgunblaðið - 19.03.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 19.03.2003, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. MARS 2003 B 7 bílar F LESTIR þekkja Einar Thoroddsen af því að krukka í eyrun á börnum með eyrnabólgur eða af því að kynna leyndardóma létt- vínanna. Einar leynir á sér og er mik- ill bílaáhugamaður. Oft má rekast á Einar í bílaumboðunum þar sem hann mátar nýja bíla og skoðar og spekúlerar. Það var því full ástæða til að rekja garnirnar úr Einari og sjá hvað hann er að pæla. Hvað ertu alltaf að gera uppi í Bíl- heimum? „Ég er pínulítið að fylgjast með því hvort nýi Saab-inn sé kominn. Ég fylgist nokkuð vel með bílum og kaupi skemmtilegt bílablað sem heit- ir Car. Ég veit því oft ýmislegt áður en það verður almannarómur á Ís- landi jafnvel þótt það verði oft ekki undir sömu formerkjunum hérna. Sjálfur er ég á Subaru Legacy Out- back og Mercedes-Benz C180. Draumabíllinn hefur hins vegar alltaf verið einhver af þessum ítölsku en eftir því sem árin færast yfir verður alltaf erfiðara að vera með bíla sem maður þarf að klæða sig í og úr; þar sem maður situr flötum beinum á jörðinni. Yfirleitt er ég fullur aðdáun- ar á þessum ítölsku og frönsku merkjum sem Norðurlandabúar al- mennt fyrirlíta. Þessi fyrirlitning er gamalgróin og meira að segja var Opel einu sinni undir sömu formerkj- um og Fiat og Renault. Það var alltaf sagt: „Þú ferð ekkert út á vegi á þessu.“ Þetta sögðu menn sem áttu þýska, að maður tali nú ekki um am- eríska bíla sem þurfti að snúa milljón hringi í stýrinu til þess að fá þá til að beygja. Ég var nú yfirleitt á Fiat í gamla daga og skemmti mér konung- lega. Svo fór ég líka dálítið á Ölfur og skemmti mér þá líka konunglega. Ég er hallur undir Ítalann og líklega er ástæðan sú að hann kyndir svo undir akstursgleðinni,“ segir Einar. Þannig að það eru ekki allir læknar á jeppum? „Ekki alveg allir. Ég hef tvisvar verið á Cherokee en brenndi mig dá- lítið á þeim. Það er ekki eins gaman að keyra jeppa. Þeir eru þunglama- legir, þeir liggja ekki í beygjum held- ur hallast og manneskjan í aftursæt- inu segir við sessunautinn: „Varaðu þig! Ég kem.“ En núna eru náttúru- lega komnir svokallaðir SUV sem keyra betur en gömlu jepparnir en ég reikna ekki með að þú hættir þér út í Krossá með svona fínan bíl upp á 7–9 milljónir. Það er ágætt að vera á fjór- hjóladrifnum bíl. Minn heitir Legacy Outback en draumabíllinn heldur áfram að vera ítalskur. En ég er hræddur um að ég þyrfti að klæða mig í t.d. Ferrari og rífa mig upp úr honum með handafli. Fyrir nokkrum árum vildi enginn sjá fjölnotabíla en nú held ég að margir sjái að það eru stundum not fyrir fjölnot. Ég held að það hafi verið fyrir um þrjátíu árum þegar Lancia kom með stuttan uppháan kubb, hugmyndabíl, og 20 árum síðar fór maður að sjá þetta byggingalag. Þá gátu menn farið að vera með hatt inni í bílnum,“ segir Einar. Ítalinn kyndir undir akst- ursgleðinni Alfa 156 GTA gæti uppfyllt drauma Einars. Morgunblaðið/Ásdís Einar Thoroddsen gluggar hér í bókina Heimur vínsins á útgáfudegi. DRAUMABÍLLINN VINNUBÍLL MMC Canter Double Cab 2800 Diesel, f.skr.d. 03.03.1997, ek. 71 þús. km., 4 dyra, beinskiptur. Verð 1.950.000. BERTONE á Ítalíu hefur hannað GT Coupé út frá Alfa Romeo 156 og var bíllinn sýndur í framleiðslugerð sinni á bílasýningunni í Genf. Alfa 156 er góð- ur útgangspunktur fyrir kúpubak því stærð bílsins og aksturseiginleikar henta vel. Bertone fjarlægði að sjálfsögðu aft- urdyrnar og þakið var einnig haft lægra. Auk þess stækkaði bíllinn um fimm cm og breiddin um einn cm. Engu að síður virðist bíllinn á myndum minni en venjulegur Alfa 156. Það kemur vart á óvart að kúpubak- urinn verður boðinn í GTA-útfærslu einnig með 3,2 lítra, V6-vél sem skilar 250 hestöflum. Minnsta vélin í boði verður 1,8 lítra T.Spark, 140 hestafla. Auk þess verður hægt að fá bílinn með tveggja lítra JTS-dísilvél, 165 hestafla. Búast má við að bíllinn verði kominn á markað víðast hvar í haust. Alfa GT Coupé var sýndur í Genf. Lengri og breiðari en Alfa 156. Alfa 156 Coupé

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.