Morgunblaðið - 20.03.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.03.2003, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MARS 2003 B 3 NVIÐSKIPTI TALIÐ er að ein meginástæðan fyrir háu gengi íslensku krónunnar um þessar mundir sé innstreymi er- lends fjármagns til landsins, eða væntingar um slíkt streymi. Geng- isvísitala krónunnar hefur hækkað um 1,85% frá áramótum en á síðasta ári hækkaði hún um 13,5%. Væntingarnar eru eins og flestum ætti að vera orðið ljóst vegna gerðar Kárahnúkavirkjunar og byggingar álvers við Reyðarfjörð en í heild eru framkvæmdirnar metnar á 190 millj- arða króna. Erlendir fjárfestar áhugasamir Síðustu misserin hefur ásókn er- lendra fjárfesta í íslensk skuldabréf aukist mikið sem skýrir einhvern hluta af því gjaldeyrisinnstreymi sem verið hefur undanfarið. Ástæð- an fyrir áhuga fjárfestanna erlendu eru háir vextir hér á landi auk þess sem stöðugt efnahagsumhverfi og stjórnarfar styður innkomu þeirra á markaðinn, þrátt fyrir tiltölulega óstöðugan gjaldmiðil sem krónan er. Húsbréf eru stærsti einstaki skuldabréfaflokkurinn á markaðn- um. Vegna breytinga á húsnæðis- lánakerfinu og aukinni eftirspurn eftir lánum frá Íbúðalánasjóði óx framboð húsbréfa í umferð, en Íbúðalánasjóður fjármagnar sig með skuldabréfaútgáfu. Eftir því sem eft- irspurnin eftir bréfunum eykst en framboð ekki að sama skapi lækka vextirnir og fjárfestar, sem í auknum mæli eru farnir að kaupa þessi skuldabréf, hagnast. Þetta hefur svo áhrif á krónuna til styrkingar þegar eftirspurn eftir henni eykst að sama skapi. Guðmundur Hauksson, fyrrver- andi stjórnarformaður Kaupþings, sagði í ræðu á aðalfundi félagsins frá góðum árangri Kaupþings í sölu ís- lenskra skuldabréfa erlendis. Sagði hann að ef sá árangur hefði ekki náðst væru vextir hér á landi ekki jafn lágir og þeir eru í dag. „Fram- boð og eftirspurn af skuldabréfum á litlum og takmörkuðum íslenskum markaði krefst hárra vaxta. Því meira sem markaðurinn opnast og fleiri koma að honum því lægri verða vextirnir.“ Sterk króna fækkar störfum Þorvaldur Gylfason, prófessor í Há- skóla Íslands, segir að ekki sjái fyrir endann á áframhaldandi styrk krón- unnar og það hljóti að valda útflutn- ingsfyrirtækjum áhyggjum. Hann segir að hágengið geti valdið flótta fyrirtækja úr landi; bestu fyrirtækj- anna eins og hann orðar það. Þannig sé hætta á að störfin sem skapist við virkjanagerð og álversframleiðslu fyrir austan verði jafn mörg eða færri en þau störf sem tapast vegna hins háa krónugengis. Aðspurður segir Þorvaldur að að hans mati væri eðlilegt, við eðlilegar aðstæður, að Bandaríkjadalur og evra kostuðu á bilinu 100–110 krón- ur, en í gær kostaði Bandaríkjadalur rúmar 79 krónur en evra tæpar 84 krónur. Ástæðan fyrir því að sterk íslensk króna getur haft svo neikvæð áhrif á útflutningsfyrirtækin er að þau hafa tekjur sínar í erlendri mynt og fá því sífellt færri krónur í skiptum fyrir tekjur sínar eftir því sem krónan styrkist. Þó má ekki gleyma því að þrátt fyrir þessi slæmu áhrif sem styrkur krónunnar hefur standa fyrirtækin ekki varnarlaus. Benda markaðsað- ilar á að til eru ýmsar afurðir á fjár- málamarkaði hér á landi sem verja menn gegn þessari gjaldeyris- áhættu, afleiðusamningar svokallað- ir. Grunn skýring Snorri Jakobsson, hagfræðingur hjá greiningardeild Kaupþings, segir að- spurður að sér finnist það heldur grunn skýring að kaup erlendra fjár- festa á íslenskum skuldabréfum séu ástæða sterkrar krónu. „Það eru margir samverkandi þættir sem hafa áhrif á hana. Auðvitað hefur aukin eftirspurn erlendra fjárfesta eftir ís- lenskum skuldabréfum áhrif til styrkingar en það er ekki megin ástæðan fyrir sterkri krónu núna. Ég held að það stafi að miklu leyti af viðsnúningi á vöruskiptajöfnuði auk væntinga um aukið innstreymi vegna Kárahnjúkavirkjunar. Við vorum með viðskiptahalla 10% af landsframleiðslu árið 2000, 4% á síð- asta ári og 0% á þessu ári. Viðskipta- jöfnuðurinn segir talsvert um flæði fjármagnsins. Samkeppnissstaða út- flutningsfyrirtækja hefur versnað mikið, það dylst ekki nokkrum manni, en hvort ástandið sé eins slæmt og menn hafa viljað vera láta er aftur annað mál,“ sagði Snorri. Sem dæmi um það hvernig skulda- bréfaviðskipti geta haft áhrif á gengi krónunnar er, að ef t.d. erlendur aðili kaupir skuldabréf hér og borgar fyr- ir í dollurum hefur það áhrif á krón- una, því þá þarf viðkomandi fjárfest- ir að umbreyta þessum dollara yfir í krónur. Ef keypt eru skuldabréf og lán í krónum tekið fyrir kaupunum, sem einnig er algengt form á við- skiptum erlendra aðila hér á landi en felur reyndar í sér aðeins meiri áhættu fyrir viðkomandi, þá hefur það ekki áhrif. Þorvaldur Gylfason segir að eng- inn vafi sé á því að innstreymi fjár- magns haldi krónunni hárri. „Gengið núna er of hátt, að dómi allra sem starfa við útflutning eða keppa við innflutning. Þetta er hins- vegar ekki nýtt vandamál, gengi krónunnar hefur verið of hátt skráð marga áratugi aftur í tímann, eins og sjá má á því að viðskiptahalli hefur verið hér verulegur flest ár, líka marga áratugi aftur í tímann með sárafáum undantekningum. Mikill viðskiptahalli, þrálátur og langvinn- ur og meðfylgjandi skuldasöfnun er nær alltaf til marks um of hátt gengi.“ Sjá ekki fyrir endann Þorvaldur segir að þrátt fyrir að sem stendur sé ekki halli á vöruskipta- jöfnuðinum við útlönd stefni í veru- legan halla þegar fjármagn fer að streyma inn í landið vegna stórfram- kvæmdanna fyrir austan. „Þegar mikið lánsfé streymir inn í landið er hin hliðin sú, að það er halli á við- skiptum við útlönd. Það sem er óvenjulegt við hágengisvandann núna er að hann stafar af þessu áframhaldandi innstreymi sem mun halda áfram í mörg ár sem veldur því að mörg fyrirtæki í útflutningi sjá ekki til lands. Auk þess er annað óvenjulegt við ástandið núna, við bú- um í umhverfi þar sem fyrirtæki hafa meiri frelsi til að velja sé ból- setu. Af þessu leiðir umtalsverð- hætta á því að ýmis mikilvæg fyr- irtæki, oft bestu fyrirtækin, ákveði einfaldlega að fara úr landi. Þetta er skuggahliðin á þessari risavöxnu framkvæmd fyrir austan.“ Auðlindabölvunin Þorvaldur segir að fleiri skýringar megi einnig nefna en gömlu innviðir hagkerfisins, sjávarútvegur og land- búnaður, sem ollu hágengisvandan- um á fyrri tíð, standi enn óbreyttir að hans sögn, þannig að hágengistil- hneigingin sé enn til staðar óháð þessum stóriðjuframkvæmdum. Hann kallar þetta hollensku veikina. „Á landi sem gerir út á auðlindir skella búhnykkir með reglulegu millibili sem drífa upp gengið og bitna á þeim atvinnuvegum sem standa utan við auðlindaútgerðina. Þetta hefur markað norskt efna- hagslíf verulega í gegnum tíðina. Hlutfall útflutnings í norskum þjóð- arbúskap er engu meira núna en áð- ur en þeir fundu olíu. Af þessu má ráða að útflutningur olíu hefur þrýst öðrum útflutningi út af borðinu krónu fyrir krónu. Noregur og Ís- land eru einu iðnríkin í heiminum þar sem útflutningur hefur staðið í stað miðað við landsframleiðslu um áratuga skeið og jafnvel væri hægt að fara aftur til 1870 þegar mælingar hófust, hlutfall landsframleiðslu á Ís- landi er nánast óbreytt síðan þá. Þetta er það sem kalla má náttúru- auðlindabölvunina. Innstreymi fjármagns heldur krónunni sterkri Gengi íslensku krón- unnar hefur ekki verið hærra í langan tíma. Þóroddur Bjarnason leitaði skýringa há- gengisins og velti fyrir sér mögulegum afleiðingum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Vandaður kvöldklæðnaður Bendum frímúrurum sérstaklega á síðuna okkar Harvey Malcolm Clothing Co - Liverpool England www.harvey-malcolm.co.uk  Sími 0044 151 236 0043  Fax 0044 151 236 0582 Fylgibréfin heyra sögunni tilnú Hugbúnaðurinn Póststoð einfaldar frágang og umsjón með sendingum fyrirtækja innanlands. Öryggi alla leið Póststoð tryggir fyrirtækjum betri yfirsýn yfir allar sendingar sem frá þeim fara, sparar tíma og eykur öryggi. Pósturinn lætur viðskiptavinum sínum Póststoðina í té, þeim að kostnaðarlausu. Fjölmargir ánægðir viðskiptavinir hafa tekið Póststoð í sína þjónustu. Nánari upplýsingar eru veittar hjá sölu- og þjónustudeild Póstsins í síma 580 1030. Netfang: postur@postur.is Veffang: www.postur.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.