Morgunblaðið - 20.03.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 20.03.2003, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MARS 2003 B 5 NVIÐSKIPTI Ef þú þarft að fara í viðskiptaferð til London eða Kaupmannahafnar á þessum tilteknu dögum þá bjóðast tveir kostir*. Verðmunurinn er sláandi. Iceland Express: Engin sunnudagaregla, enginn bókunarfyrirvari, flug alla daga, engin hámarksdvöl og engin lágmarksdvöl. Auðvelt og ódýrt er að breyta bókun. Hjá Iceland Express starfar samhentur hópur fólks sem hefur víðtæka reynslu í ferðaheiminum. Þú hefur beint samband við þjónustufulltrúa sem gengur frá öllum bókunum, einnig á hótelum og bílaleigubílum. Vidskiptaferdir@IcelandExpress.is Kaupmannahöfn Icelandair mið. 19.03 - fös 21.03 109.780,-* Iceland Express mið. 19.03 - fös 21.03 26.660,-* London Keflavík Icelandair mið. 19.03 - fös 21.03 111.350,-* Iceland Express mið. 19.03 - fös 21.03 19.660,-* Ef allar viðskiptaákvarðanir væru svona auðveldar ... Skv bókunarstöðu á heimasíðum Iceland Express og Icelandair 13. mars 2003 kl. 10:15 Söluskrifstofa Suðurlandsbraut 24, opið 9-17 virka daga I Sími 5 500 600 I www.IcelandExpress.is * M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN / S ÍA 0 3 .0 3 BREYTINGAR á fjármálamörkuð- um hafa verið mikið í umræðunni sem og einkavæðing bankanna og hugsan- legir samrunar á fjármálamarkaði. Minni verðbréfafyrirtæki pluma sig þó vel á íslenskum fjármálamarkaði, að sögn Jafets Ólafssonar, forstjóra Verð- bréfastofunnar, sem var með 6% markaðshlutdeild í hlutabréfaviðskipt- um í Kauphöll Íslands á síðasta ári. Hann spáir því að stór bankasam- runi verði hér á landi á árinu en hefur nokkrar áhyggjur af brotthvarfi lítilla fjárfesta af markaði. Jafet segir miklar breytingar framundan á fjármála- mörkuðum. Einhverjir af stóru bönk- unum muni sameinast og ekki megi gleyma umbreytingu á sparisjóðunum, sem ekki sé lokið. Hann telur að því megi ekki gleyma að íslensk hlutabréf standi vel miðað við erlend og að innlendur skulda- bréfamarkaður hafi verið mjög öflug- ur, en það vilji oft gleymast. „Innlend- ur hlutabréfamarkaður hefur verið tiltölulega góður síðustu tvö ár. Úrvals- vísitalan hækkaði um 14% í fyrra. Það eru því helst þessar gífurlegu lækkanir erlendis sem hafa verið að draga líf- eyris- og verðbréfasjóði niður.“ Verðbréfastofan rekur enga sjóði og telst því til óháðra fjármálafyrirtækja. „Við sitjum bara öðrum megin við borðið. Okkar sérstaða er að við erum ekki að reka neina lífeyrissjóði eða aðra sjóði. Það hefur vaxið á síðustu ár- um að bankarnir hafa gerst þátttak- endur í starfsemi ákveðinna fyrirtækja sem stórir hluthafar. Þá hlýtur maður að spyrja hvort þeir séu hæfir til að fjalla um þau fyrirtæki.“ Bankarnir báðum megin Að sögn Jafets hafa bankar á Norð- urlöndum reynt að halda fjárfesting- arhluta sínum í aðskildum félögum. Hann segir sömu þróun að nokkru leyti vera að eiga sér stað hér, Íslands- banki hafi t.a.m. fjárfestingarfélagið Straum. Landsbankinn hafi stofnað Afl og Atorku. Hann segir það þó fær- ast í vöxt að bankar komi inn sem hlut- hafar í félögum. „Það getur oft verið nauðsynlegt að bankar komi beint eða óbeint inn í fyrirtæki þegar breytingar eiga sér stað eða samrunar. Það er mjög eðlilegt í einstaka tilfellum en þá ættu þeir að leggja áherslu á að fara þaðan út fljótlega aftur. Ef bankar eru stórir hluthafar í fyrirtækjum og jafn- vel stærstu lánveitendur líka eru þeir í rauninni báðum megin við borðið.“ Erlendis hafa menn lýst áhyggjum yfir fækkun lítilla fjárfesta á hluta- bréfamörkuðum. Jafet segir sömu breytingar hafa gert vart við sig hér á landi. „Það veldur vissum áhyggjum að þessi millifjárfestir sem var áhugasam- ur um hlutabréf hefur fært sig yfir á skuldabréfamarkaðinn og fengið ágæta ávöxtun. Hlutabréfamarkaður- inn fær mesta athygli frá fjölmiðlum en skuldabréfamarkaðurinn er tvöfalt stærri og hefur verið mun stöðugri undanfarin ár. Núna, þegar eru ákveð- in kauptækifæri í hlutabréfum eru menn tregir að koma aftur.“ Jafet segir þetta allt aðra stöðu en var t.d. árið 1998 þegar hlutabréf hækkuðu mjög mikið. Þá hafi margir viljað fjárfesta í hlutabréfum. Þeir sömu hafi nú dregið sig út af markaði. „Afkoma flestra skráðra fyrirtækja í Kauphöll Íslands var mjög góð á síð- asta ári og útlit er fyrir hagstætt rekstrarár. Innlendur hlutabréfa- markaður ætti að geta skilað hag- stæðri ávöxtun áfram,“ segir Jafet. Verðbréfastofan skilaði um 14 millj- óna króna hagnaði á síðasta ári, sem var viðsnúningur frá árinu 2001, þegar tap varð á rekstrinum. Jafet segir að rekstrarhorfur á þessu ári séu góðar. Við sitjum bara öðrum megin borðsins Okkar sérstaða er að við rekum ekki neina lífeyrissjóði eða aðra sjóði Minni verðbréfafyrirtæki pluma sig vel á íslenskum fjármálamarkaði að sögn Jafets Ólafssonar, forstjóra Verðbréfastofunnar. EASYJET, stærsta lággjaldaflugfélag Evrópu, hefur fallið frá áformum um að kaupa Deutsche BA, dótturfélag British Airways, vegna andstöðu stéttarfélags þýskra atvinnuflugmanna við fyrirhugaðar hagræðingaraðgerðir. EasyJet undirritaði í ágúst í fyrra valrétt- arsamning um að kaupa Deutsche BA fyrir allt að 39 milljónir evra. Vegna viðvarandi taprekstrar vildi EasyJet að rekstrarkostn- aður DBA yrði lækkaður um 48 milljónir evra. Gat þýska flugmannafélagið ekki sætt sig við það. „Í Þýskalandi eru völd stéttarfélaga mikil og þau hafa lögin með sér. Af okkar hálfu var ekki til umræðu að semja um breytingar á launa- og kjarastefnu Easy- Jet,“ sagði forstjóri félagsins í dag. Eftir yfirlýsingu hans hækkuðu hlutabréf EasyJet í kauphöllinni í London um tæp- lega 17%. EasyJet hættir við kaup á Deutsche BA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.