Morgunblaðið - 20.03.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 20.03.2003, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MARS 2003 B 7 NVIÐSKIPTI ATHAFNALÍF  lögunum í Evrópu á samheitalyfjasviðinu, þegar fyrir- tækið verður skráð á markaði erlendis eftir 2–3 ár, eins og stefnt er að.“ Heppileg umskipti á eignarhaldi Í kjölfar þess að Pharmaco keypti Balkanpharma í Búlg- aríu á árinu 2000 kom til athugunar að sameina Delta og Balkanpharma, en á þeim tíma átti Pharmaco um 20% hlut í Delta. Róbert segir að ekki hafi orðið af þessu þá þar sem ekki hafi náðst samkomulag um skiptihlutfall á hlutabréfum. Aðilar hafi þó verið sammála um að rekstur Pharmaco og Delta gæti fallið vel saman. Úr hafi orðið að Pharmaco seldi hlut sinn í Delta og sameinaðist Balkan- pharma. Kaupandi hlutabréfa Pharmaco í Delta var Jóhann Óli Guðmundsson athafnamaður, en hann átti ekki hlutabréf fyrir í félaginu. Í gegnum Lyfjaverslun Íslands og aðra náði Jóhann Óli meirihluta í Delta. Síðar komu upp deilur í Lyfjaverslun sem urðu til þess að Jóhann Óli missti meirihluta sinn í því félagi og þar með einnig í Delta. Í framhaldinu keypti Delta hlut Lyfjaverslunar í félaginu. Róbert segir að sú ráðstöfun hafi verið mjög heppileg bæði fyrir Lyfjaverslunina og Delta. Lyfjaverslunin hafi þá getað fjármagnað kaup sín á Thorarensen lyfjum og A. Karlssyni, sem illdeilur höfðu staðið um milli stærstu hluthafa Lyfjaverslunar. Það hefði sennilega reynst félag- inu erfitt að fara á þeim tímapunkti í hlutabréfa- eða skuldabréfaútboð vegna deilna sem þekktar eru. Þá hafi það að hans mati verið heppilegt fyrir Delta að kaupa hlutabréf Lyfjaverslunar í félaginu. Það hafi skilað góðum arði en jafnframt verið heppilegt í sambandi við það sem á eftir kom. Róbert segir að eftir að Jóhann Óli hafi misst meiri- hluta í Lyfjaverslun og einnig í Delta hafi hann selt Delta hlutabréf sín í félaginu. Það hafi væntanlega ekki sam- rýmst hugmyndum hans að vera einungis einn af hluthöf- unum. Því hafi Delta falast eftir kaupum á hlutabréfum hans í félaginu. Það, ásamt kaupunum á hlut Lyfjaversl- unar í Delta, hafi síðan liðkað fyrir kaupum félagsins á Omega Farma. Sameining þessara tveggja félaga hafi verið gríðarlega farsæl og treyst undirstöður framtíð- arinnar. Bæði Delta og Omega Farma hafi verið búin að þróa töluvert mikið af lyfjum, áhættan lítil, en framtíð- armöguleikarnir miklir. „Þau miklu umskipti sem urðu á eignarhaldi á hluta- bréfum Delta á árunum 2000 og 2001 voru því mjög heppi- leg þegar upp var staðið.“ Delta var rekið með tapi árin 1998 og 1999. Félagið hafði þá fjárfest í nýju verksmiðjubyggingunni í Hafn- arfirði. Róbert segir að þegar Delta var skráð á vormán- uðum 1999 á Verðbréfaþing Íslands hafi félagið átt í tölu- verðu basli. Ekki hafði þá tekist að fjármagna verk- smiðjuna að fullu og því hafi lausafjárvandræði verið nokkur og reksturinn verið þungur. „Þá tókst hins vegar að fá aðra banka til að koma að fé- laginu með fjármögnun upp á 800 milljónir króna. Þannig tókst að losa um þann hnút sem félagið var í.“ Delta óx frá því þetta var úr því að vera um 100 manna fyrirtæki upp í 600 manns fyrir sameininguna við Pharmaco. Ársveltan á þessu tímabili jókst úr 780 millj- ónum í 12 milljarða. „Fjármálamarkaðurinn hér á landi er almennt séð ekki ólíkur því sem gengur og gerist annars staðar. Vaxta- kjörin eru þó klárlega almennt mun hærri en gerist er- lendis. Pharmaco er nú að vinna með öllum stóru bönk- unum hér á landi, Íslandsbanka, Landsbanka og Búnaðarbanka. Þau kjör sem fyrirtækinu bjóðast eru mjög hagstæð og vel sambærileg við það sem gerist best erlendis. Þetta er háð því að fyrirtækið tekur lán í er- lendri mynt, sem það getur gert vegna þess að tekjurnar eru að 94% hluta í erlendri mynt.“ Fyrstir á markað Róbert segir að keppinautar Pharmaco á samheita- lyfjamarkaði séu margir, bæði stórir og litlir, í Austur-, Mið- og Vestur-Evrópu, Kanada og á Indlandi. Miklu máli skipti að vera fyrstur á markað með lyfin og vanda til þró- unarvinnunnar. Forsenda þess sé að geta klárað þróun á samheitalyfjum áður en einkaleyfi renna út og verið þann- ig tilbúinn á markað þegar einkaleyfin renna út. Þetta sé hægt m.a. á Íslandi og á Möltu og í öðrum löndum þar sem frumlyfjaframleiðendurnir hafi ekki sótt um einka- leyfi. Einnig hafi lönd eins og Búlgaría, Malta, Kanada og Bandaríkin, svo einhver séu nefnd, breytt löggjöf sinni þannig að heimilt sé að þróa samheitalyf þrátt fyrir að einkaleyfi sé í gildi í viðkomandi landi. Hann segir að fram til ársins 1995 hafi frumlyfja- framleiðendur ekki mikið hugað að skráningu á ýmsum minni markaðssvæðum. Delta hafi þá ekki verið mikið í útflutningi á samheitalyfjum og frumlyfjaframleiðend- urnir hafi því ekki haft miklar áhyggjur af Íslandi. Það kosti töluvert að þýða öll þau gögn sem leggja þurfi fram til að sækja um einkaleyfi á tilteknum lyfjum. Framleið- endurnir hafi því væntanlega metið það þannig að það svaraði ekki kostnaði. Þeir hafi hins vegar ekki áttað sig á þeirri glufu sem þeir skildu eftir. Það hafi Delta nýtt sér sem og Pharmaco nú. Breytingar hafi átt sér stað í þess- um efnum og einkaleyfaumsóknum frumlyfjaframleið- enda hafi fjölgað mikið síðastliðin þrjú ár. Eftir eigi að koma í ljós hvað af því fáist skráð. Framleiðendurnir séu því að vakna til vitundar um þessi mál. Pharmaco geti þó unnið með flest lyf sem fara af einkaleyfi fram til 2015 á Íslandi og fram til 2023 á Möltu. Hvort Pharmaco þurfi að takmarka val sitt á lyfjum í þróun eftir það ráðist af því hversu mörg einkaleyfi verði veitt í framtíðinni á Íslandi og á Möltu. Að sögn Róberts framleiðir Pharmaco flestar tegundir lyfja, að krabbameinslyfjum og hormónum undan- skildum. Til framleiðslu á þeim lyfjum þurfi sérverk- smiðju því þau megi ekki framleiða innan um önnur lyf. Talið hafi verið að það væri ekki fjárhagslega arðbært fyrir fyrirtækið að byggja upp sérstaka aðstöðu til að sinna þessu. Vel hafi hins vegar tekist til með framleiðslu á hjartalyfjum, ofnæmislyfjum og geðlyfjum. Nýjar söluskrifstofur víða Verskmiðja Pharmaco í Hafnarfirði hefur verið samþykkt af yfirvöldum í Sádi-Arabíu og segir Róbert að gert sé ráð fyrir að sala á lyfjum þar í landi hefjist í lok þessa árs. Áætlað sé að fyrirtækið muni einnig koma lyfjum á mark- aði í Jemen, Óman og í öðrum löndum þar í kring, en unn- ið sé að því að finna umboðs- og samstarfsaðila á þessu svæði. Verð sé almennt mjög gott í þessum heimshluta og reiknað sé með að sala þar skili Pharmaco góðum arði miðað við veltu. „Pharmaco að fikra sig inn á Bandaríkin í kjölfar sam- starfssamnings við lyfjafyrirtækið Purepac frá því í nóv- ember síðastliðnum, um þróun samheitalyfja fyrir þennan mikilvæga markað. Bandaríkjamarkaður er stærsti lyfja- markaður heims og er Purepac, samstarfsaðili Pharmaco, fimmta stærsta lyfjafyrirtækið í Bandaríkjunum. Tölu- verð samlegð er í þróun á samheitalyfjum fyrir Evrópu- markaði og Bandaríkjamarkað auk þess sem Pharmaco vonandi nær góðri dreifingu á lyfjum sínum í gegnum Purepac. Þá má nefna að verið er að skoða með sölu á lyfj- um í Brasilíu og annars staðar í Suður-Ameríku í gegnum viðskiptavini fyrirtækisins í Evrópu. Í Evrópu vantar helst að lyf Pharmaco séu seld í Rúm- eníu, Tékklandi, Ungverjalandi, Slóvakíu og Póllandi. Í dag er Pharmaco að stíga sín fyrstu skref inn á þessa markaði. Til að komast inn á þá þarf Pharmaco að vera með eigin sölustarfsemi í þessum löndum í einhverri mynd sem getur tekið við lyfjum fyrirtækisins. Byrjað er að skrá lyf fyrirtækisins í Mið- og Austur-Evrópulönd- unum, en það tekur að jafnaði um tólf mánuði. Við reikn- um með að á komandi haustmánuðum muni fyrstu skrán- ingarnar skila sér og þá þurfa sölumálin að vera komin á hreint. Þá erum við einnig að skoða þann möguleika að vera með eigin söluskrifstofur í Svíþjóð og Finnlandi. Í Mið- og Austur-Evrópu hafa lyf Pharmaco verið seld undir merkjum Balkanpharma. Að öllum líkindum verða ný lyf fyrirtækisins seld undir merkjum Pharmaco. Að því mun væntanlega koma að vörumerkið verði einungis eitt, þ.e. Pharmaco,“ segir Róbert Wessman. hann og framkvæmdastjórn Pharmaco að málum til að meta hvernig þau falli að starfseminni og hvort um arð- bæra fjárfestingu geti verið að ræða. „Það eru takmörk fyrir því hvað fyrirtæki eins og Pharmaco getur vaxið hratt. Við höfum sagt að við stefnum að því að innri vöxtur verði um 15–20% á næstu þremur árum og að ytri vöxtur verði svipaður, með kaup- um og yfirtökum á öðrum félögum. Segja má að tvennt takmarki ytri vöxtinn, annars vegar efnahagurinn, þ.e. fjárhagslegur styrk- ur á hverjum tíma, og hins vegar afköst stjórnendanna til að taka yfir ný félög, sem er gríðarlegt starf. Pharmaco er hins vegar vel í stakk búið til að halda áfram að vaxa í dag þar sem eigið fé fyr- irtækisins er yfir 20 milljarðar og eig- infjárhlutfallið um 52%. Skráning erlendis eftir 2–3 ár Pharmaco keypti Balkanpharma í Búlg- aríu á árinu 2000. Innri vöxtur Delta hefur verið mikill frá árinu 1998, sem er tilkomið vegna nýrra lyfja á markaði, nýrra markaða og nýrra viðskiptavina. Delta fjárfesti einnig í félögum sem tengdust vel aðalstarfsemi félagsins og stefnu þess. Delta stofnaði Medis Lim- ited á eyjunni Mön. Einnig keypti félagið NM Farma hér á landi og Pharmamed á Möltu á árinu 2001. Árið eftir voru það UNP í Danmörku, Omega Farma og Medis í Þýskalandi svo og stofnun Delta R&D á Möltu og dótt- urfélags á Indlandi. Pharmaco og Delta sameinuðust síð- an síðastliðið haust og skömmu síðar keypti Pharmaco lyfjaverksmiðju í Serbíu. Róbert segir að mikilvægt sé að samþætta greinar starfseminnar sem hver um sig gegnir ákveðnu hlutverki í heildarrekstri fyrirtækisins. Hinn mikli vöxtur og sam- þætting hafi tekið mikinn tíma og athygli frá helstu stjórnendum fyrirtækisins. Róbert segir einnig að í sam- einingum sé mannlegi þátturinn flókinn viðureignar þeg- ar komið sé inn í nýtt félag, þó svo að fyrir liggi að rekst- urinn falli vel saman. „Á árinu 1999, þegar ég hóf störf hjá Delta, langaði mig að ná því takmarki að fyrirtækið yrði eitt af stærstu fyr- irtækjunum hér á landi. Hið sameinaða fyrirtæki Pharmaco og Delta hefur náð því takmarki. Nú er tak- markið hins vegar að Pharmaco verði eitt af stærstu fé- nið að frekari hag- ar. Starfsmenn séu anns. Þar af séu um í Búlgaríu og um rnig hægt sé að ein- á þessum stöðum, ið stéttarfélögin. ins. m við ætlum að sjálf- unum við hins vegar Búlgaríu, sem verður g Mið-Evrópu og kuldbatt sig jafn- jónir evra í Serbíu starfsemi þar í landi og framleiðslu á lyfj- milli hans og hins for- r, skýr. Róbert ber unnar en hlutverk m sem geti hentað annars verið skoðuð Að þessu sé unnið m og erlendum ráð- nna tækifærin komi egar breytingar Morgunblaðið/Jim Smart .................... „ Þ a u m i k l u u m - s k i p t i s e m u r ð u á e i g n a r h a l d i á h l u t a - b r é f u m D e l t a á á r - u n u m 2 0 0 0 o g 2 0 0 1 v o r u þ v í m j ö g h e p p i - l e g þ e g a r u p p v a r s t a ð i ð . “ .................... opna skrifstofur í nýjum löndum og setja fleiri lyf á markað. Vöxturinn heldur áfram FRÁ miðju ári 1999 og fram að sameiningu Pharmaco og Delta í september 2002 hækkaði gengi Pharmaco í Kauphöll Íslands úr u.þ.b. 13 í 75. Gengi hlutabréfa Delta hækkaði á þessum sama tíma svipað, eða úr tæpum 13 í 77. Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands, ICEX-15, var um 1.200 stig á miðju ári 1999 og um 1.300 stig við sameiningu Pharmaco og Delta. Heimsvísitala lyfjafyrirtækja, sem sam- anstendur af 100 stærstu lyfjafyrirtækjum í heimi, breyttist einnig lítið frá miðju ári 1999 til haustmánaða 2002. Gengi hlutabréfa Pharmaco og Delta hefur því ekki fylgt þróuninni á hlutabréfamarkaðinum hér á landi né þeirri þróun sem orð- ið hefur hjá stærstu lyfjafyrirtækjunum í heiminum. Verðmæti lyfjamarkaðarins hefur almennt ekki verið að aukast en það hefur hins vegar átt við um Pharmaco og Delta. Róbert Wessman segir að skýringin á því að Pharmaco og Delta hafi ekki fylgt þeirri þróun sem verið hefur sé marg- þætt. Framtíðarvöxtur ráðist af mestu leyti af þeim fjölda lyfja sem takist að koma á markað og hvort mikil samkeppni sé á markaðinum þegar lyf fer í sölu. Lögð hafi verið áhersla á að fjölga lyfjum í þróun á síðustu árum úr tveimur til þrem- ur á ári í ellefu til þrettán eins og staðan er í dag. Þetta hafi tekist með því að styrkja þróunareiningar á Íslandi, með sameiningu við Omega Farma, með nýrri þróunarverksmiðju á Íslandi, stofnun Delta R&D á Möltu og með því að fara í þró- unarsamstarf við erlend félög. Einnig skipti miklu að vel tak- ist til að koma lyfjunum á markað þegar einkaleyfin renna út, en þá sé söluverð lyfjanna hæst. Delta hafi til að mynda tek- ist að vera fyrst á markað með fjögur lyf síðustu fjögur árin. Hvort vel takist að fá einstök lyf skráð erlendis ráðist að mestu leyti af gæðum þróunarvinnunnar svo og hvenær lyfið fer í skráningu til heilbrigðisyfirvalda í hverju landi fyrir sig. Að sögn Róberts hefur einnig verið lagt upp úr að efla sölustarfsemina með því að fjölga sölufólki auk þess að stofna eða fjárfesta í söluskrifstofum erlendis. Þá hafi verið hugað vel að því að efla innkaupadeildir til að lækka rekstr- arkostnað og hafi innkaupaskrifstofa meðal annars verið stofnuð í þessum tilgangi á Indlandi. Miklu máli skipti jafn- framt að byggja upp öfluga framleiðslustýringu í verksmiðj- unum til að hámarka nýtingu tækja hverju sinni. Það sem þó skipti höfuðmáli sé að vel hafi tekist að nýta þekkingu sem búi í fyrirtækjunum ásamt því að þau búi yfir vel hæfu starfs- fólki sem starfi sem öflug liðsheild. Meiri verðmætaaukning en í öðrum félögum gretar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.