Morgunblaðið - 24.03.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 24.03.2003, Blaðsíða 9
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. MARS 2003 B 9  JÓN Arnór Stefánsson skoraði 14 stig er lið hans TBB Trier tapaði 84:93 í þýsku 1. deildinni í körfuknatt- leik gegn TXI Energie. Jón Arnór lék í 29 mínútur og gaf fjórar stoðsend- ingar og tók tvö fráköst í leiknum. TBB Trier er í neðsta sæti deildar- innar.  LOGI Gunnarsson var stigahæstur í liði Ulm sem lagði Crailsheim Merl- ins á heimavelli, 105:76. Logi skoraði 22 stig og tók 5 fráköst. Bandaríkja- maðurinn Fred Williams, fyrrum leikmaður Þórs frá Akureyri, skoraði 20 stig fyrir Ulm sem er í öðru sæti s- riðils 2. deildar á eftir Karlsruhe. Lið- in hafa tapað þremur leikjum á tíma- bilinu en Karlsruhe hefur yfirhöndina í innbyrðisviðureignum liðanna.  TEITUR Örlygsson varð fyrir því óláni að týna augnlinsu í leik Njarð- víkinga og Keflvíkinga í undanúrslit- um Íslandsmótsins í körfuknattleik í gær. Teitur fékk aðra linsu sem var reyndar ekki af sömu tegund og sú sem hann týndi.  KEFLVÍKINGAR frumfluttu í gær nýtt lag þar sem leikmenn liðsins syngja ásamt Rúnari Júlíussyni. Lag- ið er gamall smellur sem hefur dunið í eyrum landsmanna að undanförnu í flutningi Papanna og má færa rök fyrir því að flestir leikmenn Keflavík- urliðsins eru mun betri sem körfu- knattleiksmenn – en sem söngvarar.  GUNNAR Einarsson leikmaður úr- valsdeildarliðs Keflavíkur tók 10 frá- köst gegn Njarðvíkingum í undanúr- slitarimmu liðana í gær. Gunnar lék í 27 mínútur en Jón Norðdal Haf- steinsson lék í 19 mínútur og tók einn- ig 10 fráköst.  GUÐJÓN Skúlason úr Keflavík reyndi tíu þriggja stiga skot gegn Njarðvík og hitti úr fimm þeirra. Guðjón skoraði einni þriggja stiga körfu meira en allt Njarðvíkurliðið gerði í leiknum. Aðeins Ragnar Ragn- arsson og Ólafur Ingvason hittu fyrir utan línuna. Keflvíkingar skoruðu hinsvegar úr fimmtán slíkum skotum eða alls 45 stig.  STÓRSTJÖRNURNAR Zinedine Zidane og Ronaldo gerðu sitt markið hvor þegar Real Madrid sigraði Deportivo La Coruna, 2:0, í stórleik spænsku knattspyrnunnar í gær- kvöld. Real náði með sigrinum þriggja stiga forystu á Real Sociedad sem missti 2:0 forystu niður í 2:2 á lokamínútunum gegn Villarreal.  PATRICK Kluivert og Marc Overmars gerðu sín tvö mörkin hvor þegar Barcelona lék Racing Sant- ander grátt í gær og sigraði, 6:1. Barcelona er enn taplaust síðan Rad- omir Antic tók við þjálfuninni af Louis Van Gaal í síðasta mánuði.  AC MILAN getur enn blandað sér í baráttuna um ítalska meistaratitilinn eftir sigur á Juventus, 2:1. Andrej Shevchenko og Filippo Inzaghi skor- uðu mörkin. Inter tapaði, 2:1, fyrir Udinese í gærkvöld og Juventus held- ur því þriggja stiga forystu. FÓLK FRAMTÍÐ Inga Þórs Steinþórs- sonar þjálfara úrvalsdeildarliðs- ins KR mun ráðast í vikunni en í samtali við Morgunblaðið í gær sagði Ingi að hann hefði hug á því að stjórna liðinu á næstu leik- tíð. „Ég gerði samning við KR í fyrra til tveggja ára og hef ekki hug á öðru en að standa við þann samning. Reyndar er endurskoðunar- ákvæði í samningnum þar sem báðir aðilar geta rift honum eftir eitt ár en ég er ekki tilbúinn að ganga frá liðinu á þessari stundu. Árangur liðsins var enginn á leik- tíðinni og við erum að vonum ósáttir við það en því er ekki að leyna að liðið var lengi að mótast og hafði tekið miklum breyt- ingum frá því í fyrra,“ sagði Ingi Þór. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins eru flestir leikmenn KR-liðsins með lausa samninga þessa stundina en ekki er vitað til þess að miklar breytingar verði á leikmannahópi liðsins fyrir næsta keppnistímabil. Framtíð Inga Þórs ræðst í vikunni Sigurður Ingimundarson þjálfariKeflvíkinga lét Damon John- son, Sverri Sverrisson og Fal Harð- arson skiptast á um að glíma við Banda- ríkjamanninn Greg- ory Harris í liði Njarðvíkur og má segja að þríeykið hafi slökkt í sókn- arleik liðsins með gríðarlega öflug- um varnarleik. Harris fann aldrei fjölina sína í leiknum og að auki var enginn í hans liði sem hafði áhuga á að taka af skarið þegar á reyndi. Teitur Örlygsson, Friðrik Stefáns- son og Páll Kristinsson léku langt undir getu og er langt síðan að sá sem þetta skrifar hefur séð þríeykið leika jafn illa og að þessu sinni. „Sá eini sem sýndi af sér baráttu- anda var Halldór Karlsson og hann hefur verið veikur undanfarna þrjá daga,“ sagði Friðrik Ragnarsson þjálfari Njarðvíkur eftir leikinn og trúði vart hve illa lið hans hafði komist frá leiknum. „Við höfum ekki leikið í átta daga – ekki eru menn þreyttir. Og það á ekki að þurfa að hvetja menn til dáða gegn Keflavík í undanúrslitum Íslandsmótsins. Hugarfarið var skelfilegt og ég held að við höfum hreinlega gefist upp í síðari hálfleik,“ sagði Friðrik en bætti því við að staðan væri aðeins 1:0 þrátt fyrir slaka frammistöðu. „Það dugir að vinna þá með einu stigi í næsta leik til þess að jafna metin en til þess þurfum við að gjör- breyta hugarfari okkar þegar á hólminn er komið.“ Njarðvíkingar komust yfir í upp- hafi leiks, 2:0, en Keflvíkingar litu aldrei um öxl eftir að hafa komist yf- ir 5:4. Í kjölfarið settu heimamenn í fimmta gír og skutu grannliðið í kaf. Grimmdin var gríðarleg hjá öllum leikmönnum liðsins, menn stóðu upp og fögnuðu hverju frákasti líkt á sama hátt og þriggja stiga skoti eða glæsilegum troðslum. Damon Johnson fór sér hægt í fyrsta leik- hluta og skoraði tvö stig en í öðrum og þriðja leikhluta lét hann ennis- bandið hverfa og tók við að skora þegar honum sýndist svo. Þess á milli afhenti hann öðrum leikmönn- um „keflið“ og það var sama hver það var – allir höfðu sjálfstraust og trú á eigin getu til þess að setja knöttinn ofan í körfuna. „Gömlu“ jaxlarnir Falur Harðarson og Guð- jón Skúlason tóku rispur í leiknum fyrir utan þriggja stiga línuna. Gunnar Einarsson, Jón Norðdal og Sverrir Sverrisson börðust eins og ljón undir körfunni. Magnús Gunn- arsson afrekaði að verja skot frá Njarðvíkingum og brunaði í sóknina og lauk henni með sniðskoti. Ed- mund Saunders gerði það sem gera þurfti – auk þess sem hann tróð yfir varnarmenn Njarðvíkinga með því- líkum tilþrifum að stuðningsmenn Njarðvíkur settust niður og höfðu hægt um sig það sem eftir lifði leiks. Leikurinn var aldrei spennandi þar sem yfirburðir heimamanna voru algjörir. Njarðvíkingar hljóta að spyrja sig hvað hafi farið úr- skeiðis og það var margt. Verst er þó að baráttan var ekki til staðar í liðinu og til marks um það tók Keflavíkurliðið 17 sóknarfráköst í fyrri hálfleik og skoruðu auk þess 9 þriggja stiga körfur á sama tíma. Harris átti erfitt uppdráttar í sókn- inni líkt og félagar hans og virtist hann ekki eiga svör við varnarleik Keflvíkinga. Páll Kristinsson var áberandi í fyrsta leikhluta en datt niður í meðalmennskuna það sem eftir lifði leiks. Keflvíkingar eru ekki árennilegir þessa stundina og hefur hver leik- maður náð að afmarka sitt hlutverk í vörn sem sókn. Saunders er liðinu mikilvægur og virðist hafa Friðrik Stefánsson í vasanum í vörninni. Auk þess sem hann hefur gott auga fyrir sendingum frá félögum sínum í sókninni. Njarðvíkingar munu eflaust ekki láta taka sig í bólinu tvo leiki í röð en verða að laga nánast allt í sínum leik ætli liðið sér að ná að jafna met- in gegn Keflvíkingum á miðvikudag. Morgunblaðið/Sverrir Keflvíkingurinn Edmund Saunders gerir sig líklegan til þess að fara framhjá Friðriki Stef- ánssyni varnarmanni úr Njarðvík, en Keflavík hafði gríðarlega yfirburði á heimavelli. Keflvíkingar léku sér að meisturunum KEFLVÍKINGAR sýndu mátt sinn með skrautsýningu í gærkvöld er liðið gjörsigraði Íslandsmeistaralið Njarðvíkur í fyrstu rimmu grannliðana í undanúrslitum Íslandsmótsins í körfuknattleik. Loka- tölur leiksins urðu 108:64 en staðan í hálfleik var 88:48! Eins og töl- urnar gefa til kynna átti grænklædda liðið aldrei möguleika og á svipbrigðum leikmanna liðsins mátti greina vonleysi og uppgjöf á meðan Keflvíkingar léku við hvern sinn fingur á öllum sviðum íþróttarinnar. Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.